Dýraverndarinn - 01.06.1934, Qupperneq 9
DÝRAVERNDARINN
náÖa fyrir góíSri stundu, en þó gat ég gefi'Ó Sörla
gamla góða töðutuggu. ÞakkaÖi ég honum með mörg-
um hlýjum orðum og klappi, hve giftusamlega hon-
um hafði tekizt að bjarga mér yfir Vötnin, er svo
var komið fyrir sjálfri mér, að ég vissi ekki hvert
halda skyldi.
Sennilegast þykir mér, að Sörli gamli hafi skilið
orð min, cr ég kvaddi á Víðivöllum, og sagði. að
ég ætlaði ekki lengra þá um kveldið en að Ási og
gista þar. Hefði leið min legið krókalaust frá Víði-
völlum og út að ViÖvík, hefði mig ekkert undrað
vitsmuni hestsins og ratvísi. En þar sem vegurinn
að Ási lá þvcrt úr leið yfir vötn og vaðla, verð
ég að álita, að Sörli gamli hafi sýnt fráhæra vits-
muni, að halda einmitt að Ási, er hann fann, að
hann var algerlega sjálfráður um stefnuna.
Ó lafla Klemensdóttir,
Reykjavik.
Holtakots-Gulur.’
(A lifi í Aðaldal i S.-Þingeyjarsýslu 1874 -'84).*)
Endurminning oft mér bauð
— áður kæmi að þroti —
gömlum lýsa greindum sauð:
Gul frá Holtakoti.
Fagurt þótti lýðum lamb. —
TTjá listamóður undi.
TTöfuð sitt og hcrðakamb
hafði þurt á sundi.
Ungur var hann ekki mjór,
allur rekinn saman,
höfuðmikill, hornastór,
háreistur að framan.
*) I hréfi, sem fylgir vísum þeim, er hér koma
á eftir, segir svo: ,,Við lestur ,,Dvraljóða“, gefn-
um út árið iq^t, sé ég i formála bókarinnar, að
hr. landshókavörður dr. Guðm. Finnbogason kvart-
ar yfir þvi, að engir liafi orðið til þess að yrkja
erfiljóð eftir forustusauði. Þessi ummæli urðu til
l>ess, að vekja hjá mér endurminningar um ágætis
forustusauð, sem faðir minn átti fyrir 50 árum.
Ég lagði í ])að að semja eftirmæli um sauðinn, i
bundnu máli. Bið ég Dýraverndárann að birta þau
á prenti,"
Undir léttum brúna-bug,
hærður vöðva-taugum,
Norðurljósa-leiftur flug
litu menn í augum.
Oft á garða varði visk,
varla slepti hárum.
Hornin liktust hörpudisk,
hringuð mörgum gárum.
Inn við stafn um óttu kyr
upp að vinar síðu.
Alt af var ])ó út við dyr,
cf hann vissi á blíðu.
Álits-fríður alls staðar
enn við sjónum blasir.
Fögur snoppa féskúf bar
fyrir ofan nasir.
Andlit gult, en gæran hvít,
glóði á svipinn rauða.
Þennan sauð með lotning lit,
sem Ijómar fram í dauða.
Á það dreg eg enga dul,
að ])ótt mörgum sópi,
sjón var mcst að sjá liann Gul
svífa fram úr hópi.
Frcmstur sauða fór á brokk,
frægur sundsni 11 ingur,
hraðar göngu, hristir skrokk,
horni’ í klukka syngur.
Fór um viðan fjallasal,
fótum sporar hauður.
Uppi var í Aðaldal
ágætasti sauður.
Kominn ,,Fori’“ af fjöllum hcim
feitari mörgum selnum.
Sópaði að sauðnum þeim
i Sílalækjar Melnum.
Sýndist hár í sauðahóp
sá á ,,rétta“-þingi.
Ollu réð og undan hljóp
eins og herforingi.
Oft viö bylji átti strið,
andlit huldi klakinn,