Alþýðumaðurinn - 11.06.1964, Qupperneq 4
NIÐURGREIÐSLUR
í nýútkomnu maíhefti Hagtíðinda eru ýmsar upplýsingar um
niðurgreiðslur á vöruverði. Þessa skal getið hér til fróðleiks:
Niðurgreiðsla á ærkjöti, seldri nýmjólk, smjöri, saltfiski, nýjum
þorski og nýrri ýsu hefur verið óbreytt nokkur ár.
Niðurgreiðsla á dilka- og geldfj árkj öti hækkaði í sept. 1962 úr
7,80 kr. á kg í 9.98 kr. á kg og hefur haldizt svo síðan.
Niðurgreiðsla á kartöflum var felld niður haustið 1962.
Niðurgreiðsla á kaffi var felld niður í okt. 1963.
Niðurgreiðslu á innfluttum fóðurbæti var hætt í sept. 1963.
Niðurgreiðslu á innfluttum áburði var hætt í okt. 1963.
Hér fer á eftir Utgjöld ríkissjóðs til niðurgreiðslu vöruverðs árin
’61, ’62 og 63 í þús. kr.: ’61 ’62 ’63
Kindakjöt (dilka-, geldfjár og ærkjöt) 64.986; 81.314 91.921
Mjólk og mjólkurafurðir 147.956; 164.449 174.934
Kartöflur 24.954; 24.211 4
Smjörlíki 13.768; 15.664 16.002
Fiskur (nýr og saltaður) 23.900; 28.500 32.500
Innfl. vörur (kaffi, fóðurb., tilb. áb.) 30.241; 32.167 26.870
Samt. 305.805; 346.305; 342.231
Hér er um gjaldfærðar greiðslur ríkissjóðs að ræða á hvert ár, en
flutningur milli ára er sagður hafa verið hverfandi.
Þing Stórstúku íslands
haldið á Akureyri
í tilefni af 80 ára afmæli Góð-
templarareglunnar á íslandi
verður Stórstúkuþingið nú hald-
ið hér í bæ, — á stofnstað Regl-
unnar. — Þingið verður sett
laugardaginn 13. júní kl. 10 ár-
degis, í Oddeyrarskóla og lýkur
með samsæti í Sjálfstæðishúsinu
á mánudagskvöld. Ollum félög-
um Reglunnar er þar heimill að-
gangur, ásamt gestum sínum og
liggur áskriftarlisti frammi í
Oddeyrarskóla, sími 2886, og
verða þar veittar allar nánari
upplýsingar.
Á sunnudagsmorgun verður
hlýtt messu í Akureyrarkirkju
kl. 10 f. h., séra Birgir Snæ-
björnsson predikar.
Ef veður leyfir, verður gengið
í -skrúðgöngu frá Hótel Varð-
borg til kirkjunnar og er þess
óskað, að sem flestir templarar,
yngri og eldri, verði þar þátttak-
endur.
í sambandi við þetta afmælis-
ÚTSVOR 1964
Skrá um niðurjöfnuð útsvör á Akureyri á árinu
1964 ásamt skrá um álögð aðstöðugjöld 1964
munu liggja frammi almenningi til sýnis í bæj-
arskrifstofunni og Skattstofunni, Landsbanka-
húsinu frá fmmtudegi 18. júní n. k. til miðviku-
dags 2. júlí n.k. að báðum dögum meðtöldum.
Kærufrestur er til fimmtudags 2. júlí n.k.
Kærur út-af útsvörum skulu sendar Fram-
talsnefnd Akureyrar, en kærur út af aðstöðu-
gjöldum Skattstjóranum í Norðurlandsumdæmi
eystra, Skattstofunni, Akureyri.
Bæjarstjórinn á Ákureyri,
9. júní 1964.
Kvenskór!
Tökum upp í dag ítalska og þýzka
KVENSKÓ, margar gerðir
LEÐURVÖRUR H.F., Strandg. 5, sími 2794
Hraðfrystihús Ú.A. tekur
síld til frystingar
Blaðið hefur fengið þær upp-
lýsingar hj á f rystihússtj óra
Hraðfrystihúss Ú. A., að síðan
s.l. laugardag hafi verið frystar
um900—1000 tunnur af síld. Er
tekið um 150—200 tunnur af
hverjum bát sem til Krossaness
kemur, og er með nothæfa síld.
Þetta gerir það að verkum að
síldarskipstjórar sigla skipum
sínum fremur hingað ef von er
um frystingu, þar sem mun
hærra verð fæst fyrir síldina.
Um 20 stúlkur og 15 karlmenn,
mest fullorðið fólk, vinnur við
frystinguna, en hún fer að mestu
fram að kvöld- og næturlagi,
svo að fólkið nýtur góðra launa
við verkið.
Þessi síld verður sennilega
seld á erlendum markaði svo og
til beitu, hún er rauðátumikil og
sæmilega feit.
Strásykur
Stórlækkað verð.
Aðeins 1 5 kr. kílóið.
Kaupfélag verkamanna
KJÖRBÚÐ OG ÚTIBÚ
Brillon
og
Masta
pípurnar komnar.
Kaupfélag verkamanna
KJÖRBÚÐ
þing leyfir undirbúningsnefndin
sér að vekja sérstaka athygli
allra velunnara Góðtemplara-
reglunnar á afmælissjóði Stór-
stúkunnar, sem ætlað er það
hlutverk að efla bindindisstarfið
í iandinu. Sjóðurinn veitir við-
töku hvers konar áheitum og
gjöfum, og væntir nefndin þess,
að ýmsir vilji minnast hans í
tilefni afmælisins.
í sambandi við Stórstúku-
þingið verður haldið þing Ung-
lingareglunnar, sem hefst að
að Bjargi föstudaginn 12. júní
kl. 10 f. h. og lýkur þann sama
dag. Eru allir barnastúkufélagar,
sem í bænum verða, beðnir að
mæta þar og koma í búningum.
Gera má ráð fyrir að 60—70
fulltrúar auk margra gesta, sitji
þetta afmælisþing.
Stefón fró Svalbarði
lótinn
4. þ. m. lézt Stefán Stefánsson,
lengi bóndi á Syðri-Varðgjá og
síðar Svalbarði, rúmlega níræð-
ur að aldri, fæddur 8. sept. 1873
í Tungu á Svalbarðsströnd.
Hann var föðurbróðir Vilhjálms
Stefánssonar, landkönnuðar.
Stefán gegndi um langa ævi
fjölda trúnaðarstarfa fyrir sveit
sína og sýslu, m. a. hreppstjóri
lengi og sýslunefndarmaður. Þá
var hann endurskoðandi KEA í
30 ár og í stjórn Ræktunarfélags
Norðurlands, svo að árum skipti.
HRINGFERÐ um Eyjafjörð, fimmtudaginn 11. þ. m.
Farið frá skrifstofunni kl. 20.30.
FERÐASKRIFSTOFAN
LÖND & LEEÐIR
SÍMI 2940
I. O. G. T.
I.O. G. T.
Stórstúkuþing
Stórstúkuþing 1964 verður sett á Akureyri laugardaginn 13.
júní kl. 10 árdegis, í Oddeyrarskóla.
Unglingaregluþing hefst í Bjargi föstudaginn 12. júní kl.
10 árdegis.
ÓLAFUR Þ. KRISTJÁNSSON, KJARTAN ÓLAFSSON,
stórtemplar. stórritari.
SIGURÐUR GUNNARSSON,
stórgæzlum. unglingastarfs.
25 þús. kr. hósefahlutur
Snæfellið fór út á síldveiðar
fyrra þriðjudagskvöld og hafði
fengið um 5000 mál á sunnudag-
inn var, en miðað við síldar-
verð s.I. sumars, mun sú veiði
gera um 20 þús. kr. í hásetahlut.
AÐALFUNDUR
Kaupfélags verkamanna Akureyrar
verður haldinn í Túngötu 2 og hefst kl. 8.30 síðdegis föstu-
daginn 12. júní n.k.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Félagssfjórnin.
Ný sending
Motesgbur
grófur.
Kaupfélag
verkamanna
Kjörbúð og útibú
MADURINN