Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1929, Qupperneq 17

Dýraverndarinn - 01.05.1929, Qupperneq 17
DÝRAVERNDARINN 43 Og kettir, sem hirtir hafa verið til bráÖabirg'Öa, eru ótaldir. Jafnframt skal á þaÖ bent, að verndarstööin í Tungu hefir á árinu 1928 látið úti 13304 pd. af heyi til fóðrunar fénaði á stöðinni og til þess að bæta úr heyþörf manna út í frá. Margt mætti taka fram um verndarstöðina í Tungu og starf hennar, er allt bendir til þess, að vel hafi verið ráðið og viturlega, þegar henni var komið á stofn. En þeirri greinagerð verður að sleppa að svo komnu. Hitt virðist varla ofmælt, að Tungu- stöðin vinni að því að auka og efla verndun dýra, og með þeim hætti auki hún menningu og sæmd þjóðarinnar. Verður þvi að telja verndarstöð þessa meðal stofnana þeirra, er tvímælalaust vinna að þjóðar þrifum. Því er það vart nema að vonutn, að þjóðina beri skylda til þess að hlynna eitthvað að verndarstöð- inni í Tungu. Og þetta ætti að vera fremur auðskil- ið, sé þess gætt, að verndarstöðin þar er ekki gróða- fyrirtæki og að óhjákvæmilegt er að leggja mikið fé í að bæta enn til mikilla muna fénaðarhús henn- ar. Og loks er eins enn að geta. Dýralæknirinn í Reykjavík hefir jafnan átt við örðugleika að etja í því efni, aö geta framkvæmt ýmsar lækningar á dýrum, skuröi o. fl., á hagkvætn- um stað og valið þeim síðan sæmilegan dvalarstað, meðan þau væri undir hans hendi. Og núverandi dýralæknir í Reykjavík hefir orðið að etja við sömu örðugleika, eigi síður en fyrirrennari hans, og fer það að líkum, þar sem lækningaþörfin mun fara vax- andi meö hverju ári, sem líður. Stjórn Dýraverndunarfélags íslands hyggst því að reyna að skipa svo herbergjum verndarstöðvar- innar í Tungu, þegar hún nú á ný ræðst í að stækka og bæta fénaðarhúsin, að þar verði vís staður handa dýralækni, til jjess að framkvæma lækningar, skurði og annað, og jáfnframt gæti þar orðið nokkurs konar sjúkraskýli handa dýrum, framar en hægt hefir verið hingað til, meöan þau þurfa að vera undir hendi læknis, þótt í smáum stíl kynni að verða fyrst um sinn. Vonar Dýraverndunarfélag íslands, að þetta áform réttlæti málaleitun þess til Alþingis um fjár- styrk, jafnt og það þykist mega ætla, að allir nýtir menn og góðir meðal þjóðar vorrar telji styrk til félagsins í þessu skyni réttmætan. Vðnun dfra. Á þetta var minnzt í 2. blaði Dýraverndarans, bls. 16. — Formanni Dýraverndunarfélags íslands haföi borizt fundarsamþykkt frá Dýravemdarfé- lagi Skagfirðinga, um aö lögtekið yrði aö banna vönJun hesta, nema með þeim hætti, að þeir væri svæfðir. Formaöur Dýraverndunarfélags íslands og eg ræddum málið með okkur, og varð að ráði, að eg reyndi að vinna að þvi svo sem eg mætti, til þess að þaö yrði borið Ifrain á Alþingi, og form. hafði þá minnzt á það við tvo eða þrjá þingmenn. Eg leitaði álits Hannesar dýralæknis Jónssonar. Hann taldi mikla nauðsyn á að lögskipa, að hestar væri ævinlega svæfðir, er vana skyldi þá. Færöi hann margt til, er að því styddi, og lét upp álit sitt bréflega. Þessu oæst minntist eg á máliö við Pét ur alþingismann Ottesen. Eg kunni hanin að því að vera hygginn, einbeittan og fylgimin að málum, þar sem hann vildi á leggjast, og nú haföi eg orðið þess áskynja, að þessu máli væri hann hlynntur. Þess varð eg þegar vís, að hann haföi hugsað þetta efni allrækilega og að honum væri það áhugamál. Urðu því undirtektir hans æskilegar. Hann hét því, aö flytja málið i þinginu og reyna að vitma því fylgi þar. En þaö gerði hann að skilyrði, að fyrir þing- inu lægi erindi unt málið, þar sem fratn væri tekini flest þau atriði, er mest þætti verð. Fannst mér nú þetta horfa til góðra efna. Formaður Dýraverndun&rfél. isl. og eg beindum erindi okkar um vönunarmálið til Alþingis. Létum viö fylgja því álit dýralækois og íundarsamþykkt Dýraverndunarfél. Skagfirðinga, sem áður er nefnd, og bentum á allt það, er við hugðum nokkurs vert i þessu efmii. Fám dögum síðar fór eg enn á fund Péturs Ottesens. Lét hann þess, þá getið, að hann hef'ði fengið landbúnaðarnefnd neðri deildar til að taki málið að sér, og væri því við hana um það að ræða. Eg leitaði þegar máls við nefndina, og var mér ekki synjað þess. Nefndin var skipuð finun mönnum, og voru fjórir þeirra á fundi, er eg hlaut áheyrn hjá henni. Því má ekki leyna, að undirtektir nefndannanna í þessu máli voru svo góðar, sem fremst varð á kosið. Þeir hétu því, að flytja málið á þingi, i frum-

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.