Dýraverndarinn - 01.05.1929, Síða 10
36
DÝRAVERNDARINN
Félag heíir hann stofnaS, sem kallaS er „Jack Min-
ers bandalagiS", og eru allir skoSanabræSur hans
boSnir og velkomnir i þaS.
Miner hefir komiS fram meS margar ágætar til-
lögur til eflingar og styrktar skoSunum sinum og
athöfnum. Hann leggur til, aS í hverju héraSi í
NorSur-Ameriku sé stofnaS félag til verndar veiSi-
dýrum, og aS fulltrúar frá þessum félögum haldi
meS sér þing á hverju ári. Hann krefst þess, aS lögS
sé niSur sú landsvenja, aS sá stjórnmálaflokkur, sem
í þaS og þaS skiftiö er ráSandi lögum og lofum, fái
aö ráSa vali á veiSivörSum, heldur séu til þess starfa
kosnir þeir einir, er þekkingu hafa á náttúrufræSum,
og haldi þeir stöSunni ævilangt, meS hæfilegum laun-
um, og ætlast hann til aS kostnaSurinn jafnist meS
hærri iSgjöldum fyrir veiSileyfi. Enn fremur leggur
hann til, aS veiSivörSunum sé heimilt að vitja barna-
skólanna í héraSi sínu á vissum tímum, til aS fræSa
börnin um þaS, hve mikill ávinningur og unaSur
þeim geti veriS aS því, aS athuga eSli og lifnaSar-
hætti dýranna. Hann vill lækka hámark veiSifanga
hjá skotmönnum og ganga rikt eftir, aS enginn fái
aS skjóta fleiri fugla né dýr, en ákvæSi eru til, og
ályktar sem svo, aö hver sá maSur, sem skýtur fleiri
en fimm endur á dag, eSa tuttugu og fimm endur
yfir veiSitímabiliS, sé vargur í veiSum, síngjarn og
hugsunarlaus um réttindi almennings.
Miner er þaS fullljóst, aS allur þorri veiSimanna
er andvígur tillögum hans, en hann er þó sannfærS-
ur um, aS ef honum endist líf og heilsa, muni hann
fá unniS allan almenning til liSs viS sig, og þá þrýst
stjórnmálamönnum og þingi til löggjafar eftir ósk-
um hans. Hann heldur því fram, aS Bandaríkjamenn
og Kanadabúar eigi aS taka saman höndum um lög-
gjöf um takmarkaSa veiSi og dýraverndun, meS þvi
aö í Kanada séu varplönd og sumaraSsetur fyrir 80
af hundraSi af farfuglum Ameríku, en Bandafylk-
in séu vetrarhæliS. Fyrir nokkrum árum voru sam-
þykkt lög um farfugla samtímis í Washington og
Ottawa. Miner telur spor stigiS í rétta átt meS þeirri
löggjöf, en þó hvergi nærri nógu langt fariS.
SíSastliSiS sumar var Miner enn sem fyrr á fyrir-
lestraferS um Kanada og fekk hvarvetna góSa á-
heyrn. Höfundur þeirrar greinar, sem hér er sagt
aSalefniS úr, lýsir Miner svo, aS ásýndum sé hann
fremur skarpleitur og útitekinn, hýr á svip, góS-
mannlegur og glaSlegur, en alvaran og áhuginn skín
Út úr honum, þegar hann er aS flytja mál sitt um
þaS efni, er hann hefir helgiS líf sitt og krafta.
Máli sínu myndi hann oftast ljúka á þessa leiS: „Eg
hefi ekkert aS stæra mig af. En almættishönd hins
ósýnilega hefir stutt Jack gamla Miner.“
Greinin endar eitthvað á þessa leiS: „Miner heíir
gerzt brautrySjandi nýrrar stefnu meSal Kanadabúa,
og kenningar hans og athafnir munu í heiSri hafSar
og bera ávöxt löngu eftir þaS, aS afrek stóriSju-
hölda og stjórnmálagasprara eru grafin og gleymd.“
(Þýtt úr „The world to day“).
Heiðursfélagar.
Þess var getiS hér aS framan (bls. 16), aS á aSal-
fundi Dýraverndunarfélags íslands væri þau, síra
ólafur Óldfsson, fríkirkjuprestur, og frú Ingunn
Einarsdóttir á Bjarmalandi, kosin heiSursfélagar.
Átti Baldur Sveinsson, sem síSastliSiS ár var for-
maÖur félagsins, tillögu aS því, og var hún samþykkt
meS lófataki allra fundarmanna. Þótti öllum þetta
aS verÖleikum gert, en sumum of síSla fram komiÖ.
Þau, síra Ólafttr og frú Ingunn, eru einu félag-
arnir, sem DýraverndunarfélagiS hefir sýnt þá virS-
ingu, aS kjósa sér aS heiÖursfélögum.
Dýravcrndarinn telur þaÖ skyldu sína og sæntd, aS
sýna þeim, sem hann lesa, mynd af heiSursfélögun-
um og láta þeirra getiS meS fám oröum.
Síra Ólafur Ólafsson
er meSal þjóSkunnra manna íslenzkra. Starf hans
er orSiS langt og mikiS. Á yfirstandandi sumri á
hann 49 ára prestskaparafmæli. Munu flestir klerk-
ar slitna og slævast á skemri tíma. En um síra Ólaf
mun svo mælt, aS nokkuS sé öSru máli aS gegna.
Honum eru aS visu nokkuS gánuS hár, og af and-
litinu er fariS æskubragSiS. En ern er hann og furðu
unglegur, fríÖur sýnum, óhokinn, vörpulegur og prúS-
mannlegur á velli. Þó mun hitt ekki minna vert, að
andi hans er talinn „æ hinn sami“. Áhugi, fjör, kapp
til góSra hluta, mælska, orSaauÖur, blæbrigSi ræÖ-
unnar, i blíöu og stríSu, kraftur, þrek og þrautseigja,
— aS öllu þessu þykir hann enn svo búinn, aÖ vel
mættti sumir þeir, sem eru á létta skeiÖi ævinnar, viÖ
una, ef þeir heföi þetta til jafns viÖ hann, nú á átt-
ræSis aldri. Menn hafa vitaÖ fyrir löngu, aÖ síra