Víðir - 04.02.1939, Síða 1

Víðir - 04.02.1939, Síða 1
X. árg. Vestmannaeyjum 4. febrúar 1939 5. tbl. HvaJ þarí að gera í íramleiðslumálunum? í nýársboðskap sínum til þjóðarinnar nú um áramótin lét forsætisráðherrann svo um mælt, að það liti út fyrir að meðal unga fólksins í landinu væri að hefjast vakning í þá átt að snúa sér að atvinnu og framleiðslumálum þjóðarinnar, í stað þess að halda áfram á þeirri braut sem flestir hinna ungu manna hafa farið í verkefnavali eínu undanfarið, að flýja frá framleiðslunni til þess að kom- ast í þau störf sem taxtakaup eða föst laun eru greidd við. Lét forsætisráðherrann í ljósi hina mestu ánægju yfir þessari stefnubreytingu fólksins og ósk- aði og vonaði að hún mætti verða sem aterkust, Það munu vissulega alHr hugsandi menn taka undir það að fagna því ef svo bæri að hér, að pau straumhvörf yrðu í lífsstefnu fólksins, að það hyrfi aftur að framleiðslunni og viðreisn atvinnuveganna. En í sambandi við þessi mál er rétt að athuga það, hverjar séu ástæðurnar til þess flótta, sem undanfarið hefir verið frá atvinnuvegunum, og livað helst þurfi að gera til að snúa hon- um til baka. Það er vitanlegt, öllum, sem fylgjast með málefnum þjóðar- innar, að afkoma tveggja aðal- atvinnuvega landsmanna hefirá nndanförnum árum verið sú, að þar hefir alt gengið niður ávið — Stórtöp og skuldir hafa hlað- ist á þá svo að segja með hverju ári, svo að öll von um afkomu þeirra í framtíðiuni hangir nú á hinni tæpustu nöf. Það verður eigi um það deilt að hin mikla heimskreppa með þeím viðskiptaörðugleikum og því verðhruni, sem hún hefir skapað á allri okkar framleiðslu- vöru á sinn stóra og mikla þátt í að orsaka þessar miklu þrengingar atvinnuveganna. En það verður heldur eigi fram hjá hinu gengið, að sú at- vinnupólitík sem rekin hefir ver- ið hér hin síðustu 10—15 ár á líka sinn þátt í að skapa þetta öngþveiti. Með landnámi Socialismans hér hófst hin gengdarlausa kaup- kröfupólitík, sem síðan hefir harðnað æ meir og meir eftir því Bem forystumönnum henn- ar hefir aukist byr undir vængi. Þessi pólitík hefir verið rek- in með það eitt fyrir augum, að afla forsprökkum hennar stjórn- málafylgis meðal þeirra, sem selja vinnu sína. Þess vegna hefir þessum mönn- um aldrei komið í hug að at- huga neitt um það hvort þær kröfur, sem þeir gerðu um hækk- að kaup, væru í samræmi víð afkomu og gjaldgetu atvinnu- veganna; enda hefir það einnig verið markmið þeirra að fjand- skapast við allan einstaklings- atvinnurekstur og koma honum á kné, svo síðar yrði hægt að framkvæma hér höíuðtakmark Sócialista — þjóðnýtingu allra atvinnutækja. Afleiðingin af þessari kaup- kröfu- og atvinnupólitík þessara manna hefir svo orðið sú, að alt kaupgjald og öll laun sem greidd eru í landinu hafa orðið það há, að ekkert aamræmi er á milli þeirra og tekna fram- leiðslunnar. Hafa því framleið- endur eigi haft nema um tvent að velja, annaðhvort að kaupa vinnuna þessu dýra verði, sem svo hefir gert allan atvinnu- rekstur að taprekstri eða að leggja árar í bát með fram- leiðslu sína og skipa sér í hóp þeirra, sem selja sína vinnu. Á þennan hátt hefir atvinnu- pólitik Sócialista spunnið sinn þátt í þeim vef skulda og fjár- hagslegs öngþveitis sem öll framleiðsla þjóðarinnar siturnú föst í. Og á þennan hátt hefir verið ýtt undir að skapa hinn Btöðuga flótta fólkBÍns fni at- vinnuvegunum. Það er því fyllilega ástæða sjjr Nýja Bíó ) Sýnir sunnudag 5. febr. kl. 8V2 >ADÖLF STEEKIc ( Sænsk kvikmynd með afbrigðum skemtileg og spennandi. Aðalhlutverkið leikið af vinsælasta leikara Svía ADOLP JAHR ásamt öðrum úrvals sænskum leikurum. Alþýðusýníng kl. 5 100 menn og ein stúlka Gullfalleg og hrífandi kvikmynd með Deanna Darbín og Leopold Stokowskí i^ Bíó Samkorauhússins ^i Sýnir sunnudag 5. febr. kl. 8V2 Leikaralif í Hollywood Sérataklega efnisrík og blátt áfram göfug mynd um líf leikaranna í hinum heims- fræga kvikmyndabæ — um baráttu þeirra til að ná frægðartindinum — um gleði þeirra og sorgir — ástir og skemtanir. Aðalhlutverkin leika: EREDRIC MARCH og JANET GAYNOR Myndin er öll í eðlilegum litum. Alþýðtisýníng kl. 5. e.h. Broadvay Helodie 1938. Sérstaklega skemtileg söngva- og dansmynd með dansmúsik eftir frægasta danslagahöfund heimsins: Irving Berliu. Aðalhlutverkin leika: Dick Powell, Madeleine Carroll og Alice Faye. — Aukamynd: Lifandi fréttablað. Alþýðti- og barnasýníng kí. 3 Káti Karlinn Regluleg gríumynd frá upphafl til enda I

x

Víðir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.