Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1931, Blaðsíða 10

Dýraverndarinn - 01.10.1931, Blaðsíða 10
DÝRAVERNDARINN 52 DÝRAVERNDARINN kemur að minsta kosti átta sinnum út á ári. Dýraverndarinn er ódýrasta blaðið, sem nú er gefiS út hér á landi- Árgangur hans kostar að eins 3 krónur. Ætlunarverk Dýraverndarans er aS vinna aS upp- eldis- og menningarmáli allra þjóSa, en þaS er sú siðbót, sem fram kemur í verndun málleysingja og miskunnsemi viS munaSarlausa. Dýraverndarinn er oft prýddur myndum, og i honum munu verSa ritgerSir og sögur eftir ritfæra menn og merka. Dýraverndarinn vill vinna sér traust og hylli allra góSra manna, ungra og gamalla. Og er eigi sízt leitaS liSsinnis kennara og ungmennafélaga um aS kynna blaSiS. Þeir, sem útvega 5 kaupendur aS Dýraverndar- anum, eSa fleiri, fá 20% i sölulaun. Þeir kaupendur Dýraverndarans, sem enn eiga ógreitt andvirSi hans, eru vinsamlega beSnir aS gera skil sem allra fyrst. Afgreiðslumaður HJÖRTUR HANSSON, Austurstræti 17. — Reykjavík. — Pósthólf: 566. gefa þeim, þegar áhlaupahríðir hafa gert, og tekið hefir íyrir alla jörð. Þannig hafa menn breytt við hesta sína, verið harðir og kærulausir í þeirra garð og launað þeim illa, góða og trygga þjónustu. I fljótu bragði virðist, að fæstir geri sér í hugar- lund, eða finni til þess, hve mikil vansæmd það er kristnum mönnum, að fara illa með skepnur þær, sem þeir hafa yfir að ráða, eða trúað er fyrir. Mér er nær að halda, að menn finni — sumir að minsta kosti — of mikið til þess, að þeir séu herrar yfir dýrunum og eigi að drotna yfir þeim. En þegar eigandinn notar vald sitt yfir dýrunum, til þess, að misþyrma þeim, eða að kvelja þau á eirihvern hátt, þá er drotnunin orðin að þrælkun, sem ekki er sam- boðin þeim, sem hlotið hafa það veglega heiti, að kallazt æðsta skepna jarðarinnar. Menn haía ekkert vald til þess að misþýrma skepn- um sínum, eða kvelja þær á neinn hátt. Enda hlýt- ur hver góður drengur og velhugsandi, að sjá og finna, að það er ljótt og ranglátt að hugsa sem svo, að hverjum sé leyfilegt að fara með sínar eigin skepnur, eins og manni þóknast; láta stjórnast af slæmum hvötum, eða stundardutlungum — eða jafn- vel láta það koma niður á vesalings saklausu dýr- unum, þó að eitthvað blási á móti og alt leiki ekki i lyndi. Og mikið má sá maður vera kærulaus og fram úr hófi tilfinningasljór, sem getur ánægður neytt matar sins, eða sofið vært, þegar hann veit af hestinum sínum, eða öðrum skepnum, úti i liríð- arbyl, grimdar-hörkufrosti og fannfergi, hálfdauð- um úr kulda og hungri. En skilningsleysi mannanna er á svo háu stigi. Þeim gengur oft erfitt að setja sig í spor dýranna, og gera sér í hugarlund þær kvalir, sem þau verða að þola, þar sem þau hima dögum saman úti i drápsveðrum, aðframkomin af hungri og kukla. Það þarf engan að iðra, sem gerzt hefir málsvari dýranna og beitt sér fyrir að bæta kjör þeirra, því að s'ónn dýraverndun er hvorttveggja í senn: göfugt málefni og gott. Enginn þarf að sjá eftir því, að hafa veitt dýrunum lið í bágindum þeirra og ein- stæðingsskap. Guð launar fyrir dýrin! Hann endurgeldur þeim, sem sýna dýrunum velvild og breyta mannúðlega við þau. Björn Guðmundsson. Þakkarávarp. Með örfáum orðum vildi eg færa hr. Kjartani Ólafssyni, fyrrum lögregluþjóni í Hafnarfirði, hug- heilar þakkir mínar fyrir það, hve oft og drengi- lega hann hefir rétt mér hjálparhönd, að bjarga og vernda rétt dýranna. Þeir eru svo fáir, sem sjá og skilja þarfir málleysingjanna, Ijlessaðra dýranna, hverju nafni sem nefnist, að vert er að minnast J)eirra með J>akklæti. Kjartan Ólafsson er einn þessara manna, sem hef- ir opin augun og skilning og mannkærleika í ríkum niæli til J>ess að bjarga þeim og likna, sem bágt eiga. Slíkra manna er vert að minnast. 10. október 1931. Pálína M. Þorleifsdóttir, Ilafnarfirði. Ritstjóri: Einar E. Sæmundsen. Útgefandi: Dýraverndunarfélag íslands. Félagsprentsmiðj an.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.