Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 19.11.1964, Blaðsíða 6

Alþýðumaðurinn - 19.11.1964, Blaðsíða 6
SURTSEY ársgomul Þann 14. nóv. var liðið ár frá því að fyrst varð vart neðansjávar- gossins við Vestmannaeyjar. Nóttina eftir, eða þ. 15. reis Surtsey úr hafi, og hefur eyján farið jafnt og þétt stækkandi síðan. Gos í Surti hefur verið með nokkrum hvíldum, en heldur enn áfram, er Surtsey nú þegar orðin með stærri eyjum við ísland um 2.4 ferkílómetrar og þekur hraun helming hennar. Lengd eyjarinnar er mest 2.06 km og mesta breidd 1.5 km. Hæsti tindurinn hefur mælst 173 metrar yfir sjó. Gosið í Surti, og þær náttúruhamfarir með tilheyrandi landsköpun sem orðið hafa, hafa vakið heimsathygli. Vísindamenn og ferða- langar víðsvegar að, hafa lagt hingað leið sína til að sjá og kynnast þessum undurfyrirbærum náttúrunnar. Fréttabréf frá Hvenœr rís orlofsheimili fyr- ir ohureyrshan verhalýð! Húsavík, 15/11. 10. nóv. var stofnað hér „Varðberg“, félag ungra áhuga- manna um vestræna samvinnu. Olafur Egilsson lögfræðingur mætti á fundinum, flutti erindi um tilgang félagsins og skipulag félaganna. Stofnendur voru 33 úr öllum lýðræðisflokkunum. I stjórn voru kosnir: Formaður Stefán Sörensson, 1. varaf. Páll Þór Kristinsson, 2. varaf. Guðm. Hákonarson, gjaldk. Ragnar Helgason, ritari Einar Fr. Jó- hannesson, meðstj. Árni B. Þor- valdsson. Eftir fund voru sýndar kvik- myndir. Nýlokið er firmakeppni Bridge félagsins með þátttöku 39 fyrir- tækj a. XJrslit 12 efstu urðu sem hér segir: Landsbanki íslands, úti- búið, Húsavík (Guðjón Jónsson) 274 st. 2. Húsavíkur Apótek (Jón Árnason) 270 st. 3. Verzlunin Garðarshólmi (Magnús Andrés- son) 268 st. 4. Bifreiðaverkstæði Jón Þorgrímsson h/f (Halldór Þorgrímsson) 265 st. 5. Mjólkur- samlag K. Þ. (Óli Kristinsson) 264 st. 6. Fiskiðjusamlagið (Stefán Sörensson) 263 st. 7. Spar.isjóður K. Þ. (Þorvaldur Árnason) 262 st. 8. Saltvík h/f (Þorgrímur Jóelsson) 260 st. 9. Trésmiðjan Borg h/f (Þórður Ásgeirsson) 253 st. 10. Verzlun- in Þingey (Snorri Jónsson) 251 st. 11. K. Þ. (Guðmundur Há- konarson) 251 st. 12. Fataverk- smiðjan Fífa (Þorgerður Þórð- ardóttir) 251 st. Fimdur var nýlega haldinn í Alþýðuflokksfélaginu, til að kjósa fuhtrúa á 30. flokksþing Alþýðuflokksins. Fulltrúar voru kosnir: Einar Jóhannesson og Guðmundur Há- konarson. Til vara: Ingólfur Helgason og Einar Fr. Jóhannes- son. Þá gengst félagið fyrir félags- vistarkeppni tvö næstu sunnu- dagskvöld, á eftir spilum verður dansað bæði kvöldin. Hinir gam- alkunnu harmonikuleikarar, Har Afli Akureyrartogaranna hef- ur verið mjög tregur undanfarið, og virðist ekkert glæðast nema síður sé; sagði Andrés Péturs- son, forstjóri U. A. þegar Alþm. leitaði frétta hjá honum um afla- brögð og sölur togaranna. Ekkert hefur verið lagt upp til vinnslu hér í frystihúsið síðan í septemberbyrjun og engar lík- ur til að svo verði fyrr en eftir í nýútkomnum Hagtíðindum er fróðlegt yfirlit að finna yfir heildartekjur Islendinga árið 1962 og skattlagningu þeirra árið 1963. Samkv. upplýsingum Hagstofunnar voru brúttótekjur einstaklinga árið 1962 samtals 6 milljarðar og 676 millj. króna. Árið áður voru þær hins vegar mun lægri eða 4 milljarðar 964 millj. króna. Á tekjurnar árið 1962 var lagður tekjuskattur að Hið íslenzka prentarafélag hefur haft forgöngu hérlendis um byggingu orlofsheimilia fyrir meðlimi sína. Er sumarhúsanýlenda félags- ins í Laugardal (Miðdalslandi) þegar orðin margra ára gömul og glæsilegur vottur um myndar- legt félagsframtak. Nú er að rísa önnur orlofs- heimilanýlenda und,ir Ingólfs- fjalli í Olfusi. Er hún á vegurn A.S.Í., og mun ugglaust eiga eftir að veita mörgum þreyttum verkamanni og verkakonu sumar- dvöl. Húsavík aldur og Jósteinn leika fyrir dansinum. Vonzku veður hefur verið hér undanfarna daga, hvöss norðan- átt með snjókomu, og er kom- inn allmikill snjór í bænum. — Samgöngur við sveitirnar hafa þó verið með eðlilegum hætti. Rigrnor Hanson, danskennari úr Reykjavík er nýkomin hingað og mun dvelja hér í hálfan mán- uð við danskennslu. Þáttaka er mikil. G. H. áramót. Verður siglt með þann litla afla sem reitist. Síðustu sölur togaranna eru þessar: Svalbakur seldi 3. nóv. 112 tonn fyrir 93.129 mörk í Cux- haven. Harðbakur seldi í Bremerhav- en 10. nóv. 159 tonn fyrir 102.845 mörk. Sléttbakur seldi 11. nóv., eirin- upphæð 157 millj. króna. I Hagtíðindum er einnig skýrt frá því að brúttótekjur félaga árið 1962 hafi verið 292 millj. króna. Tekjuskattur af þeim var greiddur að upphæð 47 millj. króna. Þá kemur einnig fram að nettóeign einstaklinga var 1962 samtals 3 milljarðar 474 millj. króna. Eign félaga í árslok 1962 var 796 millj. króna. En báðar þessar orlofsheimila- nýlendur eru sunnanlands og koma því varla til með að veita norðlenzkum verkalýð sumar- hvíld og sumaryndi. Til slíkrar hvíldardvalar skortir orlofsheim- ili hér norðanlands, og þá ekki sízt fyrir akureyrska verkamenn og verkakonur, meðlimi fjöl- mennustu verkalýðsfélaganna norðanlands. Ugglaust hafa þessi mál verið mikið rædd innan verkalýðssamtakanna hér, en framkvæmdir hafa ekki orðið enn. Aðeins bílstjórar hér í bæ hafa komið sér upp eins konar orlofsheimili (Tjarnargerði) og hefur það gefið ágæta raun, að Fyrir um það bil mánuði síð- an var hafin hitaveiturannsókn með Norðurlandsbornum að Laugalandi á Þelamörk, fara þær rannsóknir fram á vegum Akureyrarbæj ar. Umsjónarmaður með verkinu ,ig í Bremerhaven 93,5 tonn fyrir 72.981 mark. Það atvik henti togarann Harðbak þar sem hann lá við akkeri á fljótinu Elbu, og beið þess að komast að bryggju í Bremerhaven, að flutningaskip- ið „Grundenberg“ rak síðuna í stefni Harðbaks og urðu af því smávægilegar skemmdir, en þó ekki meiri en svo, að viðgerð lauk á einum degi. Sáralítið hefur verið unnið á frystihúsinu, lítilsháttar þó við frystingu síldar af „pollinum“ og kola sem tekinn er af smá- bátunum. Togarinn Hrímbakur hefur færzt allmikið til, bæði norðar og vestar, frá þeim stað sem honuní var lagt við festar í sumar. Stafar þetta fyrst og fremst af hreyfingu íssins á poll- inum. Er nú í ráði að færa tog- arann að bryggju á ný, og leggja honum v,ið hlið Kaldbaks. því er bezt er vitað. En bílstjóra- félögin sem slík munu ekki hafa staðið að bygg.ingu þess né rekstri, heldur einstaklingar inn- an þeirra eða sérfélagsskapur. Athugandi væri, hvort Alþýðu samband Norðurlands ætti ekki að beita sér hér til forystu um byggingu orlofsheimila, svo að allar hendur innan verkalýðs- hreyfingarinnar hér yrðu frem- ur lagðar á plóginn og sem flest- ir gætu notið ávaxtanna, en hitt má líka hugsa sér, að Eining og Iðja, stærstu félögin, tækju upp forgönguna. Slík framkvæmd mundi ugglaust örva félagsand- ann og stilla hendur og hugi til sameiginlegra átaka. af þeirra hálfu er Stefán Stef- ánsson bæj arverkfræðingur, en verkstjóri við borunina er Dag- bjartur Sigursteinsson, frá Húsa- vík. Að því er Stefán Stefánsson hefur tjáð blaðinu, hefur borun gengið allvel, en þó fremur hægt undanfarið. Boruð hefur verið 400 m djúp hola, en ætlunin er að bora allt niður í 1000 m. Ekki er búist við að verulegur árangur sjáist fyrr en komið er niður á a. m. k. 600 m dýpi. Þegar þessar.i borun hefur verið lokið, eru mestar líkur til að hafizt verði handa um borun í Glerárgili, sem næst þeim stað þar sem uppspretturnar eru, sagði Stefán. Er það mál fylli- lega á dagskrá nú þótt engin ákvörðun hefði verið um það tekin þegar borinn hóf hér starf sitt, af þeim orsökum hafði ekki verið hafizt handa um, að steypa undirstöður undir borinn þar, áður en frost kom í jörð. Væntanlega takast þessar rann sóknir vel, og árangur þeirra verði bæjarbúum og nágrenni til hagsbóta. ALÞYDU MAOURINN Mjög litill alli bjá togurunum Bgiir Miiuh !,! DiUjnlir ini M Mtstor likor til ok boroð Ytrði i Glerdrgili þegar Norðurlandsborinn hefur lokið hlutverki sínu á Laugalandi.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.