Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1929, Page 7

Dýraverndarinn - 01.05.1929, Page 7
DÝRAVERNDARINN 33 fuglinn fagri hafi ekki verih neinn okkar vængjuðu sumargesta, með stinnum fjöðrum og heitu blótSi, heldur aÖ eins svipur útlagans. Theodóra Thoroddsen. Lemstraiii spóinn* Eg man, er blóði stokkinn í búri'ð til mín inn þú borinn varst með kubbaðan vinstra fótinn þinn. Þú titraðir af kvölum og ótta, eins og strá, og angistin skaut leiftrum á þína döpru brá. Þig lagði’ eg mér að vanga. Eg gleymdi stað og stund og starði ráðum þrotinn á þína miklu und. Svo strauk eg þig með varúð, og munarhlýja mín á mjúkum bylgjum tregans leið, særði fugl, til þín. Nú barstu þig sem hetja. — Á brjósti þér var sár, og blóðið féll í dropum í skaut mér, líkt og tár. Svo kvaddi eg þig grátklökk og hljóð í hinnzta sinn, er hjúfraðir þig dauðvona upp við barminn minn. En út í árdagsljómann hann 1)róðir minn þig bar, þvi blíða sólarljóssins þér linun kvala var. Það vissum við og fundum, þótt værum eins og börn þér vanmáttug til hjálpar, í huga líknargjörn. Hann sonur minn fór höndum um litla líkið þitt og lagði það með ástúS í mjúka bólið sitt. En svo var líkið tekið og borið eitthvað hrott, og barnið grét og mændi — um harm þess allt bar vott. Hann síðan hefir margoft mig spurt um spóann sinn, Nú spinn eg grannan þráð fyrir litla drenginn minn, og kýs mér, að hann læri að leika aldrei grátt við lítilmagna’ og smælingja’ á varmannlegan hátt. Mig langar, að hann velji, að hafa heiðan skjöld og hreinan leik og fagran, þótt keppti’ um auð og völd, *) Hér getur þess, sem átt hefir sér stað. Spóinn beið lemstran af skoti ránshandar. og beri jafnan einkenni ágætasta manns, að elska veikan bróður og taka málstað hans. — Eg hugsa oft um valinn, sem veikan bróður sló, en varð svo frá að hverfa, með blóði roðna kló. Og margoft, þegar ránshöndin bætir synd á synd, þá sé eg gegnum tárin mín spóans hryggðarmynd. Erla. * * * „Meinleg örlög margan hrjá mann og ræna dögum.“ Fyrir fám misserum voru nokkur kvæði birt und- ir nafni Erln. Flestum mun hafa verið dulið, hver ætti þetta nafn. En nú ljær Dýraverndarinn sér sjálfum Bersaleyfi, til þess að skýra frá því, hver Erla sé. Er þar skjótt af að segja, að þetta dul- nefni undir kvæðunum á Guðfinna Þorsteinsdóttir, húsfreyja á Teigi í Vopnafirði. Ritstj. Dýraverndar- ans kann af eigin hrjóstviti fátt um konuna að greina, annað en það, að hún sé talin vinur dýr- Guðfinna Þorsteinsdóttir. anna. En svo hefir atvikast, að honum er handa á milli mynd af henni og hréf, sem hún ritaði 28. apríl þ. á. Myndin sýnir, að konan er sjáleg, og er hún birt hér. Og bréfið ber með sér, að ævi Guð- finnu hafi fram að þessu stundum verið nokkuð óhæg, og mun það íslenzkt. Eru því teknir úr bréf- inu kaflar þeir, sem hér fara eftir:

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.