Alþýðumaðurinn - 29.01.1971, Side 3
Ritsliórl: SIGURJÓN JÓHANNSSON (áb.).
Útgeíandi: ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG AKUR-
EYRAR. — AigreiSsla og auglýsingar:
Strandgötu 9. II. hæS, simi (96)11399. —
Prentverk Odds Björnssonar h.f., Akureyri
ALÞYÐUMAÐURINN
(Sameining jafnaðarmanna
I NÚ FYRIR skömmu var haldinn aðalfundur Félags {
1 ungra jafnaðarmanna á Akureyri. í lilelni þess hafði 1
\ Alþýðumaðurinn viðtal við nýkjörinn formann, Bárð \
I Halldórsson, og lagði fyrir liann þessa spumingu, og i
i gerir blaðið svar lians að leiðara blaðsins í dag: \
j HVAÐ ER ÞÉR EFST í HUGA NÚ, ÞEGAR ÞÚ |
{ TEKUR VIÐ FORMENNSKU í F.U.J.? i
i NÚ, ÉG lít ekki á Félag ungra jafnaðarmanna sem jj
{ skemmtiklúbb fremur en önnur stjómmálafélög, þótt i
i ýmsir aðrir virðist líta þeim augum á félög sín, og Iief \
i ekki ætlað mér að hafa í frammi mikla trúðleika, en i
i vonast til að geta fengið sem flesta félaga til virkrar I
i fræðslu um jafnaðarstefnuna og raunverulegs starfs. i
i Því miður virðast samningaviðræðumar við Samtök |
i frjálslyndra og vinstri manna hafa runnið út í sand- í
i inn og harma ég |>að mjög. Mér er það ekkert laun- i
| ungarmál, að ég leit mjög bjartsýnum augum á sam- i
1 starf og jafnvel sameiningu allra jafnaðarmanna og i
{ VIRÐAST MÉR EKKI HAFA KOMIÐ FRAM |
[ NEIN ÞAU RÖK, SEM ENN KOMI í VEG FYRIR {
{ SAMEININGU FLOKKANNA, ÞVÍ Á PERSÓNU- [
Í LEGUM METINGI EINSTAKRA MANNA OG |
| NUDDI UM SÆTASKIPAN TEK ÉG EKKI {
[ MARK. MÁLEFNIN VERÐA AÐ RÁDA OG ÞEG- [
[ AR FRAM í SÆKIR HLJÓTA ÞAU AÐ RÁÐA f
j ÚRSLITUM, ÞRÁTT FYRIR METNAÐ EIN- i
[ STAKRA MANNA EÐA FJÖLSKYLDNA.
i MÉR er mæta vel kunnugt um það, að hér á Akureyri i
i og e. t. v. í öllu Norðurlandskjördæmi er munur flokk- i
i anna minni en nokkurs staðar annars staðar og vært i
i það því að mörgu leyti eðlilegt, að viðræður Iiæfust i
i milli flokkanna hér, þótt ekki liafi tekizt að sameina i
\ þá til allsherjarframboðs um landið allt. Við lítum svo \
i á í F.U.J. að vinstri menn séu samherjar okkar en ekki i
f andstæðingar og í trausti þess hefur ekki verið skorað |
-: á þá til kappræðu á fyrirhuguðum kappræðufundi, j
i heldur aðeins F.U.F. og F.U.S. i
| MÉR hefur þótt átakanlegur skortur á fræðslu um i
i jafnaðarstefnuna, markmið hennar og leiðir, en í hug- i
i takamoldviðri síðustu ára, stendur margur sem álfur i
i á krossgötum og veit vart hvert stefna skal. Það er því j
j mikil nauðsyn á fræðslu og umræðum innan flokks- j
i ins, ekki hvað sízt nú þegar líða tekur að kosningum. i
j Við höfum talað við formenn hinna Alþýðuflokks- j
\ félaganna um stofnun smáumræðuhópa á frjálslegum i
j grundvelli, þar sem ekki yrði beitt ræðuformi heldur j
i ræðzt við í litlum hópum um ákveðna málaflokka. i
j Mér hefur virzt sem þetta falli í góðan jarðveg og j
\ vænd liins bezta af þessu. {
j í FJÖLBREYTTU og grózkumiklu neyzluþjóðfélagi, j
i þar sem allir menn eru meira og minna sérhæfðir og i
j firrast ákveðna þætti þjóðlífsins er alltaf mikil hætta j
i á stéttaskiptingu og skilningsleysi manna á meðal og i
j því er fræðsla og þekking á sem flestum þáttum sam- i
i félagsins nauðsynlegri nú en nokkru sinni fyrr. Slíkir |
j umræðuhópar, sem ég hef í huga stuðla vafalaust að i
i meiri skilningi og meiri innsæi í kjör og hugsana- j
i háttu ntismunandi starfshópa og efla flokksstarfið að i
I miklum mun. |
Skíðahótelið opnað og starf í Hlíðarfjalli hafið
SKÍÐAHÓTELIÐ í Hlíðarfjalli
tók til starfa á þessum vetri
hinn 15. janúar sl. en eins og
kunnugt er, er þar engin starf-
semi yfir sumar- og haustmán-
uðina nema í einstaka tilfellum.
íþróttamannvirkin í Hlíðarfjalli
verða rekin með svipuðu fyrir-
komulagi og áður, nema hvað
ívar Sigmundsson hefur verið
ráðinn framkvæmdastjóri vetr-
aríþróttamiðstöðvarinnar.
Undanfarin ár hefur verið
unnið að því í samvinnu við
ferðaskrifstofm- og fleiri aðila
að kynna Akureyri sem skíða-
stað, og leitast við að skipu-
leggja skíðaferðir til Akureyrar
frá öðrum stöðum á landinu og
einnig erlendis frá.
Þróun þessi hefur gengið til-
tölulega hægt, sem er að vissu
leyti kostur meðan verið er að
byggja upp skíðastaðinn í Hlíð-
arfjalli, en mikið átak þarf að
gera þar til að bæta aðstöðuna
enn meir en nú er, sérstaklega
þegar tillit er tekið til þess að
síaukinn áhugi virðist erlendis
fyrir skíðaferðum hingað til
Akureyrar.
í því sambandi má benda á
pantanir er gerðar hafa vex-ið til
Fei-ðaskrifstofu Akureyrar frá
Bandai-íkjunum, en þaðan eru
væntanlegir a. m. k. 4 hópar
20—50 manna í hvei-jum, á þess-
um veti-i.
í Skíðahótelinu vex-ður öll
venjuleg greiðasala og gisting,
auk þess er þar skíða- og skó-
leiga og gufubað. Skíðalyftan
verður opin alla daga vikunnar,
einnig togbrautin við Skíða-
hótelið þar sem skíðabrekka er
upplýst á kvöldin. Skíðaráð
Akureyrar hefxir opna togbnaut
við Stromp um helgar og þar
ei-u æfingar fyrir skíðamenn á
SÓLARKAFFI Vestfirð-
ingafélagsins verður í
Alþýðuhúsinu laugard.
30. jan. kl. 20.30. Sam-
eiginleg kaff'idrykkja.
skemmtiatriði.
Sólarkaffinefndin.
Er kominn með
kodda og sængur
ÚR DRALON
Ennfremur:
TEPPI
BÍLATEPPI eru að
koma — mjög ódýr.
N.H.-búðin
Strandg. 11, sími 1-26-90
HERRASKYRTUR
- ÚR NYLON
- hvítar og bláar
- Verð aðeins kr. 267.-.
DÚKA-
VERKSMIÐJAN HF.
SÍMI 1-15-08.
þriðjudags- og fimmtudagskvöld
um í upplýstri brekku.
Fi-amundan eru nú miklar
aruiir hjá skíðamönnum, mörg
mót verða haldin hér í vetur og
ber þar hæst Skíðamót íslands
og Unglingameistaramót Norð-
urlanda er fx-am fara um pásk-
ana hér á Akureyri. Tveir skíðla
menn frá Akureyx-i hafa verið
og eru erlendis við skíðaiðkan-
ir, Halldór Matthíasson er sótti
skíðagöngunámskeið í Svíþjóð
og Þox-steinn Baldvinsson sem
er við skíðaiðkanir og vinnu í
Sun Valley í Bandaríkjunum.
Fei’ðir í Hlíðai-fjall annast
Hópferðh- s.f. Fyrst um sinn
verða ferðir á hvei-jum degi kl.
1.30 e. h. og á þi-iðjud. og
fimmtud. k. 17.30 og 19.30. Um
helgar eru ferðir kl. 10 f. h. og
kl. 1 e. h. Frekax-i upplýsingar
um fei-ðh- í fjallið veitii- Ólafur
Þorbergsson, heimasími 12878.
Geta má þess að skíðabrekkur
fyrir almenning vei-ða troðnar
eftir því sem aðstæður leyfa.
Helztu fx-amkvæmdir sem
verið hafa í Hlíðarfjalli undan-
farið er vegalögn frá Glerár-
túni að Skíðahótelinu. Var
byrjað á því vei-ki sl. sumar og
er nú búið að mestu að ýta upp
veginum og undii-byggja hann
og ráðgert að hefja ofaníburð á
næstunni. Áætlaður kostnaður
er 6—7 milljónir króna. Þegar
þessi vegur er fullgerður verð-
ur um að ræða mikla samgöngu
bót, enda miðað við að allir bíl-
ar eigi auðvelt með að komast
hann.
Nánari upplýsingar um starf-
semi Vetraríþróttamiðstöðvar-
innar veitir framkvæmdastjóri
ívar Sigmundsson, sími í Skíða-
hótelinu 12930.
TILKYNNING
frá skattstjóra Norðurlandsumdæmis
eystra - Akureyri.
Allir þeir, sem skattstjóri helur krafið skýrslu-
gerðar um greidd laun, lilutafé og arðgreiðslur,
eru áminntir um að gera skil eigi síðar en 20. jan-
úar n.k. Frekari frestur verður eigi veittur. Þótt
um engar kaupgreiðslur hafi verið að ræða, er
eigi að síður nauðsynlegt að skila eyðublöðunum
aftur.
Frestur til að skila skattframtölum til skattstjóra
eða umboðsmanns hans er til 31. janúar n.k. Þeir,
sem atvinnurekstur hafa með höndum, þurfa þó
ekki að hafa skilað framtalsskýrslu fyrr en fyrir
lok febrúar. Þeir aðilar, sem nauðsynlega þurfa á
frekari framtalsfresti að halda, verða að sækja um
frest til skattstjóra eða umboðsmanns hans og fá
samþykki þeirra fyrir frestinum.
í 47. gr. laga nr. 90/1965, um tekju- og eigna-
skatt er svo kveðið á, að ef framtalsskýrsla berst
eftir að framtalsfrestur er liðinn, skal miða skatt-
matið við raunverulegar tekjur og eign að við-
bættu 15—20% álagi. Einnig er beitt viðurlögum,
15—20%, ef íramtal er gallað eða ófullnægjandi.
Athygli launþega er vakin á því, að ekki er nægi-
legt að vísa á launauppgjör atvinnurekanda, held-
ur ber framteljanda sjálfum að tilgreina laun sín
á framtalinu.
Til 31. janúar n.k. veitir skattstjóri eða um-
boðsmaður hans þeim, sem þess óska og sjálfir
em ófærir að rita framtalsskýrslu sína, aðstoð við
framtalið. Þeim tilmælum er því beint til þeirra,
sem ætla sér að fá framtalsaðstoð, að koma sem
allra fyrst til skattstjóra eða umboðsmanns hans.
Framtalsaðstoð verður ekki veitt eftir 31. janúar.
Frá 20. til 31. þ. m. verður Skattstofan í Strand-
götu 1 opin, auk venjulegs skrifstofutíma, frá kl.
4—7 og laugardaga kl. 10—12 og 1—4, vegna fram-
talsaðstoðar.
I anddyri Landsbankahússins, að austan, er póst-
kassi Skattstofunnar fyrir framtöl þeirra, sem
sjálfir fylla út framtalsskýrslur sínar.
Akureyri, 10. janúar 1971,
HALLUR SIGURBJÖRNSSON, skattstjóri.