Dýraverndarinn - 01.10.1929, Side 7
DÝRAVERNDARINN
61
urpu fjögur Þórshanahjón nálægt Eyrarbakka og um
20 i grennd viÖ Stokkseyri, eftir þvi sem hr. ísólfur
Pálsson athugaði þá og skýrÖi mér frá, og þar virÖ-
ast vera aðalvarpstöövar Þórshanans hér á landi, enda
óvíða betur í sveit komiÖ fyrir hann en einmitt þar,
sem vitanlega kýs sér þar helzt stað og unir þar bezt,
sem umhverfiÖ er fegurst og i sem beztu samræmi
við hann sjálfan.
Nálægt Reykjavík hafa Þórshanar orpið stöku sinn-
um, t. d. á Álftanesi, á Seltjarnarnesi og í Akurey
(3 hjón a. m. k. einu sinni). Á Vesturlandi hefir
hann verpt nálægt Stykkishólmi og á norðurlandi hjá
Blönduósi og á Skagaströnd og sennilega nokkru víð-
ar hér á landi.
Eg mundi þakklátur hverjum þeim, er gæti gefið
mér bendingar um það, á hvaða stöðum, öðrum en
þessum, Þórshaninn verpir hér á landi.
Eyrarbakka i september 1929.
P. Nielsen.
Daubi.
Bernskuminnmg.
Eg var ungur, er eg fyrst gætti fjár föður míns.
Var það í eyjum, þar sem sjávarhætta var mikil, og
þó að féð væri eigi býsna margt, þá þurfti það mik-
illar gæzlu.
Eitt vorið, i byrjun sauðburðar, tók eg eftir því,
að ein ærin, sem nefnd var Stauta, gerðist óvenju-
lega dauf og seinfær, líkast því sem hún liði af ein-
hverjum sjúkdómi. Fór eg því að veita Stautu nán-
ari athygli. Rak eg hana heim i hús, skoðaði hana
og þuklaði alla svo vendilega, sem eg gat. En einskis
varð eg vísari. llún kveinkaði sér hvar sem við hana
var kornið, og virtist hún þó ekki kenna til í einum
stað öðrum fremur. Hún kroppaði nýgræðinginn á
túninu af furðumikilli lyst og virtist þjáningalítil.
Liðu svo nokkrir dagar, og hafði eg stöðugar gætur
á Stautu og skoðaði hana daglega. Þó fekk eg ekkert
að gert. Henni hrakaði með degi hverjum, að mér
sýndist.
Stauta var komin fast að burði, og eg hugði, að
ef hún skrimti þangað til að hún losnaði við lömb-
in, þá myndi henni kannske létta. Taldi eg víst, að
hún myndi tvílembd, þvi að það hafði hún alla stund
verið, og sú varS enn á raunin, svo sem getið skal
siðar. En um bata hennar fór fjarri ætlan minni.
Kvöld eitt, sex dögum eftir að eg sá fyrst á
Stautu, hvarf hún á skammri stundu af túninu. Fór
eg þegar að leita og fann hana brátt í hvammi nokkr-
um, lítið eitt utan við túnið. Var þá svo af henni
dregið, að hún gat ekki staðið upp hjálparlaust, og
ekki fekk hún vafrað nema örskamman spöl, þótt eg
reisti hana á fætur. Þóttist eg því mega sjá hvert
stefna myndi um hennar hlut. Hljóp eg heim til
pabba og gerði honum ljóst í hvert efni kornið væri.
Við feðgar gripum brekan og hlupum þangað, er
Stauta lá, og bárum hana heim að fjárhúsinu. Lögð-
um við hana þar niður við vegginn, meðan pabbi
skrapp frá að ná í áhöld til að geta stytt henni stund-
ir. En þess var ekki þörf. Dauðinn var á næstu grös-
um. Og hér skifti engum togum.
Þegar við höfðum lagt hana niður, stundi hún
þungan, reisti höfuðið litið eitt, leit vinsamlega kring
um sig og jarmaði lágt.
Svo var helzt að sjá, sem Stauta liti yfir átthag-
ana — hún vissi það vera i síðasta sinn — og væri
aö kveðja þá.
Flún sparn fótum við og hallaðist upp að fjárhús-
veggnum.
Þungt andvarp lcið frá brjósti hennar.
Snöggur kippur fór um hana, og vöðvarnir titruðu.
Höfuðið hneig niður.
Augun lukust aftur til hálfs — og munnurinn opn-
aðist.
Noklcur tár hrundu niður um kinnar hennar.
Þrautum Stautu var lokið.
Hún var liðin — og litlu lömbin hennar tvö.------
Síðan eg var sjónarvottur að viðskilnaði Stautu,
hefir mér jafnan virzt svo, sem dauðinn myndi kær-
kominn þeim, sem þjáðir eru og þungar hafa byrð-
arnar. Hann myndi veita þjáðum hvíld og vera jafn-
vel líknsamastur allra.
Bergsveinn Skúlason
í Skáleyjum á Breiðafirði.
Kaupendur
eru beðnir að greiða blaðið sem allra fyrst.