Dýraverndarinn - 01.10.1929, Side 5
DÝRAVERNDARINN
59
og fuglafrœði, hefir P, N. kunnaÖ að meta sjálfur,
og lagt mikiÖ á sig til þess aÖ kynna þetta öðrum.
Rétt hefir hann skilið það, að til þess að geta þótt
vænt um dýr og fugla, og þráð að vernda þá, verð-
ur fyrst að þekkja þá og kynnast högum þeirra og
háttum. Að vísu verður sl.kt ekki stárfrækt i íyrstu,
með einni saman vægð og vernd, eða án þess að taka
egg og skjóta fugla t. d. En „tilgangurinn helgar
meðalið", og áformið breiðir yfir aðferðina. Aðferð
sú, að skjóta fugl og taka egg, er og slst tiltökumál,
hjá ungum og hraustum hermanni.*
Og eitt er víst: m'.klum tíma, f jármunum og
sjálfsafneitun hefir P. N. offrað í þágu almennings
hér á landi, með eggja- og fuglasöfnum þeim, sem
hann hefir gefið þjóð vorri.
Þegar náttúrugripasafnið var stofnsett í Reykjavík
1889, varð P. N. þegar einn af æfifélögum þess og
heztu styrktarmönnum (heiðursfélagi síðan 1903—-4).
Þegar í byrjun (1890?) gaf hann safninu meginhlut
þeirra eggjategunda, sem safnið á enn i fórum sín-
um. Var það yfir hálft þriðja hundrað eggja, og frá
60 tegundum fugla, flest allra víst innlendra, og sum-
ar tegundir mjög sjaldgæfar. Aftur gaf hann sama
safni 1905—7 aðra íúlgu, 240 egg, 57 tegunda, út-
blásin sem fyr og með hreiðrum ef kostur var, og enn
nýjar, fágætar tegundir, þó flest væri samsorta fyrri
gjöfinni. Hér að auki yfir 20 uppsetta fuglahami,
suma fágæta, af nokkuð færri teg.; svo og ýmislegt
annað, þar á meðal síldarkóng afarmikinn og svo fá-
gætan, að ekki mun til nema sá eini hér á landi.
Ennfremur hefir P. N. stofnað náttúrugripasafn
á Eyrarbakka, á 80 ára afmæli s;nu — 27. febr. '24
— með þvi að gefa barnaskólanum þar mikla og fá-
gæta gripi: undir 200 egg, 44 fulgategunda, 23 upp-
setta fuglahami, 20 teg., og ýmisl. fleira fágætt. Þar
með stcinasafn og krókódílscgg, mjög fágætt og verð-
mætt — máske hið eina sem til er hér á landi. Þessu
fylgdi skápur mikill til geymslu, með stokkum, öskj-
um og öðrum umbúðum, og svo í ábætir 600 kr. i
peningum til sjóðsmyndunar og eflingar safninu.
Miðlungsmenn, eignalausir og atvinnulausir, hefðu
kosið fremur að bíta sjálfir og brenna sllku verðmæti
í örvasa elli sinni, en að gefa það allt — margra þús.
kr. virði — til menningarauka og þjóðþrifa í „fram-
andi“ landi.
Þjóð vorri, þingi og stjórn, er það varla vansa-
laust, að þakka að engu svona höfðinglegar gjafir
* P. N. var á yrigri árum í lífverði Kr. kon, IX,
og nytsamar. — Gjafir, sem offraö er, svo að segja
frá brýnum þörfum til hnifs og skeiðar. Jú, satt er
það, að gefandinn er einn af þeim ,,krossfestu“ hér.
Og fleiri heiðursmerki hefir hann hlotið, en er laus
við það, að vilja „flagga“ með þeim.
Myndin er af P. N. áttræðum, eftir Harald Blöndal.
V. G.
Þ órshaiiiim.
Dásamleg er hún, djúp og rótgróin, sameiginlega
eSlishvötin hjá öllum skepnum, mönnum og dýrum,
sem því ræður, að þau bera alveg sérstaka umhyggju
fyrir afkvæmum sinum og sýna þeim því meira ást-
ríki og umönnun, sem þau eru veikbygðari og van-
máttugri til að leita sér nauðsynlegrar lífsbjargar,
því yngri sem þau eru og óframfærnari i sjálfsbjarg-
arviðleitni sinni, enda nota afkvæmin sér þessa að-
stöðu sína óspart og í lengstu lög, eða a. m. k. á
meðan þau þurfa þess við, og er þá algengast, og
næstum án undantekninga, að það er móðirin, sem
aðhjúkrunina og umönnunina veitir, en sjaldnast íað-
irinn, enda bendir máltækið: „Fár er sem faöir, eng-
inn sem móðir“ á að svo sé.
Þannig er og þessu varið með fuglana; móðirin
er oftast ein um það að velja sér hentugan stað fyrir
hreiður sitt, viða að þvi efniviðnum, byggja það og
liggja s'.ðan á eggjum sínum og annast unga sina,
meðan þcir eru ósjálfbjarga. Faðirinn lætur sér það
oftast nær í léttu rúmi liggja, hvernig þessu reiðir
af, og skiftir sér sjaldnast mikið af því, nema hvað
hann, eins og til afbrigðis eða sér til afþreyingar,
grípur í það við og við að safna efnivið í hreiðrið,
afla ungum sínum fæðu og leiðbeina þeim, meðan
þeir eru ungir og ónógir sjálfum sér, en sjaldnast
geta þetta nein „vinnubrögö" kallast. Móðirin hefir
venjulega allt stritið og stríðið í þessu efni, alla fyrir-
höfnina og sjálfsfórnina fyrir afkvæmi þeirra beggja,
enda er og verður móðurástinni og umhyggjunni jafn-
an viðbrugðið.
Gagngerð undantekning frá þessu er Þórshaninn.
Þar er „húsfreyjan húsbóndinn á heim;linu“ ! Þar
er það faðirinn, sem rækir hinar venjulegu móður-
skyldur. Hann byggir hreiðrið, liggur á eggjunum,
þangað til ungarnir fæðast, og annast þá svo að öllu
leyti, meöan þeir eru ósjálfbjarga, svo að um Þórs-