Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 28.01.1964, Qupperneq 2

Alþýðumaðurinn - 28.01.1964, Qupperneq 2
2 ALÞÝÐU MAÐURINN RITSTJÓRI: BRAGI SIGURJÓNSSON . BJARKARSTIG 7 . SlMl 1604 ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG AKUREYRAR . VERÐ KR. 100.00 Á ÁRI . LAUSASALA KR. 3.00 BLAÐIÐ . SETNING OG PRENTUN: PRENTSMIÐJA BJÖRNS JÓNSSONAR H.F. . AKUREYRI Ekki á brauöi einu saman Við lifum á miklum efnishyggjutímum, þar sem hugsan- ir manna snúast mjög um peninga og lífsþægindi. En af og til er ekki úr vegi að minnast þess, að við lif- um ekki á brauði einu saman, og ekki verður blómlegu menningarlífi haldið uppi, ef tilviljun ein er látin ráða og ekkert aðhafzt, þegar úrskeiðis gengur. Við Akureyrarbúar lítum á það sem sjálfsagðan hlut, að bær okkar nefnist höfuðborg Norðurlands, en munum við alltaf eftir þeim skyldum, sem þeirri nafngift hljóta að fylgja? Hér er ekki verið að gera lítið úr þeirri notalegu frið- sæld, sem hærinn veitir þeim, sem eitthvað iðja við bók- menntastörf, þótt áhuga fyrir verkum þeirra gæti raunar ekki mikils til .örvunar. Látum slíkt liggja í láginni. Hitt skiptir meiru, að sú listin, sem byggist á því að gefa og þiggja í nútíðinni, byggist á samleik túlkenda, hlustenda og áhorfenda á þeirri stund, sem hún er flutt, leiklistin, hýr hér við skarðan hlut. Of fáir stunda hana, hinir fáu ger- ast áhorfendum sínum leiðir vegna „ofnotkunar“, og nýir kraftar koma ekki fram eða hverfa fljótt af „fjölunum" vegna æfingarleysis og skorts á tilsögn. Ef við berum þetta saman við grósku þá, sem virðist í leiklistarlífi höfuðborgarinnar, hljótum við að gerast næsta uggandi um okkar hag í þessum málum. Við getum að vísu ekki búizt við sams konar árangri og þar, en ef við reynum ekki að halda í horfinu, þá er hnignunin vís, hvað þá að um fyrirmynd og forystu sé að ræða meðal kaupstaða og kauptúna norðanlands. Hér þurfum við í senn að auka kröfurnar til okkar um livatningu við leikfólk okkar og til leikfófksins sjáifs. Það er engin afsökun, að hér séu aðeins „amatörar“, fólk, sem Leiki í tómstundum sínum. Meginþorri Leikara í Reykjavík er fóik í starfi. En hér skortir tiisögn og það er of iítið gert að því að íá ieikstjóra að. Hvorugt getur orðið nema Leikfélag Akur- eyrar hljóti aukinn fjárhagslegan stuðning frá því sem nú er, og þann stuðning er eðlilegt að bæjarfélagið veiti — með ákveðnum skilyrðum svo sem þeim, að L. A. haldi uppi leikskóla ákveðinn tíma á vetri. Að þessu lýtur tillaga, sem bæjarfulltrúi Alþfl. hefir bor- ið fram við fjárhagsáætlun bæjarins um hækkað tillag til L. A., og er þess að vænta, að aðrir bæjarfulltrúar fáist til að fylgja þessari tillögu leiklistarlífi hér til örvunar og efl- ingar. Takizt ný sókn vel af hendi L. A. með hvatningu og stuðningi bæjarfélagsins, þarf það tæplega að kvíða dræm- ingi síðar, því að bæjarbúar þrá vöxt og viðgang leiklistar- lífs í bænum. Onnur ráðstöfun er og til álita jafnhliða auknum fjár- stuðning, en það er umstofnun Leikfélagsins. Eðlilegt væri, að inn í það bættust fleiri menn og konur, sem hefðu áhuga og þekkingu á leiklist, þótt ekki leiki eða hafi leikið sjálft, og sérstakt leikráð starfaði um val viðfangsefna og leikstjóra — auk yfirstjórnar væntanlegs leikskóla. Fylgfdn lulhiiíar Sjálfstæðis ogr Framsóknar í bæfarráði ekki iínnm eigrin breytíngar- tíllögum við f járhagriiáætlnu? Framsókn bar fram 500 þús. kr. hækkun ó framlagi tii Gagnfræðaskólans og Sjólfstæðið 700 þús. kr., en bæjarróð leggur til 350 þús. kr. hækkun. Þó eiga flokkarnir samanlagt 4 fulltrúa af 5 í bæjarróði. Á fundi sínum s.l. fimmtudag fjallaði bæjarráð Akureyrar um breytingartillögur við fjárhags- áætlun bæjarins og gerði tillögur um meðferð þeirra til bæjar- stj órnarfundar í dag. Breytingatillögur flokkanna — annarra en Alþfl., sem segir frá á öðrum stað í blaðinu — voru þessar: AF NÆSTU GRÖSUM MESSAÐ verður í Akureyrarkirkju nk. sunnudag kl. 5. — Sálmar: 43 — 425 — 1 36 — 687. — Ath breyttan messutíma. — B. S. FRJÁLSÍÞRÓTTAMENN Ath! Æfing- ar á miðvikudögum kl. 6 e. h. Kenn- ari Hermann Sigtryggsson. Stjórnin. FÍLADELFÍA, Lundargötu 12. Almenn ar samkomur hvern sunnudag kl. 8,30 sd. Ræða, vitnisburður, söngur og hljóðfærasláttur. Allir hjartanlega vel komnir. Sunnudagaskóli hvern sunnu- dag kl. 1,30 e.h. Öll börn velkomin. Saumafundir fyrir telpur hvern mið- vikudag kl. 5,30 sd. Allar telpur vel- komnar. HJÓNAEFNI. Nýlega opinberuðu trú- lofun sína Þórhildur Þorleifsdóttir, Reykjavík, og Arnar Jónsson, Akur- eyri. — Á síðustu jólum opinberuðu trúlofun slna Selma Jónsdóttir af- greiðslustúlka Lambhaga Hrísey og Bjarni Kristjánsson frá Sigtúnum í Eyjafirði, skólastjóri við Barnaskóla Hríseyjar. HJÚSKAPUR. Þann 19. þ. m. voru gefin saman í hjónaband af séra Páli Þorleifssyni, Skinnastað, ungfrú Auð- ur Ásgrímsdóttir, Þórshöfn, og Ang- antýr Einarsson, skólastjóri, Skúla- garði. Heimili þeirra er að Skúlagarði. HJÓNABAND. Ungfrú María Snorra- dóttir, Dalvík, og Símon Ellertsson, stýrimaður, Akureyri. HJÓNAEFNI. Laugardaginn 18. jan- úar opinberuðu trúlofun sína ungfrú Ólöf Guðbjörg Tryggvadóttir, Glerár- bakka, Akureyri, og Guðjón Ásmunds son, Ægisgötu 5, Akureyri. ÁHEIT á Strandakirkju: kr. 200 frá A. G. og kr. 250 frá N. N. Á Akur- eyrarkirkju: kr. 250 frá N. N. — Hjartanlegustu þakkir — B. S. GJÖF til Slysavarnardeildar kvenna kr. 600.00 frá J. P. E. — Beztu þakk ir. — Sesselja. Slysavarnarkonur. SLYSAVARNARKONUR, Akureyri — Fundur verður I deildinni mónudag- inn 3. febrúar kl. 8,30 e. h. Mætið vel og takið með ykkur kaffi en ekki kökur. — Stjórnin. SJÓVINNUNÁMSKEIÐ. Sjá auglýs- ingu í blaðinu í dag um sjóvinnunám- skeið, sem hefst 28. janúar. AUSTFIRÐINGAR. Munið árshátíð Austfirðingafélagsins á Akureyri í Sjálfstæðishúsinu föstudaginn 21. febrúar nk. —’ Nánar auglýst síðar. — Nefndin. Frá fulltrúum Framsóknarflokksins: GJALDAMEGIN: VIII. 3. í stað kr. 700.000.00 (Til Fjórðungssj.- hússins) komi ..................... kr. 1.200.000.00 XVII. 3. í stað kr. 1.000.000.00 (Til Gagnfræða- skóla) komi ....................... — 1.500.000.00 TEKJUMEGIN: I. í stað kr. 36.192.100.00 (Útsvör) komi.. kr. 37.192.100.00 Frá fulltrúa Alþýðubandalagsins, Ingólfi Árnasyni: GJALDAMEGIN: Lækkanir: XV. 5. Ovænt og óviss útgjöld lækki um kr. 550.000.00 Hœkkanir: V. 9. Framlag til námsflokka (nýr liður) .... XV. 6. Til húsnæðismála eftir frekari ákvörðun bæjarráðs (nýr liður) — 100.000.00 — 500.000.00 Hækkanir samtals kr. 600.000.00 TEKNAMEGIN: Lœklcanir: I. Útsvör lækki um kr. 800.000.00 Hœkkanir: IV. Framlög úr Jöfnunarsjóði hækki uin .... V. Byggingaleyfisgjöld hækki um kr. 800.000.00 kr. 50.000.00 Hækkanir samtals kr. 850.000.00 Frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins: GJALDAMEGIN: VI. 6. Til skíðalyftu hækki um XVII. 3. Gagnfræðaskóli hækki um kr. 100.000.00 kr. 700.000.00 Hækkanir samtals TEKNAMEGIN: kr. 800.000.00 IV. Framlag úr Jöfnunarsjóði hækki um .... kr. 800.000.00 Frá Jóni G. Sólnes, bæjarfulltrúa: XV. 1. Rekstrarstyrkur strætisvagna hækki um kr. 50.000.00 Bœjarráð leggur til, að ejtirfarandi breytingar verði samþykktar á jrumvarpi að fjárhagsáœtlun Bœjarsjóðs Akureyrar fyrir árið 1964: GJALDAMEGIN: V. 6. Amtsbókasafn hækki um................. kr. 20.000.00 og verði kr. 460.000.00 V. 9. Framlag til námsflokka (nýr liður) .... — 100.000.00 VI. 4. Tekjur af íþróttavelli verði kr. 50.000.00 (leiðrétting) Framhald á bls. 7.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.