Alþýðumaðurinn - 11.06.1964, Page 2
2
RITSTJÓRI: BRÁGI SIGURJÓNSSON . BJARKARSTÍG 7 . SÍMI 1604
ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG AKUREYRAR . VERÐ KR.
100.00 Á ÁRI . LAUSASALA KR. S.00 BLAÐIÐ . SETNING OG
PRENTUN: PRENTSMIÐJA BJÖRNS JÓNSSONAR H.F. . AKUREYRI
Samvinnuhreyfing eða
Framsóknarflokkur
Samkvæmt eðli sínu og uppruna er samvinnuhreyfingin
eins konar hagstefna innan ákveðinna marka, ópólitísk hags-
munasamtök, öllum opin og frjáls. Svo var og hér á landi í
upphafi hreyfingarinnar og fyrst framan af, en brátt gerðist
þó einn stjórnmálaflokkur, Framsóknarflokkurinn, öðrum
umsvifameiri innan hreyfingarinnar, og löngu er nú komið
svo, að SÍS og kaupfélögin flest hver eru látin standa veru-
lega undir blaðakosti þess flokks, og jafnvel öðrum her-
kostnaði, með auglýsingum.
Þetta réttlætir Framsóknarflokkurinn — og fylgjendur
hans innan samvinnuhreyfingarinnar — með því, að hann
hugsi öðrum flokkum betur um samvinnufélagsskapinn og
lokar þá m. a. augunum fyrir því, að flokksnýting á sam-
vinnufélögunum hrindir mörgum samvinnumanni frá þeim
eða þeir halda sér hlutlausum gagnvart þeim, af því að þeir
fella sig ekki við slíka misnotkun á hreyfingunni.
Þegar Framsóknarmönnum er bent á, að þeir vinni sam-
vinnuhreyfingunni og útbreiðslu hennar tjón með flokksnýt-
ingu sinni á henni, svara málpípur þeirra með sakleysissvip:
Samvinnufélögin eru lýðræðisleg samtök, þar sem afl at-
kvæða ræður úrslitum. Hví notið þið ykkur ekki þessi rétt-
indi, ef þið hafið undan einhverju að kvarta?
Alþýðuflokkur íslands aðhyllist samvinnustefnuna, og
svo er yfirleitt með jafnaðarmenn, hvar sem er. Margir
Alþýðuflokksmenn hafa unnið samvinnuhreyfingunni langt
og gott ævistarf og svo mun vonandi enn geta orðið. En
Alþýðuflokksmenn vita af reynslu, að fátt er hagsmunasam-
tökum háskalegra en hatrömm pólitísk átök innan þeirra,
og þann leik vilja þeir ekki vekja að fyrra bragði. Hitt dylst
flokknum ekki, að honum er nú mjög til þess ögrað síðustu
árin, og Framsóknarflokkurinn beitir aðstöðu sinni hvar-
vetna gegn Alþýðuflokksmönnum innan samvinnuhreyfing-
arinnar, þó að annars flokka menn verði og fyrir barði hans
á stundum.
Þessara atburða er skemmst að minnast:
Framsóknarmenn í Kaupfélagi Skagfirðinga höfðu um
það samblástur fyrir noklcru að fella Magnús Bjarnason,
kennara á Sauðárkróki, forystumann Alþfl. þar í bæ, úr
stjórn félagsins eftir margra ára setu þar við almenningslof.
Framsóknarmenn í Kaupfélagi Suður-Borgfirðinga höfðu
um það samtök næst að fella Hálfdán Sveinsson á Akranesi,
forystumann Alþfl. þar og formann kaupfélagsstjórnarinnar
lengi, úr formannssæti kaupfélagsins.
Framsóknarmenn á Suðurnesjum hafa svo nýverið leikið
svipaðan leik við Ragnar Guðleifsson, forystumann Alþfl.
í Keflavík og formann verkalýðsfélagsins þar. Hann var
einn af höfuðstofnendum Kaupfélags Suðurnesja og hefur
setið í stjórn þess um 20 ára skeið, maður á bezta aldri og
í engu breyttur gagnvart samvinnustarfi. Nú var hann í vor
felldur úr stjórn.
Straumhvörf ...
Framhald af 1. siðu.
sem unnið hefur sex mánaða
samfellda vinnu hjá sama vinnu-
veitanda, verði greitt óskert
vikukaup, þannig að samnings-
bundnir frídagar, aðrir en
sunnudagar, séu greiddir.
Með samfelldri sex mánaða
vinnu er átt við, að unnið hafi
verið hjá sama vinnuveitanda
full dagvinna í sex mánuði, enda
jafngildi fjarvistir vegna veik-
inda, slysa, orlofs, verkfalla eða
verkbanna fullri vinnu. Sama
gildir um daga, sem falla úr, t. d.
í fiskvinnslu, vegna hráefnis-
skorts eða sambærilegra orsaka.
Það j afngildir samfelldri
vinnu, ef unnið hefur verið í
árstíðabundinni vinnu samtals í
sex mánuði hjá sama vinnuveit-
anda á undanförnum tveimur ár-
um. Slík árstíðabundin vinna
skal þó því aðeins tekin til
greina, að unnið hafi verið sam-
fellt yfir heil athafnatímabil
(vertíðir).
III. Breyting eftirvinnutíma
og eftirvinnuólags.
Verkalýðsfélög og vinnuveit-
endur semji um, að tillaga
Vinnutímanefndar í áliti nefnd-
arinnar, dags. 21. maí 1964, um
samræmingu eftirvinnutíma og
álags á eftirvinnukaup hjá verka-
mönnum, verkakonum og iðn-
verkamönnum taki gildi, en hún
er á þá leið, „að eftirvinna skuli
teljast fyrstu 2 klst. eftir að dag-
vinnu lýkur, þannig að 15 mín-
útur af henni falli niður. Greidd-
ur kaffitími sé látinn standa
óbreyttur. Eftirvinnuálag lækki
í 50%. Nætur- og helgidaga-
kaup standi óbreytt í krónutölu,
þannig að hlutfallstengsl þess við
dagvinnukaup rofni um sinn.“
Jafnframt sé dagvinnukaup
hækkað þannig, að tekjur verði
óbreyttar þrátt fyrir styttingu
vinnutímans um stundarfjórð-
ung og lækkun eftirvinnuálags.
Ríkisstjórnin mun nú þegar
beita sér fyrir lagasetningu um
lengingu orlofs verkafólks úr 18
dögum í 21 dag sem svarar hækk-
un orlofsfjár úr 6% í 7%.
Þá mun ríkisstjórnin beita sér
fyrir því, að löggjöf verði sett
um vinnuvemd, þegar tillögur
í því efni liggja fyrir frá Vinnu-
tímanefnd. Einnig verði haldið
áfram athugunum og undirbún-
ingi að frekari styttingu vinnu-
tíma.
IV. HúsnæSismól.
Ríkisstjórnin mun beita sér
fyrir ráðstöfunum til úrlausnar
í húsnæðismálum, er hafi þann
tilgang annars vegar að létta
efnalitlum fjölskyldum að eign-
ast íbúðir, og hins vegar að
tryggja nægar og stöðugar
íbúðabyggingar í landinu. í
þessu skyni mun ríkisstj órnin
tryggja eftirfarandi:
1. Aflað verði á þessu ári og
á fyrri hluta næsta árs 250 millj.
kr. til þess að mæta þeim um-
sóknum, sem lágu óafgreiddar
hjá Húsnæðismálastjórn 1. apríl
s.l. Húsnæðismálastjórn ákveður
reglur um uppgjör fyrri skuld-
bindinga sinna.
2. Frá og með árinu 1965
verði komði á kerfisbreytingu
íbúðalána, þannig að tryggt
verði fjármagn til þess að veita
lán til ákveðinnar tölu íbúða á
ári og verði loforð fyrir lánun-
um veitt fyrirfram. Fyrstu árin
verði þessi lán ekki færri en 750
og lánsfjárhæð út á hverja íbúð
ekki lægri en 280 þús. kr. eða
% kostnaðar, hvort sem lægra
er. (Lánin greiðist að hálfu að
hausti, en að hálfu næsta vor).
Þessi tala sé við það miðuð, að
tryggð verði bygging 1500 íbúða
á ári, er síðan fari smáhækkandi
í samræmi við áætlanir um þörf
fyrir nýjar íbúðir. Telji Hús-
næðismálastjórn æskilegt, getur
hún fækkað lánum á árinu 1965
samkvæmt nýja kerfinu, enda
bætist þá samsvarandi upphæð
við það fé, sem til ráðstöfunar
Og í Ólafsvík var enn nýverið farið eins að Alþýðuflokks-
manninum og verkalýðsforingjanum Ingihergi Sveinssyni.
Þamiig er auðsjáanlega uppi skipulögð starfsemi með
Framsóknarmönnum innan samvinnufélaganna, þar sem þeir
hafa undirtökin, að útiloka Alþfl.menn úr áhrifastöðum.
Mönnum dettur í hug gamla vísubrotið:
„Hann hefnir þess í héraði,
sem hallaðist á alþingi.“
Til er dæmisaga í ólíkindastíl, þar sem úlfar átu sleða-
hesta innan úr aktygjunum, en ökuþórinn var svo snjall að
bjargast til byggða á úlfunum sem ökuhestum.
Samvinnuhreyfingin íslenzka ætti að athuga, hvort ekki
séu komnir úlfar í aktygin hjá henni og hvort hún ráði
nokkuð við þá.
Það gæti svo farið, að jafnvel Framsóknarmönnum yrði
bilt við, ef þjóðin vaknaði við það einn veðurdag, að engin
samvinnuhreyfing væri lengur til í landinu.
Framsóknarflokkurinn hefði etið hana upp.
verður samkvæmt lið 1) hér að
framan.
3. Hluta þess fjár, sem Bygg-
ingarsjóður hefur til umráða,
verði varið til viðbótarlána um-
fram þær 280 þúsund kr. á íbúð,
sem að framan getur, til að
greiða fyrir íbúðabyggingum
efnalítilla meðlima verkalýðs-
félaga. Húsnæðismálastjórn á-
kveður lán þessi að fengnum til-
lögum frá stjórn þess verkalýðs-
félags, sem í hlut á. I þessu skyni
skal varið 15—20 millj. kr. ár-
lega.
4. Jafnframt mun ríkisstjórn-
in beita sér fyrir öflun lánsfjár
til byggingar verkamannabú-
staða.
Eftirfarandi atriði eru for-
sendur fyrir því, að ríkisstjórn-
in tekur á sig skuldbindingarþær,
sem að ofan getur:
a) Lagður verði á launagreið-
endur almennur launaskattur
að upphæð 1% af greiddum
vinnulaunum og hvers konar
atvinnutekj um öðrum en
tekjum af landbúnaði.
Renni skatturinn til Bygg-
ingarsjóðs ríkisins sem stofn-
fj árframlag.
b) Til viðbótar við launaskatt-
inn og það eigið fé, sem
Byggingarsjóður þegar ræð-
ur yfir, mun ríkisstjórnin
tryggja honum 40 milljónir
króna nýtt stofnframlag á ári
með framlagi úr ríkissjóði,
álagningu nýs skatts á fast-
eignir eða með öðrum hætti.
c. Svo verði frá gengið, að ríkis-
framlag til Atvinnuleysis-
tryggingasjóðs gangi árlega
til kaupa á íbúðalánabréfum
hins almenna veðlánakerfis.
d) Komið verði á nýju kerfi
íbúðalána fyrir lífeyrissjóði
til samræmis við þær reglur,
sem gilda um lán Húsnæðis-
málastjórnar.
Til þess að þessar aðgerðir
nái tilgangi sínum og hið nýja
veðlánakerfi geti byggt sig upp
með öruggum hætti og hægt
verði að lækka vexti og haga
lánskjörum í samræmi við
greiðslugetu alþýðufjölskyldna
verði tekin upp vísitölubinding
á öllum íbúðalánum. Er þá gert
ráð fyrir því, að lánskjör á
íbúðalánum verði þannig, að
lánin verði afborganalaus í eitt
ár og greiðist síðan á 25 árum
með 4% vöxtum og jöfnum ár-
greiðslum vaxta og afborgana.
Full vísitöluuppbót reiknist síðan
á þessa árgreiðslu.
V. Onnur atriði.
Samkomulag um þau atriði,
sem að framan greinir, er háð
því skilyrði, að samningar náist
milli verkalýðsfélaga og vinnu-
veitenda, er gildi til ekki
skemmri tíma en eins árs og feli
ekki í sér neina hækkun grunn-
launa á því tímabili.