Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1929, Blaðsíða 13

Dýraverndarinn - 01.05.1929, Blaðsíða 13
DÝRAVERNDARINN 39 orSi. En einn skipstjóri, Björn Helgason á „Víði“ í Hafnarfirði, svaraði meÖ skipverjum sínum á þann hátt, a8 senda írú Tngunni 136 kr. 16 aura, og fylgdu ];ar með blessunaróskir til starfs hennar. Þegar þar var komiö, aÖ hætt yði útgáfu ,,Dýra- vinarinsvar ekkert málgagn til, er heittist fyrir dýraverndunarmálinu. Á fundi Dýraverndunarfélags- ins i marzmánuði 1915 bar frú Ingunn fram tillögu um, að félagið kæmi á stofn og gæfi út blaÖ í þarfir sinna mála. Var ])essari tillögu tekið nokkuð misjafn- lega, og myndi ef til vill hafa orðið dráttur á út- komu blaðsins. En Emil Rokstad gaf til ])css 300 kr., og frú Ingunn kostaði að öllu leyti fyrsta tölu- l)laðið,ogeftir hennar tillögu var blaðið nefnt D ý r a- verndarinn, og byrjaði að koma út 1916. Geta mætti um allmargt fleira af starfsemi frú Ingunnar i þarfir Dýraverndunarfélagsins, dýra- verndunarmálsins og Dýraverndarans. Hér verður ])ó numið staðar að þessu sinni. En liins er ekki að dyljast, að helzti lcngi hefir dregizt, að Dýravernd- unarfélagið sýndi frú Ingunni þann virðingarvott, að kjósa hana hciðursfélaga, og þá eigi síÖur, að Dýraverndarinn minntist hennar með skyldu þakk- læti og virðingu. Kunnugt er, að einna styrkustu stoðir dýravernd- unarmálsins hér á landi um flest hafa þeir verið, Þorsteinn skáld Erlingsson og Tryggvi bankastjóri Gunnarsson, að ógleymdum öðrum dýravinum, ým- ist báðir á sömu leiÖ eða hvor með sínum hætti. En jafnvíst er og, að frú Ingunn Einarsdóttir hefir verið og er ein af meginstoðum þessa máls hjá oss, svo og Dýraverndunarfélagsins, og mun þetta verÖa eigi sízt ljóst, þegar stundir líða og raktar verða minningar íiðnu daganna og þessi mál rifjuð. Orða sannast mun það, að frú Ingunn Einarsdótt- ir sé ein meðal merkustu kvenna þjóðarinnar fyrir ævistarf sitt, einstætt og óhvikult, eins og nú hefir verið sýnt, og er Dýraverndunarfélaginu sómi að því, að mega telja hana heiðursfélaga sinn. Dýraverndarinn flytur henni í sínu nafni, Dýra- verndunarfélagsins og allra dýravina hérlendis virð- ingarfyllstu þakkir fyrir starf hennar í þarfir mál- leysingjanna, — starf, sem knúið er fram af hjarta- ])örf hennar, og árnar Dýraverndarinn henni friðar og blessunar á ævikvöldi hennar. Skngglnn. (Brot). Þó að nú sé að þrjóta þriðja bréfsefnið af papp- írpum, þá er eins og eg sé enn þá ekki kominn að efni þessa bréfs. Á bréfmiða í fyrra mun eg hafa sagt þér frá slysinu, sem mig henti. Eg ætla ekki að kvarta. Mér finnst, sem lítið karlmennskubragð myndi að því. En eg fæ varla við ]>ví gert, að nokk- uð er mér það ömurlegt, þegar eg reyni að mjakast áfram á gervifótunum og tveimur hækjum og get hvorki staðið upp né setzt, nema dætur mínar hjálpi mér. Konan mín gerði það, meðan hún lifði. En hún var kölluð frá mér í vor. Og það skarð fær eng- inn bætt mér, annar en sá, sem gaf mér hana og tók hana frá mér. En fullfær væri eg enn til flestr- ar þeirrar vinnu, sem eg kann, ef eg mætti njóta meðfæddra fóta minna. Eg er að reyna að úðra við ýmislegt smávegis í höndunum, í sessi mínurn. Og mikið lán er mér, að halda enn óskertri sjón. Eg les því allt, sem eg fæ auga á komið af bókum og blöðum, og unun er mér að því, að lesa flest, sem kemur að heiman. Svo er eg að skrifa annað veifið, ýmist mönnum hér vestra, gömlum kunningjum heima — en þeim fer fækkandi — eða eg er að pára um viðburði frá liðnum dögum heima. Og nú kemur sér vel, að eg náði liðlegri og settri stafagerð hjá síra Þorgrími fermingarföður mínum. Eg sagði, að dapurlegt fyndist mér, að mjakast áfram á gervifótum og hækjum. Þó er það satt, að eg hefi lifað marga sælustund síðan eg varÖ örkumla, sé alls gætt — eg á við sælustund i huganum. Nú eru nítján ár síðan eg fluttist að heiman vestur um haf, og rúmlega sextán ár var eg ófaftlaður og vinnufær. Þau áriti dreymdi mig oft heim, raunar vakandi og sofandi, en langmest sofandi. En síðan eg varð ósjálf- bjarga, hefir mikil breyting oröið á þessu. Og þó að eg búizt varla við að geta með línum þessum gert þér fulla grein þess, þá kysi eg að minnast á sitt hvað með fám orðum. Eg get húizt við, að þú eigir bágt með að trúa því, hve oft eg lifi heima á gamla Fróni, föður- landinu mínu. Eg sit og stari í austurátt, glaðvak- andi og heill heilsu. Og eg sé ekkert annað en fóstur- land mitt, héraðið mitt, sveitina mína, æskustöðvar

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.