Alþýðumaðurinn - 09.02.1960, Síða 1
tJ iiiiLJi
XXX.
arg.
Þriðjudagur 9. febrúar 1960
4. tbl.
Útflutnmgsbœtur ajnumdor, dollarinn
ðildi 18 hrónur
Vísitalan hækkar um 13 stig, mót-
aðgerðir jafna 10 stig
GENGI íslenzku krónunnar verður 38 krónur fyrir bvern Banda-
ríkjadollar samkvæmt frumvarpi um efnahagsmál, sem ríkisstj órnin
lagði fyrir Alþingi sl. miðvikudag. Frumvarpið gerir ráð fyrir al-
gerri kerfisbreytingu í efnahagsmálum samhliða víðtækum ráðstöf-
unum í félagsmálum, skattamálum og viðskiptamálum til að drajja
úr kjararýrnun almennings af völdum gengislækkunarinnar.
Miðað við meðalgengi, sem er á Bandaríkjadollar í útflutningi,
kr. B0,36, er hér um að ræða 20% lækkun á gengi krónunnar. Sé
miðað við meðalgengi dollars í innflutningi, kr. 25.30, er lækkunin
34%. \ s ,f'
v. Lagt er til, að greiðslur útflutningsbóta og hvers konar sérbóta
verði afnumdar með öllu, og útflutningssj óður hætti störfum.
Gengisbreytingin mun hafa í
för með sér hækkun framfærslu-
kostnaðar, sem nemur 13 vísitölu-
stigum. Hins vegar verða gerðar
ýmsar gagnráðstafanir, fjöl-
skyldubætur, elli- og örorkulífeyri
stórhækkað, teknar upp niður-
greiðslur á kornvörum, kaffi,
sykri o. fl., og fleira gert, sem
lækkar vísitöluna aftur um 10
stig. Hækkun hennar á því að
verða 3 stig.
Þá leggur ríkisstjórnin til, að
tekjuskattur verði felldur niður af
70.000 krónu tekjum barnlausra
hjóna, en frádráttur fyrir hvert
barn verði 10.000 kr., þannig að
hjón með þrjú börn séu tekju-
skattfrjáls með 100.000 króna
tekjur.
Víðtæk endurskoðun fer sam-
tímis fram á fjármálum ríkis-
sjóðs. Vegna niðurgreiðslna inn-
anlands, afnáms tekjuskatts, stór-
aukningar trygginga, afnáms 9%
söluskatts og framlag til bæjar-
félaga, verður aflað nýrra tekna
með því að leggja á nýjan, al-
mennan söluskatt.
Stórbreytingar verða gerðar á
innflutnings- og gjaldeyrismálum,
og um 60% innflutnings gert
frjálst og innflutningsskrifstofan
í núverandi mynd afnumin. Til að
gera þetta kleift verða notaðar
yfirdráttarheimildir um 20 mill-
jónir dollara hjá efnahagssam-
vinnustofnunum, sem Islendingar
hafa verið aðilar að.
Gerðar verða víðtækar ráðstaf-
anir til að koma á jafnvægi í pen-
ingamálum innanlands, meðal
annars með hækkun innláns- og
útlánsvaxta.
Til að koma í veg fyr.ir nýtt
kapphlaup verðlags og launa
leggur ríkisstjórnin til, að ó-
heimilt verði að miða kaupgjald
við vísitölu, þar eð reynslan hef-
ir sýnt, að vísitölukerfið hefir
ekki verið launþegum til hags-
bóta. Það er stefna stjórnarinnar,
að það eigi að vera hlutverk laun-
þegasamtaka og atvinnurekenda
að semja um kaup og kjör.
Frumvarp ríkisstjórnarinnar
um efnahagsmál var lagt fram á
þingfundi sl. fimmtudag. Var
frumvarpið til fyrstu umræðu
sl. föstudag. Er erfitt að spá um,
hversu langan tíma afgreiðsla
þess muni taka, en venja er að
hraða slíkum málum eftir megni
vegna eðlis þeirra. Frumvarpið
fær þó vafalaust ekki afgreiðslu
fyrr en seinni hluta þessarar viku
í fyrsta lagi.
Bætt kjör
togaramanna.
Hið nýja gengi er miðað við,
að stærsta grein útflutningsfram-
leiðslunnar, þorskveiðar bátanna,
beri sama úr býtum og nú. Vegna
þess að erlendur tilkostnaður út-
gerðarinnar hækkar nú (var með
55%) þarf lækkun krónunnar að
vera meiri en það gengi, sem nú-
verandi uppbætur raunverulega
þýða, til að óbreytt afkoma fá-
ist.
Ríkisstj órnin telur, að hin nýja
gengisskráning muni skapa mögu
leika á því að færa kjör togara-
sjómanna til samræmis við kjör
bátasjómanna, og jafnframt
grundvöll fyrir hallalausum
rekstri togaranna.
Versnandi markaðshorfur fyrir
síldarafurðir, lágt verð á mjöli
og lýsi, vega á móti þeim hag-
stæðu áhrifum, sem hin nýja geng
isskráning mundi ella hafa á síld-
veiðar og hvalveiðar.
Varnarliðið fær nú sem fyrr
hið skráða gengi fyrir dollara,
sem það selur íselndingum. Þetta
þýðir, að Bandaríkj amenn þurfa
færri dollara til að fá sama krónu-
fjölda, og hefir því óhagstæð á-
hrif á greiðsluviðskipti íslands.
Ríkisstjórnin hefir rætt þetta mál
við bandarísk stjórnarvöld og er
búizt við, að Bandaríkjastjórn
stuðli að því að draga úr þessum
áhrifum.
Lagður verður á 5% útflutn-
ingsskattur, sem kemur á móti
ýmsum áhrifum gengislækkunar-
innar, sem eru útflytjendum ó-
eðlilega hagstæð. Þessi skattur á
að greiða skuldbindingar útflutn
ingssjóðs, sem enn eru ógreiddar,
en fellur niður eftir það.
Verðlagseftirliti verður haldið,
en það var lagt niður eftir gengis-
breytinguna 1950. Telur ríkis-
stjórnin, að verðlagseftirlitið hafi
mikilvægu hlutverki að gegna í
þessu sambandi. Innflutningsskrif
stofan verður lögð niður, og fer
því ekki lengur með yfirstjórn
verðlagsmála. — Verður innan
skamms lagt fyrir alþingi frum-
varp um breytingar á verðlags-
eftirlitinu.
Ekki verður leyft að hækka
verð á þeim birgðum, sem til eru
í landinu. A sama hátt mun hið
nýja gengi ekki ná til útflutnings-
vöru, sem framleidd er fyrir 16.
febrúar 1960, heldur lúta þær
gamla uppbótarkerfinu.
Hækkun
verðlags.
Erfitt er að segj a um verðhækk-
anir á einstökum vörutegundum
fyrr en verðlagseftirlit hefir verið
ákveðið flutningsgj öld og nýja
álagningu. Fyrst um sinn verður
dregið úr verðhækkunum á þeim
vörum, sem áður lutu 30% yfir-
færslugjaldi, með niðurgreiðslum
á kornvörum, sykri og kaffi.
Sennilegt er, að meðalhækkun
þeirrar innfluttar vöru, sem er í
vísitölunni, verði um 25%. Inn-
lendar landbúnaðarafurðir hækka
sennilega um 12%. Hins vegar
verður hækkun vísitölunnar ekki
nema 13%, þar sem margir inn-
lendir liðir, t. d. húsaleiga, verða
ekki fyrir breytingum vegna geng
isbreytingarinnar. Aætlað er, að
gengisbreytingin hafi í för með
sér 10—11% hækkun bygginga-
kostnaðar. Búizt er við nokkrum
öðrum hækkunum, sem ekki stafa
af gengislækkuninni, t. d. á trygg-
ingagj aldi, sj úkrasamlagsgj öldum
og útvarpsgjaldi.
Tillögur um stórhækkun al-
mannatrygginganna verða lagðar
fyrir alþingi innan fárra daga.
Gert er ráð fyrir, að fjölskyldu-
bætur verði greiddar þegar með
fyrsta barni, en hafa aðeins verið
greiddar með hinu þriðja. Bæt-
urnar verað um allt land kr.
2.600, en voru áður kr. 1166 á
fyrsta verðlagssvæði og kr. 874
á öðru. Greiðsla til fimm harna
fjölskyldu nemur því kr. 13.000 í
stað 5.828 á fyrsta verðlagssvæði
og 4.370 á öðru.
Þessar bætur munu jafna að
fullu kjörin fyrir fjölskyldu, sem
hefir þrjú börn eða fleiri og hefir
60.000 kr. í árstekjur.
Elli- og örorkulífeyrir og aðrar
svipaðar bætur trygginganna
munu hækka um 20% til viðbótar
þeirri 20% hækkun, sem Alþýðu-
flokksstjórnin lagði til sl. ár og
verða innifalin nú. Samtals er
hækkun þessara bóta 44%.
Framh. á 4. síðu.
Nýir hluthafar
í Nýja Bíó h.f.
Eigendur Nýja-Bíós h.f. á Ak-
ureyri hafa selt nokkuð af hluta-
bréfum sínum og aðalkaupandi
bréfanna er Oddur Thorarensen,
sem einnig hefir verið kosinn
framkvæmdastjóri fyrirtækisins.
Daglegan rekstur annast Valdi-
mar Pálsson. Fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri, Hreinn Garðars
mun flytja búferlum til Reykja-
víkur.
Fyrirhugaðar eru allmiklar
breytingar á húsinu, t.d. fordyri
þess og inngangi.
-----X------
Hefjast buranir
við Húsavík eítir
jarðhita?
Samkvæmt rannsóknum, sem
jarðhitadeild Raforkumálastjórn-
arinnar framkvæmdi í grennd við
Húsavík sl. sumar, telur hún rétt-
lætanlegt, að rannsóknarborun
eftir heitu vatni verði gerð í svo
nefndum Laugardal. Verði af
slíku og borunin gefi góða raun,
má svo fara, að Húsavík fái heitt
vatn til upphitunar og jafnvel iðn-
aðar, þótt hún leggi ekki í hita;
veitulögn frá Reykj ahverfishver-
um, svo sem hugur Húsvíkinga
hefir annars staðið lengi og mjög
til.
i lögreglunnar d Ahoreyri
Fyrir skömmu kvaddi settur
bæjarfógeti og lögreglustj óri Ak-
ureyrarbæjar, Sigurður Helgason,
blaðamenn bæjarblaðanna á fund
sinn og gaf þeim ýmsar upplýs-
ingar varðandi lögreglumál stað-
arins. Til staðar var einnig yfir-
lögregluþj ónn bæjarins, Gísli Ól-
afsson. Áður hefir Alþýðumaður-
inn birt skýrslur frá lögreglu-
stjóra um afbrot og kærur á sl.
ári, sektir og svipting ökuleyfa,
og verður það ekki rakið hér
frekar.
Það kom fram í viðræðum lög-
reglustjóra, og Alþýðumaðurinn
hefir áður skýrt frá í sambandi
við fj árhagsáætlun bæjarins, að
hann hefir leitað til Akureyrar-
bæjar um fjölgun lögreglumanna
úr 10 í 12—13. Máli sínu til
stuðnings bendir lögreglustjóri á
geysilega aukningu umferðar á
síðustu árum, þótt lögregluþj ón-
um hafi hins vegar ekki verið
fjölgað, og svo allmikla stækkun
bæjarins, en hér ættu að vera 17
lögregluþj ónar, ef ströngustu
kröfum væri fylgt, þ. e. 1 lögreglu
þjónn væri á hverja 500 íbúa, en
12, ef læstu kröfum væri fullnægt,
þ. e. 1 lögregluþjónn væri á
hverja 700 íbúa.
Samkvæmt fj árhagsáætlun Ak-
ureyrarbæjar hyggst bærinn nú
bæta við 1 lögregluþj óni á sinn
kostnað, en unnið er að því, að
ríkið taki að sér að launa einn
lögregluþjón í viðbót, þ. e. 3 í
stað 2 nú, og yrði þá bætt við 2
lögregluþj ónum á árinu, ef þetta
fæst fram, en það verður að telj-
ast sanngjarnt, að ríkið auki
nokkuð hlutdeild sína í lögreglu-
kostnaði Akureyrar, svo miklu
betur býr það að lögreglu Reykja
víkur en okkar.
Það kom fram í orðum lögreglu
stjóra og yfirlögregluþjóns, að
starf lögreglunnar er í síauknum
mæli bundið umferð bifreiða á
einn eða annan hátt, og er það
eftirlit og sú löggæzla geysi tíma-
frek. Er þetta skiljanleg aukning,
þegar haft er í huga, að bifreiðum
hefir fjölgað um 400 hér á fám
árum eða um þriðjung frá því
fyrir 10 árum, og umferð á sumr-
um vegna ferðafólks aukist gífur-
lega gegnum bæinn eða tvöfaldast
á þremur sl. árum skv. talningu
vegamálastj órnar.
En það, sem bagar lögregluna
kannske meir en mannfæðin, eru
allviðunandi húsakynni. Lögreglu-
stöðin hér er, eins og almenningi
í bænum er kunnugt, aðeins lítil
húskytra með varðstofu, engu við-
talsherbergi og aðeins 3 fanga-
klefum. Rætt hefir verið um, að
fá lögreglustöðinni húsnæði í
Slökkvistöðvarbyggingunni, —
neðstu hæð, og gæti sú úrlausn
ugglaust verið hagkvæm. Allt er
það mál á athugunarstigi enn, en
eflaust verða teknar ákvarðanir
um þetta innan tíðar, því að slíkt
er aðkallandi.
Starf lögreglunnar er marg-
þætt og oft meira en menn veita
daglega athygli. Lögreglan á Ak-
ureyri nýtur trausts og virðingar,
að því sem Alþm. er bezt kunnugt,
og ugglaust er það vilji borgar-
anna, að henni séu búin góð starfs
skilyrði, enda sjálfsagt eftir getu
og mætti, án þess þó að gera lög-
gæzlu að nokkru óhófsbákni. Þar
eins og annnars staðar er meðal-
hófið bezt.
Skautasvellið
stóð stutt
Fyrra laugardag var opnað til
afnota fyrir almenning skautasvell
á Oddeyrarleikvangi. Var það
síðan opið daglega í sl. viku kl.
2—6 og 8—lOi/2 síðd. við glymj-
andi hljómlist og mikla aðsókn
eldri sem yngri. En stutt varð
þessi sælan, því um sl. helgi gerði
slíka asahláku, að allt svell tók
upp.