Alþýðumaðurinn - 29.11.1960, Blaðsíða 4
JÚyhtun II. |Éj|s Alþýðujlohhsins
i verhalv
27. þing Alþýðuflokksins telur
enn sem fyrr, að flokkurinn eigi
að vera í fylkingarbrjósti á vett-
vangi stjórnmála fyrir hagsmun-
um íslenzkrar alþýðu, því að til
þess var flokkurinn í öndverðu
myndaður af verkalýðssamtökun-
um. í samræmi við þessa grund-
vallarskoðun ber því trúnaðar-
mönnum flokksins bvarvetna að
starfa.
Flokksþingið leggur mikla á-
herzlu á að tryggja áhrif Alþýðu-
flokksfólks í verkalýðshreyfing-
unni til þess að áhrifa jafnaðar-
stefnunnar megi sem mest gæta i
störfum alþýðusamtakanna, til
aukins atvinnuöryggis og bættra
lífskjara eftir raunhæfum leiðum.
Flokksþingið skorar á allt Al-
þýðuflokksfólk að vera vel á verði
gegn hvers konar pólitískri mis-
notkun verkalýðssamtakanna eins
og nú virðist blasa við, að tilraun-
ir verði gerðar með, eftir hinar
ýmsu samþykktir nýafstaðins
þings A. S. í., þar sem kommún-
istar og framsóknarmenn mótuðu
stefnuna.
27. þing Aljs.flokksins telur, að
ekki liaíi verið hjá því komizt að
breyta um stefnu í efnahagsmál-
um þjóðarinnar og hverfa frá því
kerfi, sem áður gilti og leiddi til
hraðvaxandi víxlhækkana verð-
lags og kaupgjalds, síminnkandi
kaupmáttar launa, þverrandi
trausts á gildi íslenzkrar krónu og
stóraukinna uppbóta til fram-
leiðsluatvinnuveganna, er sífellt í
auknum mæli kom í hlut íslenzkra
launþega að inna af höndum.
Til þess að Iétta byrðurn af
Jieim lægst launuðu og þeim efna-
snauðu, er mest hafa fram að
færa, telur þingið nauðsynlegt, að
lögð verði höfuðáherzla á að
tryggja nœga atvinnu, að sérhver
vinnufœr maður geti haft fulla
vinnu við þjóðnýt störf, að stöðva
verðbólguna, að kaupmáttur
launa verði aulcinn með það að
markmiði, að 8 stunda vinnudag-
ur gefi þœr launatekjur, að nœgi
til líjsframjœris fjölskyldu, og að
raunverulegur kaupmáttur verði
a. m. k. eigi minni en liann var
fyrir ejnahagsaðgerðirnar.
I.
Til þess að ná þessu marki,
bendir þingið á eftirfarandi at-
riði:
1. Hafin verði skipulögð starf-
semi, er stefnir að því að auka
hagkvæmni í íslenzku atvinnu-
lífi í jjeim tilgangi að örva
framleiðslustarfsemina, auka
og bæta framleiðsluna, nýta
betur vinnuafl, hráefni og
fjármagn. Tryggt verði, að
framleiðsluaukningin leiði til
raunverulegra kjarabóta fyrir
launþega og þeim fenginn rétt-
ur til íhlutunar um rekstur og
stjórn atvinnutækja.
2. Telcin verði upp ákvæðisvinna
í öllum þeim starfsgreinum,
þar sem slíkt hentar. Þar sem
eigi er unnt að koma við á-
kvæðisvinnu, verði verka-
mönnum tryggt fast vikukaup
í stað tímakaups eftir því sem
við verður komið.
3. Almenn vinnuvika verði 44
klst. í stað 48, án skerðingar á
kaupi, enda verði jafnframt
gerðar ráðstafanir til að
stytting vinnuvikunnar leiði
ekki til minnkandi framleiðslu.
4. Komið verði á almennum líf-
eyrissjóði fyrir alla launþega.
5. Laun verkakvenna verði
hvergi lægri en 90% af hlið-
stæðum launum karla.
6. Orlofsfé verði 6% af heildar-
launum.
7. í nýjum kjarasamningum
verði ákvæði, er heimili upp-
sögn samninga, ef verðlag
hækkar um 5% eða meira.
8. Laun iðnoema verði sam-
kvæmt kröfum Iðnnemasam-
bands Islands.
Þingið skorar á ráðherra
flokksins að beita sér innan rík-
isstjórnarinnar fyrir framgangi
eftirtalinna atriða:
1. Almennri lækkun á vöruverði
m. a. með niðurfellingu við-
aukasöluskatts í tolli (8.8%),
lækkun aðflutningsgjalda og
ströngu verðlagseftirliti eða
öðru, sem til greina gæti kom-
ið.
2. Að útsvör á láglaunafólki
verði lækkuð verulega.
3. Að vextir verði lækkaðir af í-
búðarlánum og lánum til
framleiðslu atvinnuveganna.
4. Að raunhæfar rannsóknir fari
fram nú þegar á öllum mögu-
leikum til aukinnar hag-
kvæmni í atvinnumálum þjóð-
arinnar og breyttra kaup-
greiðsluaðferða með aukinni
ákvæðisvinnu í samvinnu við
launþegasamtökin, þar sem
slíkar rannsóknir telja það
mögulegt.
5. Að fiskiskipafloti og fiskiðju-
ver landsmanna verði nýtt til
þess ýtrasta, til þess að sem
samfelldust atvinna verði allt
árið.
6. Að launajafnrétti karla og
kvenna við jafn verðmæt
störf verði að lögum í sam-
ræmi við frumvarp Alþýðu-
flokksmanna, sem nú er flutt í
Efri deild Alþingis.
7. Að opinber gjöld og skattar
verði innheimtir jafnóðum og
launagreiðslur fara fram.
8. Þá felur flokksþingið mið-
stjórn flokksins að sjá um að
a.m.k. einn starfsmaður verði
ráðinn til starfa hjá flokknum
er sérstaklega starfi að verka-
lýðsmálum og skrifi í Alþýðu-
blaðið um verkalýðsmál.
'í
Þriðjudagur 29. nóvember 1960
VÉLAR VARA-
RAFSTÖÐVARINNAR
KOMNAR
Um fyrri helgi komu hingað
með Tröllafossi vélarnar í vara-
rafstöð þá, sem Laxárvirkjun er
að reisa hér við Laufásveg. Svo
þungar voru vélarnar að fá þurfti
sérstakan flutningssleða úr Rvík
til að koma jjeim frá skipi á á-
fangastað. Vonast er til, að ann-
arri vélinni verði komið upp til
notkunar um áramót.
BLEKKINGAR
DAGS
BLADIÐ DAGUR, 54. tbl. þ. ó.
heldur þvi fram ■ rammagrein á
forsíðu, að rangt sé að tala um
afiabrcst hjó ísl. veiðiflotanum á
þessu óri, svo að verulegu ncmi.
Átta fyrstu mónuði órsins hafi
togaraaflinn að visu ekki numið
nema 78 þús. lestum móti 115
þús. lestum í fyrra yfir samg
tima, en aflaaukning bútanna
bæti þetta nær upp. Afli þeirra
sé 223 þús. lestir nú móti 194
þús. iestum í fyrra.
Hér skýtur Dagur mikilsverð-
um otriðum undan í blckkinga-
skyni.
I fyrsta lagi er veiðiflotinn i ór
mun stærri en í fyrra, og segir
þvi smólestataia aflans aðcins
hólfa sögu um aflabrestinn, þcgar
skipakosturinn er ekki jafnframt
tilgreindur.
I öðru lagi „gleymir" svo Dog-
ur að geta þess, hve stórum verð-
minni sildarafiinn varð i ór en i
fyrra vegna þess, hve litið var
scltað.
Þetta tvennt: vcrulega MINNI
afli — sérstaklcga hjó togurun-
um — miðað við skipakost, og
verulega VERÐMINNI sildarafli
vegna þess, hve lítið var saltað,
gerir útgerðinni erfiðara fyrir i
ór en með var reiknað. Og Dogur
ætti að vita, að erfiðleikar verða
ekki bættir með því einu að
skrökva til um þó.
Strútseðlið hjólpar engum.
Eiilit eiistjéra U.Í.
Hannibal eini liannibalistinn!
AF
NÆSTU
GRÖSUM
Dánardœgur. I sl. viku lézt i sjúkra-
húsinu hér Egill Tómasson, afgreiðslu-
maður áætlunarbifreiða Norðurleiða
hér. Hann var tæpra 70 ára að aldri,
hið mesta lipurmenni við sitt starf.
Sextugur varð 9. þ. m. Pétur Jónsson,
læknir, einn vinsælasti og bezt metni
borgari þessa bæjar.
Dánardœgur. Nýlátinn er Sigursteinn
Magnússon, skólastjóri Barnaskóla 01-
afsfjarðar. Hann varð 58 ára.
Minningaspjöld Krabbameinsfélags-
ins fást á Pósthúsinu.
GóSir Akureyringar. Þið, sem hafið
hugsað ykkur að gefa fatnað til hinnar
árlegu jólasöfnunar Mæðrastyrksnefnd-
ar, eruð vinsamlegast beðin að koma
þeim á skrifstofu nefndarinnar, Strand-
götu 7, á þriðjudag og föstudag kl. 4—
6.30. Enn fremur munu skátarnir heim-
sækja bæjarbúa eins og að undanförnu,
og vonum við að þeim verði vel tekið.
— Mæðrastyrksnefndin.
Frá bæjarjógetaskrijstojunni. Skrif-
stofan er opin á föstudögum til 16. þ.m.,
auk venjulegs afgreiðslutíma, kl. 16.00
—19.00 til móttöku á þinggjöldum.
Jólamerki Framtíðarinnar fá.st á
Póststofunni. Bæjarbúar ættu að kaupa
þessi merki á jólabögglana sína, því að
allur ágóði rennur í elliheimilissjóðinn.
27. þingi Alþýðusarabands ís-
lands lauk aðfaranólt fyrra
sunnudags og urðu þau úrslit
þingsins, að ekkert samkomulag
náðist varðandi ályktun um
launamál né skipun miðstjórnar,
heldur fór meirihlutinn þar sínu
fram í einu og ö'llu undir forystu
kommúnista en tilstyrk Fram-
sóknar. Er það og raunar eðlilegt,
að þeir framkvæmi stefnu þings-
ins, sem móta hana, en hún var,
hvað launamálin snerti, að krefj-
ast skuli 15—20% kauphækkana
auk ýmissa annarra kjarabóta,
þannig að kj arakröfurnar má alls
meta til 25—30% launahækkun-
arkrafna.
Alþýðuflokksmenn höfðu for-
ystu um það á þinginu að leggja
til, að kj arabaráttan skyldi þann-
ig leidd að áherzla yrði lögð á
AUKINN KAUPMÁTT LAUNA
við lækkað verðlag — m. a. með
tollalækkunum — og aðrar ráð-
stafanir, sem meta mætti til kjara-
bóta, en leiddu bins vegar ekki til
víxlhækkana í efnahagskerfinu,
eins og beinar launahækkanir
hafa viljað leiða til.
Þetta sjónarmið vildu kommún-
istar ekki fallast á né heldur Fram-
sóknarmenn eða ýmsir óflokks-
bundnir fulltrúar, er hlýddu for-
sjá þeirra. Verður því kaupskrúfu-
stefnan stefnan í launamálum lijá
miðstjórn A.S.I. um næstu 2 ár,
ef að líkum ræður.
Hannibal Valdemarsson var
endurkjörinn forseti A.S.I. með
209 atkvæðum. Magnús Ástinars-
son hlaut 113 atkvæði, en 3 seðl-
ar voru auðir.
Aðrir í miðstjórn A.S.I. urðu
sjálfkjörnir: Eðvarð Sigurðsson,
Snorri Jónsson, Jón Snorri Þor-
leifsson, Margrét Auðunsdóttir,
ð DÖGUN
Komin er út ný ljóðabók frá
hendi Davíðs Stefánssonar frá
Fagraskógi. Heitir hún í dögun,
og er útgefandi Helgafell.
Hjúskaparheit. Sl. laugardag opin-
beruð'u trúlofun sína ungfrú Guðný
Elísdóttir frá Itandversstöðum í Breið-
dal og Eyvindur Áskelsson, Laugafelli,
Reykjadal.
Óðinn Rögnvaidsson, Helgi S.
Guðmundsson, Einar Ogmunds-
son og Sveinn Gamalíelsson.
Eins og fyrr getur er miðstjórn-
in einvörðungu skipuð kommún-
istum (aðallega) og Framsóknar-
mönnum (til uppfyllingar), en
það, sem vekur mesta athygli, er,
að nú hafa svonefndir hannibal-
istaý verið þurrkaðir burt frá
Hannibal — nema hann sjálfur,
maðurinn sem ætlaði einu sinni
að sjálfs sín sögn að þurrka á-
hrif kommúnista út úr Sósíalista-
flokknum og Alþýðusambandi Is-
lands með vopninu „Alþýðu-
bandalag“.
Margt fer öðruvísi en ætlað er.
I sambandsstjórn fyrir fjórð-
ungana voru kjörnir: Kjarval
Pálmason, Bolungarvík, og Jón
Magnússon, ísafirði, fyrir Vest-
firði; Björn Jónsson, Akureyri,
og Valdemar Sigtryggsson, Dal-
vík, fyrir Norðurland; Sigfinnur
Karlsson, Neskaupstað, og Guð-
mundur Björnsson, Stöðvarfirði,
fyrir Austfirði; og Sigurður Stef-
ánsson, Vestmannaeyjum, og Her-
dís Ólafsdóttir, Akranesi, fyrir
Suðurland.
Leidréiting
Jóhannes Laxdal, bóndi og
■ hreppstjóri að Tungu á Svalbarðs-
i strönd, liefir bent Alþm. á, að sú
fregn blaðsins væri ýkt, að bóndi
á Svalbarðsströnd hefði á sl. vori
látið vinna jarðabætur fyrir 120
; jjús. kr. og greitt út í hönd.
I Valdemar bóndi Kristjánsson í
Sigluvík hefði látið grafa skurði
fyrir 95 þús. kr., en af þeim kostn-
aði greiddi hann ekki nemá um
40 þús. kr., en ríkið hitt.
Alþm. láðist að inna Jóhannes
eftir, hvort Sigluvikurbóndi hefði
ekki látið gera aðrar jarðabætur
en skurði, svo að það liggur ekki
að sinni fyrir. Hins vegar er slíkt
ekki ósennilegt, og getur þá farið
aö styttast í 120 þús. kr. En þó
svo sé ekki, er ljóst, að hér var
myndarlega að framkvæmdum
unnið. Hitt er augljóst af upplýs-
ingum Jóhannesar, að um stað-
greiðslu á framkvæmdunum hefir
ekki verið að ræða, eins og Alþm.
hafði verið tjáð.
Frá Tryggingaumboðum Akureyrar
og Eyjaijarðarsýslu
Þeir, sem ekki hafa enn sótt um FJÖLSKYLDUBÆTUR, en eiga rétt
til þeirra, eru vinsamlega beðnir að leggja umsóknir sínar fram hið
fyrsta.
Vakin er athygli á, að eftirstöðvar bóta fyrir yfirstandandi ár verða
greiddar FYRIR JÓL, elli-, örorku- og barnalífeyrir dagana 10.—15.
des. og FJÖLSKYLDUBÆTUR 15,—20. des.
Eru það eindregin tilmæli umboðanna, að bæturnar séu sóttar á
tilgreindum tíma og ENGINN DRAGI FRAM YFIR ÁRAMÓT AÐ
HEFJA BÆTUR SÍNAR.
T ryggingaumboðin.