Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1938, Síða 10

Dýraverndarinn - 01.09.1938, Síða 10
38 DÝRAVERNDARIN N aftur meö þéttu rimlaloki. Kassarnir voru afar litl- ir ogf þröngir, undian dósamjólk, eplum, appelsín- um og ýitisum varningi. í hvern kassa var dýrun- um blátt áfram hrúgað saman í eina kös, og i liverju hólfi appelsínukassanna voru 5—7 yröling- ar. Þrengslin um þessi grey voru svo mikll, aö ]>eir ultu hvor yfir annan, emjandi og skrækjandi. Líðan þessara aumingja var sýnilega afleit. Tveir af skipsmönnunum gættu yrðlinganna á leiðinni, gáfu þeim mat og vatn, en hvorttveggja var sýni- lega vont að framkvæma. Matinn fengu þeir rifinn niður í stykki og var honum troöið niður um rif- ur á kössunum. Þeir yrðlingarnir, sem frekastir og sterkastir voru, rifu í sig allan matinn; hinir fengu ekkert. Með vötnunina var það sýnilega ennþá verra. ITegar skipið kom til Siglufjaröar 8. ]>. m. mátti sjá þessa vondu liðan dýranna. Þau héngu i rifum kassanna með tunguna lafandi út úr sér af vanliðan og þorsta. Drengir nokkrir tóku til aö vatna þeim með blikkdósum, og sleiktu þessir aum- ingjar livern dropa, sem þeir gátu náð í niður um rifur kassanna. Gæslumaðurinn kvaS kassana svo litla og ófæra, aS ekki væri mögulegt aS láta vatn inn til dýranna í kassana. Sennilegast er því, aS bara nokkur þeirra hafi fengið vatn og mat, en (innur lítiö eða ekkert. Hann kvaö slíkan útbún- aS sem þennan lögbannaSan í Noregi og hegning- arverSan. Kassarnir yrSu að vera stórir og rúm- góSir, ekki nema tvö eöa fá dýr í kassa og auð- velt aS gefa þeini og hirSa. Svona meSferð á dýr- um hélt hann að ekki væri aS finna á Nor'ðurlönd- um nema á íslandi. Er skipið kom til SiglufjarS- ar voru tvö dýrin dauð í þessari „paradís“ og þrjú að drepast. Hvernig farið hefir fyrir þeim, um það leyti sem þau komu á áfangasta'ðinn, verSur seinna hægt aS vita. DýraverndunarfélagiS og dýravinir veröa aS sjá svo um, aS hugsunarleysi og kæruleysi manna verði ekki til ]>ess a'ð misþyrma dýrum, sem eru í umsjá manna, óhegnt. Sé um grimd aS ræða gagn- vart dýrunum, sem ekki er sennilegt, verSur a'S vinna á móti henni. Svo kærulaus flutningur og ó- mannúölegur, sem hér átti sér stað á refayrSling- unum, ætti aldrei aS endurtaka sig. Slíkt er meS ö.llu ósamboSiS siSaSri ])jóð og jafn miskunnsamri i eöli og íslendingar yfirleitt eru. ÞaS er þess vert, að hlutaðeigendur og aörir vildu muna. Haraldur S. Nordal, tollvöröur. Bókarfregn. Guðmundur Friðjónsson: Úti á víðavangi. Frásagnir um dýr. — Bókaverzlun GuS- mundar Gamalíelssonar. — Reykjavík 1938. — Verð kr. 3.00. — 96 bls. Sögur þessar eru 13 talsins. í formála bókarinn- ar kemst höfundur svo að orSi: ,,Þessar frásagnir, sem hér fara á eftir, eru samdar og birtar til þess, a'ð bera hönd fyrir hiifuö málleysingja — fugla og ferfætlinga. FegurS og verSmæti lands vors er aS miklu leyti fólgin i þvi lífi, sem landiS elur og fóstrar. En misjafnt er hlynt aö þ.yí og af sumra manna hálfu illa. Á síSustu árum hefir farfuglum fækkáS mjög hér í landi og er ]>aS aS sumu leyti aS kenna útlendingum, sem sitja um líf fugla vorra. En innlend drápgirni veldur aS sumu leyti fækk- un fugla vorra. Og til hennar vildi cg tala áminn- ingaror'ðum". Sögurnar eru sem vænta má prýSilega ritaSar, og sýna vel ást og skilning liöfundar á dýrunum. Sex fyrstu sögurnar hafa áður komiö út í dýrasögu- safni höfundar: „Undir beru iofti“, Akureyri 1904, en fidl þörf var á því aö endurprenta þær, því aö þær eru i of fárra manna höndum. Margar ])ess- ara frásagna eru ritaöar á þann veg, aS lesandan- um líSa þær seint úr minni. Ást sú, sem höfundur þer til lands og þjóSar, og ást hans á dýrunum, sem landiS elur, renna saman í frásögn hans i fagra og heilsteypta lífsskoSun. Dýraverndarinn hvetur eindregiS lesendur sína til þess aö eignast þessa ágætu og skemtilegu bók, sem fáir munu leggja frá sér fyrr cn þeir hafa lok- iö við hana. Ytra útlit bókarinnar er snoturt og frágangur í góSu lagi. Meö góöfúslegu leyfi útgefanda mun Dýravernd- arinn birta í næsta blaöi eina siigu úr bókinni. Með því að til er nokkuö af eldri árgönguni „Dýraverndarans" (aö mestu frá 6.—24. árg.), geta nýir kaupendúr eða eldri kaupendur, er ekki hafa keypt hann yfir ]Tenna tíma, fengiS keypt ]Tað af þessum árgöngum, er þeir óska, á kr. 1,50 per árg.

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.