Víðir


Víðir - 10.03.1951, Blaðsíða 2

Víðir - 10.03.1951, Blaðsíða 2
VÍÐIR 2fíðir kemur út á laugardögum Fylgirit: GAMALT OG NÝTT Ritstjóri: EINAR SIGURÐSSON Sími 2685 Bátagjaldeyririnn. Það' hefur verið hljótt um hinn svonefnda bátagjaldeyri, síðan ríkisstjórnin tillcynnti þau réttindi, sem hún myndi hlutast til um, að vélbátaút- vegurinn yrði aðnjótandi. Út- gerðarmenn og kaupsýslu- menn hafa verið að vonast eftir, að þá og þegar yrði þetta sett í fastar skorður. Það hef- ur verið látið uppi, að hag- fræðingar væru að vinna með LIU að þessum málum, en ekkert bólar enn á neinum til- lögum. Hins vegar hafa samtök fryslihússeigenda símað til fé- lagsmanna sinna, að sam- komulag haíi orðið við LÍÚ um, að frystihúsin keyptu slægðan þorsk fyrir 75 aura og hlutfallslegt verð fyrir aðr- ar fisktegundir. Þeim var enn- fremur símað, að SII mælti meðþví, að þau keyptu þorsk- inn fyrir 96 aura, ef gjaldeyr- isréttindin fylgdu með. Um þetta atriði er ekki samkomu- lag við LÍÚ. Verði það ofan á, að út- gerðarmenn fari almennt að selja fiskinn fyrir 96 aura með gjaldeyrisréttindunum, geta frystihús SH og Sam- bands íslenzkra samvinnufé- laga sér að skaðlausu selt inn- fluttu vöruna með 30% álagi á gjaldeyrinn, hvað sem verð- ur. Fiskurinn tvöfaldast að verðmæti við það að breyta honum í frosinn og saltaðan fisk og beinunum í fiskimjöl. En útgerðarmenn hafa, sem kunnugt er, umráðarétt yfir helmingnum af þeim gjald- eyri, sem fæst fyrir fullunnu vöruna. Útgerðarmenn hafa fulla þörf fyrir að fá hærra verð en 96 aura fyrir kg. af fiskin- um, og þeir gera sér vonir um, að það takist, og þá fyrst og fremst fyrir skelegga forystu LIU í þessum málum, þann- ig, að LIÚ beiti sér fyrir því, að þessi gjaldeyrisréttindi verði seld af einum aðila — og þá kannske af bönkunum — með vissu álagi á gjaldeyr- inn, sem skapaði þeim fisk- verð, sem þeir gætu unað við. Það væri þá ekki ótrúlegt, að bankamir myndu veita út- gerðarmönnum einhver lán út á það, sem gjaldeyrisréttur- inn gæfi þeim, svo að þeir gætu fleytt sér yfir erfiðasta hjailann. cxj Uázmát Hækkandi verðlag. Öil yfirlit yfir verðlag á hráefnum sýna stöðuga hækk- un. Einna mest hefur hækk- unin orðið á málmum. Tin hefur t. d. þrefaldazt í verði, síðan Kóreustyrjöldin brauzt út. Gúmmí hefur stórhækkað, svo og ull og bómull, hampur og sisal. Þá hefur hveiti og mais hækkað. Kolin hækka. Olíur og lýsi hækkar. Timbur hefur eftir áramótin stór- hækkað á ný. Flutningsgjöld- in hækka. Svo að segja hvar sem grip- ið er niður er verðhækkun. Og allt á þetta rót sína að rekja til hins sama: eftir- spurnin er meiri en framboð- ið. Og það er ekkert útlit fyr- ir, að Jiér sé að verða breyt- ing í aðra átt. Eftirspurnin fer jafnvel vaxandi og skort- urinn verður meiri og verðlag- ið þar af ieiðandi hækkandi. Ameríska verðbindingin hef- ur haft mjög lítil áhrif á verð- lagið á hráefnum. Island hefur ekki farið var- hluta af þessum verðhældam- um frekar en önnur lönd. Og það alvarlegasta við utanrík- isverzlun þess er, að útflutn- ingsvörumar hafa fæstar hækkað nokkuð í verði. Jafn- framt því sem innfluttu vör- urnar hafa hækkað í verði, hefur svo verið flutt inn miklu minna að verðmæti, og var innflutningurinn þannig 195 miljónum króna minni að verðmæti árið 1950 heldur en 1949, (785 milj. kr. 1949 og 590 milj. kr. 1950, miðað við sama gengi bæð'i árin). Er þetta um 25%, minna, hvað verðmæti snertir árið 1950, en hvað magn snertir, hlýtur það að vera miklu minna en 25% vegna verðhækkana. Bein afleiðing af þessu hlýt- ur að vera minni neyzla og eyðsla almennings, minni fjár- festing, minni byggingar af ýmsu tagi. Það er ekki útlit fyrir, að' erlendar vörur fari lækkandi, nema ástandið breytist í heimsmálunum. Og þó að það breyttist til batnaðar, mun verða hátt verðlag næstu árin vegna vígbúnaðaráætlan- anna, sem eru a. m. k. miðað- ar við næstu 3' árin, og ekki eru neinar líkur til, að hætt yrði við, þó að’ betra sam- komulag tækist með stórveld- unum en hingað til. En verð- lag á almennum vörum myndi þó lækka, ef stríðshættan liði hjá í bili, og það strax, ef Kóreustyrjöldinni lyki. Dýrtíðin í Danmörku. Síðan pundið var fellt, hafa innfluttar vörur til Danmerk- ur hækkað' um 40%, en út- flutningsvörur Dana hafa lít- ið sem ekkert hækkað í verði. Þetta nemur um 2ja miljarða króna tapi fyrir Danmörku, sagði fjármálaráðherra Dana nýlega. Svíar fjórfalda fram- leiðslu sína á 15 árum. Sænska iðnaðarframleiðsl- an hefur fjórfaldazt s.I. 15 ár. Bretland fær EPU-gull. I janúar voru viðskipti Breta við Greiðslubandalagið hagstæð um 17.6 milj. punda. Alls nam inneign Breta hjá bandalaginu í lolc mánaðar- ins 94.2 milj. punda (um 4300 muj. króna). Bretar fengu greiddar 18% milj. punda í gulli. Frílistinn og OEEC. Það stendur til að leiða til lylcta í París um miðjan þenn- an mánuð samninga um sam- ræmdan frílista hjá löndum þeim, sem eru í Efnahagssam- vinnunni. Upphaflega var ætlunin, að 75% írílistinn gengi í gildi 1. febrúar. Velgengni á Nýja-Sjálandi. Vegna hins háa ullarverðs fær Nýja-Sjáland nú miklu meiri dollara en það þarfnast, og nemur dollaraeign þess nú 20 milj. (330 milj. króna), og er talið, að dollaraeignin komist á þessu ári í 50 miljón- ir dollara. U. S. A. stöðvar sölu á hveiti. U. S. A. hefur í bili stöðv- að sölu á hveiti til útflutn- ings. Landbúnaðarráðuneytið segir þó, að Bandaríkin muni afgreiða allt það hveiti, sem þau séu skyldug til að selja samkva:mt alþjóðasamkomu- lagi. Frjáls innflutn- inqur í Perú. í Perú er fullkomlega frjáls innflutningur frá 30. janúar 1951, á hvaða vörum sem er og með hvaða gjaldeyri sem þær eru greiddar. Norðmenn hyggja á aukinn síldariðnað. í Noregi er stöðugt verið að byggja nýjar síldarverk- smiðjur og stækka þær, sem fyrir eru. Frá því 1946 og til 1951 hafa afköstin aukizt úr 133.500 hektolítrum (málið VÍÐIR Tvennir tvíburar. Eftir Louis Cauperus. Niðurlag. Sjóferðm var farin fyrir stríð og var mjög ánægjuleg. Áð- ur en þessir tveir Ruysdonckbræður færu til Amsterdam til þess að kynna frændfólkinu eiginkonur sínar, höfðu þeir stutta viðdvöl í París, og var þá sjálfsagt að koma við í Rue de la Paix. Amerískum eiginkonum þykja Parísar- búðirnar draumur. Redfern og Worth hafa undursarnlega kjóla, og Doucets er annálaður fyrir hina ágætu línvöru, og fagurt gimsteinaúrval er bókstaflega alls staðar. Þá eru þar stór verzlunarhús full af loðskinnum, skrautlegum leð- urvörum — og í stuttu máli, fyrir vel fylltar pyngjur er ekki skortur á nokkrum hlut, og ungu frúrnar svölluðu beinlínis í þessari dýrð. Og Jan og Hinrik hugsuðu sem svo, þótt mælikvarði þeirra á amerískum eiginkonum væri lítið eitt frábnigðinn mælikvarða amerískra frænkna þeirra — og þær voru framúrskarandi fagrar þessar Ruysdoclc frænk- ur — að þeir ættu ekly að taka of mikið eftir bruðlunarsömu amerísku óhófi eða láta sér í augum vaxa. Þessi tvö hjóna- bönd virtust því sannadega spá öllu góðu um að verða mjög hamingjusöm. Þessu næst flugferð til Brússel — og allt var þetta fyrir hina hræðilegu heimsstyrjöld. Meiri og fleiri innkaup í búðunum, síðan söngleikir og loks gistihúsið. Það var troð- fullt, og dagurinn hafði sömuleiðis verið fullur af annríki. Kveldverðurinn var afbragð og mjög ánægjulegur. Hinrik tafðist nokkrar mínútur í skrifstofu gistihússins við að skrifa bréf og gekk þessu næst til herbergis þess, sem þau Marjory höfðu sameiginlega. Það var föst venja hjá honum að drepa samvizkusam- lega og grandvarlega á dyrnar á herbergi konu sinnai’, áður en hann gengi inn. Þetta gerði hann einnig að þessu sinni. Hann fékk ekkert svar og kvaddi því aftur dyra. „Hver grefillinn sjálfur gengur á?“ urraði gremjuleg rödd fyrir innan. Hinrik Ruysdock, sem stóð þama fyrir framan svefn- herbergisdyr eiginkonu sinnar og rekkjufélaga í gistihúsinu, ^er 35% meira) í 260.000 hl. á sólarhring. Nú er áformað að byggja tvær nýjar síldarverksmiðjur, aðra í Haröysund og hina í Alesund. Portúgalski frílistinn. Síðan 4. október hefur ver- J ið í gildi í Portúgal 60% frí- iisti. Brasilía hættir vöruskiptum? Sænska sendiráðið í Rio de Janeiro hefur tilkymit utan- ríkisráðuneytinu, að hætt Verði öllum vöruskiptum (kompensation) við útlönd. Svíar hafa keypt. þar mikið af ávöxtum, appelsínum og bönunuin í skiptum fyrir bíla, reiðhjól og heimilisvélár. Evrópa og hráefnin. Evrópa fær hráefni, eftir vi sem hún vígbýst, segir framkvæmdastjóri ECA, Forster. Ilinir „þrír stóru“ hafa boðið 20 löndum til ráð- stefnu til að ræða um úthlut- Un á helztu hráefnunum, svo i sem ull, bómull, brennisteini, í mangan og nokkrum málm- Um o. fl. Norömenn auka flotann. Norðmenn eru nú að semja I Um nýbyggingar á skipum í Svíþjóð, alls 150.000 brúttó- | lestir, sem á að afhenda á ár- I Unum 1953—1954. Þessi smá- lestatala svarar til að vera fékk svo ógurlegt áfall og hjartslátt, að hann hafði aldrei á sinni lífsfæddri ævi fundið til neins, sem komst í hálf- kvisti við það. Ilann hafði þekkt hina sterku, borginmann- legu rödd Jans, eískulegs bróður síns. Jú, þetta var hans herbergi. Ilerbergi Hinriks og Marjory. Og Jan urraði að honum úr þessu herbergi, eins og hann hefði réttinn og eins og hann væri sannfærður um að eiga fullan rétt á að vera ekki truflaður á þeim tíma, þegar allur fjöldi hótel- gestanna, sem þurftu ekki að skrifa áríð’andi bréf, var geng- inn til náða. Og sömuleiðis starfsfólk gistihússins. Það var djúp næturþögn, fullkomlega hljóðlaust hótel-andrúmsloft lék um hinn skjálfandi Hinrik. Á hverju augnabliki þutu þúsundir hugsana á fljúgandi ferð um heila hans. Þessi rödd, rödd elskulegs bróður hans, Jans . . . númerið á her- berginu .. . kampavínið og kveldverðurinn .. . Lizzy og Marjory . . . amerísku frænkurnar . . . tíminn, sem hafði gengið í það að skrifa bréfin í skrifstofu gistihússins . . . frá hálftvö til hálfþrjú í þessu liljóð’láta tómi gistihússins — allt þetta þyrlaðist, ólgaði, æddi og öskraði í heilanum í aumingja Hinrik. Ef hann hefði ekki verið að skrifa. bréf í heila klukkustund, reyndar ætti hann að geta sett í sig kjark á þessu augnabliki — núna —, en hvernig sem í því lá, þetta liugrekki seytlaði nú samt úr honum. Þrátt fyrir það að hann var ögn hirðulausari að eðlisfari, hugsaði hann, skjálfa_ndi og með skyndilegri, hitasóttarkenndri angistar- tilfinningu til hins hágöfuglynda Jans, bróður síns, sem hafði nærri því komið út á honum tárunum með kvíða sínum, og hefði svo lofað því hátíðlega að vera, varkár. Svei þessum löngu rangala-göngum í þessum stóru gisti- húsum. ... Það er ekki lieiglum hent að rata þar . . . kampa- vínið hafði verið afbragðs gott . . . menn geta ekki alltaf munað, hvort númerið er eitt hundrað þrjátíu og einn eða ekki nema bara þrjátíu og einn . . . aumingja Jan. IJinrik var einnig heiðarlegur piltur. Hann var meira að segja dyggðadrengur. Honum hefði aldrei getað til hugar komið að valda hinum kæra bróður sínum, Jan, aukatek- inni sorg, álasa honum fyrir nokkurn hlut eða finna nokkra minnstu missmíð á honum. Niðurstaðan á öllum þessuni sjóðbullandi, æðandi og öskrandi fellibylja hugleiðingum í heiðvirðum heila vesalings Hinriks varð ... að hann lædd- ist burt þegjandi . . . einu lofti hærra upp að herbergi, þar sem ekki skakkaði nema einu hundraði á númerinu og númerinu á herberginu hans. rúmlega eins og 50 nýju Eim- skipafélagsskipin. Þjóönýting brezka stáliðnaðarins hófst 15. febrúar. Þá veitti Iron and Steel Corporation of Great Britain viðtöku yfir 80 helztu járn- og stálfélögunum ásamt yfir 100 dótturfélögum þeirra. Hluthafarnir fá ríkis- skuldabréf fyrir um 200 milj. punda strax og 30 miljónum punda nökkru síðar. Gert er ráð fyrir 3%% vöxtum. (Þessi upphæð svarar til að vera svipuð og 10 ára þjóðar- tekjur íslendinga, sem eru rúmlega 1000 milj. króna á ári, eða sem svarar andvirði rúmlega 1000 togara eins og þeirra 10 nýju togara, sem verið er að kaupa núna frá Bretlandi). Verzlun Svía og Japana. 1. febrúar var gerður í Tokio verzlunarsamningur milli Svía og Japana um vöru- skipti, sem svarar tæpum 200 milj. ísl. króna. Frá Japan verða einkum fluttar vefnað- arvörur og svö postulín og keramik. Olíunotkun er mest í heiminum í Sví- þjóð, 374 kg. á íbúa að með- altali. Noregur er nr. 2 með' 342 kg. og Danmörk 3 með 272 kg. Aðstaðan til þess að hag- nýta nýja orkugjafa virðist ekki vera mikil næstu 10 ár- in. Það liafa verið gerðar til- raunir til að dæla hita úr iðr- um jarðar, en kostnaðurinn var gífurlegur. Hiti sólarinn- ar verður heldur tæplega hag- nýttur sem orkugjafi fyrr en eftir 15—20 ár, og notkun at- ómorkunnar til almennra nota hefur enn ekki slitið barns- skónum. Það er þess vegna fullt út- lit fyrir, að olíuþörfin haldi áfram að vaxa í heiminum. Bílaeign Evrópu er nú tvö- föld á við það, æm hún var íyrir stríð, skipastóllinn er nú meira og meira knúinn áfram með olíu sem orkugjafa, og’ svo er um iðnaðinn. Alls stað- ar er olían að ryðja sér til rúms. Mesta skattahækkun í sögu U, S. A. Trumann forseti hefur lagt til, að skattar verði hækkaðir um 16% miljarð dollara, og er það mesta skattahækkun í sögu Bandaríkjanna. Þeir þingmenn, sem fjalla um mál- ið', voru beðnir að fara með það sem trúnaðarmál fyrst um sinn, hvernig skattaálagn- ingunni verður hagað. ..Nýtt matvæla- glappaskot" er 6 dálka fyrirsögn á for- síðu í „Sunday Dispatch“. í greininni segir frá því, að mat- vælaráðuneytið brezka hafi undanfarin 2 árkeypt 27 milj. dósa með smásíld í frá Dan- mörku, Noregi og Hollandi, þar sem enn séu liggjandi 11 miljónir dósa, og það, sem ó- selt var í Bretlandi, hafi ver- ið sent aftur til viðkomandi landa. Þannig fékk Noregur í fyrra mánuði um 1 miljón dósa endursendar. Forstjóri fyrir stóru inn- flutningsfyrirtæki segir: „Það er enginn, sem vill neyta þess- arar fæð'u“. Það sama hefur orðið upp á teningnum með smásíldina og dönsku fiski- bollurnar. Þær seldust ekki sem mannamatur, og eru bollurnar nú seldar sem hunda- og kattamatur. Það er ekki talið, að brezka matvælaráðuneytið tapi á þessu. Þó hafa Danir neitað að veita móttöku einhverju af þessum dósum. Miljónir í þanginu. í írlandi er verið að byggja verksmiðjur til að hagnýta þangið, sem rekur í miljónum lesta upp á ströndina. Á að' nota þangið til framleiðslu á áburðarefni og fóðurefnum og einnig til framleiðslu á vegg- plötum, sem hafa góða ein- angrunareiginleika. I Aalborg er nú unnið dag og nótt við framleiðslu á agar úr þangi. Selst agarfrám- leiðslan viðstöðulaust í mörg- um löndum. Agar er notað’sem bindiefni í matvælaiðnaði. Hann kvaddi dyra. Rödd hrópaði: „Kom inn“. Og bætti við: „Hvar í veröldinni hefur þú verið? Þú ætl- aðir að koma tafarlaust., og nú er ég búin að bíða eftir þér í klukkutíma“. „Eg þurfti að skrifa bréf, Lizzy, eins og bróðir minn“, i sagði hinn heiðarlegi Hinrik. Hann heyrði greftrunartóninn í sinni eigin rödd. Hátíð- legar hollenzkar raddir grandvarra og gætinna pilta geta stundum ómað greftrunarlega við' mjög sérstök tækifæri. Hér var tækifærið að skapa þjóf, jafnvel úr manni, sem hai'ði alls ekki í hyggju að stela, en var neyddur til að I stela til þess að varðveita hið dýnnætasta af öllu dýrmætu, ; hreina samvizku elskaðs tvíburabróður, þess manns, sem hafði verið barmafullur af kvíðvænlegum grun og lofað’ því hátíðlega með handabandi að vera mjög varkár. Tæki- færið og kringumstæður voru hvort tveggju rnjög hentug, Það þurfti liina mestu nákvæmni, næstum eins og í fjár- hagslegri áhættu. Kringumstæðurnar gátu valdið hruni, þótt ekki væri fjárhagslegt. Þú mátt vera viss um, að hinn heiðarlegi Hinrik íhugaði þetta rækilega. Honum var kunn- ögt um, að' tvíburabróðir hans var vanur að fara á fætur klukkan sex, áður en konan hans vaknaði. Þennan morgun fór hann á fætur klukkan sex. Hann var svo heppinn að geta læðzt niður stigann í tæka tíð til að sjá Jan, árrisul- an að venj^u, yfirgefa númer þrjátíu og eitt, og halda til baðherbergisins. í drungalegu morgunskímunni í rangölum og stigum hótelbáknsins — svei rangölunum — móaði ó- I.jóst fyrir sniðinu á tvennum náttfötum Ruysdonck bræðr- anna. Annar þeirra gægðist fram að stigabaki, hinn örugg- ur °S sjálfgóð’ur, opnaði ógagnsæja glerhurð og lokaði henni gaumgæfilega að innanverðu. Þegar Jan ætlaði, skömmu síðar, að fara inn í herbergi sitt, fann hann það lokað. Og Hinrik bróðir hans kallaði til hans gegnum lokaða hurðina »ieð uppgerðar gremju: ,.Hvað gengur á?“ „Diottinn minn dýri“, hljóð'aði Jan. „Er þetta ekki mitt herbergi?" Ilmn göfuglyndi Hinrik kom til dyra. „Ert það þú, Jan?“ spurði hann blíðlega og lézt verða steinhissa. „Hvað vantar pig klukkan sex að morgni dags?“ „Fn, Hinrik“, sagði Jan. „Ég hélt-------“ „Hélztu hvað?“ „Að þetta væri mitt herbergi. Okkar herbergi, Lizzyar og mitt“. „Þér skjátlast, kæri drengur“, sagði Hinrik, teygði sig og geispaði syfjulega og hagaði sér afburða-ólrkindalega. „Þetta er okkar herbergi, eitt hundrað þrjátíu og eitt. Herbergí Marjory og mitt. Þú hefur villzt á Ioftunum“. „En ég kom ekki niður neinn stiga“, hljóðaði Jan, alveg ruglaður. „Vitanlega hefur þú komið niður stiga. Það lilýtur að hafa verið mók á þér. Farðu nú upp á loi't. Númer þrjátíu og eitt er ykkar lierbergi — þitt og Lissyar. Eins og þú sérð, er ég hérna með Márjory“. „Ó ...“, sagði Jan. Hann sneri upp á loft, og.þar fann hann reyndar Lizzy sína í rúminu. Svaf hún þar værum svefni. Og fram yfir þetta var allt tíðindalaust að því undan- skildu, að frá þeim degi liefur Hinrik orðið að rogast með hræðilegan leyndardóm. Og hann burðast með hann aleinn, því hvorki tóku þau Jan né systurnar, sem varð það að spaugs og hlátursefni, hve bændur þeirra voru líkir, — en voru að öð'ru leyti fyrirmyndar eiginkonur — eftir neinum missmíðum þessa örlagáþrungnu, harmsögulegu nótt í Briissel. Skakkaföll á brotabroti úr þumlungs mismun mega heita ómælanleg, þegar allt kemur til alls. Það er bara Hinrik með þennan leyndardóm í hjartanu, sem er honum þó engin drápsbyrði, og er það að þakka hinni hagnýtu, heimspekilegu skapgerð hans, sem hagræðir þessu þannig, að nú á dögum eru hjón þessi aldrei samferð'a eða dvelja samtímis í einu og sama gistihúsi. En þegar það ber við, að' ég er með þessum samlokum í kaffihúsi, hressingarskála eða leikhúsi, þá máttu trúa því, að augu allra mæna á þessa tvenna tvíbura. En hvernig veiztu, að þessi saga sé sönn? kannt þú að spyrja. Það skal ég segja þér, lesandi góður. Ég gizkaði á það, vegna þess að Hinrik setur sig alltaf upp á móti því, með linúum og hnefum, að þau ferðist og búi saman á gistihúsum. Ég gizkaði á þetta, og eftir að hafa gert fjöl- margar, skipulagðar og hárnákvæmar, sálfræðilegar til- raunir á Hinrik, hef ég nú sannfærzt um þetta. Og undir eins og ég varð sannfærður um það, samdi ég stutta frásögn um þennan sanna viðburð, eins og ég geri með allar sannar sögur. Endir. Þegar síldin slingur sér. Arne Grönningsæter skóla- stjóri á Akri í Noregi hefur í nokkur ár gert tilraunir með’ aðferð til að snúa síldinni, ef hún styngur sér, þegar kastað hefur verið. Þessi aðferð verð- ur nú reynd í vetur við nót- fiskveiðarnar við Lofoten. Aðferð þessi er fólgin í því að nota sérstakt efni, sem er ósaknæmt bæði fyrir fisk og veiðarfæri, og kostar það sem þarí til að snúa torfunni, um 100 krónur. Fallega svaraS. Erkibiskupinn af Kantara- borg, dr. Fisher, segir, að fallegasta svarið, sem hann hafi nokkurn tíma fengið, hafi verið, þegar hann einhverju sinni sem ungur prestur vígði ungt par. — Hvað skulda ég mikið? spurði brúðguminn að athöfn- inni lokinni. — Ég hef ekkert ákveðið' gjald, svaraði dr. Fisher, en þér getið greitt mér, eftir því sem þér álítið þetta mikils virði fyrir yður. . .. Þá vatt ungi maðurinn sér að bruðinni og sagði: — Elskan mín, þú hefur gert mig gjaldþrota. Æfintýri \ H. C. Andersens „Nýju fötin keisarans“ verða kvikmynduð í sumar í Odense. Yerður þetta þögul litmynd, en talað verður svo inn á hana á ýmsum tungu- málum, eftir því hvar mynd- in verður sýnd. Dvrar skammir. Það getur verið liættulegt að viðhafa óþvegin orð við stúlkur í Ameríku, ekki sízt ef þær eru hraðritarar. Það var fyrir nokkru í Hollywood, að 25 ára gömul Ijóshærð frú, Lee Hurtado, sat dag nokkurn á skrifstof- unni eins og venjulega, þegar húsbóndi hennar, Mr. Á. L. Choals, kom inn og tók til að skamma hana duglega. Frú Hurtado sat róleg og skrifaði upp hvert orð, sem hann sac'ói. Það. sem hún þannig hafði hraðritað, var síðan lagt fram í rétti sem sönnun- argasm, þegar Mr. Choals var ákærður fyrir ærumeiðingar gagnvart henni. Hann fékk 3ja mánaða fangelsi. * Það er engin tryggari leið til þess að móðga mann en láta svo sem maður geti ekki munað', hvað hann heitir. Með því er gefið í skyn, að vér á- lítum hann svo ómerkilegan, að ekki sé ómarksins vert að muna, hvað liann heitir. Ræðið við kunningja yklcar og vini um blað- ið. Sendið því nöfn þeiira, sem hafa sömu áhugamál og blaðið ræðir. í/

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.