Dýraverndarinn - 01.05.1929, Qupperneq 18
44
DÝRAVERNDARINN
varpsformi, aö mér skildist, og voru allir um þa'ö
sammála. En nefndini gat þess, aö hún heföi, eins
og þá stæði, viö mörgu aö snúast. Leið nú nokkur
tími svo, aö ekki varö þessa máls vart frá hendi
niefndarinnar. Leitaöi eg þvi dagráös hjá formanni
heimar. Udirtektir has voru ágætar, eins og áður.
Hann endurtók fiyrir hönd nefdarinnar heitið um
aö húrt skyldi flytja máliö í þinginu og síðan fylgja
því eftir, meðani hún næði til þess.
Jafnt er þaö, að mér fannst loforð nefndarinnar
vinisamlegt og visst og hitt, að eg tald'i varla rétt,
að gera býsna þykkfarið á fundi hennar, vegna ann-
ríkis, sem á henini myndi hvíla. Hefi eg því eigi
sótt á fundi hennar síðan, i fullu trausti til efnda
frá hennar hálfu.
Nú eru þimglausnir hjá liðnar, og mér er ekki
annað kunnugt, en landbúnaðamefnd neðri deildar
hafi lagzt. vönunarmálið undir höfuð og heit henn-
ar um flutning þess i þinginu hafi að litlu orðið.
Eg hefi talið rétt að skýra frá því, sem nú hefir
verið talið, til athugunar þeim mönnium, er áhuga
hafa fyrir þessu vönunarmáli, sem tvímælalaust
horfir til siðbótar og menningar.
Satt mun stundum um sum mál, að „sök má í
salti liggja, ef sæfojendur duga“. Vonandi reynist
svo um vönunarmálið. En tryggast mun þó fylgj-
endum þess og vinum, að eiga ekki sofanda hlut
að ])ví, þegar Alþingi kemur saman á komanda
vetri. E. Þ.
Vorkoma.
Vetri hallar, vora fer,
vatna falla iður.
Tekur fjalla hnjúkur hver
húfu mjallar niður.
Jón G. Sigurðsson.
[Höf. vísu þessarar er Jón óðalsbóndi Sigurðsson i Hof-
görðum, á Snæfellsnesi, maður orðhagur og að því skapi
rímslyngur].
Kappreiðar
voru háðar ánnan dag hvítasunnu á skciðvellinum við
Elliðaár, að tilstuðlan hestamannafélagsins „Fáks“, við
mannfjölda og gnægð góðhesta. — Sakir þrengsla fær
DÝR AVE R N DA R I N N
kemur að minnsta kosti átta sinnum út á ári.
Dýraverndarinn er ódýrasta blaðið, sem nú er
gefið út hér á landi- Árgangur hans kostar að eins
3 krónur.
Ætlunarverk Dýraverndarans er að vinna að upp-
eldis- og menningarmáli allra þjóða, en það er sú
siðbót, sem fram kemur í verndun málleysingja og
miskunnsemi við munaðarlausa.
Dýraverndarinn er oft prýddur myndum, og i
honum rnunu verða ritgerðir og sögur eftir ritfæra
menn og merka.
Dýraverndarinn vill vinna sér traust og hylli
allra góðra manna, ungra og gamalla. Og er eigi
sízt leitað liðsinnis kennara og ungmennafélaga um
að kynna blaðið.
Þeir, sem útvega 5 kaupendur að Dýraverndar-
anum, eða fleiri, fá 20% í sölulaun.
Þeir kaupendur Dýraverndararns, sem enn eiga
ógreitt andvirði hans, eru vinsamlega beðnir að gera
skil sem allra fyrst.
Afgreiðslumaður
ÞORLEIFUR GUNNARSSON,
form. Dýraverndunarfél. íslands.
Félagsbókbandið. Reykjavík.
Dýrav. eigi skýrt frá kappreiðunum. Þó skal þess getið, að
enginn skeiðhestur hlaut fyrstu verðlaun. En veitt voru 2.,
3. og 4. verðlaun fyrir skeiðl Fjórir stökkhestar hlutu I.,
2., 3. og 4. verðlaun og tveir folar (5—6 vetra) 2. og 3.
verðlaun. — Önnur gangbrigði en kostir og stökk munu
ckki hafa verið sýnd þar. Vera má, að nú sé svo, að menn
telji vart sýnandi sporsnilli gæðinga á tölti, valhoppi og
hraðbrokki. Er þó fátt fegurra, sé sómasamlega með farið.
— Kappreiðarnar munu hafa farið sæmilega fram. — En
Morgunblaðinu 22. maí farast svo orð: „Ekki bar mjög
mikið á þvi, að knapar berði fótastokkinn, en ósiður er það,
sem ekki má líðast, að knapar berji hesta sina á hálsinn
með hendinni og veifi um leið handlegg og trufli með því
ldaup annara hesta. Það kom fyrir að þessu sinni — þvx
miður. Vonandi sézt það aldrei framar."
Felld eru nú saman
4. og 5. blað Dýraverndarans. Svo var efni háttað, að
bezt þótti á því fara.
Ritstjóri Einar Þorkelsson, Hafnarfirði.
Útgefandi Dýraverndunarfélag íslands.
Félagsprentsmiöjan.