Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 06.11.1956, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 06.11.1956, Blaðsíða 1
XXVI. árg. Þriðjudagur 6. nóvember 1956 34. tbl. Skuggalegar horfur: Vöntoii ó MlrystHá hefir vddið Útgerðarfcl. illuireyringg stórtjðni i dr, «i Idnfjdrshtrtur er jií nð stöivn hrnðfrystlss- bygginguna i miðjum kliðun Fyrrverandi ríkisstjórn neitaði Ú.A. í fyrra um leyfi til að taka þýzkt íón til byggingarinnar og ótti Fram- kvæmdarbankinn að útvega lónsfé, en ekki getað. Hefir byggingin af þessum sökum dregist mjög, og í sumar hefir Ú. A. orðið að landa afla skipa sinna alls staðar annars staðar en hér, en kaupa ís vestur á fjörðum og suður í Reykjavík. Þetta hefir valdið félaginu stórtjóni, enda er það nú komið í greiðslu- þrot með daglegan rekstur og hefir leitað til bæjar- ins um aðstoð til úrbóta. — Bæjarróð hefir skipað fjögra manna nefnd til að flytja mól þessi fyrir nú- verandi ríkisstjórn. Leitað til bæjarins. í lok fyrra mánaðar barst bæj- arráði Akureyrar bréf frá Utgerð- arfélaginu, þar sem tilkynnt var, að félagið væri komið í alger greiðsluþrot og ekki annað fyrir en að leggja öllum togurum fé- lagsins, ef ekki reyndist unnt að afla rekstrarláns. Einnig var tek- io fram, að byggingarfram- kvæmdir við hraðfrystihúsið hljóti að stöðvast, ef ekki fáist lánsfé hið bráðasta. Fór félagið frarn á aðstoð bæjarins til að komast hjá algerri stöðvun. Bæjarráð skipaði samdægurs og bréf þetta barst fjögra manna nefnd til að flytja þessi mál við ríkisstjórnina, þá alþingismenn- ina Friðjón Skarphéðinsson og Björn Jónsson og bæjarfulltrúana Jakob Frímannsson og Helga Pálsson. Mun nefndin þegar hafa hafið málaleitanir sínar í síðast- liðinni viku. Var neitað um þýzt lón. Svo sem lesendum Alþýðum. er kunnugt af fyrri skrifum, stóð Utgerðarfélaginu þýzkt lán til boða í fyrra til byggingar brað- frystihússins. Til þess að taka lánið varð félagið að fá leyfi þá- verandi ríkisstjórnar, en hún svnjaði þess að undirlagi Fram- kvæmdabankans, er taldi sig mundu geta útvegað hagkvæmara lán. Þetta fór þó allt úrskeiðis, svo að byggingu hraðfrystihúss- ins hefir seinkað verulega.Af þeim sökum hefir félagið orðið að landa öllum fiski til frystingar ut- an Akureyrar og hefir slíkt vald- ið því miklu óhagræði auk þess sem mikil vinna hefir tapazt úr bænum. Sökum endurbóta á frystihúsi KEA í sumar hefir þar engan togaraís verið að fá, en Ú. A orðið að kaupa hann annars staðar, mestmegnis í Reykjavík. Hefir hver íslest orðið félaginu hundruðum króna dýrari en hún hefði orðið hér á staðnum, en ís- framleiðsla í hraðfrystihúsinu gat ekki hafizt fyrr en í haust, svo sem kunnugt er, allt sökum seina- gangs vegna lánsfjárskorts. Byggingin stöðvuð. Enda þótt tekizt hafi að berja ísframleiðsluna í gang, má heita, að byggingaframkvæmdir við hraðfrystihúsið séu nú stöðvaðar, meðan talsvert vantar enn á, að hægt sé að taka þar móti fiski. Vinnulaun hefir ekki verið hægt að greiða þar fyrir síðasta hálfa rnánuðinn og engar horfur á, að úr rætist nema ríkisstjórnin kunni úrlausnarráð, en öllum má ljóst vera, hvílíkt brjálæði það er, að láta hér nær fullbyggt hraðfrysti- bús standa ólokið, eins og þörfin er knýjandi fyrir það. Er þess fastlega að vænta, að núverandi ríkisstjórn sýni mál- stað bæjarins hér betri skilning en fyrrverandi stjórn gerði. Afleiðingar greiðsluþrots Ú. A. Afleiðingar greiðsluþrota Ú. A. mundu verða geigvænlegar fyrir bæjarfélagið: Fjöldi manna á nú lífsafkomu sína beinlínis undir Ú. Am auk þe« er ýmis konar rekstur meira og minna háður því. Þannig skuldar það nú járn- smíðaverkstæðum stórfé, svo að þau eru í f j árhagsvandræðum íyrir. Útsvör og skattar einstakl- inga, sem hjá félaginu vinna og það hefir innheimt hjá, svo og út- svör og skattar þess sjálfs, sitja inni hjá því að meira eða minna leyti, og verzlunum hér, a. m. k. KEA skuldar félagið stórfé. Ef ekki rætist þannig úr fyrir félag- inu, má búast við margri bakslett- imni og sjálfsagt víðar en í fljótu bragði virðist. Allt þetta hlýtur að gera okkur bæjarbúum ljóst, að hér þarf öllu til að kosta, að finna farsælar leiðir út úr öngþveitinu. Rallína lilgð í sjó til Hríseyjar Síðastliðinn laugardag var 16 kvaðrata háspennurafkapall lagð- ur úr Naustavík við Hellu á Ar- skógsströnd til Hríseyjar. Er raf- leiðsla þessi rúmlega 3 km. á lengd og tengir Hríseyjarþorp Laxárvirkjun, þegar tengingu er lokið. Vitaskipið Hermóður sótti kap- alinn út, en danskur sérfræðing- ur frá firma þvi, er kapallinn er keyptur hjá, hafði umsjón með lagningunni á laugardaginn, en hún var gerð úr Hermóði. Verkið gekk flj ótt og vel, tók aðeins hálf- an dag. Þetta er fyrsta háspennulínan, sem lögð er í sjó hér við land. Rússar kæfa frelsisbar- attu Ungverja i bloðl — Bretar og Frakkar gera innras i Ug^ptaland — S. Þ. talar og ályktar Cestkvsint d Akureyrar- llugvelli Síðastliðinn laugardag lokaðist ( R eykj avíkurflugvöllur sökum dimmviðris og lentu tvær flugvél-1 ar hér á Akureyrarflugvelli, sem annars áttu að lenda í Reykjavík. . Var annað millilandaflugvélin Sólfaxi, sem var á leið frá Græn-1 landi til Kaupmannahafnar með 55 farþega, en hitt Katalínaflug- bátur, er var að koma frá ísa- firði'. Hafði hann 13 farþega. Flugvélar þessar lentu hér um og upp úr hádeginu á laugardag og voru þá gestkomandi í bænum á vegum Flugfélags íslands um 75 manns, farþegar og áhafnir. Undir kvöldið opnaðist Reykja- víkurflugvöllurinn, og gátu þá flugvélarnar haldið för sinni á- 1 fram *uður. Síðastliðinn þriðjudag varð kunnugt um, að Ísraelsríki hafði látið her manns fara inn á lönd F.gypta á Sínaiskaga. Virtist inn- rásin koma Egyptum á óvænt, enda þótt þeir hefðu lengi haft ertingar í frammi við ísraels- menn. Sóttu hinir síðarnefndu hratt fram til Súesskurðar, en það voru m. a. deiluefna þessara tveggja þjóða, að Egyptar hafa meinað ísrael frjálsar siglingar um skurðinn. í kjölfar fréttarinnar um inn- rásina komu svo fréttirnar af þeim úrslitakostum Breta og Frakka til stríðsaðilanna, að bættu þeir ekki vopnaviðskiptum innan 12 klst. og flyttu heri sína í 16 km. fjarlægð frá Súesskurði, mundu Bretland og Frakkland senda her inn á Súeseiði til gæzlu öruggra siglinga um skurðinn. Munu Bretar raunar hafa heim- ild til þessa, ef styrjöld stendur þar, samkvæmt samningum við Egypta, en Frökkum hefir lengi sollið í sinni augljós stuðningur Egypta \'ið andófsmenn Frakka í Alsír og Túnis. ísrael svaraði úrslitakostunum jákvætt, Egyptar neituðu þeim. blófust þá nær samtímis loftárás- ir á flugvelli og hernaðarstöðvar 1 Egyptalandi og herflutningaskip flykktust að ströndum þess. En ekki mun landganga hafa hafizt fyrr en i gær, og þá úr lofti. Brezka íhaldsstjórnin — en hún telst hafa forgöngu um þessi mál — hefir hlotið mikið ámæli íyrir víða um lönd og harðar á- deilur heima fyrir, fyrst og fremst af hendi Verkamannaflokksins, en svo hefir það einnig gerzt, að að- stoðarutanríkisráðherra stj órnar- innar, Nutting, hefir sagt af sér í mótmælaskyni. Oryggisráðið tók innrásarmál- ið þegar fyrir, en Bretar og Frakkar beittu þar neitunarvaldi gegn fyrirskipan um, að vopna- viðskiptum skyldi þegar hætt. Var þá allsherj arþing S. Þ. kvatt sam- an til aukafundar, og samþykkti það með yfirgnæfandi meirihluta að skipa stríðsaðilum að hætta vopnaviðskiptum, en stofnað skyldi lögreglulið á vegum S. Þ. er tæki gæzlu Súesskurðar í sín- ar hendur. Af engu þessu er orð- ið enn og er barizt þar eystra eins og stendur. En meðan heimurinn horfði agndofa á ofbeldisaðgerðir Breta og Frakka — hinna gömlu lýð- ræðisþjóða — gegn Egyptum, neyttu Rússar færisins að troða fí elsishreyfingu Ungverja undir hæli sér. Sendu þeir hverja her- deildina af annarri inn í landið og 1. nóvember síðastliðinn höfðu þeir umkringt höfuðborgina skriðdrekasveitum. Ríkisstjórn Ungverja sendi nefnd á fund Rússa til að semja um burtflutn- ing hersins, en ekki var henni sýnd meiri gistivinátta en svo, að til hennar hefir ekki síðan spurzt. 3. nóvember varð kunnugt um, að Rússar höfðu sett kommúnistiska leppstjórn upp í Ungverjalandi til höfuðs stjórn Imre Nagys, sem nú var titlaður foringi andbylt- ingarsinna, aðfaranótt 4. nóvem- ber réðust svo Rússar á Búda- pest, hröktu ríkisstjórn Nagvs frá völdum, að því er nú er fullvíst talið, en síðast í gær var þó enn barizt í Ungverjalandi, enda þótt þar eigist við risi grár fyrir járn- um og nær vopnlaus smáþjóð. Ór- væntingarfullar hj álparbeiðnir hafa heyrzt í ungverskum útvarps- slöðvum — jafnvel frá ungversk- um kommúnistum — þar sem heitið er á S. Þ. til aðstoðar, en j _ ’ 1 allsherjarþingið hefir að vísu á- 1 fellzt Rússa, skipað þeim að fara j úr Ungverjalandi — og búið. Samtökin eru máttlaus gegn of- beldinu og Rússar sinna áskorun- um þeirra í engu. Fréttirnar frá Ungverjalandi eru einhverjar þær átakanlegustu, sem lengi hafa borizt, og ótrúlegt annað en þær opni augu fjöl- margra, sem hingað til hafa engu slæmu trúað upp á rússneska kommúnismann, en talið hann boðbera frelsis og bræðralags þjóða í milli. Hitt er svo annað mál, að of- beldi Rússa í Ungverjalandi má ekki láta okkur gleyma að for- dæma líka harðlega framferði Breta og Frakka við Súesskurð. Þar hafa þeir framið þjóðréttar- legt ódæði, sem þeir þvo seint af skildi sínum. Skagfirðingar, Akureyri. — MuniS spilakvöld í Aljiýðuhúsinu á fimrntu- dagskvöld kl. 8,30. — Stjórnin. Kvenjélag Akureyrarkirkju heldur bazar laugardaginn 10. þ. m. kl. 5 í kapellunni. Margir góðir munir. Nefndin. Frá Skákfélaginu. Skákæfingar verða framvegis á þriðjudögum og föstudög- um í Verkalýðshúsinu kl. 8,30 síðdegU.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.