Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 22.03.1968, Qupperneq 6

Alþýðumaðurinn - 22.03.1968, Qupperneq 6
Eitraður er öfugugginn (Framhald af blaðsíðu 8). kemur skjólstæðingur yðar eins og álfur út úr hól og lætur eins og þessar upplýsingai' séu ekki fyrir hendi, og því sé nauð syn á að upplýsa þetta. Hvílík- ur öfuguggaháttur. Sjöunda málsgrein er fram- hald fimmtu og sjöttu, hugleið- ingar um a& dýr verði nú vistin þama og loks er klykkt út með því að gefa í skyn að á komanda árum verði bæjarbúar að bæta á sínar herðar auknum útsvars- byrðum til að standa undir halla þeim sem búast megi við vegna reksturs þessa vistheimil is. Þetta er ósvífin blekking og til þess fallin að skaða félagið og valda óvinsældum í þess garð. En hún fellur um sjálfa sig þegar upplýst er, að félagið er sjálfseignarstofnim, og sem slík bænum óviðkomandi. Áður en ég skilst við þenna kafla og svara áttundu málsgrein vil ég bregða upp mynd fyrir skjól- stæðingi yðar, ég fer ekki fram á að hann roðni við að skoða hana, hann er sennilega vaxinn upp úr því. Haustið 1966 kom maður á fund Jóhannesar Óla stjórnarformanns í S. V. Maður þessi er kennari að mennt og enginn auðmaður, en fjölskyldu maður er hann. Nú færði hann félaginu 50 þúsund krónur að gjöf frá þeim hjónunum, sem þakklætisfórn til skaparans fyr ir að hafa veitt þeim þá blessun að börn þeirra öll, eru andlega og líkamlega heilbrigð. Skjól- stæðingur yðar færir einnig sína fórn, hún felst í því að skrifa grein sem skaðar mál- efni Styrktarfélags Vangefinna. Enn sannast að ólíkt hafast menn að. Alþýðumaðurinn ber fórn skjólstæðings síns á borð, ég vil óska að hann verði einn - UTSYNARKVOLD (Framhald af blaðsíðu 8). vinsælu Skandinavíu- og Mið- Evrópuferðum heldur Útsýn einnig áfram. „Við , bjóðum ekki aðeins ferðir til Mallorka,11 mælti Ing- óKur að lokum, „við getum boðið 40 aðra yndislega dvalar- staði við Miðjarðarhafið á verði, sem enginn íslenzkur aðili get- ui' keppt við, því að Útsýn hef- ur nú fengið umboð á íslandi fyrir stærsta ferðaskrifstofu- hring í Bretlandi, Sky Tours og Riviera og selur í ferðir þeirra árið um kring og geta ferþeg- arnir greitt kostnaðinn í ís- lenzkum krónum.“ Að loknu erindinu var mynda sýning frá Spáni og ítalíu, síðan ferðabingó, og var vinningur- inn ferð með Útsýn til ítalíu eða Spánar eftir eigin vali. Að lokum var dansað af fjöri til kl. 1 e. m. Umboðsmaður Útsýnar á Ak- ureyri er Aðalsteinn Jósefsson, bóksali. Auglýsingasíminn er 1-13-9? AUGLÝSIÐ í A.M. norðlenzkra blaða um það noi'ð lenzka framtak. Fyrstu setningu áttundu og síðustu málsgreinar, er hægt að samþykkja, en hún er undan- tekning til að staðfesta regluna, niðurlag málsgreinai'innar er í órofa sambandi við það sem á undan er komið. Þar segir „að æskilegt sé að Alþýðumaðurinn beiti sér fyrir að hið rétta komi í ljós.“ Samkvæmt íslenzkri mál venju þýðir þetta, að það sem í ljós hafi komið hingað til sé rangt. Ég mótmæli þessari skoð un, sem ósannri og ósæmilegri. Skjólstæðingur yðar endar greinarstúfinn á þessum orðum. „En vonandi er þessi grunur ekki réttur.“ Hvaða grunur? Er það sá grunur sem hann í allri greininni er að reyna að læða að lesendum? Sá grunur hefir aldrei verið til nema í hans eig- in hugarheimi, er rakalaus og hefir aldrei yerið réttur. En málið er mikilvægt, það er mikilvægt þeim foreldrum, sem orðið hafa fyrir þeirri bitru lífs feynslu að eignast vangefið barn, nú eygja þau möguleika á því, að barninu þeirra sé bú- inn góður samastaður, þó að þeirra umönnun þrjóti. Það er mikilvægt vegna þess, að með því að hrinda málinu í fram- kvæmd, viðurkennir samfélag- ið, að það hafi skyldur að rækja við þessi umkomulausu olnboga börn sín, skyldur sem alltof lengi hefir dregizt að viður- kenna. Það er mikilvægt vegna þess, að þarna verður vangefn- um börnum búin beztu skilyrði til að öðlast þann þroska, sem þau eru fær um að ná, bæði líkamlega og andlega, í umsjá þjálfaðra gæzlusystra og sér- menntaðra kennara, með aðstoð leiktækja sem hæfa. Og enn er það mikilvægt vegna þess, að það sameinar mikinn góðvilja karla og kvenna sem eiga nógu heit hjörtu og barnsleg, til að trúa- því sem ságt var endur fyrir löngu „það sem þér gerið einum þessara minna minnstu bræðra, það hafið þér mér gjört.“ Styrktarfélag Vangefinna í Akureyri á fjölmarga velunn- ara, og styrktarmenn og konur, þótt engin einstaklingur hafi verið jafn stórtækur í gjöfum og kennarinn, sem að ofan grein ir frá, þá hafa gjafir þeirra ver- ið drjúgar, t. d. kallaði aldraður iðnaðarmaður gjaldkerann á sinn fund og afhenti honum fyrst 10 þús. kr. og síðar 15 þús. kr., gamall maður hættur störf- um að mestu kom með 10 þús. kr., kona í Raufarhöfn sendir 5 þús. kr., starfsfólk fyrirtækja og fjöldi einstaklinga leggja sínar gjafir fram í þágu málefnisins. Oddfellowstúkan, Lionsklúbb- arnir báðir, Zontaklúbbur Akur eyrar hafa hvert um sig lagt fram tugi þúsunda. Einn kostar sjálfur útgáfu bæklings, en gef- ur síðan félaginu ritið svo það njóti þess sem inn kemur við sölu þess. En tryggasti tekjulið- urinn er sá sem kemur frá hreppum og bæjarfélögum í Norðurlandi þ. á. m. Akureyri, og er tilkominn á þann hátt, að Styrktarfélag Vangefinna beindi þeim tilmælum til þessara aðila, að þeir leggðu árlega fram 10 kr. af hverjum íbúa og rynni þetta fé til félagsins. Þá er enn ótalin ársgjöld félagsmanna og merkjasala. Þessu fé er safnað í sjóð og verður sem bakhjallur til tækjakaupa og til reksturs heimilisins, í mörgum tilfellum í samráði við gefendur fjárins. Byggingarkostnaður heimilisins var um síðustu áramót rétt um 5 milljónir. Fjárreiður bygging arinnar annast Stefán Þórarins son til þess skipaður af ráðu- neyti því sem málið heyrir und ir. Kostnaðai'áætlun hefir hækk að í 22 til 24 milljónir og starfs- mannabústaðir eru áætlaðir um 6 milljónir. Rými vannst í kjallara er til byggingarfram- kvæmda kom, og er nú áætlað að heimilið rúmi 49 vistmenn. Þá er einnig ætlast til að að- staða verði fyrir dagheimili van gefinna barna, ef þörf verður á því. Albert Sölvason. Svolítill eftirmáli. Undirritað ur vill upplýsa, að honum þykir fengur að þessari grein Alberts, þótt hún sé skrifuð af töluverð- um tilfinningahita, er hæfir vissulega góðu málefni. Ég hlýt að taka á mig „syndir Ugga,“ sem ábyrgðarmaður AM og um leið og ég sendi Albert vinar- kveðjur vildi ég spyi'ja hann eftir, hvort, ef margir ælu sömu grunsemdir í brjósti og Uggi hér í „bænum okkar,“ hefði AM þá eigi unnið hér þarft verk með því að gefa Albert tæki- færi til þess að kveða þær nið- ur í eitt skipti fyrir öll. AM hef ir aðeins 1 blaðamann sem Al- bert mun vita og var undirrit- aður eigi í bænum þá er skóflu stungan að Sólborg var tekin. s. j. AKUREYRARDEILD KEA heldur AÐALFUND sinn að Hótel KEA þriðjudags- kvöidið 2. apríl og hefst itann kl. 8.30. Kosnir v.erða á fundinum: 1. Tveir menn í deildarstjórn til þriggja ára og tveir til vara til eins árs. 2. Einn maður í félagsráð og einn til vara. 3. Áttatíu og sjö fulltrúar á aðaffund K.E.A. og tutt- ugu og níu til vara. Listurn til fulltrúaráðs bera.að skila til deildarstjóra fyrir 30. rnarz. ' DEILDARSTJÓRNIN. I Jn I rii I rJn I mm I ▼ I ▼ I ▼ I slippstödin, PÓSTHÓLF 246 . SÍMI (96)21300 . AKUREYR1 AUGLÝSING um framboð og kjör forseta Islands Kjör forseta íslands skal fram fara sunnudaginn 30. júní 1968. Framhoðum til forsetakjörs skal skila í hendur dóms- málaráðuneytinu, ásamt samþykki forsetaefnis, nægi- legri tölu meðmælenda og vottorðum yfirkjörstjórna um að þeir séu á kjörskrá, eigi síðar en fimm vikum fyrir kjördag. Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosninga- bærra manna, en mest 3000, er skiptist þannig eftir landsfjórðungum: Úr Sunnlendingafjórðungi (V.-Skaftafellssýslu- Borg- arfjarðarsýslu, að báðum meðtöldum) séu minnst 1040 meðmælendur, en mest 2085. Úr Vestfirðingafjórðungi (Mýrasýslu—Strandasýslu, að báðum meðtöldum) séu minnst 130 meðmælendur, en mest 265. Úr Norðlendingafjórðungi (V.-Húnavatnssýslu—S.- Þingeyjarsýslu, að báðum meðtöldum) séu minnst 230 meðmælendur, en mest 455. Úr Austfirðingafjórðungi (Norður-Þingeyjarsýslu—A.- Skaftafellssýslu, að báðum meðtöldum) séu minnst 100 meðmælendur, en mest 195. Þetta auglýsist'hér með samkvæmt lögum nr. 36/1945, sbr. lög nr. 39/1963, um framboð og kjör forseta ís- lands. Forsætisráðuneytið, 29. febrúar 1968. Bjarni Benediktsson. Birgir Thorlacius.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.