Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1945, Page 13

Dýraverndarinn - 01.02.1945, Page 13
DÝRAVERNDARINN 7 Rlað félagsins, Dýraverndarínn, er því sjálf- sagSur og ómissandi liður í starfsemi þessa félagsskapar til áhrifa úl á meðal almenn- ings í landinu. Rlaðið hefir ávallt verið selt við svo vægu verði, sem frekast var unnt til- kostnaðarins vegna. Öll stríðsárin hefir árg. kostað 5 krónur, þrátt fyrir alla dýrtíð. Nú játa allir, er til þekkja, að útgáfukostnaður blaða og bóka á íslandi liafi farið liraðvax- andi öll þessi ár, og verð þeirra hækkað gíl'- urlega fyrir þær sakir. Sama gildir um út- gáfukostnað Dýraverndarans, enda hefir balli á útgáfu lians skipt árlega mörgum þús- undum króna, vegna þess, að hann hefir allt af verið seldur sama verði. Nú sér stjórn félagsins sér ekki fært að halda svo áfram, að hver eyrir, sem félaginu áskotnast til starf- semi sinnar, renni til útgáfu blaðsins, því að ýmsu öðru er þó að sinna. Þess vegna hefir stjórnin ákveðið að hækka verð blaðsins úr kr. 5.00 upp i kr. 10.00 árg. Þessa ákvörðun hefir bún vissulega ekki tekið að gamni sínu, lieldur af brýnni nauðsyn. Hún treystir fórnfýsi og góðvilcl kaupendanna, málefnis- ins vegna, og hún veit, að allur almenningur skilur ástæðurnar, sem þessi hækkun hygg- ist á. Sigurður E. Hlíðar p.t. formaur. Fáein ávarpsorð. Enn sem fyrri er leitað til velunnara hlaðs- ins og góðra dýravina um að hregðast nú vel og drengilega við og styrkja Dýravernd- aran sem bezt, liver eftir sinni getu. Oftsinnis lieí'ir verið vakin athygli á því, að vinsældir Dýraverndarans og.afkoma sé reist á því framar öllu öðru, að sem flestir taki höndum saman um að búa hann sem bezt úr garði. Eftir þvi sem blaðið verður fjölþættara um efni, má ætla, að þeim fjölgi, sem lesa það sér til sálubótar. Fúslega slcal játað, að eigi all-fáir bafa undanfarið látið sér þetta skiljast og styrkt Dýraverndarann í þessu efni, bæði ljóst og leynt, svo að drjúg- um munar. Er þeim hér með þökkuð góð- vild þeirra. Þorranætur. Fugli tál um lijörnin bál hríðar-fálan magnar. Norðan bálið særir sál, söngva málið þagnar. Skerðist liýra, skíma flýr, skýlið rýrist lága. Veðragnýrinn vondur lýr vængja-dýrið smáa. Vetrar nóttin þjarmar þrótt, því ei rótt um blundinn. Kælir fljótt sú kólgu gnótt, köld er óttu stundin. Fjalls uni göng oft þykir þröng; þýðir söngvar dvína. Oft er ströng og leiðin löng líknar-föng að tína. Óskar M. Ólafsson frá Ilagavik. En betur má ef duga skal. Er þess því vin- samlega vænzt, að þeim fjölgi enn betur, sem senda blaðinu greinar varðandi livers konar verndun dýra og bendingar, hverju nafni sem nefnast, um bætta meðferð dýra og annað þar að lútandi. Vel þegnar eru og stuttar sögur um dýr, liverrar tegundar sem eru, einstæð atvik, er sanna fágæta vitsmuni einstakra dýra, svo og fruinsamdar dýrasög- ur. Þá væri og æskilegt að blaðið gæli öðru liverju flutt smákvæði og stökur um dýr og siltlivað í sambandi við þau. Að lokum eru svo dýramyndirnar, sem kunnugt er um að eiga óskiptum vinsældum að fagna á meðal allra yngri lesenda Dýraverndarans. I þvi sambandi þykir þó réll að geta þess, að blað- inu hafa borizt nokkurar myndir, sem svo eru óskýrar og . á annan hátt gallaðar, að eigi hefir þótt fært að gera úr þeim prent- hæfar myndir. Þess vegna er öllum þeim, sem senda blaðinu myndir, vinsamlega benl á: að myndirnar Jmrfa að vera vel skýrar, óhreyfðar og að öðru leyii gallálausar. Allar

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.