Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 15.10.1963, Page 2

Alþýðumaðurinn - 15.10.1963, Page 2
2 RITSTJÓRI: BRAGI SIGURJÓNSSON . BJARKARSTÍG 7 . SÍM! 1604 ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG AKUREYRAR . VERÐ KR. 70.00 Á ÁRI . LAUSASALA KR. 2.00 BLAÐIÐ . SETNING OG PRENTUN: PRENTSMIÐJA BJÖRNS JÓNSSONAR H.F. . AKUREYRI 1 Nývirkjun á Laxá orðin aðkallandi í ályktun nýhaldins ársfundar kjördæmisráðs Alþýðu- flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, birtri á öðrum stað hér í blaðinu, er vakin athygli á, að þegar sé að komast í eindaga að ákveða og koma fram aukinni virkjun á Laxá í S.-Þing. Nývirkjun í Laxá hefur verið til athugunar undanfarin ár, en áætlanir um hinar mismunandi virkjunargerðir hafa gengið seint og meðan þær liggja ekki fullgerðar fyrir, er varla von, að framkvæmdarákvörðun sé tekin. En hvert ár, sem líður án aðgerða, verður okkur Norðlendingum dýrt og getur hvað úr hverju valdið óbætanlegu tjóni. Sérfræðingar Laxárvirkjunarstjórnar telja, að núverandi Laxárrafmagn muni fullnægja orkuveitusvæði Laxár til 1968, svo fremi að toppstöðin hér á Akureyri verði aukin í 4000 kw, sem og ráðgert er á sumri komanda. Við eigum með öðrum orðum ekki nema 3—4 ár upp á að hlaupa til að ákveða, hvers konar Laxárvirkjun skuli ráðast í, fá fullkomnar teikningar og áætlanir yfir hið ákveðna verk og loks fá það unnið. Mun engum dyljast, að tíminn er orðinn mjög naumur, og sannarlega ekki vanþörf á, að allir Norðlendingar standi fast saman að baki þeirri kröfu, að nú verði hafðar hraðar hendur á um þetta mikla hagsmunamál okkar. Aukning Laxárvirkjana táknar sem sé stóraukið og stórbætt rafmagn fyrir allt Norðurland og jafn- vel Austurland, því að í kjölfar nývirkjunar eða strax sam- hliða henni, hlýtur allt virkjunarkerfi Norðurlands að verða samtengt, og eigi ósennilega Austurlands líka. Tæpt hefur verið á þeirri hugmynd að láta nývirkjun við Laxá bíða og leiða heldur rafmagn norður um land frá hugs- anlegri Þjórsárvirkjun við Búrfell. Norðlendingar eiga ekki að dómi þess, er þetta ritar, að ljá máls á því að gera héruð sín og bæi að annexíum frá virkjun sunnanlands, það yrði okkur aldrei jafnhagfellt né öruggt eins og stórvirkjun í heimaám okkar, sem þá líka eru kjörnar til virkjunar. Kjörorð okkar skal vera allra sem eins: Ný og myndarleg virkjun Laxár sem fyrst! Kjördæmisráð Alþýðnflokksins (Framhald af bls. 1). verði því bezta í þeim efnum á Norðurlöndum. % Tryggingamál Kjördæmisráð fagnar þeim endurbótum, sem síðasta alþingi gerði á lögum um almannatrygg- ingar, og þeim auknu réttindum, er þær endurbætur veita, en skor- ar jafnframt á komandi alþingi að hækka núverandi bætur frá 1. júlí s.l. til samræmis við þær launahækkanir, sem orðið hafa á árinu og venja hefur verið að miða við. Vinnulöggjöfin endurskoðuð Kjördæmisráð mælir eindregið með, að vinnulöggj öfin verði endurskoðuð hið fyrsta, þar sem m. a. yrðu sett skýrari ákvæði um réttindi og skyldur verkalýðsfé- laga, kjörskrár og kjörgengi og hvernig standa beri að verkföllum, svo að tryggara verði, að þau verði eigi notuð í flokkspólitísku skyni verkalýðnum til óþurftar. Efnahagsmál Kjördæmisráð Alþýðuflokks- ins í Norðurlandskjördæmi eystra lýsir yfir, að það telur reynsluna hafa sýnt, að efnahags- ráðstafanir núverandi ríkisstjórn- ar hafi í meginatriðum stefnt í rétta átt: * Gert ísl. mynt gjaldgenga á alþ jóð avettvangi. * SJcapað þjóðinni gjaldeyris- varasjóð. * Stuðlað að aukinni sparifjár- myndun. * Orvað stórlega athafnalíf í landinu. * Aukið verzlunarfrelsi og vöru- val. Það hefur hins vegar sýnt sig, að við þær áköfu verðbólgutil- hneigingar, sem þjóðlíf okkar — sem og raunar flestra þjóða nú á tímum — hefur verið og er gegn- sýrt af, hafa fyrrgreindar efna- hagsráðstafanir ekki reynzt þess megnugar að ná varanlegum stöðvunartökum á verðbólguþró- uninni í efnahagslífi landsmanna, enda stjórnarandstaðan unnið gegn því, svo sem hún hefur framast mátt. Að dómi kjördæmisráðs eru verð- og launahækkanir orðnar meiri en almenningi og þjóðar- búinu í heild hefur reynzt hag- fellt, svo að sú þróun ógnar nú efnahagslífi landsmanna nema bráður bugur verði unninn að úrbótum. Kjördæmisráð telur þó, að fyrr verði að ganga frá bættum kjör- um til handa verka- og iðnverka- fólki, verzlunarfólki og togara- sjómönnum, en að þeim samning- um loknum beri gaumgæfilega að athuga, hvort nú sé ekki tímabært að reyna niðurfærsluleiðina, sem gaf góða raun 1959, og þá við erfiðari aðstæður á ýmsa lund en nú. Áfengissalan (Framhald af bls. 1). mennafélaganna áður í bindindis- málum. Nú virtist þróttur þeirra á þrotum, en nýtt og öflugt æsku- lýðsstarf yrði að koma — og að sínum dómi a. m. k. sums staðar — væri að koma í staðinn..Hann taldi mikilsvert að fylgja fast fram aldurstakmörkunum varð- andi vínveitingar. Eiríkur Sigurðsson, skólastjóri Oddeyrarskólans, vildi telja, að aukin tóbaksnautn ryddi iðulega brautina fyrir áfengisneyzlu, og því lengur sem hægt væri að aftra unglingum frá tóbaksneyzlu því betra. Hannes J. Magnússon, skóla- stjóri Barnaskóla Akureyrar, kvaðst telja, að gott fordæmi full- orðinna væri ungmennum í bind- indismálum sem öðru traustasta veganestið, en væri það ekki veitt, þyrftum við þá hin eldri að vænta góðs? Þórarinn Bj örnsson, skóla- meistari, kvaðst vissulega játa, að drykkjuskapur væri mikill og útbreiddur. Hinu skyldum við ekki gleyma, að meðal náms- manna hefði hann oft fyrr verið enn hörmulegri. Áður hefði t. d. fjöldi ísl. námsmanna erlendis ekki lokið prófi vegna drykkju- skapar, jafnvel drukkið sig í hel. Félag verzlunar og skrifstofufólks, Ákureyri Allsherjorathvaeðoirdislii um heimild til handa stjórn F.V.S.A. til vinnustöðvunar fer fram n.k. laugardag og sunnudag 19. og 20. okt. 1963 í Verkalýðshúsinu við Strandgötu 7, kl. 10—22 báða dagana. Stjórnin. TínKlundo - búðin Ákureyri Nýkomið allar stærðir af TÁGUM Mikið úrval af BÁSTI og GRINDUM t. d.: Loftljós — Veggljós Standlampar — Borð- lampar og skálar. PÓSTSEN DUM Ákureyri Sími 2925. Nú væri slíkt varla eða ekki til. Háskinn nú væri, að drykkju- skapur væri orðinn miklu almenn- ari en fyrr og m. a. tekinn að herja meðal kvenþjóðarinnar, sem lengi var varla eða ekki. Slíkt bæri allt átakanlega vitni um los og kj ölfestuleysi í siðferði þjóð- arinnar. En æskan, sagði skólameistari, hefur þann skemmtilega eigin- leika — sem að vísu leiðir hana stundum á villigötur, en stundum og kannske oftar á nýja gagnvegi — að vilja skapa sér nýja siðu og háttu. Nú um sinn hefði drykkju- skapur verið nánast í tízku. Mætti ekki vona, að það yrði æskan, sem ryddi þessum ófögnuði brott, skapaði nýj a tízku, færi nýj a leið, leið hófsemi og bindindis? Sverrir Pálsson, settur skóla- stjóri Gagnfræðaskólans, sagðist vilja nota tækifærið og benda á, að alrangt væri að velta þungri sök á skólana varðandi áfengis- nautn ungmenna, svo sem nokkur tilhneiging ýmsra væri. Hér væru svo mörg samverkandi öfl að verki, að gjörsamlega vonlaust verk væri fyrir skólana eina að reisa varnarvirkin. Heimilin mættu ekki vanrækja sinn hlut, en hver væri hann, ef báðir for- eldrar ynnu úti og börnin ættu tæpast athvarf heima? Kirkjan og æskulýðsstarfsemin yrðu og að ganga á vörð í þessum efnum og persónulega kvaðst hann hafa mikla trú á því, að aukið tóm- stundastarf unglinga undir hand- leiðslu ötulla og vel menntaðra æskulýðsforingja mundi orka miklu til úrbóta.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.