Víðir


Víðir - 07.02.1948, Blaðsíða 4

Víðir - 07.02.1948, Blaðsíða 4
 Þökkum hjartanlegaöllum nær og íjær auðsýnda sam- úð og vinsemd við andlát og jarðarför SÖRU ÁGÚSTSDÓTTUR, Varmahlíð Vandamenn — RABB — Bœjarfréttir Silfurbrúðkaup Þann 3. febrúar s.l. áttu þau Sísí og Ástþór Matthíasson, Sóla, silfurbrúðkaup. Árshótíð Félag ungra Sjálfstæðismanna hélt árshátíð sína í Samkomuhús inu s.l. laugardag 31. janúar. Hófst skemmtunin með sam- drykkju, undir borðum voru ræður fluttar, sungið og frk. Arndís Björnsdóttir leikkona las upp smásögu. Eftir að staðið var upp frá borðum var sýnd kvik- mynd héðan úr Eyjum, síðan var stiginn dans til kl. 4 um nóttina. Gerður var mjög góður rómur að skemmtiatriðum og skemmtu menn sér hið bezta. Hófið sóttu 260 manns. — Formaður F. U. S. er Björn Guðmundsson, kaup- maður. ísfisksala Elliðaey seldi afla sinn, um 4600 kit, í Hull s.l. þriðjudag. Fékkst fyrir aflann 11335 sterl- ingspund, og má það heita all- sæmileg sala og mun betri en út- litið var um það leyti, sem skipið átti að selja. Um 400 kit af aflan- um var ekki söluhæft. ísfisksala B.v. Helgafell seldi afla sinn í Fleétwood í þessari viku, um 2000 kit fyrir 5606 sterlings- pund. Um 400 kit urðu óseljan- leg. Er þetta dágóð sala eða svip- uð og hjá Elliðaey. Götunöfn Bæjarstjórnin ákvað fyrir skömmu nöfn á götum þeim, sem lagðar hafa verið í svoköll- uðu Hásteinshverfi. Heitir sú vestari sem með Brimhólunum liggur Brimhólabraut en sú eystri Hólagata. Vatnajökull Vatnajökull kæliskip hrað- frystihúsanna kom hingað s. 1. fimmtudag. Mun skipið lesta hér 5—6 þús. kassa af hraðfryst- um fiski, verkuðum fyrir Ame- ríkumarkað. Mest af þessu magni er frá árinu 1947 en þó mun eitthvað lítilsháttar vera fram- leitt á þessu ári. Bæja rsfjórna rf undur Bæjarstjórnarfundur var hald- inn s.l. fimmtudagskvöld. — ío mál voru á dagskrá, þ. á. m. reikningar bæjarsjóðs og fyrir- tækja hans fyrir árið 1946 svo og kosning fastra nefnda. Á þessari öld félagshyggju og allskonar félagsstarfsemi læðist oft inn í meðvitund manns efi um gagnsemi hinna ýinsu félaga sem nú eru svo mjög starfandi og láta mikið á sér bera. En hvað svo sem má um öll þessi iélög segja í heild, þá er það nu svo, að mörg af þeim gera mikið gagn. Eitt af þeim félögum sem ég hygg að flestir séu sammála um að séu til mikils góðs í hverju þjóðfélggi er skátafélögin. Skátafélögin beina meginþung anum af sinni starfsemi til áhrifa á yngri kynslóðina, þannig að livert samfélag fái sem bezta borgara. Innan hvers skátafélags- skapar er hver meðlimur þjálf- aður í göngum og íþróttum, sem styður að aukinni líkamshreysti, skátum er kennd hjálp í viðlög- um og áherzla mikil lögð á hjálp- fýsi yfirleitt, trúmennsku, virð- ingu fyrir gefnum loforðum og síðast en ekki síst er innan þessa félagsskapar ríkjandi andi ætt- jarðarástar. Það þarl ekki nein- um getum að því að leiða að þau ungmenni sem í æsku komast í kynni við þennan félagsskap bera þess rnerki á lífsleiðinni sem betri þjóðfélagsborgarar, en þau ella myndu hafa orðið ef viðkynning við skátahreyfing- una hefði fram hjá þeim farið. — Fyrir utan nú þetta, sem hér hefir verið sagt urn skátana og þeirra félagsskap er margt ótalið og er þá ekki hægt að skilja svo við að ekki sé minnst á eitt, sem sé svipurinn, sem skátafélagsskap urinn setur á bæinn. Vart er hægt að hugsa sér skrúðgöngu án þátttöku skátanna, og vart gera bæjarbúar sér dagamun svo að skátarnir eigi ekki sinn virka þátt þar í. Nú á þessum tímum þegar sjaldgæft er að nokkur snúi sér við ári þess að taka fyrir ríflegt gjald, hlýjar það manni um h jartaræturnar aft til skuli t. d. vera félagsskapur, sem finn ur ánægju í að skemmta bæjar- búum án nokkurs endurgjalds, og er þar skemmst að minnast á blysförina, sem skátarnir höfðu á Helgafelli s.l. þrettándadags kvöld. — — o — o — Það er sorglegt, hve margt virðist benda til þess að í þess- um bæ leynist fullmikið af þeirri manntegund, sem haldin er af svokallaðri skemmdar- eða eyðileggingarfýsn. Póstmeistar- inn lét fyrir nokkru setja upp póstkassa á tveim eða þrern stöð- um í bænum. Var að þessu þæg- indaauki. Ekki liöfðu kassar þess ir lengi uppi verið þegar tók að bera á allskonar skemmdarverk- um í sambandi við j)á og voru að lokum svo illa leiknir að jreir voru ekki lengur geymslu- hæfir fyrir bréf næturlangt, og varð loks að taka þá niður eða svo er a. m. k. um kassa Jrann sem var við Vöruhúsið. Þetta er ljót saga, en því miður sönn, og leiðinlegt dæmi um það menn- ingarástand sem sumir af íbúum bæjarins eru í. iiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiii I sunmidagsmatinn Dilkakjöt Léttsaltað kjöt Miðdagspyjsur Bjúgu Hangikjöt Ostur 45% Egg Hvítkál Gulrætur Rauðbeður Ávextir í dósum til viðskipta- manna. Helgi Benediktsson Njarðarstíg 4, sími 90. Illllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Úrvals kartöflur í pokum. Bl. hænsnafóður. Nýkomið. Helgi Benediktsson iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiitiiiiiiiiiiiuif111 Guðrún Þórðard. Felli MINNINGARORÐ í dag er til grafar borin Guð- rún Þórðardóttir á Felli hér í bæ. Hún lést í sjúkrahúsinu hér 27. janúar s.l. Guðrún var fædd 29. sept. 1873 að Garðakoti undir Eyja- fjöllum. Hún fluttist hingað til Eyja um aldamótin og giftist 1903 Magnúsi Magnússyni, út- vegsbónda, mesta ágætis- og sæmdannanni, en hann missti hún 1940. Þau hjónin eignuðust 3 börn, tvö þeirra misstu þau, áður en þau næðu fullorð'ins- andri, en það þriðja er Guðbjörg gift Grími Gíslasyni, formanni og útvegsbónda, að Haukabergi. Þau Magnús og Guðrún ólu upp Magnús, dótturson sinn. — Guðrún heitin var ein af þeim mörgu tápmiklu ungmennum, sem hingað fluttu undan Eyja- fjöllunum og nærliggjandi sveit- um um og eftir síðustu aldamót. Það var þetta fólk, sem með dugnaði sínum, vinnusemi og bjartsýni kom Vestmannaeyjum í þann sess að vera fremsta báta- verstöð landsins. Eins og hjá fleiri útvegsbænda- konum hér, varð jrað hlutskipti Guðrúnar að sjá um fjölmennt heimili og leysti hún það prýði- lega af hendi. Heimili þeirra hjóna var orðlagt fyrir gest- risni. Guðrún var glaðvær kona og jreir sem einu sinni eignuðust vináttu hennar nutu hennar fram ti! síðustu stundar. Hinir mörgu vinir þessarar mannkosta konu, sem dvaldi hér í bæ í nærri hálfa öld, sakna nú vinar í stað jrar sem Guðrún á Felli er fallin í valinn. En minn- ingin um hana og hin góðu á- hrif, sem hún hafði á alla er kynntust lienni, lifir áfram. Vinur. UUUIUUNIlllUllUlttlHUIHIIilllllllllllllllllHIIIIUIIIIUIIIIIIIllllllllllllllllUiniillUIIIIIIUIIIHIIiniMH Kaupum GELLUR H raðf rystistöSin IIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIH« Nýkomið Blandað hænsnaby4<3 Verzlunsn Þingvellir. Vil kaupa ísskóp. Auglýsingastjóri gefui upplýsingar. llllllilillllilililllllllllilllllllllllllllllllllllliillliiiiliiiiiiiiiiíil1®®^®®®^®^^^^'®^

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.