Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1929, Page 15

Dýraverndarinn - 01.05.1929, Page 15
DÝRAVERNDARINN 41 ingarnar og heiftin, sem hún hafði steypt yfir mig eftir að eg skar folaldið. Hún var eini maðurinn, sem vítti mig fyrir verkið. Öðrum mun hafa fundizt það eðlilegt, að fráskilinni konu minni. Og Flökku- Fríða bað mér margra bölbæna. Hún sagði, að skugg- inn af þessu verki skyldi fylgja mér til æviloka og loks inn í eilífðina. Svo fór hún að gráta. Og grát- andi bað hún drottin aS vernda alla málleysingja — vernda þá fyrir djöfulæði mannanna.---------- Eg mun hafa setið lengi og starað á þenna horfna atburð. Mér varð ljóst, að eg hafði unnið hryllilegt fólskuverk. Ávirðingin fór um hugskot mitt eins og eldur um sinu, og iðrunin auðmýkti mig, líkt og eg væri orðinn lítið, biðjandi barn. Eg fekk eigi tára bundizt og fyrirvarð mig fyrir öllu, dauðu og lif- andi, en mest fyrir mér sjálfum. Loks reis eg á fætur, greip höfuðkúpuna, gekk að öldustoklmum og varpaði henni í hafið. Mér varð enn litið til lands. Öræfajökull var horfinn. Föður- land mitt var horfið. Eitt var mér þó ekki horfið. Skugginn af niðingsverki mínu féll að sál minni eins og ísingarstakkur. Og við því býst eg eigi, að hann fái að fullu horfið þaðan, fyrr en á banadægri mínu — megi það þá verða. Einar Þorkclsson. Stumlvissa kríunnar. Spurt hefi eg, að dr. Grímur Thomsen (f. 15. maí 1820, d. 27. nóv. 1896) hafi þau 29 ár (1867*— 1896), sem hanni bjó á Bessastöðum, friðlýst krí- una i Bessastaðanesi. Allir hafi orðið að eira henni og eggjum hennar. Það fylgir sögu þessari, að undir hafi legið hjá Gr., að hanni vildi enga óþarfa .truflun gera á lifi kríunnar, sem honum hafði fundizt unaðslega *) Gr. Th. kom alfari til Reykjavikur 26. júlí 1867. Jón fræðslumálastjóri Þórarinsson sagði mér, eftir því sem sjónarvottar fluttu honum, að með Gr. væri í bátnum, þegar hann lenti við bryggjuna, Sóti, geit (eða haf- ur) og h u n d u r. Þegar hann steig á bryggjuna, snaraðist hundurinn og geitin á eftir honum upp úr bátnum. Síðan var leitað lags að koma Sóta upp, og beið Gr. meðan því fór fram. Fór hann svo af bryggjunni. Gckk Sóti honutn til vinstri handar, en hin dýrin eltu hann. starfsrík, síkvik og fjörug, og svo hafi hann vilj- að lofa henni að fjölga óáreittri. í annan stað haii hann haft yndi af rödd hennar: r i s s - r i s s. Hann hafi talið r i s s-ið hennar vekjandi og hvetjandi, eigi sízt að morgninium. Og svo hafi hann haft nærri þvi þrotlaust gaman að háttum hennar. Loks væri það, að hann hafi talið, að tryggasta leiðin að því, að rækta Bessastaðanes, væri sú, að lofa kri- unni að' drita það i fullu frelsi. Þessu jafn-snemma er mér sagt, að Gr. Th. teldi víst, að kríunnar yrði fyrst vart 14. mai, undan- tekningarlítið. Eni hitt hefi eg ekki heyrt eftir hon- um haft, hvern dag ágústmánaðar hún myndi hverfa að fullu og öllu. — Vestan við túnið á Staðastað er siki. Er það niefnt Líkatjörn. Þar verpir jafnan býsna mikið aíf kriu. Faðir minn veitti lifnaðarháttum kríunnar athygli, þarna og þau 16 ár, sem hann var á Borg á Mýrum. Hann fullyrti við mig, að krian kæmi 14. maí. Þó gæti út af þessu brugðið i illæri. Sagði hann, að svo hefði orðið vorið 1881. Þá mynidi krí- unnar fyrst hafa orðið vart um það bil 26. maí. Og verið 1882 myndi hún hafa fyrst sézt 24. eða 25. maí. Hann hélt og, að vorið 1886 höfði hennar fyrst orðið vart að kvöldi 19. maí. Önniur afbrigði frá því, að hún kæmi 14. maí, sagði hann varla hafa verið þau 15 ár, sem hann var á Staðastað. Þó minnti hann, að hún sæist að kvöldi 12. eða 13. maí vorið 1879 — en þá voru á árgæði. Um brottfarardag kríunmar var faðir minn á ])ví máli, að hún væri horfin eða hyrfi 29. ágúst, höfuðdaginn gamla, og aldrei síðar. En hanni mininti ekki betur en að húni væri þó hoúfin um 20. ágúst sumariö 1881, og svipað myndi hafa verið sumarið eftir, 1882. Og sumarið 1886 hélt hann, að húni heföi verið horfin einum eða tveim dögum eft- ir 20. ágúst. Annars var það ætlan hans, að krían legði af stað, í venjulegu árferði, 25.—28. ágúst, en allt af væri hún horfin að morgni þess 29. Guðmundur prófastur tlelgason, frá Reykholti, sem mér skildlist gerhygginn á suma háttu dýra, eigi síður en fjölmargt annað, hafði nokkuð grennsl- ast um komudag kríunnar að vorin og farardag að sumrinu. Hafði hann einikum leitað sér upplýsinga lijá Mýramönnum. Niðurstaða Guðmundar prófasts, eftir frásögn Mýrarmanna, var sú sama og hjá iföður mínum: Komudagur 14. maí, nema óáran hamli, og siðasti farardagur 29. ágúst.

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.