Heimdallur - 22.01.1930, Side 1

Heimdallur - 22.01.1930, Side 1
HEIMDALLU BLAS UNGRA SJÁLFSTÆÐISHANNA Afgreiðsla í Varðarhúsi (sími 2380) Ritsíjóri: Kristján Guðlaugsson 1. tbl. Miðvikudaginn 22. janúar ií>3ð I. árg. Heimdallur. Forspjall. Undanfarið hefir kveðið svo mikið að hávaða andstæðinga Sjálfstæðis- flokksins og þá einkanlega illgirni í garð ungra Sjálfstæðismanna, að ekki er unt að una því lengur, án mótmæla. Ungir jafnaðarmenn hafa gefið út mánaðar- blaö nú um alllangt skeið, og boðað mönnum boðskap sinn, en Heimdallur hefir leitt þann snepil fram hjá sjer til þessa, enda hafa ungir Sjálfstæðismenn ekki haft eigið málgagn til umráða. I þessu blaði geta þeir birt skoðanir sín- ar og tekið þátt í umræðum um pólitísk málefni, en einkanlega verða fyrstu blöðin leiðrjettingar á þeim blekking- um, sem andstoðuflokkarnir hafa þyi'l- að upp fyrir kosningarnar. Sennilega verður blaðið gefið út einu sinni í mán- uði eftir kosningar, og væntum vjer stuðnings allra góðra borgara, svo vel megi takast. ------fr—O-'O--- (Fjelagi ungra Sjálfstæðismanna). Æskumenn! Á síðasta Alþingi var það nýmæli gert, að aldurstakmark til kosninga var fært niður í 21 árs aldur. Af því leiðir, að nú ganga fleiri ungir menn og konur til kosninga hjer í bænum en nokkru sinni fyr, og geta því ráðið meiru um úrslit kosninganna en áður. Þessi breyting var ekki að þakka nein- um einstökum flokk, heldur voru þar allir á einu máli, þótt foringjar jafn- aðarmanna vilji eigna sjer allan veg af því og nota það sem kosningabeitu. Til sönnunar almenns fylgis Sjálfstæð- isflokksins við mál þetta, má benda á einróma samþyktir, sem gerðar voru áður í Heimdalli og Varðarfjelaginu um þetta efni. Sjálfstæðisflokkurinn gengur nú i fyrsta, sinni til kosninga. Hann hefir sett í örugt sæti á lista sínum einn þeirra, manna, sem öðlast hefir kosn- ingarrjett og kjörgengi við fyrnefnda lagabreytingu. Flokkurinn hefir sýnt með þessu eins ljóslega og verða má, að hann viðurkennir rjétt æskunnar til íhlutunar um opinber mál og skilur fyllilega, að hún er líkleg til . oll a áhrifa á þau. Flokkurinn sjer, að kröf- um æskumanna verður ekki fullnægt með fagurgala einum, heldur fyrst og fremst með því að veita þeim sem best tækifæri til beinna forráða. Hins- vegar hafa báðir hinir flokkarnir sýnt það í verkinu, að þeir vilja aðeins noia atkvæði ungra manna til þess að hossa gömlum eftirlætisgoðum sínum, og koma þannig í veg fyrir bein áhrif æskunnar í landinu. Þegar af þessari ástæðu ættu allir ungir menn að ber- jast íyrir sigri Sjálfstæðisflokksins. Frajmóknarflokkurinn leitar nú í fyrsta sinni fylgis reykvískra borgara, og væri því ekki úr vegi að athuga íoitíö þess flokks. Hingað til hefir hann haldið sjer við sveitirnar nær ein- göngu, enda hafa ýmsir forgöngu- manna hans sýnt sig að berum fjand- skap við borgarana og þá einkanlega Reylcvíkinga. Um þá hafa þessir menn farið hinum svívirðilegustu orðum, og leitast við að eyðileggja atvinnuvegi og þróun kaupstaðanna. Hvernig hafa þeir svo reynst bændunum, sem þeir þykjast hafa borið fyrir brjósti? Síð- an þeir komust til valda, hafa þeir staðið í vegi fyrir og eyðilagt flest þeirra þrifnaðarmál. Nægir hjer að minna á rafveiturnar, atvinnurekstrar- lánin, vaxtaliækkunina, slcerðing rækt- unarstyrksins o. s. frv. Bændum lofnðu fieir gulli og grænum slcógúm á Jcostnað Jcaupstaðanna, en þcssi loforð Jiafa þeir síðan sviJcið á Jcostnað allra landsmanna. Hvernig munu þessir menn þá reyn- ast reykvíkskum borgurum, sem þeir hafa fjandskapast við frá því fyrsta? Þessi flokkur hefir viljað halda því frarn, að Sjálfstséðisflokkurinn sje áft- urhaídssamur, en hvað er svartara aft- urhald en að standa svo í vegi fyrir þjoðþrifamálum eins og Framsókn ger- ir, þegar það sv.o bætist við, að ófrjáls- lyndið og kúgunarandinn er svo magn- aður innan flokksins, að nú getur eng- inn maður í opinberri stöðu óhultur látið í ljós skoðun sína, ef hún brýtur nokkuð í bág við skoðanir valdhafa flokksins. Hvernig á noJcJcur ungur maður að skipa sjer undir merki slíJcs floJcks? Af jafnaðarmönnum hefir staðið styrr mikill í ýmsum löndum. Þeir þykjT ast boða mönnum nýjan boðskap, sem muni flytja öllum Utopiu-sælu, og lát- asi haga seglum eftir vaxandi kröfum tímanna. Jafnaðarmenn hjer stæra sig af því, að flokksbræður þeirra í ná- grannalöndum vorum hafi komist þar til valda, en hefir það leitt þar til nýrra umbóta og gagngerðra breytinga á kjör- um þjóðanna? Elcki hafa menn orðið varir við það. Bardagaaðferð þessa floJcks er sú, að ala á öfund og stjettahatri, verkföllum og vinnuleysi. Þeir leita til lægstu hvata manna í því augnamiði að eyðileggja atvinnuvegina og koma þjóðinni í ör- birgð til þess að broddar þeirra geti leikið lausum hala eins og rottur í rúst- umtþeirrar velmegunar, sem frjálsir einstaklingar hafa skapað frjálsri og samtaka þjóð. Þessu til sönnunar má benda á það, hvernig foringjar jafnað- armanna hjer á Iandi gæla við ósóma núverandi stjórnar. Hjá henni hafa þeir allir fengið bein og bita og það láta þeir sjer nægja, enda verður umhyggja þeirra fyrir alþýðunni hjer sem annars- staðar að víkja fyrir hagsmunum þeirra sjálfra. Höfuðatriði boðskapar jafnaðar- manna eru þjóðnýting framleiðslutækj- anna og takmarkanir á frelsi einstak- lingsins. Nái þeir að koma þessum lcenn- ingum sínum í framkvæmd, hlýtur það að leioa til argasta ófrelsis og einolc- unar, sem enginn frjálshuga maður get- ur unað við, enda yrði þá sennilegá skamt að bíða þess ástands og hjer var í landi, er Hólmfastur bóndi var hýdd- ur við staur fyrir að hafa selt noklcra fiska í öðru verslunarumdæmi, en ein- okunarstjórnin hafði fyrirskipað. Ef ungir menn athuga með gagnrýni boðskap og framkomu jafnaðarmanna, þyrfti meira en meðal þýlyndi til þess að fylgja þeim að málum.' Það var upphaf bygðar á landi voru, að hingað fluttu höfðingjar og afreks- menn frá Noregi, sem gátu ekki unað við ofríki Haraldar hins hárfagra. Frelsi sitt elskuðu þeir svo, að þeir fórnuðu ættjörð og óðulum fyrir það, þótt þeir mættu búast við lcöldum kjör- um. Þrátt fyrir alla erfiðleika stofnuðu þeir hjer hið blómlegasta þjóðfjelag og sýndu með því, hverju menn fá áork- að, er þeir njóta frelsis til framkvæmda. Þessa eiga allir góðir íslendingar að minnast og eigi síður hins, hversu ^örmulega fór fyrir þjóðinni, er hún glataði sjálfstæði sínu og landsmenn voru ofurseldir kúgunarvaldi einvalds- stjórnarinnar. Þess eigum vjer enn að minnast, hversu andlegur og efnalegur

x

Heimdallur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimdallur
https://timarit.is/publication/604

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.