Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1929, Side 6

Dýraverndarinn - 01.05.1929, Side 6
32 DÝRAVERNDARINN Þegar frá leiÖ fyrnclist, sem vænta mátti, yfir harmasögu þrastarins, nema hvað viÖ krakkarnir lærðum kvæðið og stríddum Ragnheiði með snei'ð- inni, sem henni var þar skorin. Leið svo fram til septemberloka. Þá var það eitt sinn í einmuna fögru og stilltu veðri, líðandi hádegi, að menn urðu þess varir, að lítill fugl var á flögri fyrir bæjarþiljunum. Þilin voru þrjú og vissu til norðurs. Hann flaug aldrei lengra til austurs en að efsta þilinu og til vesturs að baðstofukampinum. Ávalt flaug hann í sömu hæð, fyrir miðjum glugga, sem var á svefnhúsi foreldra minna og mamma sat jafnan við. Aldrei settist hann niður, frá því hans varð vart og þar til hann hvarf með öllu, rétt fyrir rökkrið, og sást aldrei framar. Fugl þessi var lítið eitt minni en skógarþröstur, en svipaður á vöxt og lit, nema hvað hann var mun glæsilegri, með blágyllta vængi. Ekki heyrðist hann syngja. Eg man það, að eg hafði verið úti allan daginn, því að verið var að reiða á völlinn, og eg auðvitað notuð til að teyma. En þegar eg kom inn, spurði eg mömmu og Ástu, hvort þær hefðu ekki séð litla fuglinn, sem allt af hefði verið að fljúga fyrir glugg- ann i dag. Þær játtu því að vísu, en undarlegur hvitasunnu- blær fannst mér yfir þeim,'eins og eitthvað sérstak- lega merkilegt hefði skeð. Eg var krakki, og á uppvaxtarárum mínum var það ekki venja, að börn væru að rýna eftir því, sem álitið var, að fullorðna fólkið eitt varðaði um. Eg spurði því einskis frekar, en hugsaði mér til hreyf- ings, þegar mamma færi fram 'að skammta. Þá skyldi eg fá sadda forvitni mína. Eg átti föðursystur, sem var á vist hjá foreldr- um mínum. Hún var karlæg og var tjaldað kring- um rúmið hennar, inni í svefnhúsi foreldra minna. Hún var jafnan fús á að leysa úr spurningum mín- um, og þangað leitaði eg, þegar færi gafst, og spurði hvort nokkuð sérlegt hefði skeð í baðstof- unni. „Nei, ekki nema þetta með litla fuglinn, sem þú varst að tala um.“ „Nú — þekktuð þiS hann? Enginn okkar, sem úti vorum, þekkti hann.“ „Ó-nei. Við þekktum hann ekki. En sjáðu til. Hann var líkur þresti, nema hvað hann var allur fallegri. Hann flaug þessa stund látlaust fyrir glugg- ann, eins og hann væri að sýna sig sem bezt, og nú er hann með öllu horfinn." „En við- hvað áttu, systir?“ sagði eg. „Manstu eftir þrestinum, sem mest söng í vor og hún kisa drap og hann pabbi þinn bjó til kvæðið um ?“ „Já. En þetta gat ekki verið hann, því að hann er dauður.“ „Ertu nú viss um að hann sé dauður? Liggur ekki eins nærri að hugsa sér hann lifandi? Gáðu að því, barn, að guð er bæði almáttugur og algóður. Hann vissi hvað sárt okkur tók til litla fuglsins í vor og hvað við söknuðum hans. Það er ekki víst, að við mennirnir séum einu verurnar, sem höfum ódauðlegan anda, og ekki var guði um megn að lofa honum að taka á sig þrastargervi, til að sýna okkur og sanna, að hann væri ekki með öllu af- máður úr tölu hinna lifenda, þó að hún kisa ban- aði honum.“ „Þvi söng hann ekki, systir ?“ „Því söng hann ekki! Hvaða spurningar eru þetta? Áttum við nokkura heimting á því, að hann færi að syngja fyrir okkur líka? Var ekki nóg að fá að sjá hann, blessaðan litla fuglinn? Vendu þig ekki á að vera heimtufrek í lífinu. Taktu með þökk- um því, sem að þér er rétt og bandaðu ekki hcndinni á móti eða lokaðu augunum, þegar guð er að sýna þér gæzku sina og almætti. Við mamma þin trúurn þvi, að fuglinn, sem var að flögra fyrir glugganum i dag, hafi verið litli útlaginn okkur endurborinn. Pabbi þinn er ekki frá því, að svo hafi verið, og þá er þér óhætt að trúa því líka.“ Það var lítil þraut, að buga efasemdir rnínar á þeim dögum, og þegar eg skauzt undan rúmtjaldinu hennar systur, trúði eg því fullum fetum, að eg hefði séð svip framliðins vinar. Á seinni árum hefi eg oft hugsað um þenna litla fugl. Eg man gjörla hvernig h'ann leit út, hvernig hann flaug, eins og eftir strengdum þræði, ávalt jafn hátt og hvíldar- laust. Að öðru leyti er mér minningin helg, og eg vil ekkert við henni hrófla — er svo hrædd um að þetta litla trúaratri'ði mitt fari þá sömu leið og margt annað, sem eg trúði í æsku, og eklci reynd- ist haldgott í hretvi'ðrum lífsins. En mér er sér- staklega annt um að geta, eins og garnla fólkið trúaða, sem á undan er gengið, dáið í þeirri trú, að litli

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.