Heimdallur - 22.01.1930, Side 4

Heimdallur - 22.01.1930, Side 4
4 ___H EIMDALLUR Heimdallur. **l: Fundur verður haldinn ; Varðarhúsinu fimtudaginn 23. janúar ki. 8,30 síðd. Fundarefni: Bæjarstjórnarkosningarnar. Meðal annara tala Jón Þorláksson og Jakob Möller. Ungir menn og meyjar velkomin á fundinn. Stjórnin. dirfist að segja slíkt! En svo varð hon- um litið á sjálfan sig, þ. e. a. s. þetta andlega veganesti og nýju fötin frá Hriflu, og sjá, augu hans opnuðust og hann sá nekt sína. Skelfingin greip hann, og hann flúði á bak við Ingimar þann, sem svikið hefir þá köllun, er hann eitt sinn þóttist útvalinn til, og fylgir stefnu Rússa-bolsa, sem kalla guð á himnum höfuðlýgina mestu. — Auk þess skreið hann í skjól Arngríms, sem gárungarnir kalla hinn lærða eða langa. Mönnum þótti lítið leggjast fyr- ir kappann. — Það, sem fólki varð meðal annars starsýnt á, er þetta: Her- mann, lögreglustjórinn sjálfur, vissi ekki jafn augljósan hlut og það, að ó- knyttir og glæpir hafa farið vaxandi jafnhliða sósíalistastefnuiini og Tíma- bolsáklíkunni, sem laumaðist í bakið á bæjarbúum og landsmönnum 1916. Enda engin furða. Haraldur boðar blóðuga byltingu, Ólafur Friðriksson segir: Notið handaflið, og loks kemur svo þéssi andlegi slæpings-dvergur úr Mosfellssveitinni með Alþýðubókina og býður mönnum að ræna og rupla. Niður með spillingarstefnuna! Lifi „Sjálfstæðisflokkurinn“! E. G. Faðmlögin. Árið 1000 var kristni lögtekin á Al- þingi Íslendinga. Þá hófust tímamót í þjóðlífi voru meðan gamla trúin var að deyja út, en menn höfðu ekki tileink- að sjer hina nýju. Hún hafði ekki fest svo rætur, að áhrifa hennar gætti í lífi manna og breytni. Þá var eitt hið svartasta tímabil í Sögu vorri — Sturlungaöldin, þegar mest og flest nýðingsverk hafa unnin Verið á íslandi. Slík óöld er á góðum vegi með að hefjást á ný éf niðhöggum jafnaðar- manna tekst að naga ræturnar undan kristindómínum 1 landinu. Þessi öld mun jafnvel verða enn tryltari en sú fyrri, því að hvað gefa „bolsar“ í staðinn? Ekkert — Þeir bregða eigi vana um það, að rífa niður, en byggja ekkert upp. Trúin er hjálpar-heila þjóðanna þegar holskeflur óláns og andstreym- is skella yfir, hún er athvarf þess í ellinni, og styrkur þeirra í síðasta á- fanganum — dauðanum. Trúarþörfin er einhver hinn voldug- asti þáttur í lífi manna. Þrátt fyrir þessar staðreyndir leyfir Ólafur Friðriksson sjer að segja að þeir menn sjeu hræsnarar o. s. frv., sem ekki vilja gerast andskotar krist- innar trúar. Rökfærsla Ólafs er svona: N. N. er trúlaus, þessvegna getur hann ekki verið því fylgjandi að þeir, sem eru trúaðir megi halda trú sinni óá- reittir, „ergo“ er N. N. hræsnari. Með öðrum orðum ef einhver vill ekki hafa eitthvað sjálfur, þá getur hann ekki í einlægni unt öðrum þess, sem þykir mikið í það varið. Jafnvel Guðbrandur myndi hafa skammast sín fyrir svona „hunda-logik“. Menn áttu nú von á ýmsu af Ólafi, en þau firn gerðust í íþrh. K. R. á sunnudaginn var, að slík kona sem Aðalbj. Sigurðard. tók við jórturtugg- unni út úr Ólafi, hún virtist býsna brjóstheil sú; en við hverju má elcki búast af þeirri konu, sem gerist tál- beita á lista Hriflu-Jónasar? Þau hjónaleysin fjellust innilegá í faðma um það atriði að þeir, sem nú vilja verja kristna trú hjer á landi gegn ofsóknum „bolsa“, væru án und- antekningar hræsnarar. Slíkar getsakir eru ekki sem best fallnar til þess, að skapa mönnum trú á hreinleika Ólafs og Aðalbj., því svo segir gamalt orðtak að illur á sjer ills von, og margur heldur mann af sjer. Alþýða muii á kjördegi gefa hið rjetta svar við því, að sorp- og níðrit um þau mál, sem henni eru helgust er látið bera nafn hennar, með því að forðast að gefa þeim atkvæði sitt, sem gert hafa slíka bók að trúarjátningu sinni, en það eru A- og B-listar. Kjósum öll C-listann. E. Ragnar Lárusson hefir nýlega höfð- að mál gegn Alþýðublaðinu fyrir meið- andi ummæli um sig, og mættu hlut- aðeigendur fyrir sáttanefnd í gær, en engin sæt't varð. Verður málinu því haldið áfram. Það er eftirtektarvert, að hjer á verkamaður hlut að máli, en þar sem hann er á annari pólitískri skoðun, er hann ofsóttur af málgagni verkalýðsins. Þetta sýnir, hversu blað- ið er holt verkalýðnum, og er ilt til þess að vita, að það skuli bera nafn alþýðunnar, sem það svíkur svo herfi- lega. Þetta sýnir blygðunarleysi sósí- alistabroddanna,’ er þeir varpa sauðar- gæru yfir úlf og leika svo listir sína í því gerfi fyrir alþjóð manna. Eiginhagsmunaklíkan. Hinir skinhoruðu jafnaðarmanna- foringjar, sem reyna með öllum brögð- um og erlendu snýkju-fje að ginna al- þýðuna íslensku út á glapstigu, hefja nú sjálfa sig skýjunum hærra fyrir að hafa ekki verið á móti því, að aldurs- mark sveita- og bæjarmálefna var fært niður í 21 árs. — En af hverju voru þeir með þessu? Var það af því að þeir ætluðust til þess að æskumennirnir fengju sjálfir að vera í kjöri og taka beinan þátt í málunum! Nei, þeir forð- uðust eins og skrattinn biblíuna að láta nokkurn æskumann koma nærri þeim sætum á lista sínum, sem hin veikasta von var um að kæmi manni að. í stuttu máli, þeir gerðu það eingöngu til þess að þeir sjálfir, þessi nátttröll liðinna alda, fengi fleiri atkvæði. Væri ekki skynsamlegt að segja að eigin- girni og eiginhagsmunahyggja ríkti einvöldu í heilum þessara alþýðu-júd- asa? — En — vjer æskumenn látum ekki að oss hæða, vjer kjósum þann lista, sem býður oss einn af jafnöldr- um voi’um. Listi jafnaðarmannafor- sprakkanna heyrir til liðna tí’manum, hann er að minsta kostí æskunni óvið- komandi. Allir ungir menn fylkja sjer um Pjetur Hafstein, um C-Iistann. Ungur kjósandi. Fundl hjeldu ungir jafnaðarmenn í Goodtemplarahúsinu í gærkvöldi. — Var hann fjölsóttur og fjörugur, en nánari frásagnir verða að bíða næsta blaðs. Styðjið Sjálfstæðisflolckinn. Kjósið C-listann. Isafoldarprentsmiðja h.f.

x

Heimdallur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimdallur
https://timarit.is/publication/604

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.