Víðir - 01.08.1931, Síða 1
III. árg.
37. tbl.
Vestmannaeyjum, I. ágúst 1931.
100 manna
lífvörðurinn hans
Jónasar.
Sú frétt hefur flogið, að f'yrir
setningu Alþingis 15. júlí s. i.
hafi Framsóknarstjórnin útvegað
sér 100 manna sveit, til þess að
hafa bak við tjöldin, ef eitthvað
ábjátaði fyrir henni um þing-
setninguna.
Alþýðublaðið hefur fullyrt, að
þetta væri satt, og að þessir 100
verndarar væru ráðnir fyrir kr.
20,00 á dag hver, eða kx. 2000,00
allir. þessu hefur Timinn ekki
mótmælt, enda hafa menn orðið
varir við einhverm reimleika í
Reykjavík úr nærliggjandi sveit-
um.
Hvað er hér á seiði ?
Er þetta sparnaðarráðstöfun,
ein af mörgum hjá Framsóknar*
stjórninni?
Er þetta vilji Framsóknarbœnda
út um land, að eyða þaanig hin-
um síðasta eyri, sem með óheyri-
Jega háum sköttum og óforsvar-
legum álögum er lagður á þjóð-
ina, sem nú er að sligast undir
skuldaklafa Framsóknarstjórnar-
innar, fyrir óforsvaranlega eyðslu
og ólöglega.
Nei og aftur nei. það er ein-
ræði stjórnarinnar sjálfrar, sem
er hér að verki, sem fyr. Hún
er nú að verða alvarlega hrædd
um að þjóðin rísi úr rekkju til
að hrinda af sér því öki, sem
hún hefur verið hneft í. Níð-
ingsverkum sem aldrei fyrnast,
taum- og heimildarlausri eyðslu
á almannafé, óteljandi iögbrotum
og öllu því er hún hefur illa
gert — en þaö er flest.
það er sama neyðarvörnin og
fyrir síðustu alþingiskosningar,
sú að reyna að slá ryki í augu
landsmanna og verja óforsvaran-
legar gerðir sínar, með því að
halda leyndu því sem almening-
ur á heimtingu á að sé leitt í
ljós, — en það eru plöggin, sem
þola ekki dagsbirtuna, plöggin,
sem liggja í Stjórnarráði íslands.
Ef þetta er satt með 100 manna
sveitina, þá er sannað, að stjórnin
ætlar í lengstu lög að reyna að
verja lögleysu og vítaverðar
gjörðir sínar með ofbeld'. Kaupa
til þess leiðitama loddara fyrir
almannafé t algerðu leyfisleysi
þings og þjóðar.
Eins og þjóðin veit, er Fram-
sóknarstjórnin búin að sökkva
landinu og landsmönnum í svo
hyldjúft skuldafen, að það gat
enginn nema hún. Hún hefir fjötr-
að svo fjölda landsmanna að þá
skulda fjötra fá þeir ei leyst og
afkomendur þeirra vart í 2. lið.
Svo hræðilegt er ástandið.
það er víst að svo lengi sem
Framsóknarstjórnin situr að völd-
um í þessu landi, heldur hún á-
fram að leiða fjárhagslega glötun
og allskonar spillingu yfir ísland
og íslendinga.
Islendingar! Er ekki kominn
tími til að hrynda af sér þeirri
óstjórn og einræðisbrölti Klíku-
stjórnarinnar, sem landsmönnum
er ekki vært undir lengur? Jú _
það er.
Fari svo að stjórnarskrár-
breytingatillögur Sjálfstæðismanna
er þeir flitja nú á þessu þingi
verði feldar, þá er ekki nema
eitt að gera og það er, að reka
af höndum sér þá óstjórn sem
situr í trássi við mikinn meiri-
hluta þjóðarinnar í skjóli rang-
látrar kjördæmaskipunar.
þá verður lítið úr þessum 100
hans Jónasar. X.
/
Framfærslu-
nýlendur.
Framh.
Siðustu 10—12 árin hafa skoð-
anir lækna og heilbrigðisfræð-
inga á hollustu ýmsra fæðuteg-
unda breyst allmikið. Valda því
rannsóknir þær, sem gerðar hafa
verlð á svokölluðum vitaminum
eða fjörefnum, en þau eru öllum
mönnum og dýrum nauðaynleg til
þess að hægt sé að halda heilsu
og þroska, en þó einkum og sér
í lagi öllu ungviði. Ef skortur
er á þessum fjörefnum i fæðttnni
koma fram ýmsir sjúkdómar, og
hjá börnum þar að auki ýmsar
vaxtartruflanir, einkum beinkröm.
Uppgötvanir þessar hafa vald'ð
algerðum byltingum í manneldis-
fræðinni og er þeim gefinn meiri
og meiri gaumur við fóðurefna-
samsetningu bæði manna og
dýra.
Amerikumenn gengu að strið-
inu loknu á undan öðrum í rann-
sóknum þessum og stóðu þær
sem hæst hjá þeim fyrir 8 árum
þegar ég var í Nev York. þjóð-
verjar, Danir o. fl. hafa einnig
lagt til þeirra stóran skerf. Á
læknaþinginu, sem haldið var
nú í sumar í Reykjavík, flutti próf.
Fredricia frá Kaupmannahöfn 2
mjög fróðlega fyrirlestra um þessar
rannsóknir, enda hefur hann tekið
alidrjúgan þátt í þeim ásamt landa
okkar Skúla lækni Guðjónssyni.
það eru einkurn 4 tegundir
fjörefnis, sem máii skifta í þessu
sambandi og eru þau kölluð
A, B, C og D. A-efnið er í
ýmsri feiti, t. d. rjóma, einnig í
eggjarauðu, og veldur skortur
á því íllkynjaðri augnbólgu hjá
börnum og bar talsvert á henni
í fátækra hverfum stórborganna
á ófriðartímanum. B-efnið er einn-
ig í’mjólk, eggjum og hýði ýmisra
korntegunda. Skortur á því veldur
taugabólgu einkum í fótum og er
sá sjúkdómur sem nefndur er
berí-beri, allalgengur í Asíu, þar
sem menn lifa mestmegnis á
hýðislausum hrísgrjónum. C-efnið
er i ýmsum ferskum blaðajurtum
og ávöxtum. Skortur á því veldur
skyrbjúgi, sem stundum gerir vart
við sig þar sem lifað er á göml-
um mat einvöröungu. Skarfakál
inniheldur eins og fleiri káltegund-
ir allmikið af þessu fjörefni, enda
er það gamalt og gott isienskt
þjóðráð að éta það við skyrbjúgi.
D-efnið er í feiti, einkum lýai,
og er mjög nauðsynlegt börnum
á vaxtarskeiði. þegar það^vantar
í fæðuna, fá börnin beinkröm,
en annars er beinkröm oft einnig
sprottin af vöntun á sólarljósi
og lofti. Hún er skuggahverfa-
sjúkdómur, sem einkum er
algengur í borgum, en einnig
t. d. í Færeyjum og á lágu stigi
alls ekki óaigeng hér t Vestmanna-
eyjum, þrátt fyrir allt þorskalýsið
sem hér er brætt. Franh.
P. V. G. Kolka.
Gefið merkrar
bókar.
Vér íslendingar erum fámenn-
þjóð og lítt þekktir af öðrum þjóð-
um. Umheimurinn hefur til
skamms tíma borið litla vitneskju
um land vort, sögu og menningu.
Útlendingar hafa gert sér fárán-
legustú hugmyndir um lifnaðar-
háttu vora.
Margir hafa skoðað oss sem
Skrælingja — og jafnvel sumir
hafa ekki haft hugmynd um að
við værum til. —
Envérvitum það, að á síðari
árum hafa ýmsir góðir menn, bæði
innlendir og erlendir, gert mikið
til þess að kynna land og lýð
út á við. Margar bækur hafa
verið ritaðar um ísland og ís-
lensk málefni á erlendum málum,
einkum ensku og þýsku. þjóðin
hefur eignast marga vini og að-
dáendur í hópi erlendra atkvæða-
manna.
Tdgangur minn með þessu
greinarkorni var sá að minnast
lítillega á bók, sem er þess verð
að hennar sé getið.
Amerískur prófessor Watson
Kirkconnell tók sér fyrir hendur
nú síðustu árin að snúa á enska
tungu fjölda íslenskra ljóða. Hefur
hann svo, á eigin kostnað, gefið
út bók með þýðingum þessum.
Bókin kom út fyrir Alþingishátíð-
ina í fyrra og heitir „The North
American Book Of Iceiandie Ver-
se“.
Má geta þess að hún er fyrsta
bókln í miklum flokki þýðinga
(North American Books of Eur-
opean Verse) sem eiga að koma
út á tólf næstu árum. Sýnir pró-
fessor Kirkconnell oss mikinn
heíður með því að velja íslensk
kvæði t fyrsta bindi þessa merka
safns.
í bók þessari eru þýðingar úr
elsta kveðskap vorum s. s. Háva-
rnálurn, þrymskviðu o. m. fl. alt
til kvæða yngstu skálda vorra.
Prófssor Kirkconnell hlýtur að
hafa mjög næman skilning á máli
voru og hugsun, þvi að margar
þýðingarnar eru snildarverk. Vii
ég benda á kvæði eftir Sigurð
S'gurÖsson frá Arnarholti, Jóla-
kvöld (Christmas Eve), sem blrst
hefur i »Víði“, og kvæðið Tími
og rúm (Time And Space) eftir
Sigurbjörn Sveinsson. Sérstakiega
hefur prófessornum tekist vel
þýðingin á kvæði Sigurbjörns.
þar hefur hann þrætt hverja
hugsun af næmum skiiningi, án
þess þó á nokkurn hátt að raska
gildi þess — frá sjónarmiði list-
arinnar. — I fjölmörgum öðrum
kvæðum hefur Kirkconnell tekist
prýðilega að þræða hverja hugs-
un út í æsar. Sum kvæðin virð-
ast jafnvel öllu tilþrifameiri í
þýðingunni, en á frummálinu.
Bókin er því fyllilega þess verð
að hún sé bæði keypt og lesin.
Eins og úg tók fram, hefur pró-
fessor kirkconnell gefið bókina
út á sinn kostnað. Hefur hann
séð svo um að hún sé seld eins
ódýrt og framast' er unnt Vér
ísiendingar stöndum í mikiili
þakkarskuld við prófessor Kirk-
connell, því hann hefur lagt drjúg-
an skerf af mörkum, tii þess að