Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1931, Síða 7

Dýraverndarinn - 01.10.1931, Síða 7
DÝRAVERNDARINN 49 Frækinn foli. Á síðastliðnu vori keypti eg rauðan fola, fjögurra vetra gamlan Var hann kynjaður af Barðaströnd og alinn upp í Skálmarnesmúla á Múlanesi. Skömmu eftir sumarmál var folinn fluttur á skipi frá Fossá á Barðaströnd til Svefneyja, þar sem hann var í nokkura daga án þess að vart yrði við óyndi í honum. En svo var ])að dag einn, að rauður hest- ur sást á harðaspretti og stefna niður að svonefndu Bæjarsundi, sem liggur í milli heimaeyjar Hvallátra og úteyja. Og ekki hikaði hestur þessi við að leggja á sundið, þótt hann kæmi þar að, sem það var breið- ast. Þó að sundið geti tæpast heitið nema steinsnar að breidd, borið saman við þau sund, er hann synti síðar, þá mundu þó flestir aðrir hestar hafa leitað betur fyrir sér, enda veit eg þess engin dæmi, að formað hafi verið að synda hesti yfir Bæjarsund á þessum stað. Vegalengdin á milli Svefneyja og Hval- látra mun láta nærri að vera um 3—4 enskar mílur. Á þeirri leið er þó hvergi yfir mjög hreitt sund að fara, því að heita má að óslitinn eyjagarður sé á milli þeirra. Þegar hesturinn kom upp úr sjónum var hann handsamaður og athugaður; reyndist hann þá að vera foli sá, er eg hafði nýkeyptan. Þótti okkur því bera vel í veiði, er við á þennan hátt losnuð- um við að sækja hann. Var hann nú tekinn og hafð- ur inni í nokkura daga, þvi að ekki fór dult, að strokhugur mundi í honum vera. Ekki dugði þó til lengdar að pynda hann inni; var hann því látjnn út og slept með öðrum hesti, er heima var, og hafð- ar strangar gætur á honum. Virtist hann nú una vel hag sínum til að byrja með. Ekki leið þó á löngu að hann sást taka á rás niður að sundinu; var þá þegar brugðið við og gerð tilraun til þess að hand- sama hann, en reyndist árangurslaust, ])ví að ekk’i lét hann sjóinn hindra sig. Var honum þá veitt eftir- för á báti, en það kom heldur ekki að haldi, því að fljótari varð hann að ná landi og hélt þá áfram ferðinni sporadrýgri en svo, að hlaupinn yrði uppi af gangandi manni. Var og búist við, að hann béldi sömu leið og hann hafði komið og þá öll líkindi til, að hann mundi staðnæmast hjá Svefneyjarhross- unum. Liðu nú tveir dagar svo að ekkert var hirt um að grenslast eftir folanum. Áttu þá Skáleyingar leið hér út um eyjar og komu þeir með hann. Höfðu þeir séð hann koma á harða spretti utan eyjar og stefna til lands. Fóru þeir þá í veg fyrir hann og tókst þeim að handsama hann áður en hann næði að setja sig í sjóinn. Ekki verður með neinni vissu sagt hve langt að folinn kann að hafa synt hvíld- arlaust á þessari leið, því að sundin eru mörg og sízt sama livar að þeim er kornið. En af förum sem síðar vóru rakin, eru miklar líkur til að folinn hafi að þessu sinni synt, fleiri en eitt sund, sem ekki eru undir 2—4 km. að lengd. Var nú tekið við folanum og skyldi hans þá het- ur gætt en áður. Ekki reyndust þó fjárheldar girð- ingar aftra honum fremur en sjórinn. Þó virtist hann nú horfinn frá öllu stroki, að minsta kosti liðu svo margir dagar, að hann hugði ekki á sjó- ferðir, enda vóru þá um tíma hvassviðri og því erf- itt til sóknar. En svo var það einn góðan veðurdag að folinn var með öðrum hesti úti í svokölluðum Heima- löndum; eru það nokkurar smáeyjar, sem fjarar í frá heima-eyjúnni, svo og milli þeirra. Sást þá fol- inn taka á rás frá hinum hestinum og halda rakleitt niður í fjöru. Ekki þótti þetta góðs viti, enda var þegar lírugðið við og svipazt eftir honum. En þá var folinn horfinn með öllu og sást hvergi, hvorki á landi eða í sjó. Þótti þá líklegast að hann hefði lagt á flóann milli eyja og lands, en sú leið mun styzt til Múlaness og þó hvergi undir 5—6 ensk- um mílum á lengd. Enginn gekk þess dulinn, að ])etta mundi verða bani folans, nema að hann átt- aði sig í tíma og sneri við. Enginn var kostur þess að leita hans út um flóann, því að flestir heima- menn vóru að hlunnindahirðingu í eyjum á þeim tveim smábátum, sem fyrir hendi vóru. En bátum þeim, sem heima vóru, mundi ekki verða komið á flot fyrr en að 2—4 klukkustundum liðnum. Liðu svo margar vikur að ekkert spurðist til Rauðs, hvorki dauðs né lifandi. En skömmu fyrir túnaslátt, eða i byrjun hans, barst fregn um það ofan af Barðaströnd, að kominn væri rauður stroku- hestur i Múlanesið, sem enginn þar um slóðir kann- aðist við. Þegar fregnin barst okkur til eyrna, flaug okkur í hug, að verið gæti að þarna væri kominn Sundhani okkar. Þótti þó mjög með ólíkindum, að fjögurra vetra foli hefði bjargazt af jafnlöngu sundi. En til frekari fullvissu var þó brugðið við

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.