Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 13.03.1956, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 13.03.1956, Blaðsíða 1
XXVI. árg. Þriðjudagur 13. marz 1956 Mrse.- 10. tbl. krtttnatðk itlenihror olþýiu iriim n ilpsimiMii Alþyóii- 40 dro í gær voru liðin 40 ár frá stofn- degi Alþýðusambands íslands, sem um leið var upphaf Alþýðu- flokks íslands, fagleg og pólitísk baráttusamtök íslenzkrar al- þýðu. Svo sem gefur að skilja með jafnáhrifarík samtök og Alþýðu- sambandið og Alþýðuflokkurinn hafa verið og eru, er margs að minnast úr sögu liðinna ára, margra mikilsverðra sigra, en einnig mikilla ósigra. Hvort- tveggja er mikil reynsla, en af því að venjulegra er, að halda sigrun- um á lofti á afmælum og tyllidög- um sem lýsandi markstikum, og svo hefir enn verið gert, þá er ekki úr vegi að minna hér á, að það er líka reynsla að bíða ósig- ur. oft sú reynslan, sem leiðir seinna til stærstu sigranna, ef menn og samtök kunna að draga réttar ályktanir af ósigrunum. Séu hins vegar ekki réttar álykt- anir dregnar, leiða ósigrar til nýrra ósigra. Fyrsti alvarlegi ósigurinn, sem alþýðusamtökin biðu, var klofn- ingur sá, er Brynjólfur Bjarna- son, Einar Olgeirsson og fleiri stóðu fyrir 1930. Þessir menn skildu ekki þann sannleika, eða vildu ekki skilja, að samstæð heild þokar málum lengra, en tvær deildar fylkingar. Hér var sá draugur vakinn upp, er æ síðan hefir verið versta fótakefli stjórn- málalegra valda íslenzkrar al- þýðu: HÚN HEFIR STAÐIÐ SKIPT. Innan Alþýðuflokksins hefir mönnum alltaf verið þetta ljóst, en skoðanir hafa verið skiptar um, hvernig úr óeiningunni skyldi bæta: Sumir — og fleiri — hafa viljað einangra hinn upprunalega klofningsvald, aðrir viljað vinna hann inn á lýðræðisleiðir með samvinnu. Næsti ósigur varð, er Alþýðu- flokkurinn klofnaði út af þessu máli og Héðinn Valdemarsson og Sigfús Sigurhjartarson gengu með nokkurn hluta hans til flokksstofnunar með kommúnist- um. Hefði allur Alþýðuflokkur- inn gengið til þess samstarfs eða ekkert af honuin, hefði miklum ósigri verið afstýrt. Enn gleymd- ist í hita orustunnar, að MEIRI DEILING TÁKNAÐI MINNI STYRK. Deila má um, hvort það hafi verið ósigur eða ekki, að tengsl- in voru leyst milli A.S.Í. og Al- þýðuflokksins. Margt er hægt að færa fram því til staðfestingar, að það hafi verið réttlætismál gagn- vart þeim meðlimum A.S.Í., sem ekki aðhylltust jafnaðarstefnuna. Hitt er óvefengj anleg staðreynd, að Alþýðuflokkurinn hefir mest- um félagslegum umbótum komið á allra flokka fyrir íslenzka al- þýðu, en rof tengslanna við A.S. í. hefir torveldað honum á ýmsan hátt það umbótastarf. Hitt má kalla kaldhæðni örlaganna, að þeir, sem mest börðust fyrir því 1 að gera A.S.Í. að hreinu fagsam- bandi, virðast nú sækja það af of- urkappi að tengja sambandið stjórnmálasámtökum, en hinir, er börðust fastast gegn tengsla- slitunum, mega nú ekki heyra nefnd pólitísk áhrif A.S.Í. Mættu ekki báðir aðiljar vera niinnugri þess, að sú stefna verð- ur A.S.Í. farsælust og þar með ís- lenzkri alþýðu, sem flestir geta staðið saman um og fylgt heils hugar og af baráttuþrótti. Það er betra að komast skemmra með herinn allan en lengra með hlaupaflokk einan. Sú er reynslan af ósigrunum. Á 40 ára afmæli sínu er A.S.f. langsterkasta stéttarsamband hér á landi. Það getur stært sig af mörgum og miklum sigrum og því munu áreiðanlega berast margar heillaóskir og margar þakkir frá íslenzkri alþýðu. Megi það vaxa og æ vaxa henni til auk- innar hagsældar. En ekki má horfa fram hjá þeirri staðreynd, að A.S.Í. hefir minni áhrif á lagasetningar al- þingis en eðlilegt og sanngjarnt má teljast. Hér hefir það sigur að sækja. Engan hlaupasigur, engan sigur ofdirfskufullrar orustu- sveitar, heldur lokasigur megin- hers. Og því er hollt fyrir for- ystuliðið að minnast þess, að þol- inmæði og úthald er ekki síður mikilsverð en vígfimi og víg- dirfska. Á 40 ára afmæli sínu getur Al- þýðuflokkurinn stært sig miklu meir af störfum sínmn en stærð sinni. Það er bæði gott og ekki gott. Gott að vera stór af störfum sínum, en illí að skorta brautar- gengi til miklu fleiri og miklu meiri átaka og afreka, sem flokk- urinn vill og flokkurinn þarf að vinna. En allt um það verður forysta flokksins að vera minnug þess, að jafnaðarmannaflokkur verður ætíð að vera víðsýnn, stórhuga og samvinnufús, jafnframt því sem hann verður að vera þolmik- ill og óbugandi að kjarki. For- ystan verður að vera umburðar- lynd í stjórn, jafnframt því sem hún á að vera röggsöm, og hún má aldrei gleyma, að hennar hlutverk er að hugsa um herinn allan, en ekki sveitir og hópa. ttvarpið ver 1 millj kr. tií rann- sókna og lislrænna starla í þágu dagskrár Jón Daldvinsson, forseti A. S. í. og formaður Alþýðufl. fyrstu árin 1916—1938. En á sama hátt ber flokksliðinU að minnast þess, að það er aldrei greiði við íslenzk alþýðusamtök að deila sér í litlar liðsveitir, lieldur ber að treysta meginher- inn. Það er engin lausn að taka hæð í áhlaupi, ef meginherinn fylgir ekki eftir og fullgerir sig- urinn. Sú er reynslan af ósigrun- um. Það er betra að komast skemmra með allan herinn, en lengra með hlaupasveit eina. Óskiptan her og einhuga má alltaf leiða fram til nýrra og nýrra sigra. En tvístrist sveitir, verður þeim seinfylkt til nýrrar sóknar. Það er víða, sem við á, að bezt sé að flýta sér hægt, þótt auðvitað eigi ekki að láta það seinfærasta taka stjórnina. Megi Alþýðuflokkur íslands öðlast þann sóknarkjarna, sem ekkert getur sundrað, þá þollund, sem ekkert fær bugað, þá víðsýni, sem ætíð réttir fúslega bróður- hönd yfir þröng flokkstakmörk og þá starfselju, sem grípur strax nýtt verkefni og settu marki er náð, marki er æ og ævinlega þok- ar íslenzkri þjóð fram til aukinn- ar velmegunar, aukinnar mennt- unar og aukinnar hamingju og heilla. Þökk Alþýðuflokki íslands og A.S.Í. fyrir unnin afrek. Heill báðum um ókomna framtíð. Heill þeim fyrir íslenzka þjóð. 24 MENN í BÆJARVINNU Undanfarið hafa unnið um 24 menn í bæjarvinnu, þ. e. grjót- mölun og púkkun Geislagötu. Nú mun hins vegar vinnunni við Geislagötu lokið, og er gert ráð fyrir að hefja holræsalögn út í Þorpi, svo að hægt sé að halda svipaðiri tölu manna í vinnu. Ríkisútvarpið hefir ákveðið að leggja fram sem svarar einni mill- jón króna til styrktar ýmsum rannsóknum og til listrænna starfa í þágu útvarpsdagskrárinn- ar og til verðlauna eftir á fyrir tiltekna dagskrárliði. Þrjár fjárveitingar á ári. Þetta er hugsað þannig, að út- varpið veiti árlega allt að þrenn- ar ijárveitingar, hverja 10—20 þús. kr., fræðimanni, skáldi og tónskáldi, til þess að vinna að er- indaflokki, skáldverki eða þýð- ingu, og tónverki, er síðan verði frumflutt í útvarpinu og þess eign til áframhaldandi flutnings, ef á- stæða þykir til. Á vissu árabili mætti þó jafnvel hafa upphæðina eina, eða í tvennu lagi, ef sérstak- lega stendur á. Einnig mætti verja allt að 10 þús. kr. á ári til þess að verð- launá tiltekið útvarpsefni liðins árs, 1—5 þús. kr. hvert. Utvarpið vantar meira af frumlegu efni. Með þessu ætlar útvarpið að vinna mætti tvennt: Útvarpsdagskráin getur aflað sér, meira en nú er, sjálfstæðs og frumlegs efnis, sem unnið er sér- staklega fyrir útvarpið sjálft. Út- valpið styrkir þá ennfremur um leið fræði og listir í landinu. Síðasta atriðið, um verðlaunin, er einkum ætlað til þess að örva dagskrárflytjendur til góðra verka og veita þeim viðurkenn- ingu fyrir þau. UNNIÐ AÐ PÚKKUN GEISLAGÖTU Um skeið hefir verið imnið að undirbúningi á malbikun Geisla- götu frá suðurhorni Varðborgar og norður að Gránufélagsgötu. Hefir götuspotti þessi verið rifinn upp og síðan púkkaður undir malbikunarlag. Hefir verkið sízt sótzt verr en að sumarlagi, enda einmuna tíðarfar hér nú um sinn, eins og kunnugt er. *___ TUNNUSMÍÐI FRAM í APRlL Um 32 menn vinna nú að tunnusmíði hér í tunnuverksmiðj- unni og hefir svo verið síðan vinna hófst þar upp úr áramótun- um. Vinna sömu mennirnir þar áð staðaldri. Gert er ráð fyrir, að vinna þessi standi fram í apríl- mánuð, en verksmiðjan fékk efni í um 30—35 þús. tunnur til að smíða úr að þessu sinni. Ráðstöfun í tilefni af 25 ára afmœli útvarpsins. Útvarpið hefir ekki nú þegar handbært allt það fé, sem til þess er ætlað, en mun greiða það á ár- unum 1956—61, en mun nú frá upphafi svara vöxtum af allri upphæðinni, 1 millj. kr. Ráðstöfun þessi var gerð í sam- bandi við 25 ára afmæli útvarps- ins, en nokkrum formsatriðum í sambandi við undirbúning máls- ins varð ekki lokið þá. f K V I K N U N í gærmorgun um kl. 10 varð elds vart í kj allarageymslu húss- ins Strandgötu 29 hér í bæ. Var slökkvilið kvatt á vettvang og gat það slökkt eldinn áður en teljandi skemmdir hlytust af honum. Ókunnugt er um eldsupptök. VERÐUR GRÓÐRAR- STÖÐIN SELD TILRAUNARÁÐI RÍKISINS? Samkvæmt upplýsingum í ný* útkomnu Ársriti Ræktunarfélags Norðurlands hefir Tilraunaráð ríkisins farið þess á leit við fé- lagið, að það seldi ríkinu Gróðr- arstöðina og aðrar eignir sínar, er Tilraunaráðið hefir haft á leigu um sinn. Á síðasta fundi Ræktunarfélags Norðurlands var samþykkt að gefa ríkinu kost á nefndum eign- um fyrir rösklega 1 millj. króna, enda yrði kaupverð greitt í vísi- tölutryggðum skuldabréfum, en ekki hefir verið gengið frá nein- um kaupum enn. MJÓLK OG MJÓLKUR- VÖRUR HÆKKA I VERÐI Samkvæmt tilkynningu Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins hækk- aði mjólk og mjólkurvörur í verði frá og með 11. marz, og er verðið nú eins og hér segir: Mjólk í lausu máli kr. 3,30 1. — í heilflöskum — 3,45 - Riómi í lausu máli — 29,35 - — heilflöskum — 29,50 — Smjör óniðurgreitt — 59,70 kg. Smjör niðurgreitt 40,50 — Hækkunin er byggð á hækkuð- um flutnings- og dreifingarkostn- aði samkvæmt tilkynningunni. NÍRÆÐUR er í dag Jón Bæring Rögnvaldsson. Hann dvelst nú á Fjórðungssjúkrahús- inu. Hann hefir litla sem enga ferlivist, cnda húinn að missa sjónina.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.