Víðir


Víðir - 19.08.1933, Blaðsíða 2

Víðir - 19.08.1933, Blaðsíða 2
VlBlt tm Kemur út einu sinni í viku. Ritstjöri: MAGNÚS JÓNSSON Afgreiðslumaður: JÓN MAGNÚSSON Sölvangi. Sfmi 58. Pósthólf 4. þeim mönnum, sem berjast áttu gegn kommúnistunum. Æskumenn íslands, svo þúsundum skiftir sáu aö ef ekkert væri að gert þá mundi kommúnisminn ryðja í burtu öllu þvi, sem þjóð vorri er helgast og kærast — og þeir tóku til starfa. Baráttan við kommún- ismann er hafin, baráttan við ánauð, hungur, fátækt og örbyrgð. Baráttan er um, hvort að hór á landi skuli vera frjálsir og sjálf- stæðir menn eða öreigalýður. All- ir sannir íslendingar munu fyr en seinna skipa sér í flokk þeirra manna, sem nú hafa hafist handa til þess að útrýma skoðunum kommúnista meðal þjóðarinnar. Framtíð og heill landsins stafar hætta af þeim mönnum, sem alt viljá leggja i eyði, öllu spilla og sundra, mönnum sem vilja út- rýma þjóðerni og trú og gera þjóðina að fávita-öreigalýð, til þess eins, að þeir, kommúnistar, geti náð i völdin. Kommúnistar þykjast vera að vinna fyrir verka- menn og fátækara fólkið, en þeir skerða eina vopnið, sem það á — verkalýðssamtökin, og þeir við- halda fátækt og örbyrgð svo lengi og þeir geta. Hér í Vestmannaeyjum hefir kommúnistum tekist að ná nokkurri fótfestu og er það óskilj- anlegt. Vestmannaeyjar byggja hraustir og duglegir menn, sem ávalt hafa verið útverðir íslensku þjóðarinn- ar á mörgum sviðum. Hjá þeim býr karlmenska, þrek og dreng- skapur og þeir raunu ekki lengur geta horít aðgerðarlausir á það að kommúnisminn er að festa rætur meðal þeirra. Burt með kommún- ismann er herópið, sem heyrist um gjörvalt ísland, innst til dala og út við strendur. Alstaðar eru menn að hrista af sér deyfðina og dtungann og hefja baráttu gegn kommúnismanum. Vestmannaeyingar munu ekki síður en aðrir íslendingar jtaka þátt í því starfi, sem hafið heflr verið til þess að útrýma niður- rifsstefnu kommúnismans. GHsli 8igurI)j8rnsson. Utsvörin scm adaltekjustofn. Á undanförnum árum hefir bæjarfélagið haft útsvörin sem að- al tekfustofn. Hafa þau verið lögð á „eftir efnum og ástæðum*, eins og það er kallað. Pví fer fjarri að álagning hafl verið vel liðin og allra síst, eftir að kreppan skall á. Þeir sem hafa verið í niður- jöfnunarnefnd, hafa sjaJdan fengið þakkir fyrir unnið starf, enda mun vera erfltt að gera svo öllum líki. En ef litið er á með sannsýni hvernig verk það er, sem niður- jofnunarnefndarmennirnir eiga að inna af hendi, þá munu flestir verða að viðurkenna það, að að- staðan er mjög erfið. Niðurjöfnunarnefndinni er skip- að fyrir að leggja á vissa upphæð, og deila henni niður á gjaldend- urna. Hún getur aldrei raunveru- lega, nema að litlu leyti, fylgt því iögmáli að leggja á eftir efnum og ástæðum. Ef niðurjöfnnnarnefndinni er falið að leggja á í heild t. d. eitt hundrað og flrnmtíu þúsundir, þá verður hún að gera það. Þrátt fyrir þótt hún viti ekkert um það, hvort gjaldþol bæjarbúa leyfi Það. Við skulum hugsa okkur, að hún skifti gjaldendunum í flokka, og reikni svo hvað sanngjarnt sé að leggja á hvern gjaldenda flokk. Nú skúlum við segja að flokkarn- ir séu fimm. í 1. fl. væri heiidarál. 50 þús. - 2. • — — 30 -— - 3. - — — 20 — - 4. - — -- 10 — - 5. - — — 5 — Samtals 115 þús Ef við nú göngum út frá því, að þessi tala væri sanngjörn og eins og álitið að sanngjarnt væri eftir efnum og ástæðum, þá sjá allir að ef fjárhagsnefnd skipaði svo fyrir, að leggja þyrfti a 150 þús., þá væri ekki lengur farið eftir gjaidþoli og efnum og ástæð- um, heldur eftir því hvað bæjar- stjórn vill eyða miklu. Þess vegna er það ekki rétt, að semja fjárhagsáætlun áður en vitað er hvað sanngjarnt er að leggja á. Það er aldrei hægt að semja tekjur eftir gjöldum, heldur á að haga úlgjöldnm eftir tekjunum. fað færi fallega fyrir útgerðar- manni, ef hann í byrjun vertíðar tæki upp á því, að hækka öll út- gjöld úr hófl fram og segði svo við formanninn, að hann yrði bara að flska j£svo og svo mikið, þrátt fyrir það, að jafnvel væri um tveggja báta afla að ræða. Sennilega myndi öll bæjar- stjórnin hlæja að blíkum manni! En — hvað er hún sjálf að gera, þegar hún semur fjáihagsáætlun? Hún segir allt. af það sama: Fetta leggið þið á góðir hálsar! En spyr aldrei að því sem er aðalp.triðið: Hvað er gjaldþol bæjarbúa mikið. Leyfi gjaldþol almennings ekki þau útsvör sem bæjarstjórn vill leggja á, þá verður hún að fara eítir því, og í stað þess að hækka útsvörin, þá á hún að lækka út- gjöldin. Útsvörin eru því aðeins rétt- mætur tekjustofn, að þau sóu lögð á eftir gjaldþoli bæjarbúa. En þau verða aldrei tekjustofn sem byggja megi á, ef aðeins er farið eftir þvi, hvað þurfi að ieggja á til þess að eyða megi eins og bæjar- stjórn langar til. Sem betur fer, þá eru nú út- gjöld bæjarins svo, að á næsta ári er hægt að draga mikið úr þeim. Nú má segja, að þau renni svo að segja öll til þurfalinga. Á næ8l.a ári þuifa ekki aðrir að vera á bænum en þeir, sem eru veikir eða gamlir. Frísku fólki öllu, er hægt að skapa arðber- andi atvinnu ef rétt er að staðið. Hefi ég hér áður í þessu blaði bent á leiðir í því efai og margar fleiri má flnna, ef nýtir menn leggja sig fram til þess. Pótt eigi sé það á færi meðalmanna þeirra, sem þykjast ávalt vera að vinna fyrir alþýðuna. Þarf eng- inn hugsandi maður að vænta góbs, afslíkum mönnum sem I*or- steini og ísleifi,r þeir 'munu vart fara að breyta frá þeirri otefnu sinni að rífa niður. Enda er það nægilegt álag fyrir alþýðuna að vinna fyrir þessum körlum, þótt ekki fari húti f við- böt að fá þeim völdin, og fremja þar með efnalegt moið á fjárhag bæjarins og einstaklinga. Ég mun svo 1 næsta Viði benda á ýmsa gjaldaliði sem hægt er að lækka og sýna m. a. hvað náms- kostnaður er raunverulega mikill hjá hverjum nemenda Poreteins Víglundssonar s. 1. ár. Framhald. Sig. S. Sckerlng. Meistaramót I. S. I. Haldid í Veshnannaeyjum 11. 12. og 13. agúst 1933. Spjótkast.. Þátttakendur voru 5. Úrslit urðu þessi: 1. Hafst. Snorrason K.V. 46,98 st. 2. Aðalst Gnnnl. K.V. 46,09 st. 3. þorst, Einarsson Á. 43,33 st. Kringlukast. Þátttakendur 5, úrslit þessi: 1. Júl. Snorrason 35,37 st. 2. Porst. Einarssun 34,67 st. 3. Garðar S. Gíslason 33,19 st. Kúluvarp. Þátttakendur 5, úrslit þessi: 1. Þorst. Einarsson Á. 12,15 st. 2. Jdl. Snorrason K.V. 10,09 st. 3. Garðar S. Gíslason K.R. 9,60 st. 1500 stk. klaup. pátttakendur 6, úrslit þessi : 1. 01. Guðmundsson K.R. 4,36 m. 2. Gísli Kærnestrid A. 4,36,5 m. 3. Karl Sigurhansson K.V. 4,39 m. 5000 stk hlaup. Þátttakendur 4, úrslft þessi ; 1. K. Sigurhans/ K.V. 16,35,5 m. 2. Sverrir Jóhanss. K.R. 17,51 m. 3. Magn. Guðbjörns. K.R. 18,02 m. 100 stk. hlaup. Þátttakendur 6, úrslit þessi: 1. Garðar S. Gíslas. K.R. 11,7 sek. 2. Hafst. Snorrason K.V. ll,9sek. 3. Drníel Loftsson K.V. 13 sek. Stangarstökk. Þátttakendur 3, úrslit þessi: 1. Ásm. Steinsson K.V. 3,00 st. 2. Lárus Ársælss. K.V. 2,80 st. 3. Sig. Steinsson Í.R. 2,60 st. Hástökk. Pátttakendur 4, úrslit þessi: 1. forst. Einarsson Á. 1,60 st. 2. Sig. Sigurðsson K.V. 1,54 st. 3. Jón Ólafsson K.V. 1,49,5 st. 400 stk. hlaup. 4 þáttt.akendur, úrslit þessi: 1. 01. Guðmundsson K.R 59,3 sek. 2. Gísli Kærnested Á. 69,8 sek. 3. Hafat. Snorrason K. V. 60 sek. 400 stk. boðhlaup. Þátttakendai' 3 félög, úrslit þessi: 1. K.R 50 sek. 2. Ávm. 50.9 sek. 3. K.V. 50,9 sek. 10000 stk. hlaup. 3 þátttakendur, úrslit þessi: 1. Karl Sigurhaus. K.V. 34,28,6 m. 2. M. Guðbjörnsson K.R. 38,44 m. 3. Vigfús Olafsson K.V. 38,47 m. ÚTBREIÐIÐ VÍÐI

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.