Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1931, Qupperneq 5

Dýraverndarinn - 01.10.1931, Qupperneq 5
DÝRAVERNDARINh 47 maurar gráir frá mér fjúka, fúlir þankar l>urtu rjúka, harmar mér úr hjarta strjúka, hugljúf gleðin býr þar ein. Belgjast holar hestsins nasir, (heiSin nú við auga blasir) ckki er hætt við að hann rasi þótt allar götur feli nátt. Hljótt er alt í höllum clísa, hinstu dagsins glæSur lýsa, háfjöll móti himni rísa hjúpuð móðu, í suÖur átt. Rís á makka rauður lokkur, riðar hvergi gamall skrokkur, þó að ellin þyngi okkur, þá er sálin létt og ör. Heimilið er hinum megin, húsinu þú verður feginn, fast þú sækir fjalla veginn, finnur ilm af töðu og stör. Fjalla kyrðin alúð elur, andvörp fjöldans þögnin telur; mig og hest í faðmi felur friðsæl nóttin, hljóð og djúp. Fölvir svipir fyrri tíða fram úr thnans myrkrum liða, hlýt eg lífsins lögum hlýða, ’undin verður mild og gljúþ. Gáta’ er þessa götu að fara, goðin engri spurning svara; yzt á brúnum efstu skara alt er sett á fastan grunn. Hérna ríkja trygðatröllin traustu, göfgu hamrafjöllin horfa vfir vatn og völlinn, vinar-hýr og gamalkunn. Köld er nótt á klungur-grjótum, kemur hér að gilja-mótum; hamra-karl á föstum fótuin, ferleg er þín risa-mynd. Allar skorður fastar falla, fölvar hrímið jötuns skalla. holl er návist heiðarfjalla, hér var aldrei framin synd. Glatt er þeim sem góðhest ríður, glasið tæmist, nóttin líður, niður brekku tifar tíður tryggi, gamli hesturinn; sveitin fagnar ferðalöngum, föl á svip, með bleikum vöngunt, okkur báða traustum töngum tók hún snemma, Rauður rninn. Hér ert þú í heiminn borinn, hérna lékstu þér á vorin, okkar beggja æsku-sporin eru hér í hverri laut; við höfum báðir ævi alla alið milli sömu fjalla, nú er sumri og sól aÖ halla, senn á enda gleði og þraut. Geigur fer um gömlu Elli, gaztu ennþá haldið velli. Þótt hún rnargan frækinn íelli, fékk hún ekki bugað þig; mýra-fen og fjallaklungur fórstu, sem þú værir ungur, yfir gjótur, gil og sprungur gaztu ennþá borið mig. Gamli klárinn göngumóði, — eg geld ])ér mína ])ökk í hljóði, greiði fylgdarlaun í ljóði, les það eyra vinar míns, vísa á húsið vöskum kalli vel sem dugði á grýttu fjalli, hér er töðu-tugga á stalli, taktu nú til matar þíns. Þórarinn Svcinsson Spítali fyrir hænur hefir verið settur á stofn í Goring í Oxfordskíri i Fnglandi. Hænsnarækt er eina tegundin af land- búnaði í Englandi, sem getur kept viö útlönd uni innlenda markaðinn. Andvirði afurða alifuglarækt- arinnar i Englandi siðastliðið ár nant 38 miljónum sterlingspunda. (Alþbl.).

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.