Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1929, Qupperneq 5

Dýraverndarinn - 01.05.1929, Qupperneq 5
DÝRAVERNDARINN 3i ur, en hún naut hans ekki vegna þess, a'ð hún fann til meÖ útlaganum litla, heyröi að eins söknuö og þrá í hreimunum fögru. Varð þeim Ragnheiði að orði út af þessu. Kött átti heimilið, eins og lög gera ráð fyrir. líafði systir mín miklar mætur á kettinum og gaf honum á málum, og var kisa henni mjög fylgispök. Köttur sá var mesta veiðikló á mýs og fugla. Eitt sinn, snemma morguns, kemur kisa upp í baðstofu með fugl í kjaftinum. Hann var tekinn af henni, því aö það var venja, er um fugla var að ræða, ef ske mætti að hægt væri að bjarga lííi þeirra. En hér þurfti ekki um að binda. Fuglinn var greinilega bitinn á barkann, og hausinn hékk að eins við. Þetta var skógarþröstur. Að visu eru þrestir hver öðrum líkir, og er tor- velt að gera mun á. En með þvi að svo brá við, að þrastarkvakið þagnaði með öllu og litli fuglinn hvarf af þekjunni, dæmdist það á kisu aö hafa ban- að honum. Hlaut hún af því mikið ámæli. Var Kagnheiður mjög svo gröm yfir þessu illvirki, en Ásthildur maldaði í móinn, kvað kisu hafa unnið gott verk með því, að leysa þann frá lífi, sem var einmana og útlægur. Faðir minn, sem var hagyrðingur, gerði sér það til gamans, að kveða um þetta litið kvæði. Læt eg þaö fylgja sögunni. Skáldlegt gildi hefir það litið, enda aldrei til þess ætlazt, að því væri á loft haldið. í upphafserindinu er vikið að því, sem er hér í munnmælum um lóuna og aðra söngfugla, að þeir flýi ekki land að haustinu, heldur leggist í dvala með laufblað undir tungunni, og vakni svo með vorinu, þegar fer að hlýna í deplum og sólin að skína. Kvæðið er þannig: Þrestirnir í dvalanum þekkja tímaskil, vakna þeir við vorsólar varma og yl, fljúga heim til bæja með fjaðraþyt og söng, hoppandi um hrískesti, húsþök og göng, hoppa þeir um húsþök, með hljómþýðri raust, segjast hafa ei komið síðan í haust. Um stund þeir segjast syngja og síðan stofna bú i hlýjum skógarrunni, sé hugsunin sú. Hér sér ríði körfur, er hangi á skógargrein, svo orpnum þar eggjum ekkert grandi mein. Vorsólin vermir hið víðlenda Frón. Þrestir fljúga í skóginn, og þeir verða hjón. Einn verður afstanz og útlægur gjör, verði hann í skóginum, hann víst missir fjör. Flýgur heim til bæjar á fagurgrænt þak, á baðstofu hann byrjar sitt blíða sorgarkvak. Ragnheiður heyrir og hlustar á dátt. „Syngdu, fugl, og syngdu,“ segir hún hátt. „Láttu mig heyra þinn hljómfagra söng, vor nótt þá verður mér víst ekki löng. Syngdu og syngdu og segðu mér frá vininum væna, er i vændum eg á.“ „Aumingja þröstur," hún Ásthildur tér, „útrekinn úr skóginum, enginn sinnir þér. Annar tók ránshendi ástvininn þinn, þungt er þér einlífið, þrösturinn smái minn. Mig tekur inn að hjarta, að heyra þinn söng. Veit eg, öllum útlögum er ævin dimm og löng. Algleymis blundur er betri en vonlaus þrá. Laumastu út, kisi, og láttu nú sjá.“ Kisi hlýöir fóstru, kreikað út hann gat, þýtur upp á þakið, þar þrösturinn sat. Bítur hann á barkann og ber síðan inn. Hróðugur að fóstru fótum fenginn leggur sinn. Reið kvað hún Ragnheiður: „Ræninginn þinn, gaztu ei séð í friði söngvarann minn? Úti er mitt yndi og unaðarkvak. Óhræsið þitt, kisi, þú ættir skilið blak.“ Ásta með hægðinni hermir á mót: „Heill sé þér, kisi, því hér vannstu bót. Þú sviftir þann lífi, sem sorg bar og raun, Þenna rjómabolla þú þiggur í laun.“ Hlýddi eg í kyrþei á hrundanna tal. Lærdóm fyrir lífið það leyfa mér skal. Valt er að treysta á vífanna dóm. Er hann sem smekkur í ýmsra góm. Ein vill að lífið allt þjóni sér, sorgina önnur með syrgjendum ber. Margur fyrr frægur féll svo í val að fljóðanna dómi. — Eg felli mitt hjal. Nú mætti ætla, að sögu þrastarins væri lokið, er hann var af dögum ráðinn og kveðin eftir hann erfiljóðin. En þó er ósagt lítið atvik, sem sögunni fylgir.

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.