Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1931, Qupperneq 4

Dýraverndarinn - 01.10.1931, Qupperneq 4
46 DÝRAVERNDARINN Hann var kynjaður frá Hvítárvöllum í Borgar- firði og íór talsvert orð af honum þegar í tamn- ingu, svo að mörgum lék víst hugur á að ná í hann. Eg keypti hann síðari hluta sumars 1916, og var hann þá 8 vetra, ágætum kostum búinn, en dálít- ið stífur upp á annan taum. Skamma stund hafði eg riðið honurn, er hann lagði slikt niður, enda var hann hinn mesti hugljúfi i allri viðureign. Hann var einhver nettvakrasti hestur, sem eg hefi átt, og töltið mikið og gott. Yfir höfuð var hann allra hesta listfengastur, og allur gangur hans með afbrigð- um lipur; mátti með sanni um hann segja, að hann gerði alt vel. Þegar ég keypti Krumma, var hann ljónstyggur og náðist ekki með hnakk og beizli úti á víðavangi. En mér tókst fljótt að spekja hann svo, að eg gat alstaðar gengið að honum. Eg vandi hann lika við ýmislegt, sem hverjum gæðingi er gott að kunna. T. d. lék eg mér oft að því, að láta mig síga nið- ur með hliðinni á honum, niður á götuna, og var hann orðinn þessu svo vanur, að hann stóð graf- kyrr yfir mér á veginum, þótt gras væri á báðar hliðar. — Á þetta minnist eg hér, svo að almenn- ingur geti séð, að ýmislegt má venja hesta við, sé alúð við þá lögð. Fyrsta veturinn, sem ég átti heima á Sigtúnum, hafði eg framan af vetri fátt manna i heimili, en mikla mjólk. Sparaði eg því ekki mjólkina við Krumma og gaf honum 2—3 potta á dag. En er á vetur leið, fjölgaði hjá mér i heimili. Varð eg ])ví að draga úr mjólkurgjöfinni, en það var ekki að skapi Krumma. Þann veg var útihúsum skipað í Sigtúnum, að ganga varð í gegnum hesthúsið inn í fjósið. í hvert sinn, sem mjöltum var lokið, var Krumma gefinn sinn skammtur um leið og mjalta- konan fór út með mjólkina. En þegar að þvi kom, að draga átti af honum mjólkina, lét hann sem óð- ur væri, og varnaði mjaltakonunni útgöngu. Var því ekki nema um tvo kosti að velja: annaðhvort að hleypa honurn út, á meðan kýrnar vóru mjólk- aðar, eða þá að gefa honum sopa. Og sá kostur var tekinn, enda vóru allir ánægðir með það. Árið 1923 seldi eg kunningja mínum, Halldóri Eirikssyni heildsala í Reykjavík, Krumma, og hefir hann verið í eign Halldórs síðan. Þó má geta þess, að síðustu fimm árin hefir Krummi varla verið handaður, en þó alinn á hverjum vetri, eins og reið- hestur. Ekki er þó því til að dreifa, að neitt sé að hestinum, en eigandanum þykir svo vænt um hann, að hann fær sig ekki til þess að fella hann. Frh. N æturferð. | Höfundur kvæðis þess, er hér fer á eftir, er Þór- arinn hóndi Sveinsson í Kílakoti í Kekluhverfi, Grimssonar bónda að Vikingavatni, Þórarinssonar. Er ættleggur sá rakinn til Hrólfs sterka og þaðan til Skarðverja inna fornu langfeðgum að telja. Föður- móðir Þórarins Sveinssonar var Hólmfríður dóttir Sveins Guðmundssonar á Halll)jarnarstöðum á Tjör- nesi, systir Guðnýjar móður Kristjáns Fjallaskálds, og Bjargar skáldkonu móður Sveins uml)oðsmanns föður Jóns prests ins kaþólska. Eru margir skáld- mæltir menn og orðhagir af Sveini á Hallbjarnar- stöðum komnir, sem oflangt yrði hér upp að telja. — Þórarinn Sveinsson er nokkuð roskinn að aldri, sem í kvæðinu segir, gleðimaður, mjög létt um að yrkja sem sumum frændum hans. Hefir hann þó lítt stundað ljóðasmíð, helzt skotið fram lausavísum til gamans. Kvæði þetta orkti hann á heimleið úr Húsavíkur-kaupstað austur yfir Tunguheiði um nótt. Er fjallgarður sá hár og brattur, vegurinn grýttur mjög og illur yfirferðar. — B. Áz).]. Fer eg einn um frosnar grundir, foldin syngur hófum undir, kveldið leggur kaldar mundir kyrt og hljótt að vöngum mér; gamall fákur ferðum hvatar, frægð og hreysti aldrei glatar; veginn austur Kauður ratar, rösklega mig hann ennþá ber. Gleð eg mig við gamlar veigar, gamlar sorgir verða feigar, þyrstur munnur mjöðinn teygar, mild i austri stjarna skín. Blóðið rennur hraðar, hraðar, hoppa vonir æskuglaðar, nú skal hvergi numið staðar, í nótt eg ætla heim til mín. Veiga-guði syng eg sálma, sinni engum farartálma, ólund kasta í hey og hálma, hugsa ekki urn lífsins mein;

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.