Dýraverndarinn - 01.10.1929, Page 8
62
DÝRAVERNDARINN
KapiireiSar.
Dýraverndarinn mun aÖ svo
komnu lítiÖ leggja til þeirra
mála, hvort telja eigi kappreiðar
til menningarbóta e'Öa ekki.
Til eru þeir menn, sem hik-
laust telja kappreitSar til menn-
ingarbóta, og rnunu þeir fleiri
hinum, er rnóti rnæla. Rök aÖilja
beggja mætti telja, en þvi verÖ-
ur ekki við korniö aÖ þessu sinni.
En sumurn kröfum þeirra
manna, sem andstæÖir eru kapp-
reiÖurn, verÖur vart móti rnælt
af fullu viti. Svo cr meÖal ann-
ars um það, aÖ þeir krcf jast þess,
að forstöÖumenn kappreiða og
knapar láti sér aldrei úr minni
falla, að eigi sé verið að spreyta
rnótor „á 3. gír“, þá er farið er
með góðhesta, svo æsta og ofurkappsfulla, að í þeim
titrar hver taug, og þeir fá meö engu rnóti sér kyrr-
urn haldið. —- Sú er og krafa góðra manna, að svo
skuli knapar prúðir að háttum á kappreiðum, eigi
sizt um ásetu og taumhald, að til mála geti ekki
kornið, að tilburðir þeirra fái vakið hlátur eða við-
bjóð.
Þó að hingað til hafi eigi svo til borið, að óhöpp
eða slys yrði að kappreiðum viö Elliðaár, þá er vant
að vita, hve nær út af þvi kynni að bregða.
Á kappreið.
Fyrir skömmu bar svo til á veðreiðum erlendis, að
einn knapanna laut um of frarn á hestinum. Kast-
aðist hann þvi fram af honum og varð að hanga i
beizlinu, það sem eftir var hlaupsins, í þeirn stell-
ingum, sem sjá rná á myndinni.
Óhugsandi virðist eigi, að þeir msnn, er sig vissu
sitja hest frámunalega afkáralega á spretti og sig
vissu láta með höndum eigi alls kostar ólikt því, sem
gera myndi vitskertur vesalingur, mættu ef til vill
nokkurn lærdórn af myndinni hafa.
Kópi.
Hann var fæddur 1916. Snemma var hann ein-
kennilega fylgispakur og tryggur, en stiröur í skapi
við flesta ókunnuga hunda, áflogagikkur og lét aldrei
hlut sinn. En eg vissi ekki dæmi til þess, að hann
nartaði eða biti í nokkurt dýr, annað en hunda, og
má það merkilegt telja urn slíkan afburða hund, sem
hann var við srnölun sauðfjár og rekstur hrossa.
Oft fór eg með Kópa í „markaðstúra", og var
hann þá við rekstur liðtækari en meðalmaður, án
þess þó að gera tilraun til að særa nokkra skepnu.
Þegar Kópi var um þaö bil tveggja ára, átti eg
leið upp i Biskupstungur, frá Tryggvaskála, og ætl-
aði mér að fara hratt yfir. En áður eg færi af stað,
bað eg einhvern heimamanna minna að læsa Kópa
inni, og var það gert. Annars átti eg víst, að hann
elti mig, en það taldi eg ofraun honurn, þar sem
ferð min skyldi vera með hraða.
Þégar eg var korninn nokkuð inn fyrir vegamót-
in við Ingólfsfjall, varð mér litið aftur og sá, aö
Kópi var á hælum mér. Eg kallaði til hans og sagði
honum að fara heim. En hann tók skipun minni svo,
að hann settist niður, ýlfraði og dinglaði rófunni.
Þegar eg var á móts við bæinn Alviðru, varð mér