Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1929, Side 6

Dýraverndarinn - 01.10.1929, Side 6
6o DÝRA VERNDARIN N hana-hjónin mætti snúa málshættinum við og segja: „Fár er sem móðir, enginn sem faðir". Karlfuglinn er venjulega stærri og litfegurri en kvenfuglinn og sumarbúningur hans fegurri og skrautlegri. Þetta er einnig alveg öfugt um Þórshan- ann: Kvenfuglinn er stærri en karlfuglinn og miklu skrautlegri. Svo er og þessu varið með Óðinshanann. Þórslianinn og Óðinshaninn teljast til þeirrar teg- undar fugla, sem kallast blöðkufætlingar og eru nokk- urskonar millistig milli vaðfugla og sundfugla, en þó hvorttveggja í senn. Þeir eru kvikari og léttari á sundi og í öllum hreyfingum en flestir aðrir fuglar. Á dönsku er Þórshaninn oft nefndur „Vandtræ- der“ eða ,,Vandstiger“, vegna þess, að hann treður marvaða. Það er eins og hann troði sjó og vatn, eða þrammi áfram, er liann syndir og rykkir höfö- inu til, um leið og hann ryksar áfram á sjó eða vatni. Utan varptímans eru þessir fuglar oftast langt á hafi úti, synda þar og ösla á fallandi bárum og brim- sjóum, léttir og kvikir, sem á lognsævi væri eða í ládeyðu á stöðuvatni eða tjarnarpolli. Þessi sí-kviku og kátlegu smádýr eru svo spök og óttalaus um sinn hag, að hægt er að komast mjög nálægt þeim og athuga hreyfingar þeirra og hátterni allt, í fárra feta fjarlægð. Þeir tímgast á sjó og á vatni og verpa eggj- um sínum í öndverðum júnímánuði, og unga þeim út að mánuði liðnum, eða í byrjun júlímánaðar. Það var u. júlí 1880, að eg sé Þórshana-karlfugl einn, með fjóra unga í eftirdragi, vera að flytja sig búferlum frá hreiðri sínu, vestanvert við Kaðlastaði hjá Stokkseyri, niður að sjónum, til þess að hafast þar við innan um skerin og i lónunum, þangað til ungarnir væru orðnir fleygir, og síðan að leggja út á rúmsjó, þangað, sem þeir svo gæti notið kunnáttu sinnar og leikni í sundíþrótt sinni, jafnt á himinhá- um holskeflunum sem i lognsæbrigðunum og land- varinu. Eins og áður er sagt, er kvenfuglinn einvaldur i hjónabandinu og allráðríkur húsbóndi á heimili sínu. Komi honum til hugar að breyta til um verustað, flýgur hann upp, með aðvarandi raustu, og ef maki hans, karlfuglinn, hlýðir ekki þeirri aðvörun án tafar og tregðulaust, flýgur hann að honum og heggur með nefinu i höfuð hans eða bak, og hefir þetta ávalt tilætlaðan árangur. Karlfuglinn verður að hlýða slíkri aðvörun, hvort sem honurn líkar betur eöa ver og hvert sem kvenfuglinum þóknast að leggja leið sína. — A leiðinni frá Hraunsárbrú austur að Stokkseyri eru sléttar valllendis flatir, með smádældum hér og hvar og liggja þær að lækjum og tjörnum með fjölda fagurgrænna lingresishólma og smá-eyja sunnan undir Selsheiði. Eru þarna tilvaldir varpstaðir, sem Þórs- haninn hefir numið 0g lagt undir sig um mörg um- liðin ár, milli kaíloðinna, snarrótarkenndra sandbala og þúfnakolla. Fyrir nokkrum árum siðan, var ég sjónarvottur að skrítnum og skemtilegum leik, er fram fór milli Þórs- hana-hjóna nokkurra, er þarna áttu heima. Þau voru bæði saman úti á tjörninni, önnum kafin í því að afla sér fæðu (skordýra, flugna o. fl. þess háttar), en ég stóð á tj arnarbakkanum skammt frá og horfði með forvitni og aðdáun á aðfarir þeirra. Allt i einu sé ég að kvenfuglinn fer að morra i hálfu kafi og færa sig nær karlfuglinum, og um leið að mynda dá- lítinn hring um sjálfan sig i vatninu á alla vegu í kringum karlfuglinn, þannig, að hann lendir loks inn- an í hringnum, sem var hér um bil 6—8 þumlungar í þvern.ál. En þegar karlfuglinn virtist ekki sinna þessu neinu eða vera nógu fljótur til að taka þátt í leiknum, skýzt kvenfuglinn að karlfuglinum og stingur nefi sínu i belginn á honum, flýgur siðan spölkorn f jær aftur og heldur áfram að mynda hring- ana utan um sjálfan sig eins og áður, en ávalt nær og nær karlfuglinum, sem þá loks virtist skilja hvað að hinum var. Hann fór þvi lika að morra í hálfu kafi og mynda hringa um sig og jafnframt færast nær kvenfuglinum, unz hann að stundarkorni liðnu varð v.ið tilmælum hans og eðlilegri ástleitni, enda var og þá náttúruhneigð þeirra beggja á svipstundu fullnægt í það sinn. Þórshaninn er kallaður hinn nefbreiði martroði, vegna þess, að nefbroddur hans er íflatur. I sumar- búningi sinum er hann brúnleitur, með gráröndótt- um fjöðrum; um háls og höfuð er hann dökkur og rauð-litföróttur á bringu og síðum. Vetrarbúningur hans er ijósgrár, hvítur neðan, með svarta rönd undir augunum. Lengd hans er 9 þumlungar. Hann er einn hinn litfegursti og skrautlegasti fugl, er hér getur að líta. Jafnvel þótt aðalvarpstöðvar Þórshanans séu miklu norðar en ísland liggur, verpir hann viða hér á landi, og hélt ég um eitt skeið, að honum væri að fjölga hér við land. Árið 1888 vissi ég þó ekki um fleiri en ein Þórshanahjón, sem urpu nálægt Eyrarbakka og þrjú nálægt Stokkseyri, en 20 árum síðar, 1908,

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.