Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 15.01.1957, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 15.01.1957, Blaðsíða 4
Þriðjudagur 15. janúar 1957 jón B. Rijgnvitdsson lcosinn formaður fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna. Jón B. Rögnvaldsson, Grænu- götu 10, var síÖastliðið miðviku- dagskvöld kosinn formaður full- trúaráðs verkalýðsfélaganna á Akureyri, en þá var fyrsti fundur ráðsins eftir þing A. S. í. Frú Guðrún Guðvarðardóttir, er gegndi formannsstörfum í frá- farandi fulltrúaráði, eftir að Stefán Arnason ílutti úr bænum, flutti skýrslu stj órnarinnar á fundinum, og samþykktir voru reikningar síðustu tveggja ára. Eru eignir fulltrúaráðsins nú 100 þús. kr. Auk Jóns voru kosnir í stjórn fulltrúaráðsins þeir Þorsteinn Jónatansson sem ritari og Stefán K. Snæbjörnsson sem gjaldkeri. Allir voru kosnir einróma. *____ Edeii jcr jrd vðldiim oj lætur of ÍloiBCHilii í síðustu viku gerðust þau tíð- indi umtalsverðust á sviði stjórn- málanna, að Antony Eden, for- maður brezka íhaldsflokksins og forsætisráðherra brezku stjórnar- innar, sagði af sér forsætisráð- herrastarfinu, hafnaði jarlstign, er Bretadrottning bauð honum og sagði af sér litlu síðar þing- mennsku fyrir kjördæmi það, er hann hefir verið þingmaður fyrir um 33 ár. Opinberlega var tilkynnt, að Eden hyrfi frá þátttöku í stjórn- málalífinu vegna heilsubrests, en almannarómur er hitt, að hér komi eftirköst Súesárásar Bret- lands fram, enda þótt rétt sé, að Eden gangi ekki heill maður til skógar, hvað heilbrigði snertir. Eftirmaður Edens sem forsæt- isráðherra er Harold Macmillan, er var fjármálaráðherra í ráðu- neyti Edens. Er útnefning hans í starfið sögð mælast vel fyrir í Bandaríkjunum, en Eden og Dull- es áttu aldrei auðvelt um sam- starf. Um helgina varð kunnugt um ráðherralista Macmillans, og reyndust breytingar á ráðuneyti hans frá ráðuneyti Edens minni en áætlað var. T. d. er Selvin Loyd áfram utanríkisráðherra og samveldisráðherrarnir hinir sömu. Richard Butler, sem haldið var, að yrði eftirmaður Edens, en síð' an að ypði utanríkisráðhena, er nú innanríkisráðherra. Ráðherraskipan Macmillans er talin treysta hægri arm flokksins. Stúkan Isajold-Fjallkonan no. 1 held- ur fund í Skjaldborg fimmtudag 17. þ. m. kl. 8.30 s.d. Fundarefni: Vígsla nýliða. — Innsetning embættismanna. — Ifagnefndaratriði. — Félagsvist. — Fjölmennið. — Æðstitemplar. Btejorbúar hljita ci ósha ndnari opplýsínga í blaðinu Verkamaðurinn síð- astliðinn föstudag er forsíðu- grein, er ber fyrirsögnina: HVERT STEFNIR MEÐ ÚT- GERÐARFÉLAGIÐ ? En í undir- fyrirsögn er spurt: Hafa milljóna- verðmœti verið eyðilögð fyrir heimsku og trassaskap? Og loks er sagt: Greiðsluþrot og algert öngþveiti framundan. í grein þessari heldur blaðið því fram, að gífurlegt tap hafi orðið á útgerð Ú. A. sl. ár, miklu meira en hjá öðrum togaraút- gerðum, og sé orsökin að vísu að nokkru sú, að Ú. A. búi við slæm rekstursskilyrði, meðan hrað- frystihúsið kemst ekki upp, en engan veginn geti hér verið að finna alla skýringu á tapinu. Síð- an segir blaðið, að þær sögur gangi manna á meðal í bænum, að stórkostleg mistök hafi orðið hjá félaginu með verkun og geymslu á saltfiski, jafnvel svo að fiskur, sem metinn hafi verið að 70 hundraðshlutum í fyrsta flokki nýr upp úr skipi, hafi ver- ið verkaður metinn til útfiutn- ings aðeins að 3 hundraðs hlut- um í fyrsta flokki, hitt hafi lent í 2. og 3. flokki eða jafnvel úr- kasti. Síðan heldur blaðið því fram, að Ú. A. sé í rauninni í algeru greiðsluþroti og geti aðeins hald- ið skipum sínum út, meðan lán- ardrottnarnir leyfi slíkt. Alþýðumaðurinn kann að svo stöddu ekki að staðhæfa margt um þennan fréttaflutning Verka- mannsins, nema rétt er, að trölla- sögur ganga um bæinn um mis- tök á saltfiskverkuninni. Hinu vill Alþýðumaðurinn vekja athygli á, að það hlýtur að vera krafa bæjarbúa, svo mikið sem þeir eiga í útgerð U. A. og hafa lagt á sig vegna hennar, að stjórn félagsins birti greinargerð um málin. Séu þau í vítaverðum ólestri, gefur auga leið, að endur- skipuleggja verður stjórnarháttu félagsins og reyna að finna leið til að setja undir taplekann. Nú er á f j árhagsáætlun gert ráð fyrir 2.5 millj. kr. framlagi bæj- arbúa til Ú. A. Enginn getur ætl- azt til, að almenningur taki þeim álögum þegjandi, nema hann sé sannfærður um, að þeir skattpen- ingar fari ekki forgörðum fyrir handvömm. Er ekki tímabært að at- liaig'a á nf behir lam liitaveitiB til Aknreyrar? Árlega streyma milljónir verð- mæta af heitu vatni ónotaðar til sjávar hér í nágrenni bæjarins: frammi í Hrafnagilshreppi og Staðarbyggð og vestur á Þela- mörk, jafnvel uppi í Glerárgili. Á sama tíma og þessi verðmæti renna ónotuð í sjóinn eru mill- jónir króna greiddar til annarra landa fyrir innflutta hitagjafa: olíu og kol. Er nú ekki kominn meir en tími til að taka þessa búskapar- háttu til gagngerðar endurskoð- unar? Eitt sinn voru þessi mál talsvert á dagskrá hér á Akureyri og meira að segja komst það á þann rekspöl, að hér fóru fram í ná- grenninu boranir eftir heitu vatni. Því miður voru tækin, sem notuð voru við leitina eftir heita vatninu af ófullkominni gerð, svo að ekki varð erindi sem erfiði og tilkostnaður, og gafst bærinn því upp við athuganir þessar. Nú eru til hjá Jarðborunum ríkisins miklu betri, fullkomnari og fljótvirkari tæki en Akureyrar- bær hafði til nota á árunum, og virðist því full ástæða til að hreyfa því máli á ný, að tekin verði aftur upp borun hér í ná- grenninu eftir heitu vatni með hitaveitu til bæjarins fyrir aug- um. Allir vita, að heita vatnið er til, þótt magnið þurfi að auka, og það eru rökstuddar ástæður til að ætla, að slíkt megi auðveldlega gera með borun með góðum tækj- um. Hér er ekki eingöngu um hags- munamál Akureyrar að ræða, ef úrlausn fengist, heldur og gjald- eyrissparnað, er snertir þjóðina alla. Sama gildir auðvitað hvar á landinu, sem hitaveitu er hægt að koma við, og er þá nærtækt dæmi að minnast á Húsavík. Þessir tveir bæir ættu einmitt að leggja þunga áherzlu á að hrinda hita- veitu í framkvæmd hjá sér. ___ HELGI SÆMUNDSSON, ritsfjóri, formaður Menntamóla- róðs. Helgi Sæmundsson, ritstjóri, Alþýðublaðsins, hefir verið kjör- inn formaður Menntamálaráðs næsta kjörtímabil ráðsins, en Haukur Snorrason, ritstjóri Tím- ans, varaformaður. Birgir Kjaran er ritari ráðsins. Verðn fluttor íon 100 fwregskflr stúlkur ti( stflrffl í fr^stíhúsum? Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna sendir umsóknir til A.S.Í. og innflutningsyfirvaldanna. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefir sótt um það til innflutnings- tkrifstofunnar að mega flytja inn 100 fœreyskar stúlkur til vinnu í hraðfrystihúsum víða um land, og eiga þœr að fá hluta af kaupi sínu greiddan í gjaldeyri eins og sjómennirnir. Áður hafði sölumiðstöðin snú- ið sér til Alþýðusambands ís-1 lands og sótt um leyfi til þessa innflutnings, en fékk þau svör að | A.S.Í. gæfi ekki slíkt leyfi, heldur yrðu verkalýðsfélögin að gefa ^ heimild á þeim stað, þar sem tal- j inn væri skortur á fólki til vinnu í hraðfrystihúsum. Var síðan rætt við forustumenn verkalýðsfélag- anna og kom í Ijós, að talin var hætta á að frystihúsin stöðvuðust víða, ef ekki fengizt aukinn mann- afli. Þannig er talið að 45 stúlkur vanti til Vestmannaeyja — og gegnir furðu að einnig skortir fólk til vinnu á Vestfjörðum, 12 stúlkur á Flateyri, 7 í Hnífsdal og 6 á Súgandafirði. Ástæðan þar mun þó vera sú, að þegar togar- arnir fóru að sigla með afla sinn og vinna féll niður í frystihúsun- um, fluttu stúlkurnar burt á aðra staði, þar sem atvinna var í boði. »Hagbarður<( gerir í vetur veiði- tilraunir fyrir Norðausturlandi Ýmislegf talið benda til, að nokkur fiskgengd sé ó þessum miðum ó vetrarvertíðartíma. í vetur er gerð allýtarleg og merk tilraun með þorskveiðar á stórum línubát fyrir Norðaustur- landi. Er það vélbáturinn Hag- barður frá Húsavík, sem gerir þessar tilraunir. Nýtur hann styrks frá hinu opinbera til þess, og eru hvatamenn að tilraun þess ari sjómenn og útgerðarmenn í verstöðvum á Norðausturlandi í samstarfi við sj ávarútvegsmála- ráðherra. Hagbarður í Húsavík er um 60 lestir að stærð, eign hlutafélags, sem Húsavíkurbær á allmikinn hlut í. Hefir Hagbarður mörg undanfarin ár verið gerður út á vetrarvertíð suðvestanlands, oft í Reykjavík. Jafnan ólitið fiskleysi. Sú trú hefir verið almenn í ver- stöðvum norðaustanlands, að fiskleysi væri með öllu á miðum, djúpt sem grunnt fyrir Norðaust- urlandi frá janúarbyrjun og fram í maí. Talið hefir verið, að göngu fiskur kæmi ekki á þessi mið á þessum tíma, og gotfiskur sæist þar ekki. Hins vegar hefir margt bent til þess hin síðari ár, að. breyting væri að verða á þessu, e. t. v. vegna hlýrri vetrarveðráttu og meiri sjávarhita fyrir Norður- landi. Litlir vélbátar og trillur hafa róið þegar gefið hefir frá verstöðvum á þessum slóðum, og oftast fengið nokkurn afla á hverj um mánuði. Hins vegar hafa þeir bátar aðeins getað sótt á grunn- mið og þegar gæftir hafa verið góðar. Allur floti stóru bátanna hefir farið suður. Einnig hafa sjómenn tekið eftir því, að á þess- um miðum er nú farið að gæta gotfisks á útmánuðum og vex' það með hverju ári. Af öllu þessu | telja ýmsir, að stórir línubátar ættu að geta fengið afla á þessum miðmiðum á vetrarmánuðum, og því sé ekki þörf á því, að allur flotinn fari á vertíð suður. Þetta mun Hagbarður nú kanna í vet- ur. Það væri óneitanlega til mikilla bóta fyrir atvinnujafnvægi og af- komu í verstöðvum á Norður- og Norðausturlandi, ef þetta reynist svo. Leggur upp í Húsavík. Hágbarður mun verða gerður út frá Húsavík í vetur og leggja afla upp þar. Hins vegar mun hann í reynsluskyni leggja línu sína á ýmsum miðum allt frá Langanesi og vestur undir Skaga- grunn, og kannske leita víðar. Sjómenn og útgerðarmenn á þessum slóðum fylgjast með þess- ari tilraun af mikilli eftirtekt. — Skipstjóri á Hagbarði er Þórar- inn Vigfússon. Veríiir Krustjoff vihið úr ritoroncti Kommúnistn- flokks Sovétríhjflnnn? Fréttaritari New York Times í Varsjá hefir það eftir Pólverjum, sem fylgjast vel með því, sem ger- ist í Moskva, að búast megi við því, að Malénkoff taki áður en langt um iíður við starfi aðal- framkvæmdastjóra Kommúnista- flokks Sovétríkjanna af Krústjoff. Því sé haldið fram, að fáum at- kvæðum ’hafi munað að þessi breyting væri gerð á miðstjórn- arfundinum í síðasta mánuði. Það fylgir sögunni, að ætlunin sé að, gera Krústjoff að forsætisráð- herra í stað Búlganins, en láta liann taka við forsetaembættinu af Voroshiloff, sem orðinn er mjög aldurhniginn.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.