Víðir


Víðir - 29.12.1934, Blaðsíða 1

Víðir - 29.12.1934, Blaðsíða 1
VI. árg. Vestmanuaeyjuin, 29. deseniber 1934 40. tW, Jólin. Það var á þriðja í jólum, að tveir ungir vinir gengu sér til hressingar upp í brekkuna ofan við bæinn. Þar tyltu þeir sér niður Qg röbbuðu saman. Kvað þeir hétu kemur ekM máli við, en við getum kallað þa Á. og B. Alt í einu segir sá fyr nefndi: Nú eru aðal jóladagarnir liðnir. Hvaða.minningar áttu nú helstar frá þeim ?" „Þær sðmu og áður", svarar B., jólin hafa altaf verið og verða vonandi merkasti og bjart- asti áfangastaðurinn í lífl rrínu. Hugsaðu þér t. d. öll þau undur af gleði og hlýju, sem Þá geialar og líður frá manni til manns. Og sór=taklega minnist ég henn- ar mömmu, á jólunum, fyr og síð- ar, þessarar margþreyttu möður, sem frá morgni til kvölds erflðar meira en nokkur annar til þess að piýða fátæklega húsið sitt, sér- staklega fyrir jölin. Og þegar loks að það var búið, þá þrosti enginn hjartanlegar en hun, sem þó var allra þreyttust. Pó að mamman sé oftast allra manna best, þá er það auðvitað jólahátiðin, sem mestu veldur um þessa fórnfýsi og gleði, sérstaklega þessa daga. Máttur jölanna er svo mikill, að þó að guðnýðingar, hvort sem þeir éru nefndir kommunistar eða annað, geri gys að jólabarninu og móður þess, og að þvj er sýn- ist, láti aðrar mæður gjalda fórn- fýsinnar til þess að gera minning- una um þau sem dýiðlegasta, þá fá þeir engu um þokað. Árþúsundir líða og enn eru jöl- in fagnaðarhátíð œannanna. — Enn bjóða þeir hver öÖrum: Gleði- leg jól. íslenskir Þjóðhættir. Nýlega er komin út bók með þessu heiti, og er að mestu eftir sr. Jónas heitinn Jónasson, gefin út eftir handriti, sem hann hafði ekki lokið við. Rit þetta er mikið og geymir mikinn fróðleik og margvíslegan, um siðu og þjóðháttu hér á landi um 2—3 aíðustu aldirnar. En ekki er sá fróðleikur vatn á mylnu þeirra, sem sí og æ stagast á þvi, að alt hafi verið betra áður fyr. Myndin af þjóðlifinu verður heldur ömur- leg, eftir bókinna að dæma. Hér verður ekki gerð nein tilraun til að gagnrýna bókina, til þeas eru engin tök, en geta ma þó þess, að tvö atriði þarf að taka hér til athugunar sér- staklega. Fyrst er það, að ritið nær ekki yfir þanu kafla, er að flskiveiðum lýtur, eða lífi manna við sjávarsíðuna yfirleitt, nema að litlu leyti, og það ekki alt til vegsemdar. Höf. entist ekki aldur til að skrifa þann kafla. Verður einhver annar að gera það. Það er því enn tími til að koma að réttum upplýaing- um um tílhögun fiakiveiða hér á fyrri tímum og öðru því, sem að þeim lýtur. Mér er ekki kunnugt að það verk hafi ver- ið unnið til hlitar, en mörgu má enn bjarga, sem elstu menn muna. Þeim fækkar óðum og förlast minni, sera muna nokk- uð að ráði meir en balfa öld aftur í timann. Það er ilt ef þeir fara með mikið af nytsöm- um fróðleik með sór i gröfina, þvi að það verður ekki bætt á neitt hátt. Vera má að margt hafi verið ekrifað upp gömlum mönnum, eða .þeir skrifað sjálfir, en hætt er við að enn leynist eitthvað eftir í hugum þeirra, er ekki hafl þótt vert að halda til haga en svo fer einmitt oft um hið fágætasta. Það er lengi von á einum ef vandlega skal tína saman alt er til fróðleiks má telja um fiskiveiðarnar eins og þær voru stundaðar hér á landi um langan aldur. Hitt atriðið er um fuglaveið- arnar. Frá þeim er nokkuð sagt í bókiimi, en fæet af því á við það sem hér tíðkast, sem betur fer. Um það efni hefir eitthvað verið ski ifað hér, en ekki hefir það komist í bókina. Þarf að skrifa greinilega um veiðarnar i einu lagi og koma því á framfæri á réttan hátt, þar sem fræðimenn hafa greið- an aðgang að því. Þess má geta veiðimönnum hér til sæmd- ar að þeir hafa ekki unað við hinar ómannúðlegu veiðiaðferð- ir, sem lengi hafa haldist við annarsstaðar. Bæði þessi atriði minna mann á það, að þörf er á að rifjað verði úpp, það sera til næet um menningu og lifnaðarháttu Eyjabúa, síðustu 2 — 3 aldirnar en þó einkum frá 19. öld. Margt er til skrifað um þau efni, en mun fleat vera á víð og dreif, og þarf að koma því öllu á tryggan stað. Eftirtektarvert er það að næstum ekkert er til héðan af þjóðsögum eða kveðskap, sem lifað hafði frá síðastl. öld. Það er þó ekki fyrir það að þjóð- trúna hafi vantað, heldur er hitt, að annaðhvort heflr ekki verið safnað, eða að menn hafa safnað þessu handa sjálfum sér en ekki almenningi til gagna né ánægju. Það er háttur sumra manna að lúra svo fast og lengi á svona smásöfnum, að þau verða engum að notum. þau finnaet oft hálfólæsileg að þeim látuum og er þá stundum glatað af gáleysi þeirra, sem ekki kunna að meta þau. Það væri gott verkefni fyrir námfáaa unga menn og konur að safna saman, þvi setn enn kann að leynast hér manna á millí af gömlum fróðleik og færa í letur. Frásagnarlistin ís- leuaka er svo frábær íþrótt, að hana ber að iðka og æfa. Eldra fólk, sem loðir á gömlum fróð- leik, vinnur þarft verk með því að koma honum á framfæri og hvetja ungt fólfc til að meta gömul verðmæti, hvort sem eru sögur, ljóð eða annað er til upplýsingar má telja. Þar fyr- ir er ekki uauðsynlegt að ryðja öllu á prent jafnóðum, eins og sumra er siðuu. Lengi var það siður að sum- ir menn söfnuðu ljóðabréfum, sveitabrögum, smáaögum bg draumum eða skrifuðu hjá sér atburði þó smáir væru, jafn- óðum og þeir gerðust. Murgt er að finna í dagbókum gam- alla manna, sem getur haft talsverða þýðingu þó að smá- vægilegt virðist í bili. Það kemur sér vel að fá fregnir í útvarpinu af öllu sem við ber. Eu hve margir muna þær — er frá líður? Daglegir viðburðir og rninn- isbækur, eru annað enfróðleik- ur um siðu, háttu og trú manna á liðnum timum, en þeesu þarf að bjarga meðan gamla fólkið er enn á lífi og heldur fullu minni. Það er orðið svo fátt eftir af fólki, sem man gamla tímann eins og hann var, að þetta má ekki dragast. Fúslega vildi ég hjálpa til við slíka söfnun og veit ég að fleiri vildu gerat Gamla þjóð- þjóðtriiin er nu alveg að hverfa úr sögunni, og með henni hverfa allar gömlu rökkursögurnar og ljóðin, sem oft voru listaverk, og trausatari grundvöllur undír góðri íalensku en margar mál- fræðibækur. Páll Bjarnason. Molar. Alþingi var slitið þann 22. þ. m. Sjálf- sagt hefði það ekki skaðað þjöðar- heildina neittj, þó að skemur hefði það staðið, því það er mál hinna vitrustu manna, bæðl utan þings og innan, að hið nýafstaðna Al- . þingi sé hið heimskasta þing, sem enn hefir haldið verið á voru landi. Hin merkustu mál, sem þingið hafði til meðfaðar, voru frum- vörpin til viðreisnar Sjávarútvegin- ,nm. En af því frumvö'p þau vorö flutt of Sjálfstæðísmönnum og þeir börðust fyrir þeim af alefli, þótti „rauðflekkum" sjálfsagt að eyði- leggja þau. Það verður að minsta kosti að lita svo á, því varla er hægt að álita að allir þingmenn meiri hlutans séu svo heimskir að þeir ekki sjái að fljó^t styttist að strandstað þióðarsnekkjunnar, ef haldin verður afram sama skakka stefnan og haldin hefir verið hin síðari árin, og nú var gerð e'nn vitlausarí. Mega jafnaðarmenn þingsina skammast sín, því vitanlega lifa þeir flestir á sjavatútveginum, þó að þeir hvorki nenni að draga flsk úr sjó eða gera hann að verslunaivöiu, — séu einskonar sníkjudýr á líkama útvegsins, snýKjudýr sem ekkert hugsa um velferð kjósenda sinna, heldur að- eins eiginhagsmuni. Einkcnni þingsins. Þegar Alþingi var slitið sl. laug-

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.