Alþýðumaðurinn - 10.11.1976, Blaðsíða 1
Mýr bankastjóri
á Akureyri
Nýlega var Magnús Gíslason
skipaður bankastjóri við úti-
bú Landsbanka íslands á Ak-
ureyri.
Magnús er fæddur á Akur-
eyri 25. febrúar 1935. Hann er
gagnfræðingur frá Gagnfræða
skólanum á Akureyri og hóf
að því loknu störf hjá útibúi
Landsbankans á Akureyri
hinn 4. júní 1953 og hefur
hann síðan starfað óslitið við
útibúið, lengst af sem bókari
útibúsins.
Magnús var settur útibús-
stjóri á miðju ári 1975 í veik-
indum Halldórs heitins Helga-
Framhald á bls. 2.
16 ára fangelsi
í síðustu viku var í Bæjar-
þingi Akureyrar kveðinn upp
dómur í rriáli ákæruvaldsins
gegn Úlfari Ólafssyni. Var
hann ákærður fyrir að hafa
hinn 4. apríl síðastliðinn orðið
Guðbirni Tryggvasyni að bana
með riffilskoti í Lundahverf-
inu á Akureyri og hafði hann
stolið morðvopninu í sport-
vöruverslun einni hér í bæ
þá sömu nótt.
Varð niðurstaða dómsins sú
að ákærði var dæmdur í 16
ára fangelsi, en hann hafði
við yfirheyrslur játað brot
sitt. Saksóknari hafði krafist
þyngstu refsingar sem lög
leyfa, enda er hér um að ræða
óvenjulega óhugnanlegan og
kaldrifjaðan glæp og sem bet-
ur fer ekki algengt að slík mál
komi til kasta Bæjarþings.
Auk fangelsisvistarinnar
var ákærði dæmdur til að
greiða málskostnað krónur
140 þúsund og laun skipaðs
verjanda síns, Gunnars Sól-
nes, krónur 190 þúsund. Dóm-
inn kvað upp Freyr Ófeigs-
son, fulltrúi bæjarfógeta á Ak
ureyri.
Stöðvarhús Kröfluvirkjunar í byggingu.
Ljósmynd: Islendingur.
r Krafla vonlaus?
Ýmsir telja nú, að það geti orð
ið nokkur bið á því að Dagur
og Vegur Jóns Sólnes muni ná
að lýsast upp með langþráðu
Kröflurafmagni og sumir telja
að það muni aldrei geta orð-
Rennt stoðum undir
aðstöðu Hjalteyringa
Frá fréttaritara AM á Hjalt-
eyri, Henning Jónassyni:
Þann 9. þ. m. var hafist
handa um hafnargerð hér,
sem menn binda miklar von-
ir við að muni stuðla mjög
að uppbyggingu staðarins,
sem hefur verið í lágmarki
síðan á síldarárunum. Er það
hreppsfélagið, sem stendur
að þessum framkvæmdum og
þýkir það tíðindum sæta að
hreppsfélagið á sjálft allt
sitt framlag og mun lána ein
hverja upphæð til verksins.
En að þessu máli hefur Ingi-
mar Brynjólfsson unnið
manna mest og á hann mikið
lof skilið fyrir það og allir
þeir, sem með honum hafa
að þessu staðið.
Nú eru gerðar út 7 trillur
héðan yfir sumartímann en
aflabrögð hafa verið með lé-
legra móti í ár. Hér verka
allir sinn fisk sjálfir og gef-
ur það góða raun.
Fólki fer hér nú heldur
fjölgandi og má geta þess að
nýlega var hér tekið í notkun
nýtt og glæsilegt verslunar-
hús.
A almennum fundi, sem
haldinn var hér þann 8. októ
ber, kom fram eindregin og
almenn afstaða hreppsbúa
gegn hugmyndum um álver
við Eyjafjörð. Þar urðu einn-
ig harðar umræður um ráð-
stöfun á eignum Landsbank-
ans og hlutafélagsins Kveld-
úlfs á staðnum. Félagslíf
stendur með blóma hér og
starfa bæði ungmenna- og
kvenfélag af miklum krafti.
Komið hefur til tals að
byggja raðhús að vori, ef
áhugi reynist fyrir því, enda
hús orðin gömul á Hjalteyri
og margir þurfa að endur-
nýja húsnæði sitt.
ið. Nú þegar þetta er ritað er
verið að bora elleftu holuna á
Kröflusvæðinu og hafa aðeins
fengist 10 megawött af þeim
60, sem talið er að þurfi til að
fullnýta hverflana tvo, sem í
stöðvarhúsinu munu verða.
Kostnaður við borun hverrar
holu sem boruð er þegar hol-
an er fullfrágengin er lauslega
áætlaður um 100 milljónir
króna og getur því hver sem
er reiknað út hvað það muni
kosta að fá nægilega gufu,
bara ef svo heppilega kann að
vilja til að sama gufumagn fá-
ist úr þeim holum, sem borað-
ar verða í framtíðinni, en fyrir
því er auðvitað engin vissa.
Þegar borun fyrstu eins kíló-
meters djúpu holanna var lok-
ið sem nefndar eru „rannsókn-
arholur“ gaf Orkustofnun út
skýrslu um „hitaástand“ svæð
isins, sem hún taldi nægilega
gott til að hefja mætti vinnslu
boranir, eða með öðrum orðum
frekari rannsóknarboranir.
í skýrslu þessaxi er ekkert
fullyrt um það hvort virkjun
sé æskileg né hagkvæm. Póli-
tísk ákvörðun um virkjun
svæðisins var samt tekin eftir
að skýrsla þessi var birt í
febrúar 1975. Síðan þessi
ákvörðun um að virkja svæð-
ið var tekin hefur saga bor-
ana við Kröflu verið að heita
má einn allsherjar hrakfalla-
bálkur. Ýmist hafa þær holur
sem boraðar hafa verið eyði-
Framhald á bls. 2.
Gauti Arnþórsson
skipaður dósent
} _____________
Samkvæmt tilkynningu er birt ið skipaður dósent í almennum
ist í síðasta tölublaði Lögbirt- handlækningum við Háskóla
ingablaðs hefur Gauti Arn- íslands til næstu fimm ára frá
þórsson, yfirlæknir Fjórðungs og með 1. janúar næstkomandi
sjúkrahússins á Akureyri, ver að telja.
N NORflUNZK
fyrirNorölendinga
rroRGii
Rl
21844