Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 09.10.1962, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 09.10.1962, Blaðsíða 4
Fer Framsókn á bak við Ingvar Gíslason? ALþyfiUMAÐURINN Þriðjudagur 9. október 1962 16 félöo í A.S.V. með B00 meðlimum Mikil gróska í atvinnulífinu á Vestfjörðum. Alþm. skýrði frá því í næst síð- asta tölublaði, að Framsóknar- menn í Eyjafirði leituðu nú að bónda í héraðinu til framboðs við næsta alþingiskjör í sæti Garðars heitins á Rifkelsstöðum. Nefndi blaðið tvo bændur, er leitað hefði verið til, þá Hjört á Tjörn í Svarf- aðardal og Ketil á Finnastöðum í Eyjafirði, en gat þess — en full- yrti ekki — að báðir mundu vís- ast hafa gefið afsval. Loks gat blaðið þess, að einnig hefðu þeir Arnþór Þorsteinsson og Jakob Frímannsson verið orðaðir sem frambjóðendur í 3 sæti Fram- sóknarlistans væntanlega. Alþm. minntist í grein þessari ekkert á Ingvar Gíslason, 4. mann á lista Framsóknar síðast, enda var hann þar ekki settur sem full- trúi eyfirzkra bænda, svo að Alþm. sá ekki, að hann kæmi leit Framsóknarmanna við að eyfirzk- um bónda sem fulltrúa á listann. Nú bregður hins vegar svo við, að Ingvar gefur í Degi 26. sept. sl. út „yfirlýsing að gefnu tilefni“ vegna þessarar fréttar Alþm., sem hann telur „hinn mesta rangsnún- ing“, því að til sín eins hafi verið leitað af fulltrúum Framsóknarfl. í Eyjafjarðarsýslu um að verða í kjöri við alþingiskosningar að ári „og ekki neðar en í 3. sæti list- ans“, þ. e. sæti Garðars Halldórs- sonar, sem hann játar að sé vand- fyllt, „ef lagður er þrengsti skiln- ingur í merkingu orðsins“, eins og hann orðar það í yfirlýsingu sinni og á þar vísast við orðin fulltrúi eyfirzkra bænda. Alþm. telur sig þess ekki um- kominn að rökræða við Ingvar Gíslason, hvort hann geti verið fulltrúi eyfirzkra Framsóknar- bænda í þrengstu merkingu orðs- ins, rúmustu merkingu eða hvaða merkingu þar á milli. Um það eiga eyfirzkir Framsóknarbændur við Ingvar og er Alþm. óviðkom- andi. Hinu skýrði blaðið frá sem almennri forvitnilegri frétt, sem það hafði og hefur eftir góðum heimildum, að leitað hefði verið og leitað mundi til ákveðinna bænda um að taka sæti Garðars heitins Halldórssonar á lista Hvað líður æskulýðsróði og starfsemi þess? Mikið var rætt um stofnun æskulýðsráðs hér í bæ á sl. vetri og nauðsyn á aukinni æskulýðs- starfsemi í bænum. Sérstök nefnd var kjörin á vegum bæjarins til að gera tillögur um þessi mál, og mun hún fyrir nokkru hafa skilað áliti. Hins vegar hefur bæjarstjórn ekki komið í verk að taka ákvarð- anir um álit þetta og kjósa æsku- lýðsráð. Er það miður farið, því að dráttur á því veldur jafnframt drætti á öllum framkvæmdum varðandi æskulýðsstarfsemina, sem þyrfti að skipuleggjast sem fyrst og hefjast með vetri, ef vel ætti að vera. Framsóknarmanna í Norðaustur- þingi að ári við alþingiskj ör. Yfirlýsing Ingvars bendir til, að hann sé ekki látinn fylgjast að öllu með, hvað í þessu máli gerist, og virðist þá gæta nokk- urrar óhreinskilni gagnvart hon- um, sem auðvitað er óviðfelldin og Ingvari hlýtur að sárna. Sjálfsagt er að viðurkenna, að Alþm. hefur ekki fengið það stað- fest af ábyrgum aðilum, að rætt sé um Arnþór Þorsteinsson sem 3. mann á væntanlegan Framsóknar- lista. Hitt hlýtur Ingvar að vita, að verulega er um Jakob Frí- mannsson rætt í það sæti, og get- ur Ingvar Gíslason varla í alvöru tekið það sem móðgun við sig, þótt frá svo eðlilegum hugleiðing- um forystumanna Framsóknar hér í héraði sé sagt. í yfirlýsingu sinni segir I. G., að hann voni, að ritstjóri Alþm. geti unnt sér þess trausts, er full- trúar Framsóknarfélags Eyja- fjarðarsýslu hafi sýnt sér með því að biðja sig að vera í kjöri að nýju fyrir Framsóknarflokkinn „og ekki neðar en í 3. sæti“ hans. Vissulega getur Alþ. unnt I. G. þess trausts, hafði enda ekki hug- leitt, að hann væri í nokkru að vega að trausti Framsóknar á I. G., þótt skýrt væri frá staðreynd- um í þessum framboðsmálum varðandi sæti, sem stóð autt og ófyllt. En sökum orðalagsins „ekki neðar en í 3. sæti listans“ langar blaðið að spyrja, livor eigi að þoka, Gísli eða Karl, ef Fram- sóknarfélag Eyjafjarðarsýslu skyldi ekki sætta sig við 3. sætið fyrir I. G., heldur heimta 1. eða 2. handa honum, og hann féllist á þá kröfu? Ágreiningur er kominn upp milli Reykjavíkur og Akureyrar um tekjuútsvar á rekstur SIS hér í bæ. Hafa báðir aðilar lagt á verksmiðj urekstur þess hér, Akur- eyri samkvæmt venju, en Reykja- vík styður álagningu sína nýju út- svarslögunum, en þar er svo að orði komizt, að: „Á aðra aðila en einstaklinga skal lagt í því sveitar- félagi, þar sem aðalstarfsemi þeirra fer fram. Þar í sveit skal útsvar gjalda, sem það var á lagt, og á hún allt útsvarið.“ „Eigi verður útsvar lagt á aðila nema í einu sveitarfélagi á sama ári.“ I greinargerð flytjenda frum- varps útsvarslaganna á alþingi var svo komizt að orði, að engin sveitarfélög mundu í missa, þótt fyrrgreind ákvæði yrðu lögfest, og m. a. til að sannreyna þá full- yrðingu mun Akureyri hafa lagt á SÍS, sem svo aftur kærði útsvar sitt hér. Niðurjöfnunarnefnd tók kæruna ekki til greina, en SÍS áfrýjaði til yfirskattanefndar, er kvað upp þann úrskurð, að útsvar SÍS hér, 580 þús. kr. skyldi niður falla. Akureyrarbær hefur svo 17. þing Alþýðusambands Vest- fjarða var haldið á Isafirði dag- ana 27. og 28. sept. s.l. Þingið sátu 28 fulltrúar frá 12 sambands- félögum, en í A.S.V. eru nú 16 stéttarfélög með um 2300 með- limi. Tvö félög gengu í sambandið á þessu ári: Verkalýðsfélagið í Flatey á Breiðafirði og Félag járniðnaðarmanna á Isafirði. Fé- lagssvæði A.S.V. er Vestfjarða- kjördæmi. Samkv. lögum A.S.V. skal þing þess haldið á ísafirði annað hvort ár. Forseti A.S.V., Björgvin Sig- hvatsson, setti þingið og bauð þingfulltrúa, svo og Hannibal Valdimarsson, forseta A.S.Í., sem var gestur þingsins, velkomna til þingsins. Þá minntist hann þeirra meðlima vestfirzku verkalýðssam- takanna, sem látizt höfðu á kjör- tímabilinu og vottuðu þingfulltrú- ar þeim virðingu sína og þökk með því að rísa úr sætum sínum. Þingforseti var kjörinn Marías Þ. Guðmundsson, ísafirði, vara- forseti var kjörinn Karvel Pálma- son, Bolungarvík. Ritarar þings- ins voru kjörnir þeir Sigurður J. Jóhannsson, ísafirði og Eyjólfur Jónsson, Flateyri. Þessar nefndir störfuðu á þing- inu: Verkalýðsmála- og kjara- nefnd, atvinnumálanefnd, alls- herjarnefnd og uppstillingar- nefnd. áfrýjað þeim úrskurði til ríkis- skattanefndar. Þetta mál snertir mörg sveitar- félög önnur en Akureyri að sjálf- sögðu. Sé skilningur SÍS og yfir- skattanefndar réttur, sem raunar sýnist ótvírætt samkvæmt tilvitn- aðri lagagrein hér á undan, getur Akureyrarbær t. d. lagt á KEA á Dalvík, Hrísey, Hauganesi, Greni- vík, Grímsey, Siglufirði og Rauf- arhöfn, svo að dæmi sé nefnt, og misstu þá viðkomandi sveitar- félög þann tekjuspón úr aski sín- um, sem álagning á útibú KEA er og annar rekstur þess á nefndum stöðum. En samkvæmt þeirri skýringu frumvarpsflytjenda, að engin sveitarfélög skuli missa nokkurra tekna við með breytingu útsvars- laga, virðist augljóst, að löggjaf- inn hafi ekki gætt þess, sem skyldi, hvað hann var hér að samþykkja, og œttu þingmenn aS sameinast um að leiðrétta þessi miklu mis- tök þegar á nœsta alþingi, og þing- menn Norðausturþings að hafa forustu um það. Bj örgvin Sighvatsson flutti skýrslu stjórnarinnar um starf- semi sambandsins á kjörtímabil- inu. > Að venju voru það fyrst og fremst kaupgjalds- og kjaramálin, sem unnið var að, en þau mál öll voru leyst í nánu og góðu sam- starfi við sambandsfélögin, og lögð áherzla á það að hafa sem nánast samband við hin einstöku félög, — t. d. hélt stjórn A.S.V. 7 fjölmenna fundi með fulltrúum víðsvegar að af sambandssvæð- inu, þar sem rætt var um kjara- mál og samninga, og ákvarðanir teknar í þeim efnum. Um langt árabil hefur A.S.V. haft með höndum alla samninga við atvinnurekendur og útvegs- menn á Vestfjörðum um kaup og kjör landverkafólks og sjómanna, þ. e. matsveina, háseta og vélstjóra á vélbátum. Þessir heildarsamn- ángar hafa gefizt vel og gilda um alla Vestfirði. Á kjörtímabilinu gerði A.S.V. eftirfarandi samninga: 1. Samningur um kaup og kjör landverkafólks var gerður 1. júlí 1961. Hann fól í sér kauphækkun, er nam 12% á kaup karla, en 17,5% á kaup kvenna. Eftirvinnu- álag hækkaði úr 50% í 55%. Fullt orlof — 6% — skyldi greitt á alla vinnu. Einnig samdist um ýmsar tilfærslur milli kaupgjaldsliða, er allar voru til hækkunar á kaupi. 2. í nóvember 1961 var svo þessum samningi sagt upp, þ. e. kaupgjaldsákvæðum samningsins. Ástæða uppsagnarinnar var geng- isfellingin, sem samþ. var haustið 1961. Heimilað var að vinna eftir samningnum þar til annað yrði ákveðið. Nýr samningur var svo undir- skrifaður 1. júní s.l. Hann fól í sér allt upp í 9,06% á lægsta tíma- vinnukaupið, — 8% á ákvæðis- vinnu. Nokkrar tilfærslur til hækkunar voru gerðar á milli ein- stakra kaupgjaldsliða. Þar sem vestfirzku verkalýðs- félögin skattleggja ekki meðlimi sína með því að láta halda eftir af dagvinnukaupi þeirra 1%, sem renna á í styrktarsjóði viðkom- andi félags, eins og gert er víðast annars staðar, heldur láta þessa upphæð vera inn í útborguðu kaupi verkafólksins, þannig að það kemur því einnig til góða í eftir- og næturvinnukaupinu, þá er nú kaup verkamanna og verka- kvenna mun hærra á Vestfjörðum en annars staðar, t. d. er dag- vinnukaup karla á Vestfjörðum 45 aurum hærra á klst. en í Reykjavík, eða sem svarar kr. 3.60 hærra kaup eftir 8 st. dag- vinnu. Kaupmismunurinn í næt- ur- og helgidagavinnu er 90 aurar á klst. 3. Samið var um ákvæðisvinnu við skelflettingu á rækjum o. fl. hinn 15. ágúst 1961. Var þar um að ræða hliðstæða kauphækkun og samizt hafði um varðandi kvennakaupið skömmu áður. 4. Kaupgjaldsákvæðum þessa ákvæðisvinnusamnings var. sagt upp fyrir áramótin 1961. Nýlega var samið um hækkun ákvæðis- vinnutaxtanna og nam sú hækkun 15%. 5. A.S.V. sótti um, fyrir hönd sambandsfélaga sinna, til Launa- jafnaðarnefndar, að kaup kvenna hækkaði samkv. ákvæðum laga nr. 60/1961 um launajöfnuð kvenna og karla. Samkv. úrskurði nefndarinnar hækkaði kvennakaup í almennri dagvinnu frá s.l. áramótum um 69 aura á klst. Kaup stúlkna 14—-15 ára hækkaði um 85 aura á klst., og stúlkna 15—16 ára um 46 aura á klst. (Framhald í næsta blaði). Skólarnlr (Framhald af 1. síðu). Oddeyrarskólinn. Oddeyrar- skólinn var settur fyrra mánudag, af Eiríki Sigurðssyni skólastjóra. Skólabörn eru í 13 deildum og eru 345 talsins. Frá skólanum hverfa þessir kennarar: Stefán Aðal- steinsson, Guðleifur Guðmunds- son og Hulda Árnadóttir. Nýir kennarar: Arnfríður Jónsdóttir, Eiríkur Jónsson og Svanhildur Þorsteinsdóttir. Eva Hjálmars- dóttir hefur verið ráðin hjúkrun- arkona í stað Guðríðar Þorsteins- dóttur. í vetur verða notaðar 4 kennslu- stofur í nýju byggingunni. Auk þess fá kennarar skólans sérstaka kennarastofu. Glerárskólinn. Hjörtur L. Jóns- son skólastjóri setti Glerárskólann fyrra mánudag. í skólanum eru 108 börn. Kennaralið er óbreytt, að öðru leyti en því, að handa- vinnu stúlkna kennir nú Margrét Ásgrímsdóttir í stað Huldu Árna- dóttur. í skólasetningarræðu sinni minntist Hjörtur Þorgerðar Jóns- dóttur og Svövu Skaftadóttur, sem báðar létust á árinu, en voru kenn- arar við Glerárskóla. BINDINDISDAGSINS verður minnz minnzt n. k. sunnu- dag með samkomu í Varðborg kl. 5 síðdegis. Þar mun Vilhjálmur Einarsson, íþróttakennari, flytja ræðu og sýna kvikmyndir, Smárakvartett- inn syngja, og fleira verður til skemmtunar. Hisreiknollj löggjofinn sig!

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.