Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 03.03.1959, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 03.03.1959, Blaðsíða 1
XXIX. árg. Þriðjudagur 3. marz 1959 8. tbl. Hirkjuvib í 3k,-kirkju S.-ff. murx n.k. Þar munu nágrannaprestar og leik- menn flytja ræður og kórar bæjarins og einsöngvarar syngja Sunnudaginn 8. marz næstkom- andi munu prestar landsins sér- staklega tileinka æskulýðnum prédikun sína, þ. e. í öllum presta- köllum verður þá eins konar æskulýðsdagur í líkingu við það, sem tíðkazt hefir um skeið undan- farið í kirkjum hér norðanlands. Að sjálfsögðu eru allir velkomn- ir til messugerða þann dag, þótt hann sé tilainkaður æskufólkinu. Með þessum degi hefst nýr þáttur í kirkjulífi Akureyrar, því að þá byrjar svonefnd kirkju- vika, er prestar bæjarins og sókn- arnefnd beita sér fyrir. Fram- kvæmdarstjóri eða forstöðumað- ur vikunnar er Jón Kristinsson, rakarameistari. Frá þessum nýmælum skýrðu prestar bæjarins, formaður sókn- arnefndar og framkvæmdarstjóri vikunnar fréttamönnum hér síð- astliðinn laugardag. Séra Pétri Sigurgeirssyni sagðist svo frá, er hann kynnti blaðamönnum hug- mynd þessa og fyrirætlan, að vest- ur-íslenzku prestarnir, séra Olafur Skúlason, er hér prédikaði á æskulýðsdegi Akureyrarkirkju í fyrra, og séra Harald Sigmar, er síðar heimsótti söfnuðinn, hefðu raunar kveikt neistann að fram- kvæmd þessari, en þeir hefðu sagt frá slíkum kirkjuvikum, er tíðkuðust vestra og glæddu mjög safnaðarlífið. Á aðalsafnaðarfundi í nóvem- ber síðástliðnum hefði svo verið ákveðið að reyna þessa háttu hér, en tilgangurinn með kirkjuvikum væri að sjálfsögðu sa að efia safnaðarlíf og glœða kirkjusókn. Fyrsta kirkjuvikan, sem haldin hefir verið hér á landi, var að Selfossi á síðastliðnu hausti, og eins konar kirkjuvika hefir og verið haldin á vegum Hallgríms- kirkjusóknar í Reykjavík, en að öðru leyti má segja, að hér sé um algera nýjung í safnaðarlífi að ræða hér á landi. Eins og fyrr getur, hefst vikan sunnudaginn 8. marz n. k. með sunnudagaskóla barna fyrir há- degi, en æskulýðsmessu kl. 2 síð- degis. Síðan verða kvöldsamkom- ur kl. 9 mánudag, þriðjudag, fimmtudag og föstudag, en föstu- messa miðvikudagskvöldið. Laug- ardegi er svo sleppt úr, en vikunni lýkur sunnudaginn 15. marz með guðþjónustu kl. 2 e. h. Aðaltilhögun samkomanna er sú, að fyrst ávarpar framkvæmd- arstjóri vikunnar kirkjugesti, síð- an syngja allir einn sálm saman, þá eru tvær ræður, önnur flutt af leikmanni, en hin af presti, og verða það nágrannaprestarnir, er þátt kennimannanna annast' Þá syngja kórarnir: kirkjukórinn, Karlakórinn Geysir og Karlakór Akureyrar sitt kvöldið hvor, og syngur Kristinn Þorsteinsson ein- söng með kirkj ukórnum, Jóhann Konráðsson og Eiríkur Stefáns- son með Karlakór Akureyrar, en Kristinn Gestsson leikur undir hj á Geysi. Eitt kvöldið leikur Lúðra- sveit Akureyrar. Þá fer fram víxllestur sóknar- prests og safnaðar á Davíðssálm nr. 84, en þá sálmasönur, síðar á- varpsorð stj órnanda og loks er út- göngulag leikið af orgelleikara kirkjunnar Jakob Tryggvasyni. Prentuð skrá um tilhögun vik- unnar og dagskrá hvers dags verður borin út á meðal bæjar- búa í þessari viku. Það er einlæg ósk sóknarpresta og sóknarnefndar, að bæjarbúar sýni þessari nýjung í safnaðarlíf- inu skilning með mikilli aðsókn, því að með því eina móti getur kirkjuvikan orðið verulega hátíð- leg og áhrifarík. Að sjálfsögðu er aðgangur ó- keypis fyrir alla, en í forkirkj- unni verður þó gjöfum veitt mót- taka, ef menn vildu eitthvað láta af hendi rakna til kirkjunnar. Mjög er nú aðkallandi að setja nýtt þak á kirkjubygginguna, helzt koparþak. Er nú aðeins pappaþak á henni og er ekki ör- uggt, svo að við skemmdum held- ur. Þá er það hugmyndin að kaupa, strax og efni leyfa, pípu- orgel í kirkjuna, en hún er að dómi skynbærra manna á þá hluti, fegursta guðshús landsins nú að hljómun eða hljómburði, þegar hún er fullskipuð. Mætti það með öðru vera Akureyrarsöfnuði hvatning til að búa kirkjuna hinu ágætasta hljóðfæri sem fyrst. Séð inn í kór Akureyrarkirkju. Mn verkdiHÉr vill vinnd hd til I00-IS0 kr. tanlákundr dð skeríd dtvinnuönrggið i kcjdtléldgi sini og jdluvel tefld því í tvísýin! Furðuleg afstaða fulltrúa Alþýðubandalagsius i bæjarstjóru gagnvart framkvæmda og öryggis- sjóði bæjarins ---D- Fjárhagsáætlunin afgreidd. S. 1. þriðjudag var síðari um- ræða í bæjarstjórn Akureyrar um fjárhagsáætlun kaupstaðarins fyr- ir yfirstandandi ár, og var áætlun- in samþykkt að öllu óbreytt eins og bæjarráð hafði gengið frá henni á fundi sínum milli 1. og 2. umræðu í bæjarstjórn. Allar breytingartillögur, sem fram voru bornar á bæjarstjórnarfund- inum, voru felldar, og breyttust þannig niðurstöðutölur áætlunar- innar ekkert frá fyrri umræðu, því að breytingar þær, er bæjar- ráð hafði gert á henni milli um- ræðna, stóðust á að útgjöldum og tekjum. Áætluð útsvarsupphæð í ár er þannig 18.850.900.00 kr., eins og Alþm. hefir áður skýrt frá, er helztu tekju- og gjaldalið- um var lýst eftir fyrri umræðu. Hvernig fjárhagsáætlun- in er samin. Til fróðleiks fyrir þá, er ekki hafa kynnt sér, hvernig fjárhags- áætlun er samin, er rétt að taka þetta fram: Bæjarráð — en bæjarráð Ak- ureyrar skipa nú 2 Sjálfstæðis- menn og sinn maðurinn frá hverjum hinna flokkanna — semur áætlun ársins með aðstoð bæjarstjóra og bæjarritara, sem gefa tölulegar upplýsingar um tekjur og gjöld liðins árs. Fræðsluráð og bókasafnsnefnd gera áætlanir um rekstur skóla bæjarins og bókasafnið, og styðst bæjarráð að sjálfsögðu við þær áætlanir, hvað þá liði snertir. Langflestir gjaldaliðir bæjarins eru bundnir, þ. e. þeim er lítið sem ekkert hægt að hnika til af nokkurri vild, lög, hefð eða nauð- syn marka rúmið. Aðalliðir gjaldamegin, sem bæjarráð og síðan bæjarstjórn geta ráðið verulegu um eru þrír: 1) Framlög til vega og skyldra framkvæmda. 2) Framlög til nýbygginga. 3) Framlög til framkvæmdar- sjóðs bæjarins, en hann er eins konar öryggissj óður, upphaflega myndaður til tryggingar rekstri Útgerðarfélagsins, en nú ætlað rýmra svið, eftir því sem bæjaráð og bæjarstjórn telur fært og henta. Af þessu er ljóst, að bær í vexti, eins og Akureyri vissulega er, hlýtur að búa við síhækkandi fj árhagsáætlun frá ári til árs, ella væri um stöðvun og afturkast að ræða: Framlög til vega hljóta þannig að fara vaxandi, eftir því sem bærinn stækkar og þenst út. Framlög til ýmissa bygginga kalla sífellt að: nú t. d. barna- skólabyggingar, elliheimilisbygg- ing, áhaldahússbygging, skrif- stofubygging, safnbygging, svo að nokkuð sé nefnt. Vatnslögn fyrir allt Glerár- hverfi kallar að. Stöðvun eða samdráttur í fram kvœmdum eitt ár, hvað þá litlar framkvœmdir mörg ár, hlýtur ó- lijákvœmilega að orsaka það, að enn fleiri verkefni kalla á úrlausn- ir. Þess vegna þarf bœjarfélag eins og Akureyri að gœta vel að halda alltaf jöfnum og stöðugum framkvœmdum, svo að ekki safn- ist óhóflega fyrir. Framkvæmdasjóðurinn. Það mun hafa verið árið 1957 fremur en 1956, sem tekin var upp sú nýbreytni hjá Akureyrarbæ að áætla verulega upphæð í svo- nefndan framkvæmdarsjóð, er verja skyldi fé úr til aðkallandi atvinnuframkvæmda eða annars, Framhald á 2. síðu.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.