Víðir - 14.07.1947, Blaðsíða 4

Víðir - 14.07.1947, Blaðsíða 4
Ný skip í höf n Bæ)arfréttir Hjúskapur. Síðastliðinn laugardag voru gefin saman í hjónaband af hr. bæjarfógeta Sigfúsi M. Johnsen, ungfrú Jarþrúður Elínborg Jóns- dóttir fró Ólafsvöllum ó Skeiðum og hr. útgerðarmaður Júlíus Snorrason fró Hlíðarenda. Ennfremur voru nýlega gefin saman í hjónaband í Reykjavík af séra Sigurjóni Árnasyni, Sig- ríður Jónatansdóttir (Jónssonar, vitavarðar) og hr. jórnsm. Guð- mundur Steinsson. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Ása María Þórhalls- dóttir (Gunnlaugssonar, símstöðv arstjóra) og hr. skipstjóri Björn Gunnlaugsson í Boston. Nýlega opinberuðu trúlofun sína í Reykjavík ungfrú Súsanna Halldórsdóttir (Einarssonar, út- gerðarmanns) og hr. vélstjóri Eyj ólfur Jónsson fró Garðsstöðum. Próf. Prófum fró æðri skólum hafa eftirtaldir Vestmannaeyingar lok ið ó s.l. vori. Hóskóli íslands: Axel Ó. Ólafsson embættisprófi í lögfræði. Stúdentsprófum luku fró Menntaskólanum í Reykja- vík: Árni Guðjónsson, Breiðholti og Haraldur Einarsson, Þorvalds- eyri. Menntaskólinn ó Akureyri: Gísli Kolbeins, Ofanleiti. Verzl- unarskóli íslands: Björn Júlíus- son, Stafholti og Theódór Georgs- son, Vestmannabraut. fþróttaþóttur: Flokkur drengja fór héðan ó Drengjamót Ármanns, sem hald- ið var í Reykjavík 5.—6. júlí síð- astliðinn. Frammistaða þeirra var yfirleitt ógæt, en þó mun veður hafa dregið eitthvað úr órangri. Kristleifur Magnússon vann stangarstökkið, stökk hann 3,20 m og hætti vegna veðurs. Adolf Óskarsson vann spjótkast- ið og setti nýtt íslenzkt drengja- met, kastaði hann spjótinu 57,45 m., eldra metið var 53,97 m. Þó var hann annar í þrístökki, stökk hann 12,77 m. og er það nýtt Vestmannaeyjadrengjamet. Einn ig var hann annar í stangar- stökki og stökk 3,00 m. Eggert Sigurlósson sigraði í 1500 m. hlaupi á 4,38,6 mín. V.b. Helgi Helgason, hið nýja og glæsilegd skip, er Helgi Bene- diktsson hefir látið srníða hér í Eyjum mun nú fullbúið til síld- veiða. Stærð skipsins er 33,4 m á lengd, breidd 7,2 m. dýpt 3,4 m. Skipið er knúið 500 hestafla June Munktell vél. Auk aðalvél- ar skipsins er 50 ha. háþrýstivél, sem knýr dekkvindur og 16. ha. ljósavél. Teikningu að skipinu gjörði hr. skipasmíðameistari Brynjólf- ur Einarsson, sem jafnframt sá um smíði skipsins. Er hinn mesti sómi að skipi þessu fyrir Eyjabúa. Skipið mun vera hið langstærsta sem smíðað hefir verið hér á landi. Um- dæmistala skipsins mun verða VE. 343. V.b. Jón Stefánsson VE 219 eigandi er Björgvin Jónsson. Stærð bátsins er 65 smál. Hann er knúinn 190 ha. Allen Diesel og auk þess er ljósavél Lister 12 ha. Báturinn var reistur 4. 10. 1946, en hljóp af stokkunum 4. 7- J947- Báturinn er smíðaður í Skipa- smíðastöð Vestmannaeyja. Teikningar gerði Runólfur Jóhannsson, sem jafnframt sá um smíði bátsinsi V.b. Blátindur VE 21. Eigendur eru Páll Jónasson, M. Thorberg og Ágúst Ólafsson. Stærð bátsins er 44,78 smál. brúttó. Vél bátsins er 150 ha. Alfa Diesel og ljósavél 15 ha. Lister. Báturinn var reistur í ágúst t946, hljóp af stokkunum s.l. sunnudag. Báturinn er smíðaður hjá h.f. Dráttarbraut Vestmannaeyja/. Teikningu gjörði Eggert Gunn- arsson en yfirsmiður var Gunnar M. Jónsson. Járnsmíði annaðist Vélsmiðj- an Magni h.f. Málningu annaðist Stefán Finnbogason. Raflagnir annaðist Har. Ei- ríksson. B.v. Sævar (ex. Þór) hefir ný- lega verið keyptur hingað til bæjarins. Skipið er Vestmanna- eyingum gamalkunnugt og verð- ur því eigi geíin lýsing af því hér í blaðinu. Umdæmistala skipsins er VE. 102. Eigendur skipsins eru þeir hr. skipstjóri Benóný Friðriksson og hr. bæjarstjóri Ólafur Á. Kristjánsson. Skipið er þegar farið til síldveiða. Ennfremur verður gerður héðan út til síldveiða sænskur bátur. Stærð hans mun vera ca. 73 tonn og er hann knúinn á- fram af 150 hestafla Scandíavél. Útgerðarm. og skipstjóri er lrr. Þorvaldur Guðjónsson. Víðir býður öll þessi stóru og glæsilegu skip velkomin í Vest- mannaeyjahöln og óskar skipum, skipverjum og eigendum allra heilla í framtíðinni. Golfmeisfaramét Islands 1947. Golfmeistarmót íslands 1947 hófst í Reykjavík sunnudaginn 6. júlí með undirbúningskeppni. Keppendur voru 25: Frá Reykja- vík 16, Akureyri 6 og Vest- mannaeyjum 3. í undirbúnings- keppninni voru leiknar 18 hol- ur, og komust 16 fyrstu kepp- endurnir í meistaraflokk, þar af allir keppendurnir frá Vest- mannaeyjum, en h'inir 9 í 1. flokk. Keppnin var höggakeppni. I undirbúningskeppninni urðu þessir efstir: 1. Jakob Hafstein R. 83 högg 2. Sigtr. Júlíusson A. 84 högg 3. Helgi Eiríksson R. 86 högg 4. Sveinn Ársælsson, V. 88 högg I framhaldskeppninni voru leiknar 72 holur, og fóru leikar þannig að Golfmeistari íslands 1947 varð Ewald Berndsen, Reykjavík með 310 högg. Sveinn Ársælsson, V. varð 8. með 336 högg. 9. Lárus Ársælsson, V. með 349 högg og Axel Halldórs- son, V. varð nr. 14 með 375 högg. ’Veðrið var mjög óhagstætt tvo fyrstu dagana, sérstaklega þó á suudag og mun það hafa dregið mjög úr getu keppendanna. Gatnagerð I 30 miljórt króna áætluninni fyrir síðustu bæjarstjórnarkosn- ingar var meðal annars talað uin að steiristeypa götur bæjarins. Hálft annað ár er nú bráðuro liðið síðan vinstri menn settust á valdastól og ekki hafa þeir enn- þá steypt einn einasta meter. Hvað finnst mönnum um að aka um götur bæjarins, er það 1 ekki líkara að ntenn séu staddii' uppi í óbyggðum en á akbraut- um í kaupstað? Hvað verður af því fé, sem á- ætlað er til gatnagerðar í fjár- hagsáætlunum fyrir bæinn og lagt er á bæjarbúa? Á áætlun 1946 voru kr. 50 þúsUnd til stein steypu vega og auk þess 200 þús- und til viðhalds vega og holræsa. Sömu upphæðir skreyta áætl- unina fyrir yfirstandandi ár. Er 30 milljón króna planið markleysa ein í framkvæmdinni eða livað? Bæjarútgerðin Er blaðið fór í prentun voru enri alls ókunnir öllum bæjarbti- um reikningar bæjarútgerðar- innar, sem áttu að vera fullgjörð ir í febr. mán. í vetur. Eigi liafði þá heldur verið ráðinn neinn framkvæmdastjóri. Þess virðist þó full þörf, þó eigi væri til ann- ars en framkvæma jafn sjálfsagt skylduverk og það að gjöra upp reikninga útgerðarinnar a. m. k. árlega. Handknattleiksflokkur kvenna úr Knattspyrnufél. Tý fór ó handknattleiksmeistaramót Islands er fór fram í Reykjavík ó dögunum. Árangur Týsstúlkn- anna mó teljast all góður. Þær unnu í. R. með 8:1, töpuðu öðr- um leiknum er þær léku við nú- verandi Islandsmeistara, Ár- mannsstúlkurnar með 4 : 2. Unnu þriðja leikinn gegn F. H. með 6 : 2. Haukar gófu Tý leik þann er þær óttu að leika gegn þeim. íslandsmeistarar urðu að þessu sinni Ármannsstúlkurnar og hlutu þær 8 stig og aðrar í röðinni Týsstúlkurnar með 6 stig. Týr hefir boðið íslandsmeistur- unum að heimsækja sig ó þjóð- hótíðina og munu Týsstúlkurnar hafa fullan hug ó því, að kvitta fyrir ósigurinn er þær biðu fyrir þeim í Reykjavík ó dögunum. Hjólbörur Þeir, sem hafa fengið lónaðai" hjó okkur hjólbörur skili þeim nú þegar. Innileguslu þakkir til ykkar allra nœr og fjœr fyrir gjaf- ir og hlýjar kveðjur á sextiu ára afmœlisdegi minum. Jónína Jónsdóttir Gerði hraðfrystistöðin

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.