Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1929, Síða 9

Dýraverndarinn - 01.05.1929, Síða 9
DÝRAVERNDARINN 35 Dýravinur í Kanada. (NiÖurl.). „Mikið má, ef vel vill“. Uppliaflega ætlaÖi Miner sér að eins aÖ búa villi- fuglum hæli og hvíldarstað, en það varö úr, að hann fór að fást við rannsóknir á lifnaðarháttum þeirra. Hann handsamar árlega fjölda fugla — veiðir þá í gildrur — og áður en hann sleppir þeim aftur, fest- ir hann við fætur þeirra merki með áletrun um, að hann biðji hvern, sem nái fuglinum, dauðum eða lifandi, að gefa sér vitneskju um það. Slikar skýrsl- ur hafa honum borizt hvaðanæva, og hefir hann háldið þeim gaumæfilega saman. Af þeim má sjá, aö fuglarnir hafa komið fram viðs vegar við strend- ur Iludsonsflóans, á Labrador, nálægt Montreal, í Ulinois, og við árósana á fjörunum i Norður-Karó- línu. Á þenna hátt hefir hann orðið margs visari um ferðalög Kanada-gæsanna og annara farfugla, meðal annars þess, að farfuglarnir fljviga af Kings- ville-tjörnunum rakleitt norður að Hudsonsflóa, verpa þar og dvelja þar yfir sumarið. Veðuráttufar ræður mestu um það, hve nær þeir leggja af stað aftur suður á bóginn. En af einhverri sérstakri ástæðu nota fleiri endur, en gæsir, friðaöa áningar- staðinn hjá Miner, þegar fuglarnir eru á suðurleið. Algengustu vetraraðsetur gæsanna virðast vera fló- arnir fram með Virginiuströndinni og Norður-Karo- lina, en margar af öndunum hafa verið skotnar suð- ur í Louisiana. Auk þess að Miner er áhugasamur náttúrufræð- ingur, er hann einnig heitur trúmaður. Afar einkenni- legt og sérstætt er það tiltæki hans, að gera fuglana sína að trúbo'öum. Á hvern miða eða merki, sem hann festir við fuglana, er letruð einhver ritningar- grein, svo sem: „Varðveitið sjálfa yður í kærleika guðs“ (Júd. i, 2i), „Allt er mögulegt fyrir guði“ (Mark. io, 27), og honum hefir margsinnis veizt sú ánægja, að fá að svari þakkarorð og viðurkenn- ingar fyrir þessi skeyti sín. Eitt þakkarbréfið fékk hann frá fanga, sem beið réttarprófs suður í Ar- kansas. Önnur ritningargrein lenti hjá söfnuði langt suður í Bandafylkjum, þar sem kristnir siðir voru lítt rælctir, og olli þar trúarvakningu, með þvi að prédikari safnaðarins gerði ritningargreinina að ræðutexta sínum og kvað þetta skeyti frá hæðum, til að boða yfirvofandi dóm og hegning. Á síðari árum hefir Miner einnig snúið sér að því, að bjarga fagurri og fágætri svanategund frá algerri tortíming. Þessir svanir eru drifhvítir á fjaðrir, en meö svart nef. Vængjabreidd þeirra er sjö fet, og þyngdin kring um 10 kg. Náttúrufræð- ingar töldu allar horfur á, að þessi tígulegi fugl væri að líða undir lok, og taldist þeim svo til, að eigi myndi vera til nema í mesta lagi 500 svanir af þess- ari tegund. Fyrir þrem árum eignaðist Minar sex af þessum svönum, sem hafði verið bjargað úr ís- hrönn fyrir neðan Niagarafossana, særðum og lim- lestum. Hann hjúkraði þeim nákvæmlega, græddi sár þeirra og lemstra, og sleppti þeim svo á tjarnimar heima hjá sér. Að sönnu hafa þeir ekki enn lokkað þangað til sín neinn af frændum sínum, en hópur af sams konar svönum — á að gizka 2000 að tölu — er nú farinn að venja komur sínar á strendur Erievatnsins, skammt írá heimili Miners, svo að hann er nú orðinn ugglaus um, að í bráðina er ekki hætt við, að þessi fagra svanategund sé úr sögunni. Miner lætu sér annt um hvers konar fuglategundir. Hann hefir heillað heim til sín purpurasvölurnar, sem annars hafast helzt við fram með ströndum vatnanna. Hann hefir birgt Essexhérað aftur upp að lynghænum og hænt aftur að hrossagaukana, sem höfðu fælzt skothríðarnar og ekki sézt í Essex í 40 ár. Hjá honum leita hælis bæði algengir fuglar og fágætar fuglategundir. Fuglarnir finna skjótt, að jiarna andar gegn þeim hlýju og góðvild, vernd og öryggi. Mörg dæmi eru til þess, að helsærðir fugl- ar neyta hinnztu krafta til að fljúga úr margra mílna fjalægð heim til Miners, til að deyja við fætur vin- ar sins. Athafnir Miners hafa stöðugt gerzt víðtækari. Honum þótti leitt að þurfa að vera kominn upp á örlæti vina sinna eða styrk fylkisstjórnarinnar, til að geta staðið straum af kostnaðinum við fuglahæli sitt. Fyrir þvi tók hann þa'S til bragðs, að ferðast fram og aftur um landið og halda fyrirlestra um lifnaðarhætti fugla og annara ótaminna dýra. Voru þessir fyrirlesttar hans undir eins hvarvetna vel sóttir. Enginn ræðuskörungur er hann, og ekki er málskrúð né tilgerðarstíll í ræðum hans, sem Vest- urheimsmönnum hættir til, en umtalsefnið þekkir hann út i æsar, skilningurinn á þvi er glöggur og hugur fylgir máli, svo að ræður hans verða áheyri- legar, og hann kryddar þær oft með skemmtilegum smásögum.

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.