Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 08.05.1956, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 08.05.1956, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 8. maí 1956 ALÞÝÐUMAÐURINN 3 Nokkrar ályktanir aðalíundar Héraðssambands S.-Þingeyinga Aðalfundur Héraðssambands Suður-Þingeyinga var haldinn að Skjólbrekku dagana 14.—15. apríl 1956. Á fundinum voru mættir 23 fulltrúar frá 6 ungmenna- og íþróttafélögum sýslunnar, auk stjórnar H. S. Þ. Á fundinum urðu miklar um- ræður um starfsemi sambandsins, hinna einstöku félaga og félags- og menningarmál í héraðinii al- mennt. Meðal annars voru sam- þykktar eftirfarandi ályktanir og áskoranir: 1. Aðalfundur HSÞ beinir þeirri áskorun til stjórnar ÍSÍ og UMFÍ að ungmennafélögin geti jafnan átt kost á því að fá alhliða dans- kennara til að leiðbeina ungmenn- um og telur það geta orðið stórl spor í þá átt að vernda þá frá ó- knyttum og óreglu á samkomum. 2. Aðalfundur HSÞ lítur svo á, að við slíkt ófremdarástand og nú ríkir í löggæzlumálum héraðsins og dreifbýlisins í heild í sam- bandi við samkomur, verði ekki unað lengur. Telur fundurinn bæði eðlilegt og skylt, að sýslu- maður, sýslunefnd og þingmaður kjördæmisins taki höndum saman um að koma þessum málum í við- unandi horf. Fundurinn vill m.a. benda á það, að hann telur að þau löggæzlustörf, sem inna þarf af höndum á samkomum, séu bein afleiðing af neyzlu áfengra drykkja, sem ríkið selur, sér til stórtekna, jafnt þeim, sem sagt er að „kunni“ með það að fara og öðrum, sem óvitar eru í þeim efn- um. Telur fundurinn því mjög eðlilegt og raunar skylt, að ríkis- sjóður beri mestan hluta af út- g:öldum við löggæzlustörfin: Greiði laun að mestu og sjái lög- gæzlumönnum fyrir fullkomnum ein’'ennisbúningum. Ennfremur vill fundurinn beina því til sýslu- fundar, að hann sjái um, að gerð verði fullkomin löggæzlusam- þykkt fyrir héraðið. Telur fund- urinn að æskilegt væri að tveim mönnum a. m. k. í hverju sveitar- félagi s'slunnar verði séð fyrir fullnægjandi kunnáttu, búningum og verði þeir löggiltir til starfsins. Erindi um sama efni var sam- þykkt og sent til dómsmálaráðu- neytisins. 3. Aðalfundur HSÞ lýsir óá- nægju sinni yfir þeirri deyfð og því sinnuleysi, sem virðist nú ríkja um handritamálið með þjóðinni í heild, svo og ríkis- stjórn og þó einkum hjá Árna- safnsnefndinni, þar sem ekki er svnilegur árangur verka hennar, né heldur að alþjóð sé kunngjört, hvað orðið hefir af fé því, sem safnað var til Árnasafnsbygging- ar. Er þetta enn tilfinnanlegra sökum þess, að Danir eru nú að undirbúa byggingu fyrir ævar- j andi geymslu þessara dýrgripa okkar. Álítur fundurinn að þar sem hér sé um að ræða helgustu 1 arfleifð þjóðarinnar, er varði að- alundirstöðu þjóðernis hennar, sé það mjög illa farið, ef ekki ríkir fyllsta eining og samhugur hér um. — Beinir fundurinn þeirri á-, skorun til umræddra aðila að mál inu sé stöðugt fylgt fast eftir og ekki slakað á neinu fyrr en fullur ^ sigur er unninn. — Árnasafn heim. — 4. Aðalfundur HSÞ lýsir á- nægju sinni yfir framkominni þingsályktunartillögu lækna á Al- þingi, um bann gegn hnefaleikum.1 Jafnframt lýsir fundurinn undr- ^ un sinni og andúð á afstöðu stjórnar ÍSÍ í máli þessu og skor- J ar á hana að láta fara fram um-1 ræður og skoðanakönnun um þetta mál í félögum sambandsins fyrir næstu áramót og taka af-j stöðu í málinu samkvæmt þeim niðurstöðum. I stjórn sambandsins voru kosnir: Baldvin Baldursson á Rangá, formaður; Oskar Ágústs- son og Svavar Sigurðsson. Aðrir í stjórninni eru: Hlöðver Hlöð- versson og Þráinn Þórisson. Fundurinn var haldinn í boði Ungmennafélags Mývetninga. Cluggatjoldacfní Verð frá kr. 10.20.. Margar gerðir og litir. Kaupfélog verkomanna Vefnaðarvörudeild. BORGARBÍÓ Sími 1500. í kvöld: Skrímslið í Svartalóni. Spennandi amerísk ævintýra- jnynd. Aðalhlutverk: Richard Carlson, Julia Adams. YY.T \ RTO í kvöld og næstu kvöld kl. 9: RÓMEÓ OG JÚLÍA Ensk-ítölsk verðlaunamynd í litum eftir leikriti Williams Shakespeare’s. Aðalhlutverk: Laurence Harvey. Susan Shentaritt. hvergi stærra en í verkalýðsstétt. Og ég veit, að það yljar ykkur um hjarta og styrkir ykkur í, stríði að vita, að ykkur er trúað og ykkur er treyst til að vera menn fyrir ykkar dyrum, i ykkar eigin málum og í alþjóðarmálum. Það hefir íslenzk alþýða alltaf verið, þegar allt hefir komið til alls, og það á hún alltaf að vera og verða. Styrki hana allar hollvættir lands til þesi. Lous stdðd Lögreglumaður verður ráð- inn í lögreglulið Akureyrar frá 1. júní n.k. —Umsóknir sendist undirrituðum fynr 20. þ.m. Lögreglustjórinn, Akureyri, 2. maí 1956. Gerist óskrifendur að Alþýðumanninum. NÝKOMIÐ Bollapör úr leir, 5 tegundir. Ennfremur: Matardiskar og skólasett. Kaupfélag verkamanna Búsáhaldadeild. Samfestingar karlmanna og unglinga. Vinnubuxur karlmanna, drengja, unglinga, barna. Vinnuvettlingar amerískir, íslenzkir. Stakkar Blússur. Kaupfélag verkamanna V ef naðarvör udeild. Bólusetfling Kúabólusetning og barna- veikisbólusetning verður framkvæmd á heilsuvernd- arstöðinni í maí og júní kl. 2—3 e. h. á mánudögum. GðgnfrcMi AKurejrrar Sýning verður á handavinnu og teikningu nemenda í skóla- húsinu á Uppstigningadag (10. maí). Opin frá kl. 11 árdegis til kl. 10 að kvöldi. Aðgangur ó- keypis. Gagnfræðaskólanum á Akureyri, 7. maí 1956. Jóhann Frímann, skólastjóri. Fjrir hvitasunnuna: Telpukjólar Unglingakjólar Dömukjólar. Dragtir, gróar og mislitar Hattar, væntanlegir. Markaðurinn Sími 1261. Stefnuskróin. Stofnaður verði verkalýðsskóli Tvö undanfarin þing hefir Alþýðuflokkurinn flutt frum- vörp um stofnun verkalýðsskóla. Hafa slíkir skólar starfao um árabil á hinum Norðurlöndunum með mjög góðum á- rangri. En ekki hefir frumvarp Alþýðuflokksins um það cfni þó náð fram að ganga. Samstarf Alþýðuflokksins og Fram- sóknarflokksins virðist nú einnig ætla að gera þetta hags- munamál verkalýðshreyfingarinnar að veruleika. í stefnuskrá flokkanna er sérstakur kafli um „aukið verklegt nám og fræðslu um þjóðfélagsmál“. Kaflinn hljóðar svo: 1) Auka skal verklega kennslu í skólum. 2) Efla skal fræðslu um efnahagsmál og þjóðfélagsmál. 3) Stofnaður verði verkalýðsskóli er annist kennslu í þjóð- félagsmálum og verkalýðsmálum. Fái Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn meirihluta í næstu kosningum verða þessi fyrrnefnd hagsmunamál verka- lýðshreyfingarinnar þegar framkvæmd. Aukin bygging verkamannabii- staða og samvinnuíbúða Húsnæðismálin hafa undanfarin ár verið eitt mesta vanda- mál okkar og er svo enn. Stefna Alþýðuflokksins í bygginga- málum hefir verið sú, að efla sem mest byggingu verka- mannabústaða og annarra hagkvæmra bygginga bygginga- samvinnuíbúða, þar eð reynslan hefir sýnt, að unnt er að leysa húsnæðisvandamál hinna efnaminni með slíkum bygg- ingum. Algert samkomulag hefir náðst með Alþýðuflokknum og Framsóknarflokknum um að auka stórlega byggingu verkamannabústaða og samvinnuíbúða. Sá kafli stefnuskrár- innar er um þetta fjallar er á þessa leið: 1. Gera skal skipulagt átak í húsnæðismálum kaupstaða og kauptúna, m.a. með byggingu verkamannabústaða og bæjar- og samvinnuíbúða og með því að beina því fé, sem til bygginga er ætlað, til íbúðabygginga við almennings- hæfi. Áherzla skal lögð á að haga byggingaframkvæmd- um þannig, að eigendur íbúðanna eigi kost á að vinna sem mest sjálfir að byggingum. 2. Stuðlað verði að. fjöldaframleiðslu byggingahluta. 3. Byggingarsamvinnufélögum og byggingarfélögum verka- manna verði sjálfum veitt innflutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir byggingavörum. Þeir, sem vilja fleiri verkamannabústaði, kjósa bandalag Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins í næstu kosningum. Héraðslœknir.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.