Alþýðumaðurinn - 29.01.1971, Side 4
Kappræðu-
fundur
FÉLAG ungra jafnaðar-
manna á Akureyri hefur
samþykkt að skora á Félag
ungra Framsóknarmanna og
Vörð, félag ungra Sjálfstæð-
ismanna, til kappræðufund-
ar um þjóðmál og mun for-
maður FUJ í umboði félags
síns tilkynna ofannefndum
félögum bréflega áskorun-
ina. F.U.J.
Konitr! - Akureyri og nágrenni
K. í. hefur borizt samstarfstil-
boð frá Álafossi h.f. um áfram-
haldandi námskeiðshald í lopa-
peysuprjóni.
Komið hefur í ljós, að fyrri
námskeið hafa gefið góða raun.
Mjög vandaður söluvamingur
er nú framleiddur á íslenzkum
heimilum. Framleiðslan hefur
aukizt mikið, enda hafa konurn-
ar m. a. lært hagsýnustu vinnu-
brögðin.
Kennsludagar verða sjö og
kennslutíminn er frá kl. 13 til
kl. 17. Fyrsta námskeiðið byrjar
í Hallveigarstöðum mánudag
18. janúar.
Námskeiðið er nemendum að
TILKYNNING
frá STOFNLÁNADEILD
LANDBÚNAÐARINS
Umsóknir um lán vegna framkvæmda á ár-
inu 1971 skulu hafa borizt bankanum fyrir 28.
febrúar næstkomandi.
Umsókn skal fylgja teikning og nákvæm lýs-
ing á framkvæmdinni, þar sem rneðal annars er
tilgreind stærð og byggingarefni. Ennfremur skal
fylgja umsögn héraðsráðunautar, skýrsla um bú-
rekstur og framkvæmdaþörf, svo og veðbókarvott-
orð.
Lánsloforð, sem veilt voru á síðastliðnu ári,
falla úrgildi 28. febrúar, liafi bankanum eigi bor-
izt sikrifleg beiðni um að fá lánið á þessu ári. Eng-
in ný skýrslugerð þarf að fylg ja slíkum endurnýj-
unarbeiðnum.
Skjöl, seiu borizt hafa vcgna framkvæmda á
árinu 1970 og ekki voru veitt lánsloforð um á því
ári, verður litið á sem lánsumsóknir 1971.
Reykjavík, 26. janúar 1971
BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS
STOFNLÁNADEILD LANDBÚNAÐARINS
kostnaðarlausu og greiðir Ála-
foss h.f. ferðir nema utan af
landi til og frá Reykjavík.
Prjónar og efni fæst á heild-
söluverði hjá kennaranum, frú
Astrid Ellingsen. Álafoss h.f.
býst til að kaupa allar peysur,
sem standast gæðamat.
Væntanlegir nemendur eru
beðnir að hafa samband við
skrifstofu Kvenfélagasambands
íslands, þar sem innritun fer
fram kl. 13—15 alla daga nema
laugardaga í síma 12335.
Kvennasamband Akureyrar.
... -'■■000=
41. árg. — Akureyri, föstudaginn 29. janúar 1971 — 2. tölublað
Upplýsingaþjónusta bænda
STÉTTARSAMBAND bænda,
Framleiðsluráð landbúnaðarins,
Samband íslenzkra samvinnu-
félaga, Mjólkursamsalan í
Reykjavík, Sláturfélag Suður-
lands, Osta- og smjörsalan s.f.
og Grænmetisverzlun landbún-
aðai-ins ákváðu fyrir nokkru að
efna til sameiginlegrar starf-
semi, sem hefði það hlutverk að
veita blöðum, útvarpi og öðrum
fjölmiðlum hvers koni'a upplýs-
ingar um landbúnaðarmál.
Sú starfsemi, sem hér um
Thule-tvímenningskeppnin hafin
THULE-tvímenningskeppni er
hafin hjá B. A., en hún er
kennd við okkar ágæta Thule-
öl. Sana h.f. gaf bikar til þess-
arar keppni, sem er þrjár um-
ferðir. — Röð efstu manna er
þessi:
A-riðill. stig
1. Jón—Hörður 145
2. Alfreð—Guðmundur 135
3. Mikael—Sigurbjörn 131
4. Guðjón—Þormóður 129
5. Baldur—Ragnar 127
6. Dísa—Rósa 125
7. Jóhannes—Sveinn 120
8. Soffía—Angantýr 119
9. Ármann—Jóhann 112
10. Júlíus—Sveinn 108
B-riðill. stig
1. Magnús—Gunnlaugur 103
2. Frímann—Jón Ólafur 102
3. Gunnar—Tómas 100
4. Guðmundur—Haraldur 95
5. Páll—Óskar 93
6. Gunnar—Stefán 92
7. Bjarni—Hinrik 89
8. Finnur—Viðar 83
9. Gunnar—Bergsteinn 82
10. Stefán—Sveinbjörn 70
Meðalárangur er 108 stig. —
Önnur umferð verður spiluð
n. k. þriðjudagskvöld.
Gullfoss
feröir
Skíðaferðir til ísafjarðar.
Hringferðir umhverfis ísland.
Auk fjölbreyttra annara skemmtiferða.
Nú er rétti tíminn til þess að kynna
sér ferðamöguleika ársins 1971.
H.F. EIMSKIPAFÉLAG
ÍSLANDS
FARÞEGADEILD PÓSTHÚSSTRÆTI 2 - REYKJAVÍK - SÍMI 21460
I ~~-----------------------------
Sendið þessa úrklippu og þér fáið senda _
Ferðaáæt/un m/s Gu/lfoss 1971 l/\/\l
Nafn
Heimili
l
ræðir, hefur hlotið nafnið Upp-
lýsingaþjónusta landbúnaðai'-
ins. Er gert ráð fyrir, að upp-
lýsingaþjónustan verði áþekk
þeirri stai'fsemi, sem erlendis
ryðui- sér mjög til rúms og geng
ur undii' nafninu Public Rela-
tion, skammstafað P. R.
Verkefni upplýsingaþjónust-
unnai- verða aðallega sem hér
segir:
1. Veita skal, eftir því sem
unnt er, blöðum og öðrum fjöl-
miðlum sem þess óska, upplýs-
ingai' vaiðandi þá starfsemi
aðildarfélaganna, sem varðar
landbúnaðarmál.
2. Upplýsingaþjónustan skal
vera málssvai'i félaganna varð-
andi sérstök deilumál eða um-
ræðuefni um landbúnaðarmái,
sem snerta stai'fsemi þeh'ra og
uppi eru hverju sinni.
3. Veita skal aimennar upp-
lýsingar um landbúnaðinn sem
atvinnugi'ein og gildi hans og
stöðu í þjóðfélaginu, og koma
þeim uppiýsingum á framfæri
með ski'ifum í blöð og tímarit,
blaðamnanafundum og erinda-
flutningi í skólum og útvarpi
eftir því sem aðstæður leyfa.
4. Þá skal upplýsingaþjónust-
an sjá um móttöku erlendra
gestla, er hingað leita í þeim til-
gangi að fræðast um íslenzkan
landbúnað.
Til að koma þessari stai'fsemi
á lagghnai' og veita henni for-
stöðu fyrst um sinn hafa fram-
anskráð samtök ráðið Inga
Tryggvason, bónda og kennara
á Kárhóh í Reykjadal. Hefm-
Ingi aðsetm- sitt á 3. hæð
Bændahallarrh'nnar og er síma
númer hans 20025.
( Fr éttatilky nning)
=000=
s
HANDBOLTAMOT
í KVÖLD (föstudag) fer
fyrsti leikminn í 2. deild í
handbolta fram hér á Akur-
eyri. Verður það lið Þróttar
sem kemm- norður og kepph
við lið KA í kvöld kl. 9, en
á morgun, laugardag, leika
Þróttarar við lið Þórs og
hefst sá leikur kl. 4 e. h.
Takmark Akureyrarhð-
anna er að srmnanliðin fai'i
með sem allra fæst stig suð-
ur og er það ekki ósennilegt
að það takist þar sem liðin
hafa staðið sig vel í leikjum
sínum fyrir sunnan.