Alþýðumaðurinn - 29.01.1971, Qupperneq 1
Verzlið í sérverzlun.
Það tryggir gæðin.
TÓBAKSBÚÐIN
Brekkugötu 5 . Sími 12820
N. H. - búðin
STRANDGÖTU 11 - SÍMI 1-26-90.
FRAMKÖLLUN — KOPIERING
PEDROM YNDIR Akureyri
HAFNARSTRÆTI 85 . SÍMI (96)11520
ÁRNAÐ
ÞANN 27. janúar sL átti hinn
kunni góðborgari Akureyrar-
bæjar Sigurður O. Björnsson
prentsmiðjustjóri sjötugsafmæli
Undirritaður færir Sigurði O.
Björnssyni bæði persónulegar
þakkir fyrir kynni sem aldrei
hefur borið skugga á — og um
leið fyrir hönd Alþýðumanns-
ins flytja honum beztu heilla-
óskir. Ég vænti þess að Akur-
eyringar eigi enn um langt
F ramlialdsaðalf undur
FRAMHAI.DSAÐALFUNDUR
Kvenfélags Alþýðuflokksins á
Akureyri verður haldinn n. k.
sunnudag kl. 4 e. h. Gestir á
fundinum verða Bárður Hall-
dórsson menntaskólakennari,
formaður FUJ á Akureyri, og
Hreggviður Hermannsson hér-
aðslæknir í Ólafsfirði (ef færð
hamlar eigi). Skorað er á félags
konur að mæta vel og stundvís-
lega og taka með sér nýja
félaga. Stjórnin.
HEILLA
skeið eftir að njóta hins unga
sjötuga heiðursmanns. Þökk
fyrir hugljúf kynni og lið-
veizlu, sem verður eigi hér upp
talið. Ég óska þér giftu og gæfu
á ókomnum árum og er ég þess
fullviss að undir þá ósk mína
munu útgefendur Alþýðumanns
ins heils hugar færa þér. — s. j.
Sigurður O. Bjömsson.
-Algjör nýjung
ALMENNAR
TRYGGINGAR^
Sjúkra-
i
Látið okkurbera áhysggjurnar
TRYGGIÐ ÖRYGGI YÐAR OG FJÖLSKYLDU YÐAR
NÝ SJÚKRA- OG SLYSATRYGGING greiSir veikinda-
daga í allt aS þrjú ár og bætur vegna meiri eSa minni
örorku, jafnt af völdum slysa og sjúkdóma. Hlutverk
hennar er að bæta tekjumissi hins tryggða.
Framtíðaröryggi .fjölskyldunnar er ekki fullkomlega
tryggt, nema þér hafið einnig liftryggingu.
Áhættuliftrygging er óháð verðbólgu og iðgjöldin hafa
nú verið lækkuð verulega.
Varpið áhyggjum yðar á breiðu bökin. Leitið nánari
upplýsinga hjá okkur.
ALMENNAR TRYGGINGARf
PÓSTHÚS STRÆTI S SlMI 17700
I I
I I
II
I I
I I
I I
I I
I I
I I
I I
I I
I I
I I
I I
I I
I I
I I
ji
y
jafnaðarmanna
Ágætur aðalfundur Félags ungra
BÁRÐUR HALLDÓRSSON MENNTASKÓLA-
KENNARI KJÖRINN FORMAÐUR FÉLAGSINS
FIMMTUDAGINN 21. janúar sl. hélt Félag ungra jafnaðamiannaj
aðalfund sinn að Strandgötu 9 — og var liann vel sóttur og lun-
ræður mjög líflegar og fjörugar. Gestur fundarins var Þorvaldur
Jónsson fulltrúi jafnaðarmanna í bæjarstjórn Akureyrar. Fjórir
nýir félagar gengu inn í unghreyfingu jafnaðarmanna á fundinum
— og vitað er að margt æskufólk mun ganga inn í félagið á næst-
unni.
í upphafi fundarins skýrði for
maður félagsins, Jónas Stefáns-
son, frá starfsemi FUJ á liðnu
starfsári. Félagsfundir voru
ekki margir haldnir, en á árinu
tók FUJ í mun ríkari mæli þátt
í sameiginlegu starfi Alþýðu-
flokksfélaganna í bænum — og
hvatti formaður til áframhald-
andi samstarfs félaga jafnaðar-
manna í bænum. í lok ávarps-
orða sinna lýsti Jónas því yfú',
að hann gæfi ekki kost á sér í
formannsstöðu áfram, teldi
hann það sína skoðun að eigi
væri rétt að sami maðurinn
gegndi formannsstöðu til langs
tíma. Það gæti valdið stöðnun
og kyrrstöðu, því væri brýn
nauðsyn á að breyta til með
nýjum mönnum, er til forystu
væru valdir, kæmi alltaf eitt-
hvað nýtt og ferskt, sem hverj-
um stjórnmálaflokki væri brýn
nauðsyn á.
í SÍÐUSTU viku barst blaðinu
Skýrsla Menntaskólans á Akur-
eyri 1969—1970. í skýrslunni er
margan fróðleik að finna svo
sem líta má í efnisyfirliti skýrsl
unnar sem er skipt í 15 kafla.
Fyrsti kafli skýrir frá skóla-
setningu, þar er getið um breyt
ingar á kennaraliði skólans og
öðru starfsliði. í skólasetninga-
ræðu sinni þakkaði skólameist-
ari, Steindór Steindórsson frá
Hlöðum, frú Margréti Eiríks-
dóttur, konu fyrrverandi skóla-
meistara Þórarins heitins
Bjömssonar, fyrir frábær störf
í þágu skólans, en frú Margrét
er sem öllum Akureyringum
mun vera kunnugt um flutt úr
bænum.
í skýrslu M. A. kemur fram,
að flestir nemendur eru frá Ak-
Að ávarpsorðum formanns
loknum var gengið til stjórnar-
kjörs og voru eftirtaldir menn
kjörnir einróma í aðalstjórn,
varastjórn og trúnaðarráð fé-
lagsins.
! i ;■ ; • i
AÐALSTJÓRN.
Bárður Halldórsson, mennta-
skólakennari, formaður, Jónas
Stefánsson, blikksmiður, vara-
formaður, Sigurður Sigmanns-
son, vélvirki, ritari og Bjami
Kristjánsson, kennari að Sól-
borg, gjaldkeri. Meðstjórnend-
ur: Pálmi Mattliíasson, mennta-
skólanemi, Jóhannes Fossdal,
flugmaður og Hersteinn
Tryggvason, skrifstofumaður.
VARASTJÓRN.
Sævar Frímannsson, ketil- og
plötusmiður og Einar Bjöms-
son, skrifstofxunaður.
ureyri, en næst kemur Eyja-
fjarðrasýsla, en nemendur í
M. A. eru úr öllum landsfjórð-
ungum, bæði úr sveit, kauptúni,
kaupstað og úr höfuðborginni.
Greint -er í skýrslunni ásamt
mörgu fleiru frá nýnemunum,
stúdentum er útskrifuðust á sl.
vori, námsefni og mörgu fleiru,
svo sem skólaslitum.
Þessi skýrsla frá Menntaskól-
anum á Akureyri er sú athyglis
verðasta og jafnframt sú fróð-
legasta, sem undirrituðum hef-
ur borizt síðan hann tók við rit-
stjóm Alþýðumannsins. Allur
frágangur skýrslunnar er hinn
vandaðasti en hún er gefin út
í Bókaforlagi Odds Björnssonar
— og prýðir forsíðu mynd af
hinu veglega og stílhreina skóla
setri. — s. j.
TRÚNAÐARRÁÐ.
í trúnaðarráð félagsins voru
kjömir, auk aðal- og varastjórn
ar, þeir Oddur Ámason, prent-
ari og Rafn Herbertsson, verk-
stjóri.
Þá var að stjómarkjöri loknu
kosin fjáröflunar- og skemmti-
nefnd — og voru í þá nefnd ein-
róma kjömir Bjarki Tryggva-
son, húsgagnasmiður, Steinþór
Stefánsson, iðnnemi, Ámi P.
Árnason, iðnnemi og Sigurður
Sigmannsson, nýkjörinn ritari
félagsins.
Að stjórnarkjöri loknu tók
Bárður Halldórsson við fundar-
stjórn, þakkaði það traust, er
ungir jafnaðarmenn bæru til
sín og flutti síðan stutta en eld-
heita hvatningaræðu, þar sem
hann skoraði á unga jafnaðar-
menn að fylkja liði gegn öfgirn-
um tveim, kommúnisma og
óheftum kapítalisma, gaf hann
síðan gesti fundarins orðið
laust, Þorvaldi Jónssyni full-
trúa jafnaðarmanna í bæjar-
stjórn Akureyrar.
Þorvaldur kom víða við, en
ræddi einkum um framkomna
fjárhagsáætlun kaupstaðarins.
Ag fróðlegu erindi loknu dundu
á honum ótal fyrirspurnir, en
Þorvaldur svaraði öllum spurn-
ingum, er að honum var beint
— og þakkaði jafnframt boð
ungra jafnaðarmanna — og
kvaðst eftir þennan fund vera
mun bjartsýnni á aukið brautar
gengi jafnaðarstefnimnar á Ak-
ureyri.
Margar tillögur komu fram á
fundinum, en því miður rúms-
ins vegna mun hér aðeins getið
tveggja — og er önnur birt hér
á eftir orðrétt. Flutningsmaður
tillögunnar var Jónas Stefáns-
son núverandi varaformaður
FUJ, og hljóðar hún þannig:
„Hin þrjú jafnaðarmannafé-
lög á Akureyri kjósi 6—9
manna samstarfsnefnd, tvo til
þrjá frá hverju félagi, er hafi
það að markmiði að samræma
störf og gerðir félaganna og efla
samstarf þeirra í þeim tilgangi
m. a. að efla og treysta tengsli
flokksforystunnar og óbreyttra
félagsmanna.“
Var fundurinn í alla staði
mjög ánægjulegur og ríkti þar
einhugur um að efla vöxt og
áhrif jafnaðarstefnunnar á Ak-
ureyri.
AM árnar nýkjörnum for-
manni FUJ allra heilla í starfi.
Skýrsla um Menntaskólann á Ak.
Nýkjörin stjórn F.U.J. ásamt gesti fundarins, Þorvaldi Jónssyni. Frá vinstri: Bjami Kristjáns-
Jónas Stefánsson, Pálmi Mattliíasson, Bárður Ilalldórsson, Þorvaldur Jónsson og Sigurður Sig
mannsson. Ljósmynd: Níels Hansson.
Leiðarinn: SAMEINING JAFNAÐARMANNA
UM HANDKNATTLEIK - sjá bls. 2