Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 17.07.1962, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 17.07.1962, Blaðsíða 4
Mihfffur jestur d íerí Sl. laugardag komu hingað til bæjarins Halvard M. Lange, utan- ríkisráðherra Noregs og frú hans. Með þeim var í för einkaritari ráðherrans. I fylgd með gestun- um var Guðmundur í. Guð- mundsson, utanríkisráðherra, og frú hans, Þorleifur Thorlacius, forsetaritari, og frú hans. Eftir stutta könnunarför um bæinn og hádegisverðarboð að Hótel KEA, er utanríkisráðherra hélt gestunum og nokkrum bæjar- búum, var haldið að Laxá í Aðal- dal og til Laxamýrar, en síðan að Mývatni og gist að Reynihlíð, en Mývatnssveit skoðuð á sunnudag. Á sunnudagskvöld hélt bæjar- stjórn Akureyrar gestunum kvöld- verðarboð að Hótel KEA. Halvard Lange er hérlendis í nokkurra daga boði ísl. ríkis- sljórnarinnar, en hann hefur sýnt landi og þjóð einstakan velvilja og margháttaðan stuðning á al- þjóðavettvangi. Lange hefur verið utanríkisráð- herra Noregs síðan 1946, eða nú um 16 ára skeið, og nýtur heima og erlendis mjög mikils álits vegna menntunar sinnar, farsælla gáfna og stefnufestu jafnhliða samvinnulipurð. Hann er einlæg- ur stuðningsmaður alþjóðasam- vinnu, en jafnframt raunsær á mun þess sem þyrfti að vera og er. Hann hefur því verið leiðandi maður í vestrænu samstarfi og vestrænni samvinnu. Eins og fyrr getur, er Halvard M. Lange mjög vel menntaður. Hann er fæddur 1902 í Osló, son- ur Chr. L. Lange, er hlaut friðar- verðlaun Nobels 1921. Hann di^aldi í æsku í ýmsum löndum Evrópu, vegna starfa föður síns, náði fullu valdi á franskri og enskri tungu, las hagfræði og stjórnlagafræði, en hefur háskóla- próf í ensku og sögu. Lange tók snemma þátt í störf- um ungra jafnaðarmanna í Nor- egi og starfaði mikið á vegum Verkamannaflokksins norska, var m. a. 28 ára gamall kosinn í stjórn Oslóborgar. í norska Stórþing- inu hefur hann ' átt sæti síðan 1940. Hann sat á stríðsárunum um 31/2 árs skeið í fangelsum og fangabúðum nazista, þar af 2% ár í Sachsenhauen í Þýzkalandi. Síðan Lange losnaði úr fanga- búðum nazista að lokinni heims- styrjöldinni síðari, hefur hann verið einn af aðalleiðtogum Verkamannaflokksins norska og þar með norsku þjóðarinnar, og óslitið utanríkisráðherra síðan 1946, eins og fyrr var tekið fram. í því starfi hefur hann oft verið Islandi haukur í horni, og því er það með óblandinni ánægju og fölskvalausri alúð, sem Islending- ar fagna þessum góðu gestum hér nú, Halvard M.'Lange og frú. Klofnir os: raovilltir Kommúnistar eiga enn við mikla heimiliserfiðleika að etja. Verður ekki betur séð, en fylking þeirra sé margklofin og harðvítug valdabarátta eigi sér stað milli margra og ósamstæðra hópa. Jafnframt virðast kommúnistar sem heild ekki geta leyst grund- vallar skipulagsmál, né komið sér saman um, hvernig þeir eigi að starfa í næstu framtíð. Eftirfarandi staðreyndir vekja athygli manna, sem glöggt fylgj- ast með í stjórnmálaheiminum: 1) Flokksþing Sósíalistaflokksins átti að fara fram síðastliðið haust. Því var frestað fram í marz—apríl í ár. Þá var því aftur frestað fram yfir hæjar- stjórnarkosningar, til að varð- veita einingu í flokknum, sem ekki var of góð þrátt fyrir það. Skyldi flokksþingið koma saman um mánaðamótin júní —júlí. Nú er sá tími liðinn og ekki bólar á þinginu. Því hef- ur enn verið frestað til hausts! 2) Aðalfundur Sósíalistafélags Reykjavíkur átti að fara fram skömmu eftir nýár í vetur. Honum var einnig frestað og var hann ekki haldinn fyrr en eftir kosningar. Brynjólfur Bjarnason var þar loks píndur til að láta af formennsku, og Páll Bergþórsson kjörinn. 3) Deilurnar í Kópavogi hafa gert ástandið í fylkingunni erf- iðara en nokkru sinni. Finn- bogi Rútur Valdimarsson er nú kominn í þá stöðu, að flokkurinn verður að fara mjög varlega með hann og fylgismenn hans. 4) Skipulagsmálið, sem komm- únistar ekki geta leyst, er þetta: Á að standa við gömul loforð við Hannibal um að Sósíalistaflokkurinn renni inn í Alþýðubandalagið og það verði baráttutæki framtíðar- innar? Eða á Sósíalistaflokk- urinn að vera til áfram á bak við tjöldin, en Alþýðubanda- lagið að vera stundarflík, sem skartað er, meðan gagn þykir að henni? Frestun flokksþingsins fram á haust er ótvírætt vitni þess, að ósamkomulagið er meira en nokkru sinni innan flokksins. Verður nú reynt að breiða yfir það — og alveg sérstaklega að hafa Finnboga, Hannibal og aðra aftaníossa góða — fram yfir Al- þýðusambandskosningar. Kommúnistafylkingin er eins og vagn, sem rennur áfram af sjálfu sér, meðan margir berjast um ekilssætið. Flokkurinn er í rauninni stefnulaus í íslenzkri pólitík, hvort sem litið er á dægur- pólitík eða framtíðarbaráttu. Þjóðviljinn heldur áfram Rússa- dekri, en það er langt síðan heyrzt hefur sósíalistísk hugsun í blað- inu eða stuðningsmönnum þess. (Alþýðublaðði 11/7 ’62). Þriðjudagur 17. júlí 1962 L R. sigraði Akureyringa 4 : 1 Sanngjörn úrslit eftir gangi leiksins hefðu verið eins marks munur Akureyri og K.R. léku í Reykja- vík á sunnudag. Veður var ágætt, skýjað en úrkomulaust, en Laug- ardalsvöllur nokkuð blautur. LIÐIN: Akureyri: Einar H., Jón F., Sig- urður V., Guðni, Jón S., Magnús, Páll, Skúli, Steingrímur, Kári, Valsteinn. K.R. Heimir G., Hreiðar Á., Bjarni F., Garðar Á., Hörður F., Sveinn J., Gunnar G., Jón S., Gunnar F., Ellert S., Sigþór J. Er leikurinn hefur staðið í 2. mín. er fyrsta markið komið, sem K.R.-ingar skora og ekki lofar góðu fyrir Ak. Jón Sigurðsson fær knöttinn og spyrnir að marki. Jón Stefánsson er fyrir, en knötturinn hrekkur frá honum til Ellerts Schram, er skrorar af stuttu færi í hægra hornið og Einar gat ekkert að gert. Á 5. mín. komast svo Akureyr- ingar í tækifæri. Kári brunar upp, leikur á varnarmann, spyrnir að marki, en fram hjá. Fyrstu 10 mín. eiga K.R.-ingar sóknarþungann. Á 12. mín. er Kári enn að skapa sér gott tækifæri, búinn að kom- ast inn fyrir Hörð Felixsson en Hörður setur fyrir han fót og dómari flautar aukaspyrnu á víta- teigslínu. Magnús framkvæmir spyrnuna en Heimir ver. Þetta var Ijótt bragð hjá Herði, og hefði dómari þarna mátt víta Hörð en gerði ekki. Fyrir miðjan hálfleikinn kemur svo annað mark K.R. fyrir mistök Ak. Jón Friðriksson ætlar að hreinsa frá marki, knötturinn hrekkur í Jón Stef., þaðan til Guðna, er ætlar að renna knettin- um til Einars, en er ónákvæmur og knötturinn hafnar í hægra horni marksins. Slæmt mark fyrir Ak. Nokkru seinna gera Ak. lagr legt upphlaup og eru þar að verki Páll, Kári og Steingrímur, sem skaut, en Heimir bjargar í horn, sem ekkert verður úr. Litlu seinna er aukaspyrna á K.R. rétt framan við vítateig. Magnús spyrnir á varnarvegg K.R. Steingrímur er þar staðsettur og er hrint án þess þó að vera nálægt knettinum. Var þetta ljótt að sjá, en fór þó fram hj á dómara, eins og reyndar mörg önnur gróf brot og í ljótari hlið leiksins voru K.R.-ingar í miklum meirihluta. Næstu mín. hafa Ak. yfirhönd- ina á vellinum en tekst ekki að skora, t. d. var Heimir heppinn er Guðni framkvæmir aukaspyrnu við vítateig. Heimir tók það ráð að boxa knöttinn frá- sér og K.R. getur hreinsað frá. Annars virtist Heimir vera taugaóstyrkur í mark- inu og tók oft það ráð að koma knettinum frá sér sem fyrst. Síðústu 10 mín. hálfleiksins var oftast leikið á vallarhelmingi K.R. og mátti sjá þá 11. K.R.-inga upp við sinn eigin vítateig, en hálf- leiknum lýkur þó 2—0’ K.R. í vil. Eftir gangi leiksins síðast í fyrri hálfleik virtist sem Ak. myndu sækja í sig veðrið og jafna svolítið metin; en þær vonir urðu mun daufari er K.R. gerir sitt þriðja mark stuttu eftir leik- hlé. Sveinn Jónsson undirbjó það mark, lék á tvo varnarmenn, gaf til Jóns Sig. er skorar ágætt mark. Nokkru síðar gera svo Ak. sitt fyrsta og eina mark í leiknum. Steingrímur er kominn út til hægri með knöttinn, gefur inn til Skúla, er skorar nær viðstöðu- laust með vinstra fæti jarðarbolta í blá hornið. Fallegt mark hjá Skúla og hefði hann mátt gera meira af slíku, því oft var hann kominn að vítateigslínu en gaf þá knöttinn til samherja í stað þess að reyna skot. Næstu 10 mín. sækja Ak. fast, en ekkert mark skora þeir. Stein- grímur á skalla að marki en fram- hjá eftir góða fyrirgjöf hjá Skúla. K.R. náði upphlaupi. Sveinn gefur til Sigþórs, er kominn er í gott færi, en rennir knettinum rétt framhjá, eftir að-Einar hafði lok- að markinu vel með úthlaupi. Ekkert skeður svo markvert næstu mínútur. Akureyringar eiga þó meira í leiknum úti á vell- inum, en geta aldrei brotizt veru- lega í gegn og rétt fyrir leikslok ná svo K.R.-ingar að skora sitt fjórða mark, er Jón Sigurðsson gerir eftir samvinnu við Svein og Sigþór, og leikurinn endar 4—1 fyrir K.R. K.R.-ingar áttu að vinna þenn- an leik, en þó ekki nema með eins marks mun eins og fyrr segir, en þeir náðu vel saman og sköpuðu sér oft góð tækifæri, en þeir voru alltof grófir í leik sínum og setti það heldur leiðinlegan svip á leikinn. Lið Ak. var í þetta sinn bitlaust og náði sér aldrei verulega á strik og gamla sagan endurtók sig nú: Þeir náðu sjaldan samleik og léku of mikið á miðjum velli í stað þess að nota kantana. Ann- ars þarf Valsteinn að læra að vera út við línu en færa sig ekki inn á miðjuna. Oft dettur manni í hug er Akur- eyringar leika, að þessir 11 leik- menn þekki ekki hver annan, eða lítið, því að þetta eru oft 11 ein- slaklipgar, en ekki ein heild eins og þarf að vera í knattspyrnuleik. Væri það ekki tilraun til að ná góðum árangri, strákar, að leggj- ast á eitt með að kynnast betur bæði utan vallar og á leikvelli? Þið getið náð góðum árangri ef þið náið vel saman. Takið tillit til félaga ykkar, hvort sem hann stendur sig vel eða illa. Reynið að setja ykkur í hvers annars spor, og verið uppörvandi hver við annan. Fáir áhorfendur voru á þessum leik Ak. og K.R. Dómari var Carl Bergmann og fóru mörg brot framhjá honum og ef markatala hefði verið jafn- ari í þessum leik hefði hann harðnað til muna og er það víta- vert af dómarafélaginu að láta lítt reyndan dómara dæma slíkan leik. /. S. í STUTTIJ MÁII Sl. miðvikudagskvöld flutti norski hagfrœðiprófessorinn R. Frisch erindi í Samkomuhúsi Ak- ureyrar gegn aðild smáþjóða að Efnahagsbandalagi Evrópu. Fátt áheyrenda var á fyrirlestrinum. * Verkamaðurinn, sem út kom sl. föstudag, kveður fámennið á fyrirlestri R. Frisch stafa af litlum sem engum auglýsingum. Eina blaðið, sem sagt hafi hér frá vœnt- anlegri komu prófessorsins og fyrirlestrahaldi, hafi verið Vm. * Samt sem áður sá enginn rit- stjóra Vm. hlýða á erindi R. Frisclis umrœtt kvöld. Náði frá- sögn Vm. um komu hans ekki einu sinni augum sjálfs ritstjórans? * Eigi að síður telur ritstjórinn sig þess umkominn að fullyrða, að erindi prófessorsins hafi vakið „hina mestu athygli, og sannfærð- ust áheyrendur mjög af máli hans“, eins og ritstjórinn komst að orði. M.ö.o. hér „veit“ sá, sem hvorki kom, sá né heyrði prófess- orinn, og mikið má hann vera upp með sér af þessum aðdáanda. * Blaðið Dagur er dálítið ruglað- ur í tímatali sl. laugardag, 14. júlí. Það birtir þá loks fjögra blaða gamalt feimnismál sitt, dóm í olíumálinu, uppkveðinn 26. júní s.l., og segir. dóminn upp- kveðinn í sl. viku! Nú, en betra er seint en aldrei, Dagur sœll.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.