Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 15.07.1965, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 15.07.1965, Blaðsíða 5
5 Fram Þor — Síðastlið'inn Iaugardag var háður hér afmælisleikur í knatt- spyrnu, en það var ein.n I.iður í 50 ára hálíðahöldum íþróttafé- lagsins Þór. Þar áttust við afmælisbarnið og 1. deildar lið Knattspyrnu- félagsins Fram frá Reykjavík, sem Þór hafði boðið hingað lil dvalar yfir helgina og tveggja leikja, afmælisleiksins og leiks við úrvalslið í. B. A. Á undan afmælisleiknum léku Þór og K. A. í III. aldursflokki og sigraði Þór með 6 mörkum gegn 3. Áður en afmælisleikurinn hófst, ávarpaði íormaður Þórs, Haraldur Helgason, vallargesti og Fram-liðið, sem hann þakk- að.i sérstaklega fyrir komuna hingað og gat þess, að tilefni leiksins væri 50 ára hátiðahöld Þórs, sem minnst væri með fram kvæmdum, dreifðum á allt af- mælisárið. Því næst kynnti Sigmundur Björnsson bæði liðin og knatt- spyrnuferil hvers leikmanns sér- staklega og var þetta skemmti- leg nýbreytni. Upplýstist það meðal annars, að fullur helming- ur Þórs-liðsins var skipaður þrennum hræðrum. Ennfremur, að allir leikmenn Þórs, utan Pétur Sigurðsson, hefðu leikið með í. B. A,- liðinu yfirstand- andi keppnistímahil. Þegar fyrirliðarnir, Baldur Scheving og Páll Jónsson, höfðu skipzt á oddveifum félaganna, hófst svo leikurinn. Hætt er við, að vallargestir, sem að vísu voru færri en von- ir stóðu til, hafi orðið fyrir nokkrum vonbrigðum með frammistöðu heggja liðanna, því að hiklaust má fullyrða, að v.iðbragðsflýtir og leikhæfni þeirra hafi verið minni en bú- izt liafði verið við. Ef til vill slafaði þetta af því, að hér var um að ræða gestaleik og vin- Þórsarar sigorscelir í suðorför Þór fór í keppnisför til Akra- ness og Reykjavíkur dagana 2. til 6. júlí. Fararstjóri var Bjarni Bjarnason. Leikið var á Akranesi 2. júlí gegn I. A. og vann Þór með 2:0. Þann 4. júlí var leikið við Fram og vann Þór með 9:2. Þann 5. júlí var leikið á móti Val og vannst einnig sá leikur með 4:1. — Þetta er bezti ár- angur, sem yngri flokkar Þórs hafa náð í keppnisferðalagi nú um lengri tíma. áttuheimsókn og víst var prúð- mannlega leikið, en snerpan hefði vel mátt vera meiri á háða bóga. Ánnars voru liðin nokkuð jöfn. Líklega sýndi Fram þó cliu betri knattspyrnu úti á vell- inum, en þegar þeir nálguðust markið þá brást þeim illilega skothæfnin. Þór var sýnilega ekki í eins góðri samæfingu, enda aðe.ins háð einn kappleik áður á sumrinu, en þeir reynd- ust mun marksæknari og það, auk ágætrar markvörzlu Samú- Akureyri - ‘Síðastliðinn sunnudag fór fram á Akureyri knattspyrnu- kappleikur m.illi 1. deildar liða Fram og I. B. A. Bæði liðin voru lítilsháttar breytt Ijrá fyiúi lejikjum, og nokkrar slöðulireytingar voru hjá I. B. A. Leikurinn var ekki nema fárra mínútna gamall, er Fram skoraði. Einar Helgason, sem nú slóð aftur í marki Akur- eyringa, liafði varið fast skot en hélt ekki boltanum, sem hrökk Lil Helga Númasonar, sem skor- aði örugglega. Var allur fyrri hálfleikur þóf- kenndur og lítil snerpa í mönn- um, en Akureyringar voru þó öilu ágengari og tókst að jafna rétt fyrir leikhlé. Var Skúli þar að verki, fékk holtann óvaldað- ur inn undir markteig og sjtor- aði með lausu skoti út við stöng. Fyrstu mínútur síðari liálf- leiks var leikurinn nokkuð jafn, en brátt fór að halla á ógæfu- hliðina fyrir Fram. Á 10. mín- útu skoraði Steingrímur frá víta teig með stangarskoti og 7 mín- útum síðar skoraði Kári stór- glæsilegt mark með skalla <?ftir fyrirgjöf frá Valsteini. Má segja, að Akureyringar hafi haft öll völd á vellinum mest an hluta síðar.i hálfleiks, og sýndu þeir þá ágætan leik og sköpuðu sér fjölda tækifæra. Fram-liðið átti þó nokkur upp- hlaup, meðal annars bjargaði Einar þá snaggaralega með út- hlaupi. Síðustu 5 mínútur leiks- ins uðru Fram erfiðar, skoraði Skúli þá tvívegis. Fyrri skiptið með skalla úr hornspyrnu frá Valsteini, síðara skiptið með góðu skoti úr teignum. Endur- tók Skúli þannig „hat-trick“ið frá Akranessleiknum viku fyrr, 2 : O els, réði baggamuninn í þessum þófkennda leik. Lauk Jeiknum með sigri Þórs, 2 mqrk gegn engu. Fyrra markið skoraði nýliðinn Pétur, í fyrri hálfleik, fumlaust og yfirvegað, en síðara markið skoraði svo Sævar, í seinni hálfleik, óverj- andi úr mjög góðri sendingu frá Valsteini. Dómari leiksins var Rafn Hjaltalín og dæmdi liann mjög vel, eins og hans er vandi, en línuverðir voru þeir Idöskuldur Markússon og. Páll Magnússon. P. Fram 5:1 og geri aðrir betur. Af einstök- um leikmönnum voru beztir hjá Fram markvörðurinn, Sigurður Friðriksson, miðvörður og Bald ur Scheving. Hjá 1. B. A. Einar Helgason, Jón Friðriksson, Skúli og Kári. Dómari var Frímann Gunnlaugsson. x. Æ\tF goæesifí ® [r] ® ^ QQ CÆ Mott-híasarhúsið er opið alla daga nema laugardaga kl. 2—4 e. h. Nonnahús verður opið daglega fró kl. 2—4. Minjasafnið er opið daglega frá kl. Ir30 til 4 e.h. — Á öðrum tim- um eftir samkomulagi við safnvörð. Simor 1 1 162 og 11272. Náttúrugripasafnið verður i sum- ar, frá 15. júní til 31. ágúst, opið almenningi alla daga frá kl. 2 til kl. 3 e. h. — Á öðrum tímum eftir samkomulagi við safnvörð. Sími 12983, á kvöldin. t Hcilsuvcrndarstöð Akureyrar: — Eftirlit með þunguðum konum fimmtudaga kl. 4—5 e. h. — Ung- barnaeftirlit miðvikudaga og annan hvern mánudag kl. 1—2 e. h. Þarf að pantast í síma 1977 og 1773. — Hvorttveggja þetta fer fram í Hpfnarstræti 81, neðstu hæð. — Berklavarnir: Þriðjudaga og föstu- daga kl. 2—3.30 e. h. og bólu- setningar fyrsta mánudag hvers mónaðar kl. 1—2 e. h. — Hvort- tveggja í húsnæði Berklavarnar- stöðvarinnar við Spítalastíg. Skrifstofa Mæðrastyrksnefndar verður framvegis opin fimmtudaga kl. 16—17, í Strandgötu 17. Minningarspjöld Slysavarnorfé- lagsins eru seld á skrifstofu Jóns Guðmundssonar, Geislagötu 10. UEIK\VANGINUM: TILKYNNING frá Síldarverksmiðjum ríkisins Bræðslusíld sú, sem Síldarverksiniðjum ríkisins hefur bor- izt á þessari síldarvertíð til og með 9. júní, verður greidd föstu verði, krónum 190.00 málið, 150 iítrar. — Greiddar verða krónur 235.00 málið, 150 lítrar, fyrir þá bræðslusíld, sem móttekin er frá og með 10. júlí til 30. september 1965, að frádregnum krónum 3.0 á mál, sem leggjast í flutn- ingasjóð síldveiðiskipa, sem starfar eftir sömu reglum og síðastliðið ár, að öðru leyti en því, að greiðslur úr sjóðn- um, þegar ákveðið hefur verið af nefnd þeirri, sem um- sjón hefur með honum, að greiðslur úr honum skuli fara fram, nema nú kr. 15.00 á mál í stað kr. 10.00 í fyrra og greiðslur frá Síldarverksmiðjum ríkisins á þeirri síld, sem styrkur er veittur á úr sjóðnum, nema nú kr. 10.00 á mál, en námu í fyrra kr. 6.00 á málið. Eftirstöðvum sjóðsins, ef einhverjar verða, verður skipt niður á síldveiðiskipin í réttu hlutfalli við greiðslur hvers skips í sjóðinn. Verðið er miðað við, að síldin sé komin í löndunartæki verksmiðjanna eða umhleðslutæki sérstakra síldarflutninga- skipa, á höfnum inni, á vegum S. R. Jafnframt hefur stjórn Síldarverksmiðja ríkisins ákveðið, samkvæmt heimild sjávarútvegsmálaráðherra, að taka við bræðslusíld til vinnslu af útgerðarmönnum eða útgerðar- félögum, sem þess óska, að því tilskildu, að aðalskrifstofu Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði hafi borizt tilkynning um það eigi síðar en 15. júlí næstkomandi, að þeim degi meðtöldum. Fá þeir, sem leggja síldina til vinnslu, greitt óafturkræft krónur 161.50 á hvert mál við afhendingu, af þeirri síld, sem landað var fram til 9. júní sl., að þeim degi með- töldum, og krónur 197.20 á hvert mál síldar, sem landað er á tímabilinu frá 10. júní til og með 30. september næst- komandi. Endanlegt verð verður greitt síðar, ef urn við- bót verður að ræða, þegar reikningar Síldarverksmiðja rík- isins fyrir árið 1965 hafa verið gerðir upp. Þeim, sem leggja síldina til vinnslu, skal greitt söluverð afurða bræðslusíldar, sem tekin er af þeim til vinnslu, að frádregnum venjulegum rekstrarkostnaði, þar á meðal fyrn- ingum, sem verða reiknaðar krónur 30.200.000.00 vegna árs- ins 1965. Þau skip, sem samið hafa um að leggja síldina inn til vinnslu, eru skyld að landa öllum bræðslusíldarafla sínum hjá Síldarverksmiðjum ríkisins. Þó se þeim heimilt að leggja síldina annars staðar í einstök skipti, ef löndunarbið hjá þeirri síldarverksmiðju S. R., sem næst er veiðisvæði því, sem skipið er statt á, er meiri en 12 klukkustundir. Þessi undantekning gildir ekki, ef síldveiðiskipið siglir með afla sinn framhjá þeim stað, sem Síldarverksmiðjur ríkisins eiga síldarverksmiðju á, þar sem slík löndunarbið er ekki fyrir hendi eða Síldarverksmiðjur ríkisins geta veitt síldinni móttöku á stað, sem er álíka nálægt eða nær veiðisvæðinu og verksmiðja sú í eigu annarra, sem skipið kynni að óska löndunar hjá. Um þau skip, sem eru í föstum viðskiptum við Síldar- verksmiðjur ríkisins, gilda eftirfarandi reglur varðandi lönd- un í flutningaskip á vegum annarra síldarverksmiðja: Séu þessi síldveiðiskip stödd meira en 70 sjómílur frá landi þar sem verið er að umskipa síld úr veiðiskipum í flutningaskip, þá er þeim heimilt, þrátt fyrir skuldbindingar sínar við S. R., að landa í flutningaskipið, en séu þau stödd nær landi en 70 sjómilur, gilda sömu reglur um löndun í flutningaskip eins og um löndun samningsbundinna skipa til verksmiðja 1 eigu annarra. Bræðslusíld, sem þegar hefur verið landað hjá Síldarverk- smiðjum ríkisins af skipum þeirra útgerðarmanna eða út- gerðarfélaga, §ein kunna að óska að leggja síldina inn til vinnslu í sumar, verður talin vinnslusíld, svo framarlega að tilkynnt sé innan hins tiltekna tíma, að vinnslu sé óskað hjá Síldarverksmiðjum ríkisins í sumar. Engin síldveiðiskip liafa forgangslöndun hjá Síldarverk- smiðjum rikisins. Reykjavík, 6. júlí 1965. Stjórn Síldarverksmiðja ríkisins.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.