Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1929, Síða 9

Dýraverndarinn - 01.10.1929, Síða 9
DÝRAVERNDARINN 63 enn liticS aftur. Er þá Kópi kaminn á hæla hesta minna. Lét eg þetta þá afskiftalaust og hann vera frjálsan ferÖa sinna. SiÖan hélt eg leiöar minnar upp Gr'.msnesveg og fekk ferju yfir Brúará í Reykjanesi, og hafÖi hest- ana á eftir bátnum, þegar hann var kominn á flot. Tók eg þá eftir því, að Kópi, fylgispaki vinurinn minn, var eftir á árljakkanum, sem við rerum frá. Bað eg þvi ferjumanninn að gæta hans þangað til eg kæmi til baka. S'.ðan hélt eg leið m'na upp með ánni. Fór eg sunnan við ána, en Kópi tók á rás upp eftir nyrðri árbakkanum. Farvegi Brúarár er svo háttað, að á honum verð- ur knébeygja uppi undir Skálholtsfjárhúsum. Þar, í bugnum, gerði eg nokkurar tilraunir til aö ná Kópa yfir um til m'n. Hann leitaðist við að synda yfir um, en tókst það ekki. Skildi þar með okkur, og þótti mér það sárt, eins og á stóð. Þegar eg kcm aftur að Reykjanesi, spurði eg ferjumanninn um seppa minn. Vissi ferjumaður ekki um hann, en gat sér til, að verið gæti áð drengir, sem heima væri, vissi um hann. Fór eg þá heim og frétti drengina um seppa. Þeir sögðust hafa séð kol- óttan hund hlaupa neöan við bæinn. Varð eg að fara heim við svo búið, og Kópi sást hvergi. En morg- uninn eftir kom hann heim, og varð þá fagnafund- ur hjá vinunum, már og honum, er skilið höfðu með nokkurum styttingi daginn áður. Þetta sumar var það einn dag, að vinnumaður minn var úti á teigi að binda hey. Fleygði hann af sér höfuðfati sínu fyrra hluta dags. En þegar hann fór heim um kvöldið, nennti hann ekki að leita höfuð- fatsins. En um kvöldiS fannst Ivópi hvergi. Morg- uninn eftir lá hann hjá höfuðfati mannsins, og mætti af því marka tryggð hans og ábyrgðartilfinningu. Fyrsta sumarið (1923), sem eg var hér í Baldurs- haga, reisti eg skúr og tróð hann með mosa, er eg fekk hjá Guðmundi nábúa m'num á Lögbergi. Sendi hann már mosann á hestvagni með manni, sem var á leið til Reykjavíkur. Spurði eg manninn, sem færði mér hestinn, hvort eigi ætti að senda með hestinn til baka. En maðurinn sagði, að þess þyrfti ekki, því að hesturinn væri vanur að fara milli bæja með vagn í eftirdragi. Þrátt fyrir þetta, sendi eg dreng áleiðis með hestinn og vagninn. Var þá Kópi hjá okkur. Drengurinn skildi við hestinn, er hann var kcminn miðja vega, og veitti því ekki athygli, að Kópi var þá kominn þar. Nokkuru síðar kom eg að Lögbergi. Spurði eg hvort hesturinn hefði skilað sér heim. Var því ját- að, en þess jafnframt getið, að hesturinn hefði ekki verið einn á ferð. Þegar hesturinn var kominn upp fyrir svonefnda Hólmsbrú, veittu heimamenn á Lögbergi þvi eftir- tekt, aS eitthvað væri það, er fylgdi vagninum eftir. Lest þessi sisaðist áfram til þess, er hún náði hóln- um, sem Lækjarbotnar stóðu á og nú er Túnhóll kallaður. Þar fer hesturinn út af veginum og ætlar að velta sér. Sjá þá Lögbergsmsnn, að hundur kem- ur hlaupandi, en áður en hann kæmi heim á hlað litur hann við, eins og hann gæfi þvi gætur, hversu hestinum færist með vagninn. Hafði hesturinn velt sér, eða leitazt við að gera það, og var nú staðinn upp. Kópi minn var sá, sem fylgt haföi vagnhestin- um. Þegar hann sér hætti hestsins, þaut hann til baka og aftur fyrir vagninn. Fylgir hann síðan eftir hesti og vagni þangað til hesturinn beygir af alfara- leið heim á hlaðið. Lögbergsmenn kölluðu á Kópa og hugðu að gæða honum á einhverju. En hann virti þetta að vettugi, lét sem hann heyrði það ekki, hljóp þegar brott og linnti ekki hlaupunum, fyrri en heima hjá sér. Eg l'.t svo á, að Kópi hafi skilið allvel það, sem eg mælti við manninn, svo og hitt, hvert hesturinn skyldi fara. Honum hafi svo sýnzt heldur óvænt í efni um hestinn, færi hann með vagninn einn sér. Tók hann þá til sinna ráða og fylgdi hestinum heim að hlaði á Lögbergi. Þá vissi hann hlutverki sinu lokið að þvi sinni, þekktist ekki ávarp Lögbergs- manna og skauzt heirn til sín. Eg átti telpu, 10 vetra,' sem naut kennslu á Geit- hálsi fyrsta veturinn, sem eg var í Baldurshaga. Væri veður gott, átti hún að ganga heim á kvöldin, er kennslu væri lokið, og það gerði hún jafnan. Þó fór hún ekki heim, væri veður illt eða mjög tvísýnt. En um háttu Kópa, í sambandi við þetta, var það upplýst, að þau kvöld, sem telpan fór ekki heim, vegna óveðurs, kom hann að Geithálsi og snuðraði úti og inni. En þegar hann hafði sannfærzt um, aö telp- an væri þar, þá fór hann ánægður aftur heim og þáði hvorki vott né þurt, þótt honum væri boðið ]iað. Um þetta vissi eg ekki fyrr en Geithálsmenn sögðu mér það. í þessum háttum Kópa finnst mér sem tví- mælalaust sýni sig eigi litil athygli og aðdáunarverð umhyggja, og myndi eigi úr hófi stillt, þótt óskað væri, að þessir eiginleikar, athygli og umhyggjusemi,

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.